Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 B 7 íslensk Hómilíubók komin út „Bók sem tilheyrir íslensk- um bókmenntagersemum“ — segir Sigurbjörn Einarsson biskup íslensk Hómilíubók. Fornar stólræður er nú komin út 800 árum eft- ir að hún var rituð. Texti bókarinnar er færður til nútímastafsetning- ar. Fræg eru ummæli Jóns Helgasonar skálds og prófessors um Hómilíubók í Handritaspjalli: „Óvíða flóa lindir íslenzks máls tærari en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna". íslensk Hómilíubók er gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi að tilstuðlan dr. Sigurbjörns Einars- sonar biskups sem einnig ritar inn- gang. Ásamt honum unnu að útgáf- unni og rituðu formála þau dr. Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ing- ólfsson cand. mag. orðabókarrit- stjórar. Enginn veit hver skráði Hómilíu- bókina eða hvar hún var niðurkom- in á landinu í fimm aldir. En seint á 17. öld var hún seld til Svíþjóðar og er nú og hefur lengi verið í Konunglegu Bókhlöðunni í Stokk- hólmi. Hómilíubókin var fyrst gefin út í Lundi 1872 og þá var henni valið það heiti sem hefur fylgt henni síð- an. Ejnar Munksgaard í Kaup- mannahöfn lét ljósprenta handritið 1935. Væntanleg er vísindaleg út- gáfa Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi. Sigurbjörn Einarsson biskup seg- ir í inngangi sem hann nefnir Til kynningar: „Málvísindamenn, erlendir og innlendir, telja sig ekki eiga aðgang að kostameiri grip en þessi aldna bók er. En hún hefur að heita má verið lokuð alþýðu manna á íslandi og er það næsta ómaklegt.“ Enn fremur skrifar Sigurbjörn biskup: „Ekki er þetta húslestrarbók eða húspostilla. Þess háttar bækur voru ekki gerðar fyrr en löngu síðar. Þetta er lestrarbók handa prestum, þeim til stuðnings eða beinna af- nota, þegar þeir skyldu prédika fyr- ir sóknarfólki sínu við tíðir eða messur á helgum.“ Á blaðamannfundi sem haldinn var í tilefni útkomu íslensku Hómil- íubókarlnnar sagði Sigurður Líndal, forseti Hins íslenska bókmenntafé- lags, að lengi hefði staðið til að gefa bókina út, hún væri að sínu mati „merkileg bók í sögu íslenskr- ar tungu og hugmyndasögu líka“. Sigurbjörn Einarsson biskup sagði á fundinum að hann væri glaður yfir að fá að handleika þessa bók, hún væri „meðal æskuásta sinna", bókin „tilheyrði íslenskum bókmenntagersemum". Hann bætti við: „Þarna sér maður framan í þá kirkju sem var að taka þjóðina í fang sér; hvernig andlit hafði hún, á hvað lagði hún áherslu?". Sigur- björn biskup sagði að bókin stæði nærri upptökum málhefðar og rit- snilldar sem við dáðum öll. Guðrún Kvaran, orðabókarrit- stjóri, sagði að útgefendur hefðu kappkostað að gera textann læsi- legan almenningi. Samstarfsmaður hennar, Gunnlaugur Ingólfsson, taldi ekki ólíklegt að orð Jóns Helgasonar væru enn í fullu gildi. Víða væri mjög skemmtilegur stíll í bókinni og um þó nokkra ;-,nýsköp- un“ væri að ræða. Gunnlaugur nefndi sem dæmi að litlu munaði að orðið flugvél kæmi fyrir í bókinni, talað væri á einum stað um „fljúgandi vélar hins forna fjanda". Sigurbjörn biskup kvað augljóst að einstakt innsæi bókarinnar benti til þess að skáld hefðu fjallað um texta hennar. íslensk Hómilíubók er 302 bls., prentuð og bundin í Odda hf. Kápa íslensku Hómilíubókarinnar: Boðun Maríu, gerð af Jóni Reykd- al eftir mynd í Islensku teiknibókinni. Af „leiðindapakki“ Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ulfar Þormóðsson: Eigandasaga 45. Útgefandi höfundur 1993. Þessi