Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993
HLÝH -------
SAFARÍKT SELLÓ
Tómas Tómasson.
Morgunblaðið/Júlíus
„MAÐUR gerir sér í hugarlund að háar raddir séu bjartar og tengd-
ar léttleika og gleði, en röddum bassasöngvara tengist alvara
og hlýja. Leyfi maður sér að líkja bassanum við eitthvert hljóð-
færi, er hægt að sjá fyrir sér hlýtt, safaríkt selló. Og ef texti sem
söngvari flytur er alvarlegur eða dramatískur, sér maður ósjálf-
rátt fyrir sér djúpa rödd.“ Þessar hugleiðingar eru runnar undan
rifjum ungs bassasöngvara, Tómasar Tómassonar, sem þreytir á
þriðjudagskvöld frumraun sína sem einsöngvari innan um lista-
verk Sigurjóns Olafssonar í samnefndu listasafni.
Bassasöngvarar kvarta oft yfir því
að ekki sé nægilegt úrval hlut-
verka fyrir bassa í söngbókmenntum
heimsins, og Tómas tekur undir þá
skoðun að algengara sé að fólki vilji
heyra í hetjutenórum en bössum.
„Það er leiðinlegur angi sem fylgir
óperuheiminum að fólki er þröngvað
inni í ákveðnar erkitýpur sem erfitt
getur verið að sleppa frá. Bassinn
er þungur og eflaust meðfærilegra
að skrifa fyrir tenóra, vegna þess
' að hinir fyrrnefndu ráða ekki yfir
léttleika af sama tagi og þeir síðar-
nefndu. Það er rétt að vissu marki
því góður söngvari á að hafa sveigj-
Mnleika til að geta túlkað hvað sem
er og alveg full ástæða til að skrifa
fyrir bassa, því hægt er að gera
sömu kröfur til þeirra hvað varðar
túlkun og framsetningu og annarra
söngvara. Ég hef það raunar á til-
finningunni að tónskáld nútímans
séu tilbúnari að skrifa fyrir bassa
en t.a.m. tónskáld fyrir öld.“
Efnisskrá tónleikanna er valin vítt
og breitt úr tónlistarsögunni og
þannig hljóma á þriðjudag ljóða-
söngvar og aríur eftir Sigfús Einars-
son, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Karl
Ó. Runólfsson, Franz Schubert,
Gustav Mahler, Francis Poulenc,
Giuseppe Verdi, Wolfgang Amadeus
Mozart og Tsjajkovskíj. „Af því að
þettu eru fyrstu einsöngstónleikar
mínir líkjast þeir frekar portretti til
að sýna hvað ég hef fram að færa
sem söngvari,“ segir Tómas um fjöl-
skrúðuga efnisskrána, „íslensku lög-
in eru ólík innbyrðis en ljóðasöngv-
arnir kannski dæmigerðir fyrir það
sem ég hef verið að gera í náminu.
Aríurnar vísa meir til áforma minna
um að gerast atvinnuóperusöngvari.
Tónleikarnir sýna líka hvar ég er
staddur og valið á þessari tímasetn-
ingu - áður en ég held til framhalds-
náms - er engin tilviljun, heldur til
að þeir sem hafa áhuga geti borið
saman útkomuna við það sem verður
þegar ég kem heim úr námi. Það
ætti að gefa vísbendingu um þróun-
ina eða ferlið hjá mér sem lista-
manni.“
Hrefna U. Eggertsdóttir píanó-
leikari kemur fram ásamt Tómasi
en tónleikar þeirra marka upphafið
á röð sumartónleika í Listasafni Sig-
uijóns.
