Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRÍÐJUbÁGUR 10. ÁGÚST 1993 KNATTSPYRNA / NM DRENGJALANDSLIÐA Tap gegn Norðmönnum í spennandi úrslitaleik „Sennilega besti leikurokkaríkeppninni" ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu varð í öðru sæti á Norðurlandamóti drengjalandsliða sem lauk í Færeyjum á sunnu daginn. Liðið lék til úrslita gegn Norðmönnum, en tapaði 2:0. Þjálfarar liðsins voru ánægðir með árangurinn, hefðu reyndar kosið að sigra, en sögðu að mótið hefði verið góður undirbúning- ur fyrir undankeppni Evrópukeppninnar, sem verður hér á landi flok mánaðarins. Þorbjörn Sveinsson gerði fjögur mörk á mót- inu, setti nýtt markamet ílandsleikjum f þessum aldursflokki og var markahæstur á mótinu ásamt fjórum öðrum leikmönnum. Síðasti leikur íslenska liðsins í riðlakeppninni var gegn Fær- eyingum, og unnu strákarnir leikinn með tveimur mörkum gegn engu, og voru það Þorbjöm Sveinsson og Jón Þór Hauksson sem gerðu mörk- in. Sigur í leiknum tryggði strákun- um efsta sætið í sínum riðli og þar með sæti í úrslitaleiknum, en þar mættu þeir Norðmönnum eins og áður sagði. Úrslitaleikurinn á sunnudags- kvöldið var mjög spennandi. Is- lenska liðið lék undan strekkings- vindi í fyrri hálfleik og átti mun meira í leiknum, þó þeir næðu ekki að skora. Fyrsta mark leiksins kom á 10. mínútu síðari hálfleik eftir þvögu í vítateignum. Leikurinn opn- aðist nókkuð í kjölfarið þar sem íslendingar þurftu að leggja allan kraft í sóknina. Það bar ekki árang- ur, og á síðustu mínútu leiksins bættu Norðmenn við marki. Gunnar Magnússon markvörður átti mjög góðan leik og varði frá- bærlega. ívar Ingimarsson lék Iíka mjög vel, og fyrirliðinn Valur Gísla- son einnig í fyrri hálfleik. Þorbjörn Sveinsson var líka góður, en var tekinn harkalega allan leikinn. ■ ÍSLENDINGAR hafa einu sinni áður leikið til úrslita á Norður- landamóti. Það var árið 1968 þegar undir 18 ára landsliðið tapaði fyrir Svíum í vítaspyrnukeppni. Ágúst Guðmundsson var þá meðal leik- manna, en sonur hans Rúnar Ág- ústsson var meðal leikmanna í drengjalandsliðinu í úrslitaleik und- ir 16 ára landsliða á Norðurlanda- mótinu nú. ■ ÞORBJÖRN Sveinsson var markahæstur á Norðurlandamótinu með fjögur mörk, reyndar eins og fjórir aðrir leikmenn. Hans var gætt mjög vel í úrslitaleiknum gegn Norðmönnum, svo vel að hann fékk oinboga í andlitið í fyrri hálf- leik, með þeim afleiðingum að tvær tennur skekktust. Hann heimsótti tannlækni í Þórshöfn í gær, sem taldi meiðslin ekki alvarleg. ■ LEIKIRNIR á Norðurlanda- mótinu fóru fram á tveimur gervi- grasvöllum í Þórshöfn. Alls eru um 20 gervigrasvellir í Færeyjum, en aðeins einn góður grasvöllur. Þar leika Færeyjar og Noregur A- landsleik í vikunni. ■ GUNNAR Einarsson, körfu- knattleiksmaður úr Keflavik, bætti leikjamet Péturs Guðmundssonar í síðasta leik drengjalandsliðsins gegn Þjóðverjum í úrslitakeppni EM í Tyrklandi á sunnudaginn. Gunnar lék þar 25. landsleik sinn en Pétur lék 24 leiki. ■ SIEGFRIED Held, fyrrum landsliðsþjálfari íslands í knatt- spymu, stjórnaði Dynamo Dresd- en í fyrsta sinn í þýsku úrvalsdeild- inni um helgina. Liðið náði jöfnu gegn Leipzig á útivelli, 3:3. Held átti afmæli á laugardaginn, varð 51 árs, og bauð leikmönnum sínum upp á bjór eftir leikinn af því tilefni. Markahæstur ÞORBJÖRN Atli Sveinsson skoraði fjögur mörk á mótinu og var marka- hæstur ásamt fjórum öðrum leikmönn- um. Hann hefur nú gert fjórtán mörk í sextán leikjum með drengjalandslið- inu, sem er nýtt met. ÍSLENSKA drengjalandsliðið í körfuknattleik hafnaði í níunda sæti