Alþýðublaðið - 17.11.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1920, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ * • ££ „ctimmn . Enginn maður sem fylgjast vill með í stjórn- málum, getur verið án þess að lesa »Tímann«. »Tíminn« flytur glöggar innlendar og útl. fréttir. í »Tímann« rita þeir menn sem ná vilja eyrum alþjóðar, því að Tíminn er útbreiddasta blaðið áíslandi. Nýir kaupendur, frá nýári, fá blaðið ókeypis til nýárs. — öeæ-ist Is:§§tnpeiicler* þegar. ®r d Æwarfisg. 3$. - Sími 286. á ógreiddum awiliraiitsvörwiia. til bæjarsjóðs Reykjavíkur, sem féllu í gjalddaga 1. april og 1. okt. þ. á., verður framkvæmt að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 15. nóvember 1920. Jóh. Jóhannesson. Fulltrúaráðsf undur verður haldinn í kvöia (miðvikudag) klukkan 9 síðdegis í Alþýðuhúsinu. — Uinir nýkosnu ínllrtYiai' mseti. N0RDI8K BRANDF0R8IKRING Allskonar brunatryggíngar, Aðalumboðsmaður: A. V. Tulinius. SKRISSTOFA I SKÓLASTRÆTI 4. SÍMI 254. l$éeaTandinn. Amerisk /andnemasctga. (Framh.) Roland mintist þess, er Nathan hafði lagt honum á hjarta, og fylgdi samferðafólki sínu inn í Jþétt kjarr; þaðan gætti hann að því, hvað Nathan tók sér fyrir hendur, og sá að hann mjakaði sér áfram upp brekkuna eins og höggormur, unz hann komst upp á brekkubrúnina og gægðist yfir hana inn í skóginn hinum rnegin. Þannig iá Nathan langa stund á á gæjum. Hermaðurinn varð ó þolinmóður, fékk þjóni sínum hest sinn til varðveislu og skundaði á eftir leiðtoganum; • hann var þó svo varkár að kasta sér til jarðar, er hann nálgaðist brekkubrúnina. Þannig skreið hann til Nathans, og sá þá hvernig í öllu lá. Sicóg urinn hinum megin við hæðina var gisin mjög og kjarrlaus á Stóru svæði; sjóndeildarhringurinn var því tiltölulega stór þrátt fyrir það, þó farið væri að húma. RO' land veitti því brátt athygli, að allmargir menn gengu hröðum skrefum hver á eftir öðrum, þar sem mestan skugga bar á. Þeir nálguðust hæðina. „Það eru rauðskinnar", hvíslaði Nathan að herforingjanum, „og þar að auki Shawíar, aumustu skriðdýr jarðarinnar. Þeir eru bara fimm". „Heyrðu mér, maður", sagði Roland ákafur, Bvið komust ekki yfir hæðina, nema þeir sjái okk- ur; en við getum heldur ekki farið aðra leið, en þá er vér nú förum, nema lenda I klónutn á enn þá íjöSmennari hóp. Þú sagðir, að eina leiðin til þess, að við kæmumst undan, væri yfir þessa hæð og að neðra vaðinuf" „Svo er víst", svaraði Nathan þungur á brúaina. „En hvernig eigutn við að lsomast í kringum þessa slána, þegar stúlkurnar eru með okkurf" „Þorpararnir hafa rakið slóð ekkar í margar klukkustundir", sagði Roland hugrakkur, „og bíða að eins tækifæris, að ráðast á okkur. En það er til eitt ráð, Sem eyðileggur fyrirætlanir þeirra". „Nei", mælti Nathan, „slíkt ráð er ekki til, nema við værum óguðlegir og herskáir menn, sem hættum á það, að ráðast á þá“. „Eg á einmitt við það. Þeir eru að eins fimm. Við ráðumst á þá — sigrum þá — og ryðjum þeim þannig úr vegi okkar, Við erum fjórir hraustir menn og —“ „Fjórirf" endurtók Nathan me® sýnilegum viðbjóði. „Heldurðu, að eg vilji fara að fást við óguð- legar blóðsúthellingarf Þú máti ekki gleyma því, vinur minn, að eg er friðarins maður".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.