Engin rödd stekkur fram fullsköp-
uð en Tómas segir að raddsvið sitt
nú sé svipað og þegar hann gekk
17 ára gamall til liðs við kór Mennta-
skólans í Hamrahlíð. „Þegar Þor-
gerður Ingólfsdóttir kvaddi mig eftir
inntökuprófið inn í Tónlistarskólann,
sagði hún: „Við sjáumst fljótt, Tóm-
as bassi." Þessi setning hefur oft
verið mér hvatning til að halda
áfram. Röddin hefur stækkað og er
orðin hljómmeiri en áður,,sem ég
þakka góðri tilsögn frá kennara
mínum í Tónlistarskólanum, Elísa-
betu Erlingsdóttur. Til að byija með
þarf nemandi ekki að sækja til kenn-
ara með sömu raddgerð og hann
sjálfur, svo lengi sem tækni kennar-
ans er rétt, en nú að loknu grunnn-
ámi held ég að sé hollt fyrir mig að
komast til karlkennara með keimlíka
raddgerð og ég hef sjálfur. Þá getur
maður sótt 1 reynslusjóði hans vitn-
eskju um þau hlutverk sem maður
á vonandi eftir að syngja í framtíð-
inni.“
Næsta haust heldur Tómas til
náms við óperudeild Royal College
of Music í Lundúnum og verður þar
að öllum líkindum í læri hjá breskum
bassasöngvara. En hvernig leggst
skólagangan í hann. „Ég fór í inntö-
kupróf í desember síðastliðnum og
hafði þá Iítið heyrt um skólann, að-
eins blaðað í bæklingi sem skólinn
sendi mér og sýndi aðstæður í
kennslustofum og óperusal þeim sem
skólinn hefur yfir að ráða og í raun
gert mér takmarkaðar hugmyndir
um eðli skólans sem stofnunar. Ég
tók strætisvagn í Lundúnum sem
stoppaði á horninu hjá Royal Albert
Hall og gat vart slitið augun af þessu
merka tónlistarhúsi og hvelfingu
þess. Þá kom ég að steinþrepum
miklum sem lágu að næstu götu
fyrir aftan Albert Hall. Á leiðinni
niður þau varð mér litið upp og
greindi byggingu frá Viktoríutíman-
um, mikla og mynduga. Þetta var
skólinn. Hann var að stórum hluta
upplýstur og í alla staði fastur fyrir
og glæsilegur. Ég held að útlit bygg-
ingarinnar lýsi stofnuninni sem
slíkri; traust hefð sem hægt er að
reiða sig á til fullnustu." SFr
KLARINETTAN I MIÐJU
Morgunblaðið/Þorkell
Hluti af Schola Cantorum ó æfingu fyrir tónleikana í Kristskirkju.
MEISTARI
NÓTNANNA
VERK eins fremsta tónskólds endurreisnartímans, Josquin De Prés,
verður flutt ó tónleikum sönghópsins Schola Cantorum í Krists-
kirkju í dag kl. I 7. Fluttar verða þrjór mótettur, „Ecce tu pulchra
es“, „Mille regretz", „El Grillo“, og „Ave Maria" og hin kunna
„Missa l’homme armé sexti toni". Schola Cantorum hefur starfað
í Hóteigskirkju undir stjórn dr. Orthulfs Prunner í nokkur ór og
gjnbeitt sér að flutningi kirkjutónlistar.
Morgunblaðið/Kristinn
Tríó Reykjavíkur ósamt gestum; f.v. Halldór Haraldsson, Pólína Árnadóftir, Anna
Guðný Guðmundsdóttir, Guðmundur Kristmundsson, Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar
Kvaran og Sigurður I. Snorrason.
Að þessu sinni er hópurinn skip-
aður níu manns; Ellen Frey-
dísi Martin, Sigrúnu Steingríms-
dóttur, Jóhönnu Thorsteinsspn, Jó-
hönnu V. Þórhallsdóttur, Ásrúnu
Komdrup, Skarphéðni Hjartarsyni,
Ferenc Utassy, Martin Ringmar og
Ragnari Davíðsyni.
Josquin samdi tvær messur um
lagið „L’Homme armé“ en Schola
Cantorum flytur eldri gerð mess-
unnar. Josquin var fæddur um 1450
í Búrgúndíu þar sem nú er Belgía,
og varð svo mikils metinn á sinni
tíð að menn nefndu hann snilling.
Enn er raunar talið að De Prés
hafi verið eitt fyrst tónskálda
heimsins til að semja tónlist sem
samsvarar helstu kröfum nútímans.
Hann nam að öllum líkindum hjá
„sveitunga" sínum og tónskáldinu
Johannes Ockeghem, en hélt síðan
til lands léttleikans í tónlist, Ítalíu.
Hann starfaði um skeið sem söngv-
ari við dómkirkjuna í Mílanó en
gekk síðan í þjónustu hinnar vold-
ugu Sforza-fjölskyldu í borginni.
Eftir hrun ættarinnar árið 1501
sneri hann til Frakklands og þáði
stöðu við hirð Loðvíks tólfta. En
hertoginn af Ferrara yfirbauð kon-
unginn og fékk það til starfa. Það
starf entist þó einungis eitt ár því
plága braust út í héraðinu og Josqu-
in hélt til heimahaga og settist að
nokkru leyti í helgan stein. Hann
lést 1521.