af 12 í úrslitakeppni Evr- ópumótsins sem fram fór í Tyrklandi og lauk á sunnudag. ísland vann Þýskaland í leik um 9. sætið, 75:74, á sunnudag en unnu Tékkneska lýðveldið á laugardag, 75:60. Að sðgn fararstjóra liðsins voru íslensku strákarnir seinir í gang gegn Þjóðveijum á sunnudag. En það sem hélt þeim inní leiknum var annars vegar klaufaskapur Þjóðverja undir körfunni og stór- leikur Ámþórs Birgissonar í byijun leiks. Þá tók Ólafur Jón Ormsson sig til að raðaði niður þremur þriggja stiga körfum og var munur- inn aðeins tvö stig í hálfleik, 35:37, fyrir Þjóðveija. í síðari hálfleik var íslenska liðið mun líflegra og Axel Nikulásson, þjálfari, hafði svar við nýrri svæðis- vörn Þjóðveija. Hann lét strákana spila svæðispressu og náðu þeir þannig að stela boltanum nokkrum sinnum. Þegar 10. mín. voru eftir var staðan 59:52 fýrir ísland og 69:63 þegar 5 mín. voru eftir. Þá kom síæmur kafli og þýska liðið jafnaði, 71:71 og komust síðan yfír 73:74 þegar 58 sek. vora eftir. Helgi skoraði hinsvegar gullfallega Hann fékk þó tvö dauðafæri, sem ekki nýttust. Sáttur Þórður Lárusson þjálfari sagðist vera sáttur með árangurinn, en þeir hefðu viljað vinna og hefðu haft öll tækifæri til þess. „Þetta var sennilega besti leikur okkar í keppninni, leikurinn var opinn og við fengum góð færi,“ sagði Þórð- ur. Magnús Einarsson þjálfari sagði að þetta mót hefði verið mikilvægur undirbúningur fyrir undankeppni Evrópukeppninnar, sem haldin verður hér á landi í lok ágúst. Þar eru íslendingar í riðli með Wales og Litháen, og kemst efsta liðið í riðlinum í sextán liða úrslit Evrópu- keppninnar. íslenska liðið lék gegn Wales á mótinu og sigraði með fjór- um mörkum gegn tveimur, og ætti að eiga góða möguleika á að kom- ast í úrslitakeppnina. Litháar eru reyndar óskrifað blað, og hafa þjálf- aramir litlar upplýsingar um getu þeirra. „Við erum á mjög góðri leið, höfum verið að spila mjög góðan fótbolta," sagði Magnús, og sagði að nú þyrfti aðeins að fínpússa lið- ið fyrir næstu leiki. Árangur liðsins á mótinu er mjög góður. Þetta er aðeins í annað sinn sem íslenskt landslið leikur til úr- slita á Norðurlandamóti í knatt- spyrnu, undir 18 ára liðið lék til úrslita árið 1968 gegn Svíum, en tapaði í vítaspyrnukeppni. Magnús Einarsson sagði að piltarnir hefðu verið landi og þjóð til mikils sóma, jafnt innan vallar sem utan. körfu eftir einstklingsframtak og tryggði íslenskan sigur. Helgi var sem fyrr besti leikmað- ur íslenska liðsins, skoraði grimmt og tók 8 fráköst. Hann var í hópi stigahæstu leikmanna mótsins. Ólafur og Arnþór áttu einnig góðan dag. Stig íslands: Helgi Guðfinnsson 27, Ólafur J. Ormsson 21, Amþór Birgisson 13, Gunnar Einarsson 6, Friðrik Stefánsson 4, Ómar Sigm- arsson 3 og Ægir Gunnarsson 1. Sigur gegn Tékkum ísland sigraði Tékkneska lýðveld- 4ð 75-60 á laugardag og tryggði sér þar með rétt til að leika við Þjóðveija um 9. sætið. Fyrri hálf- leikur var afspyrnuslakur að sögn fararstjóra liðsins, einbeiting léleg og barátta í lágmarki. Staðan í hálfleik var 23:27 fyrir tékkneska liðið. Islenska liðið gerði fyrstu 8 stigin í síðari hálfleik og 16:3 á fyrstu 4 mínútunum og lagði þann- ig grunninn að sigrinum. Helgi átti mjög góðan leik - hitti vel í sókn og tók fjölmörg fráköst. Þá var Arnþór góður, þrátt fyrir að hafa einungis leikið i rúmar 20 mínútur. Þessir tveir ásamt Ólafi Ormssyni báru uppi leik liðsins. Stig íslands: Helgi Guðfinnsson 29, Amþór Birgisson 21, Ólafur Jón Ormasson 14, Ómar Öm Sigmarsson 3, Baldvin Johnsen 3, Ævar Gunnarsson 2, Bergur Emilsson 2, Friðrik