bók er eins konar skýrslu- gerð eða dagbók Úlfars Þormóðsson- ar rithöfundar sem var eigandi Gall- erís Borgár um árabil og sem slíkur og reyndar á fleiri sviðum áberandi í fjölmiðlum og að öllum líkindum baktj aldaumræðu. í Eigandasögu 45 lýsir Úlfar sam- skiptuum sínum við ýmsa ráðamenn í listalífi, ekki síst listfræðinga sem hann hefur flesta á homum sér. Um leið gætir Úlfar þess að koma á fram- færi mörgu smálegu um sjálfan sig og hugðarefni sín. Jafnframt því sem bókin er ákæra á forystufólk í listmiðlun dregur höf- undur upp myndir frá ferðalagi sínu og dvöl í litlum bæ á Spáni. Þar var bókin að mestu rituð og tók það verk einn og hálfan mánuð eins og ráða má af bókartitli. Ætti ég að dæma Eigandasögu 45 sem bókmenntaverk eingöngu (það er hún vissulega ekki) hefði ég það um hana að segja að hún væri fremur fljótfæmislega unnin en í henni góðir sprettir. Úlfar er enginn ritklaufí og getur sagt frá á lifandi og eftirminnilegan hátt. Honum er lagið að skapa stemmningu úr lífi hversdagsins. Dómgimi og fordómar há honum aftur á móti hvort sem hann fjallar um valdsmenn eða venju- legt fólk. Úlfar bendir á að maður verði ,já- kvæður í hugsun þegar manni er hlýtt“ og segir í framhaldi af því: „Þess vegna fór ég líka alla leið suð- ur að Miðjarðarhafi til þess að skrifa um leiðindapakkið í íslenskri mynd- list.“ Leiðindapakkið, öðru nafni „öf- undargengið" nefnist nöfnum eins og „Bruun, Hafstein, Hördal, Kvar- an, Nordal, Pitt og Schram“. Von er að höfundurinn spyiji sjálfan sig hvort þetta sé „ættarnafnabók" og á þá við skáldsögu sem hann hugs- aði sér að skrifa. Bót er í máli að ekki eru allir leiðin- legir sem bera ættamöfn, má í því sambandi minna á Eirík Smith. Skemmtilegastir eru þó „ekta“ Ís- lendingar eins og Kjartan Guðjóns- son, Sverrir Ólafsson og Bragi Ás- geirsson sem hefur svo „oft rétt fyr- ir sér“ í Morgunblaðinu og ekki bara þar. Úlfar vitnar til greinar eftir Braga um það hve menningarmála- umræðan sé á lágu stigi hér á landi og segir sökina listamannanna sjálfra. Bragi hafði sjúkdómsgrein- ingu á takteinum í greininni: „Meginástæðan er sú, að menn virðast svo uppteknir við að skara eld að sinni köku sem og vina sinna og skoðanabræðra, að þeir nenna hvorki né hafa áhuga á að ræða um hlutina i víðara samhengi.“ Sá sem ekki hefur sett sig að marki inn í starfsemi listsala og listmiðlara í höfuðborginni á ekki hægt um vik að dæma hvort Úlfar Þormóðsson fer með rétt mál eða fleipur. Hann hefur óneitanlega stað- ið í eldlínunni sjálfur og þar með verið þátttakandi • í samkeppninni með öllum hennar augljósu göllum og hugsanlegu kostum. Klíkuskapur er ekki óþekkt fyrir- brigði í listheiminum. Sannferðug dæmi um hann eru í bók Úlfars og grunsemdir vakna um „skuggalegac" gjörðir sem ætti að uppræta. Fá- menni og takmarkað framboð hæfra manna veldur að nokkrir menn hafa alltof mikil völd. Þar með er ekki sagt að þeir hafí brugðist, notfært sér aðstöðu sína í eigin þágu og annarra. Það sem er á boðstólum í íslenskum sýningarsölum, innlent og erlent, vitnar oft um þróttmikla stefnu og gefur sýningarsölum er- lendis í vissum tilvikum ekkert eftir. Bréfaskriftir, t.d. innanhúss í menntamálaráðuneytinu, vekja ekki athygli undirritaðs. En það hlýtur að hvarfla að lesanda að ekki sé vandalaust að vera í listforsvari á þeim stað. Ófá dæmi eru um lítt grundaðar staðhæfingar, nöldur og hreint út sagt skapillsku. Ekki veit ég hvort slíkt getur talist listumræðu til tekna, hallast fremur