Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 1
g<>gf ) [ HIT0AGULG15 wram s eic )5Í0 BLAÐ. ALLRA LANDSMANNA c 1993 ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST BLAÐ adidas Sporthlaðan ísafirði selur Adidas Morgunblaðið/Kristinn Rolan Kalash vonsvikinn með lyktir mála, en hugmyndir hans áttu ekki uppá pallborðið hjá Skagamönnum. Bauð Skaga- mönnum lausnina að velgengni í Evrópu Rússneskur eðlisfræðingur og sérfræðingur í knattspyrnu að eigin sögn kom til landsins í síðustu viku frá Bandaríkjunum, þar sem hann er búsettur, í þeim tilgangi að bjóða íslandsmeistur- um ÍA lausnina að velgengni liðs- ins í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn tóku ekki tilboði mannsins, sem yfirgaf Akraness óhress í gær. Aðspurður hvers vegna honum væri svo unnt að láta til sín taka hjá ÍA, sem raun ber vitni, sagði Rolan Kalash að ísland væri næst New York og um væri að ræða meistara, sem gætu náð langt með aðferðum sínum. Hins vegar kæmi skilningsleysi Skagamanna sér á óvart, því þeir fengju ekki annað tækifæri. Kalash sagðist vera upphafs- maður „total“ knattspyrnu, en hann hefði ekki fengið að njóta ávaxtanna, þar sem Sovétmenn hefðu komið hugmyndum sínum til Hollendinga og Þjóðverja. ■ Nánar/ C3 FRJALSIÞROTTIR Morgunblaðið/RAX Gunnar áfram hjáFH Gunnar Beinteinsson, landsliðs- maður FH, í handknattleik, leikur áfram með liðinu á komandi tímabili, en frágengið var að hann færi til Svíþjóðar og léki með sænsku liði samfara framhalds- námi. Gunnar ætlaði til Svíþjóðar á morgun, en vegna persónulegra ástæðna verður ekki að því. Hann sagði við Morgunblaðið að breyt- ing gæti orðið á síðar, en hann hlakkaði til að takast á við verk- efni vetrarins með FH. Eins og fram hefur komið hætti Patrekur Jóhannesson við að skipta úr Stjörnunni yfir í FH og eru Hafnfirðingar að leita að skyttu í Júgóslavíu. HSK Bikar- meistari FRÍ HÉRAÐSSAMBANDIÐ Skarphéðinn (HSK) varð um helg- ina Bikarmeistari FRÍ og vann þar með eftirsóttustu verð- laun frjálsíþróttanna. Hlaut HSK 160 stig en í öðru sæti í 1. deildinni kom Reykjavíkurfélagið Ármann með 148 stig. Vekur frammistaða Ármenninga mikla athygli þar sem félagið varð aðeins í öðru sæti er það vann sig upp úr 2. deild í fyrra. FH-ingar töpuðu af bikarnum sem þeir höfðu varðveitt í tvö ár og urðu í þriðja sæti með 144,5 stig. ÍR-ingar unnur varnarsigur og héldu sér í 1. deild með 126,5 stig. UMSE varð í fimmta sæti með 119 stig. Ólafur Guðmundsson var atkvæðamestur keppenda HSK, vann inn 28 stig í einstaklingsgreinum. Það sýnir fjölhæfni Ólafs að hann sigraði í 110 metra grindahlaupi og langstökki, varð annar í 100 metra hlaupi og þrístökki og fjórði í 200 metra hlaupi og spjótkasti. Á myndinni er Ólafur í sigurstökkinu í langstökkinu. Aðeins fimm félög kepptu í 1. deild og hefur það ekki gerst frá 1972 að deildin hafi ekki verið fullskipuð en KR-ingar mættu ekki til leiks að þessu sinni þar sem fijáis- íþróttastarf hefur lagst niður að mestu í félaginu. UMSK sigraði í 2. deild með yfirburðum, hlaut 149,5 stig. UMSS flyst einnig upp í 1. deild, hlaut 128 stig. HBWWB ■ Nánar/ C6 HANDBOLTI SUND: VAN ALMSICK VANN SEX GULLVERÐLAUN A EVROPUMEISTARAMOTINU / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.