Stefánsson 1. KORFUBOLTI / EM DRENGJA íslensku strákamir í níunda sæti KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Morgunblaðið/Ástvaldur Hörður Magnússon gerir fyrsta mark sitt af þremur gegn Víkingum á sunnudag. Það er nafni hans Theódórsson sem árangurslaust reynir að komast í veg fyrir skotið. Var kominn tími á þrennu - sagði Hörður Magnússon, sem gerði íyrstu þrennuna ífjögurár „ÞAÐ var kominn tími á þrennu,“ sagði Hörður Magnússon FH-ingur eftir að hafa sett þrjú mörk í 4:2 sigri gegn Vikingum í Kaplakrika á sunnudaginn. „Ég gerði síðast þrennu í leik gegn Fylki 1989. Ég hefði átt áð geta gert fleiri mörk því ég var að klúðra betri færum en ég skoraði þessi mörk úr. Við fengum ekki færri en fimmtán færi í leiknum og því gefa lokatölurnar ekki rétta mynd af gangi leiksins. Þetta var engu að síður mikil- vægur sigur eftir tvo tapleiki í röð.“ 1a^%ÓIafur Kristjánsson ■ ^rvann boltann á miðj- um vallarhelmingi Vfkings á 26. mín. Sendi á Þorstein Jónsson sem framflengdi boltann til Harðar Magnússonar sem lék að miðjum vítateig og skoraði með fallegu skoti í vinstra horn- ið. 2«^%Hilmar Björnsson ■ Wátti fallega sendingu í gegnum vörn Víkings hægra megin og þar kom Hörður á fullri ferð og lék upp að enda- mörkum og sendi fyrir markið á afmælisbarnið Andra Mar- teinsson sem stýrði boltanum í netið á 57. mín. 3B#%Hörður Magnússon ■ Wfékk boltann á miðju vallarins 65. mín., tók á rás upp að vítateig — lék á tvo vamar- menn í ieiðinni og skoraði fram- hjá Guðmund markvörð sem kom hlaupandi út á móti. 4-n s\F Hðrður Magnússon sína á 69. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá Hallsteini rétt framan við vítateig Víkings — var öryggið uppmálað og vippaði yfir Guðmund sem kom út á móti. /g ■ Átli Helgason skor- ■ aði með viðstöðu- lausu skoti af 30 metra færi, efst í hægra hornið á 71. mín. efstir skyndisókn. Sannkallað draumamark. 4a Eftir töluvert klafs ( ■ áBavítateig FH, barst boltinn til Kristíns Hafliðason- ar sem skoraði gott mark úr þröngu færi í vítateignum á 89. mínútu, Leikurinn var frekar daufur til að byija með eða allt þar til Hörður náði að bijóta ísinn í fyrstu alvöru sókn FH- inga. Eftir það var nánast um einstefnu að ræða, færin komu nánast in nán- ast á færibandi og var Hörður þar oftast fremsti maður. En inn vildi boltinn ekki og því 1:0 í hálfleik. Valur B. Jónatansson skrifar Andri Marteinsson, sem hélt upp á 28 ára afmælið sitt á sunnudag- inn, kom FH í 2:0 í upphafi síðari hálfleiks og Hörður bætti svo tveim- ur mörkum við áður en Víkngar náðu að klóra í bakkann í lokin. Það yrði of langt mál að telja upp öll þau marktækifæri sem FH-ingar fengu í síðari hálfleik og þeir vora klaufar að láta Víkinga skora þessi mörk í lokin. Höröur yfirburðamaður FH-ingar léku vel á köflum, en duttu svo niður í meðalmennskuna þess á milli. Hörður Magnússon var yfirburðamaður í liði heimamanna, alltaf réttur maður á réttum stað þó svo að hann næði „aðeins“ að gera þrjú mörk og leggja upp það fjórða fyrir Andra. „Eg mátti til með að gefa honum eitt í afmælis- gjöf,“ sagði Hörður. Hilmar Björns- son var einnig góður á hægri kant- inum í síðari hálfleik. Víkingar voru afspyrnuslakir og nokkuð^ ljóst að uppskera þeirra á þessu íslandsmóti verður fall í 2. deild. Kristinn Hafliðason, sem kom inná sem varamaður í upphafi síð- ari hálfleiks, var besti leikmaður liðsins. Það vakti furðu mína að einn mesti markaskorari 1. deildar, Guðmundur Steinsson, lék sem aft- asti maður á miðjunni! ■ Úrslit /C10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.