Morgunblaðið - 29.05.1993, Síða 5

Morgunblaðið - 29.05.1993, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 B 5. Listahatíð í Hafnarfirði/Leiklist/Listdans NÝ ÍSLENSK LEIKRIT OG DANSVERK SAMANTEKT/JÓHANN HJÁLMARSSON Þrjú ný leikrit veróa fiutt á Listahátíó í Hafnar- firði. Höfundar þeirra eru Þorvaldur Þorsteins- son, Arni Ibsen og félagar Ara-leikhússins . íslenski dansflokkurinn sýnir m.a. Evridísi eftir Nönnu Ólafsdóttur við tónlist Þorkels Sigurbjörns- sonar og Ingibjörg Björnsdóttir semur dans við tónlist eftir Tryggva Baldvinsson. Blóð sveltandi stéttar Mánudaginn 14. júní kl. 20.30 sýnir Leikfélag Hafn- arfjarðar í Straumi leikritið Blóð hinnar sveltandi stétt- ar eftir Sam Shepard í þýðingu Ólafs G. Haraldssonar og Jóns Karls Helgasonar. Leikstjóri er Viðar Eggerts- son. Sam Shepard er meðal fremstu leikritahöfunda Bandarílq'anna. Shepard túlkar rótleysi bandarísks þjóð- lífs. Kaldriíjað undirheimafólk leikur stór hlutverk í verkum hans. í kynningu segir: „Þeir sem halda að Shepard prediki frumlega lífshætti í krafti óljósra hug- mynda um frelsi eru á villigötum. Allt þetta heillandi töffa lið á það sammerkt að vera brotakennt og ófull- nægt.“ Blóð hinnar sveltandi stéttar greinir frá bændafjöl- skyldu sem stendur á krossgötum. í verkinu eiga sér stað mikil átök og uppgjör. í tilefni dagsins og Fiskar á þurru landi Miðvikudaginn 16. júní kl. 20.30 frumsýnir Pé-leik- hópurinn tvö ný leikrit í Bæjarbíói, í tilefni dagsins eftir Þorvald Þorsteinsson og Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen. í tilefni dagsins lýsir sögulegri jarðarför. Þorvaldur Þorsteinsson hefur vakið athygli fyrir ör- leikrit í útvarpi. I fyrra kom út eftir hann prósaverk í tilraunakenndum stfl. Hann er kunnur myndlistarmaður. Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen fjalla um Knút sem alltaf hefur búið heima hjá Emmu, móður sinni. Hann hefur þann starfa að þjóna kostgöngurum móður sinnar. Þegar Gummi og Gúa, nýir kostgangarar, bæt- astj hópinn verða breytingar á lífi Knúts og líka þeirra. Árni Ibsen er þekktur leikritahöfundur, ljóðskáld og þýðandi. Ara-leikhúsið Ara-leikhúsið var stofnað í byrjun þessa árs. Að því standa Árni Pétur Guðjónsson leikari, Jón Friðrik Ara- son skáld og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri. Ara-leikhúsið: Anna E. Borg, Steinunn Ólafsdóttir, Rúnar Guðbrandsson og Árni Pétur Guðjónsson Hér er um eins konar tilraunastofu leiklistar að ræða. í kynningu segir að Ara-leikhúsið sé „skapandi tilrauna- leikhús sem leggur megináherslu á frumflutning frumsaminna leikverka og fer ótroðnar slóðir til að ná markmiðum sínum, t.d. með því að brjóta upp hefð- bundnar vinnuaðferðir í tíma og rúmi“. Við samningu, uppfærslu og flutning þess verks sem hér um ræðir er tekið mið af staðnum, Straumi og umhverfi hans. Verkið verður flutt föstudaginn 18. júní kl. 20.30. íslenski dansflokkurinn Islenski dansflokkurinn sem var stofnaður 1973 starf- aði lengst af í Þjóðleikhúsinu. Fyrir rúmi ári var flokkur- inn gerður að sjálfstæðri stofnun og heyrir nú beint undir menntamálaráðuneytið. Á efnisskrá að þessu sinni eru Evridís eftir Nönnu Ólafsdóttur við tónlist eftir Þorkel Sigurbjömsson, „myndskreyting" eftir Ingibjörgu Björnsdóttur við tón- list Tryggva Baldvinssonar og tvö verk eftir William Soleau sem samin eru sérstaklega fyrir Listahátíð í Hafnarfirði. Sýning íslenska dansflokksins verður í íþróttahúsinu í Kaplakrika fimmtudaginn 24. júní kl. 22.00. Fjölskylduskemmtun Leikfélag Hafnarfjarðar gengst fyrir fjölskyldu- skemmtunum sunnudaginn 13. júní kl. 15:00, sunnudag- inn 20. júní kl. 13:00 og sunnudaginn 27. júní kl. 13:00. Á þessum skemmtunum koma fram leikarar Leikfé- lags Hafnarfjarðar, trúðar og fjölmargir aðrir. Lögð verður áhersla á virka þátttöku barna í leiklistar- og tónlistaratriðum og hvers kyns gjörningum. GÍTARINN SITUR FYRIR ÖLLU ÖÐRU Morgunblaðið/Skúli Magnús Þorvaldsson að kennarar kæmu ásamt nemend- um sínum. Þessi námskeið væru ekki síður gagnleg fyrir þá. Að þessu sinni vill svo skemmti- lega til að tveir nemendur koma frá Spáni, heimalandi gítarsins; til Ak- ureyrar til að vera á sumarnámske- iði í gítarleik. Örn Viðar sagðist vonast til að í framtíðinni myndu nemendur koma hingað frá fleiri löndum og Akureyri hlyti með tím- anum alþjóðlega viðurkenningu