Ótal eftirlíkingar og falsanir
voru gefnar út í hans nafni að hon-
um látnum, og hefur stundum verið
haft að orði að Josquin hafi samið
fleiri verk látinn en lifandi.
KLARINETTAN er í forgrunni í
Hafnarborg annan í hvítasunnu
þegar Tríó Reykjavíkur blæs til
leiks ósamt fjórum gestum sín-
um, og mó segja aó klarinettan
skipi stærsta gestahlutverkið.
Sigurður I, Snorrason leikur ó
hljóðfærið í þremur verkum eft-
ir jafnmörg tónskóld, Sergej
Prokofíev, Béla Bartók og
Ludwig van Beethoven. Leið-
andi þóttur í öllum verkunum
er tilvísun í alþýðutónlist af
ýmsum toga.
Aðrir gestir Tríósins á mánudag
verða Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari, Pálína
Árnadóttir fiðluleikari og Guð-
mundur Kristmundsson lágfiðlu-
leikari. Tríó Reykjavíkur skipa Hall-
dór Haraldsson píanóleikari, Guðný
Guðmundsdóttir fiðluleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari, og eru
tónleikarnir nú síðustu tónleikar
starfsársins í tónleikaröð Tríós
Reykjavíkur og Hafnarborgar. „Við
göngum til samstarfs við Tríó
Reykjavíkur að frumkvæði þess,“
segir Anna Guðný, „Guðný, Gunnar
og Halldór hafa ósjaldan fengið
gesti á þessa föstu tónleika sína sem
haldnir hafa verið í samstarfi við
Hafnarborg og ræddu nú við okk-
ur.“ „Við Guðný höfum oft spilað
kammermúsík saman,“ segir Sig-
urður, „og þótt hljóðfæraleikurum
fjölgi í sífellu er það ennþá tiltölu-
lega þröngur hópur sem iðkar kam-
mertónlist. Við höfum auk þess leik-
ið álíka lengi í Sinfóníuhljómsveit-
inni. Á þessari stundu stendur ekki
til að halda samstarfinu áfram, en
það væri vissulega ánægjulegt að
fá að vinna sem oftast með þessu
fólki.“ Sigurður segir að efnisskráin
hafi verið ákveðin í samvinnu við
hópinn. „Þau spurðu hvað fólk vildi
gera og síðan var ásættanleg niður-
staða fundin. Tónverkin falla mjög
vel saman og rauði þráðurinn er
alþýðutónlistin sem kemur við sögu
í þeim öllum:
Forleikur um gyðingastef fyrir
klarinettu, píanó og strengjakvart-
ett eftir Sergej Prokofíev var samið
árið 1919. Hann var tregur til að
skrifa verkið en það var hópur gam-
alla skólafélaga hans í New York
sem fór fram á að það yrði samið.
Hann lét tilleiðast að lokum þó að
hann væri á móti því að hirða upp
eldri mola í tónlistarsögunni, og
vann með hliðsjón af litlu kveri af
gyðingatónlist sem hópurinn hafði
sent honum.
Andstæður fyrir fiðlu, klarinettu
og píanó eftir Béla Bartók var einn-
ig pantað verk, að þessu sinni af
klarinettuleikaranum fræga Benny
Goodman eftir tillögu fiðluleikarans
Josef Szigeti. Bartók notaði mikið
ungversk þjóðlög í verkum sínum
og þótt hann fari sparlega með þau
í þessum andstæðum, gat hann
ekki látið það alveg vera, kannski
til að gera Goodman til geðs. Stefin
eru með ögn jazzlegum blæ. Þetta
var árið 1938 og Benny Goodman
borgaði 300 dollara fyrir einkarétt
á flutningi næstu þrjú ár á eftir.
Tríó fyrir píanó, klarinettu og
selló eftir Ludwig van Beethoven
er nánast æskuverk, samið þegar
hann var 28 ára gamall. Verkið ber
þess merki að þetta er ungur Beet-
hoven, það er mjög ferskt og óskap-
lega bjart yfir því. Tilbrigði síðasta
kaflans byggja á vinsælu ítölsku
dægurlagi þess tíma, sem kallast
Áður en ég byija að vinna vil ég
fá að borða, og var þess eðlis að
fólk flautaði það og raulaði úti á
götu.“