að því að það skemmi fyrir henni og veiki málflutning höf- undar í heild. Eftir því sem líður á bókina verða kaflamir (dagarnir) styttri, enda Úlfar Þormóðsson þeirri aðferð beitt að segja sem minnst, stundum ekki neitt. Þrítug- asti og sjöundi kafli (ekki sá stysti) er svona í heild sinni: „Gallerí Borg var enduropnað í dag. Með glæsibrag eins og ég þótt- ist vita. Þar Var mikið fólk, eins og spákon- an orðar það. Samt var þar enginn Nordal, Hördal, Bruun, Schram né Hafstein. Ekki heldur litrófíð. Engu að síður var reisn yfir þess- um degi.“ Með það í huga sem greinir áður frá viðskiptum höfundar við „ættar- nöfnin" hefði lokasetning kaflans hljómað eðlilegar á þessa. leið. „Þess vegna var reisn yfír þessum degi.“ MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYIMDLIST Kjarvalsstaðir Mary Ellen Mark-sýnir til 18. ág- úst, Ragna Ingimundardóttir og Sindri Freysson sýna til 13. júní. Verk Kjarvals til hausts. Listasafn íslands Samtímalist á Borealis 6 til 20. júní. Norræna húsið Mai Bente Bonnevie sýnir til 31. maí. Hafnarborg Björg Þorsteinsdóttir til 31. maí Nýlistasafnið Þóra Sigurðardóttur, Ingvar Ósk- arsson, Sveinn Einarsson og Óskar Jónsson til 31 maí. Gerðuberg Arnold Postl sýnir til 29. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Myndir í fjalli; listaverk við Búr- felisvirkjun. Mokka kaffi Ljósmyndir Sally Mann til 20. júní. Onnur hæð Verk skotans Alans Johnston sýnd til 31. júní. Gallerí Sævars Karls Hjördís Frímann sýnir til 9. júní. FIM-salurinn Theano Sundby til 31. maí. Gunnarssalur Verk úr safni Gunnars Sigurðsson- ar. Gallerí Úmbra ■*) Lísa K. Pétursdóttir til 9. júní. Listhús í Laugardal Inga Elín, Óli Már og Þóra Sigur- jónsdóttir til 6. júní. Listasalurinn Portið Tarnús sýnir til 30. maí. Öldugata 15-Geðiijálp Teikningar Soffíu frá Bjargi. Hulduhólar Steinunn Marteinsdóttir til 27. júní. TONLIST Laugardagur 29. maí. Sönghópurinn Schola Cantorum í Kristskirkju kl. 17.00. Sinfóníu- hljómsveit íslands, Kór Langholts- kirkju, Dómkórinn og þrjú ný orgel- verk í Hallgrímskirkju kl. 14.00. Bryndís Halla Gyjfadóttir, sellóleik- ari, í Listasafni íslands kl. 16.00. Sunnudagur 30. maí. Grieg-tónleikar í Norræna húsinu kl. 17.00. Bryndís Halla Gylfadótt- ir, sellóleikari, og Auður Hafsteins- dóttir, fiðluleikari, i Listasafni Is- lands kl. 15.45. Mánudagur 31. maí. Tríó Reykjavíkur ásamt gestum í Hafnarborg kl. 20.00. Grieg-tón- leikar í Vinaminni á Akranesi kl. 20.30. Þriðjudagur 1. júní Tómas Tómasson, bassasöngvari, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30. Fimmtudagur 3. júní Auður Hafsteinsdóttir, fíðluleikari, f Listasafni Islands kl. 12.45. Laugardagur 5. júní Tónleikar með verkum Hollendings- ins Joep Straesser í FÍH-salnum kl. 17.00. Einar St. Jónsson, trompetleikari, í Listasafni íslands kl. 16.00. BOKMEIVIIMTIR Kjarvalsstaðir Ljóðasýning Sindra Freyssonar til 13. júní. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Stóra sviðið kl. 20: Kjaftagangur: mán 31. maí, fím. 3. júní, fós. 4. júní. My Fair Lady: lau. 5. júní. Dýrin í Hálsaskógi: sun. 6. júní kl. 14.00 og 17.00. Leikfélag Akureyrar Leðurblakan lau. 29. maí, fös. 4. júní, lau. 5. júní kl. 20.30. Umsjónarmenn listastofnana og sýningarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikúdögum. Merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlan 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691222.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.