sem háborg gítartónlistar í norðri. Halldór Mór Stefánsson lauk nú í maíbyrjun áttunda stigs prófi í klassískum gítarleik frá Tónlistarskólanum á Ak- ureyri. Hinn 9. maí hélt hann burtfararprófstónleika við afar góðar undirtektir f jölda áheyrenda í Akureyrar- kirkju. Halldór stefnir nú til framhaldsnáms í gítarleik og verður næsta árið nemandi Arnaldar Arnarsonar í Barc- elona á Spáni. Þessi ungi tónlistarmaóur, sem lýkur stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 17. júní næstkomandi, stendur á þröskuldi í lífi sínu. Alvaran í tónlistarnáminu er núna fyrst að hefjast. r Aefnisskrá Halldórs Más í Akur- eyrarkirkju voru Melancholy Gaillard og Allemande eftir John Dowland, Fúga eftir Jóhann Se- bastian Bach, Andante Largo opus 5 nr. 5 eftir Fernando Sor, Etýða nr. 11 eftir Hector Villa-Lobos, Le Decameron Noir eftir Leo Brouwer og Sonatina Meridional eftir Manu- el M. Ponce. Aðalalriðið ei að æta sig óskaplega mikið - ag æfa sig létt. Og spila svo á tónleikooi. Hann var glaðbeittur, gítarleik- arinn ungi, á sólbjörtum degi, skömmu eftir tónleikana. Hvernig leið honum að loknum þessum áfanga? „Mér fannst eins og ég væri hálf- tómur. En það er rosalega gott að þetta skuli vera búið og ótrúlega gaman að brjóta ísinn með svona mörgum áheyrendum. Og undir- tektirnar voru stórkostlegar. Ég fann að fólkið hlustaði á það sem ég var að gera og ætlaði svo áldrei að hætta að klappa." Trommuleikari til sýnis Halldór Már sagðist hafa byrjað tónlistarnám eins og allir, á blokk- flautu, þegar hann átti heima á Hellu. Þar lærði hann líka á píanó í nokkur ár og spilaði auk þess á trommur í lúðrasveit. „Það fannst mér verst, það þótti svo merkilegt að sjá svona pínulítinn trommuleik- ara að ég var alltaf látinn standa upp, hafður til sýnis.“ Tólf ára sagðist Halldór hafa flutt til Selfoss, hætt að eiga við tónlist og farið á kaf í fótbolta. Síðan fluttist hann til Akureyrar. „Ætli ég hafi ekki byijað að fikta við gítar eftir að við komum norð- ur. En það var ekki fyrr en eftir fermingu að ég fór að læra eitthvað af viti. Þá fór ég i Tónlistarskólann til Arnar Viðars og hef verið hjá honum síðan. Ég tók gítarnámið ekki mjög alvarlega fyrst, fór í Menntaskólann og svo eitt ár skipti- nemi til Kanada, kom til baka og byijaði á málabraut í Menntaskól- anum en fór þann vetur að eiga í alvöru við gítarinn." Gítarinn tekur völdin Það var þegar Halldór Már lauk 6. stigi í gítarleik að hann ákvað að leggja meiri rækt við tónlistina en áður. Hann hætti á málabraut og flutti sig yfir á tónlistarbraut Menntaskólans. Segja má að gítar- inn hafi tekið völdin. En hvernig hefur Halldóri tekist að sameina nám í tónlistar- og menntaskóla, æfingar, félagsstörf og að búa á heimavist? „Það hefur gengið nokkuð vel, en að vísu verður alltaf eitthvað undir í svona baráttu. Ég hef látið gítarinn sitja fyrir öllu öðru í tals- verðan tíma. Ætli kennurunum mínum í MA finnist ég ekki þess vegna dálítið latur og kærulaus nemandi. Það var nokkuð erfitt með æfing- ar framan af. Ég fékk aðstöðu niðri í Gamla skóla, en tíminn var skammtaður, klukkutími í einu. Það var verst að þurfa oft að hætta ein- mitt þegar maður var í skapi til að halda áfram. Ég verð að geta ráðið vinnutíma mínum að mestu sjálfur og þess vegna bjargaði öllu að ég fékk í fyrra leyfi til að æfa mig á kaffistofu starfsmanna MA hérna í heimavistinni eftir klukkan 4 á daginn. í vetur hef ég haft lykil að kaffistofunni og lokað mig þar inni, jafnvel fram á nótt og núna fyrir tónleikana fékk ég að æfa heima hjá kærustunni. Það var gott, því Stöð 2 var alltaf í gangi í herberg- inu við hliðina á kaffistofunni minni.“ Ævilangar æfingar Halldór Már lýkur stúdentsprófi nú í júní og fer síðan með hausti til náms hjá Arnaldi Arnarsyni í Barcelona. „Já, blessaður, þetta er rétt að byija hjá mér. Núna er þetta fyrst að verða alvara. Ég hlakka óskap- lega mikið til að fara til útlanda og læra og það verður gott að byija þarna, svo er á stefnuskránni að koma sér inn í góðan tónlistarhá- skóla, spurningin er bara hvar. Framundan hjá mér er að læra ný og ný verk og æfa og æfa. Aðalat- riðið er að æfa sig óskaplega mikið - og æfa sig rétt. Og spila svo á tónleikum. Ef maður verður svo heppinn að verða nógu góður.“ Texti: Sverrir Páll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.