Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993
n
Sigurður fyrstur í 250 leiki
Sigurður Björgvinsson lék 252. leik sinn í 1. deildinni í knattspyrnu gegn ÍBV
í Keflavík í gærkvöldi. Sá 250. var 2:1 sigurinn gegn Víkingi á dögunum.
Sigurður lék 53 leiki í 1. deildinni með KR en á 199 að baki með IBK.
TÍU LEIKJAHÆSTU MENN í 1. DEILDINNIFRÁ UPPHAFI:
Sigurður Björgvinsson, IBK/KR
l'ótiii (lilnslav, I lam
Guðjón Þórðarson, ÍA
UiiðiiHiiithlí liiöjfisspfi, I ihítli
Ami Sveinssi
Ijiiiiniúiti
Sævar Jónsson. Val
Maani Blöndal Pétursson, Val
Sigurjón Krktjánsson. UBKIV*t itíK
Þórður Hallgrímsson, IBV
Hilmar Sighvatsson, UBh Val
Þrír þessarra leikmanna eru enn á ferðinni í 1. deild; Sigurður, Guðmundur Steínsson og Sævar Jónsson. Þá leikur Sigurjón
Kristjánsson með Breiðabliki sem er í toppbaráttu 2. deildar, þannig að leikjum hans í 1. deild gæti tjðlgað._____________
■ LEIKMENN fyrstu deildar liðs
Þórs á Akureyri hafa verið settir í
fjölmiðlabann, hefur verið bannað að
tjá sig við ákveðna fjölmiðla. Um er
að ræða Akureyrarblaðið Dag og
DV, en mesta athygli hefur vakið
að leikmönnum hefur verið bannað
að tjá sig við ritnefnd Ieikskrár Þórs.
Ástæðan fyrir þessu banni hefur
ekki verið gefin upp, og ekki heldur
hvenær því verði aflétt.
■ FJÓRIR leikmenn íslenska dren-
gjalandsliðsins í knattspymu bám
fyrirliðabandið í landsleik gegn Fær-
eyingum á Norðurlandamótinu sem
lauk í Færeyjum á sunnudaginn.
Valur Gíslason bar fyrirliðabandið
frá upphafi, en fór út af fyrir ívar
Ingimarsson í fyrri hálfleik, sem þá
tók við bandinu. Þegar ívar fékk
gult spjald var hann tekinn út af og
tók þá Þorbjörn Sveinsson við fyrir-
liðabandinu. Þorbjörn var hvíldur
síðustu tvær mínútumar og bar Eið-
ur Guðjohnsen bandið þessar síð-
ustu mínútur.
■ PILTUR af íslenskum ættum lék
með færeyska drengjalandsliðinu á
Norðurlandamótinu. Pilturinn heitir
Flóvín Næs og leikur með B36 í
Þórshöfn. Foreldrar hans búa í
Færeyjum en móðir hans er íslensk,
Þóra Þóroddsdóttir.
I FLÓVÍNer ekki aðeins efnilegur
knattspymumaður heldur einnig í
skák, og keppti hann t.d. á nýaf-
stöðnu heimsmeistaramóti unglinga
í Slóvakíu, og varð í 18. sæti.
■ SONUR hins gamalkunna enska
landsliðsmarkvarðar Ray Clemence,
Stephen, lék með, enska drengja-
landsliðinu, sem lék sem gestur á
Norðurlandamótinu. Þetta vakti at-
hygli færeyskra fjölmiðla og höfðu
þeir eftir forsvarsmönnum liðsins að
hann væri ekki nein stjarna, að
minnsta kosti ekki enn. Stephen
kippir hins vegar ekki fullkomlega í
kynið því hann leikur á miðjunni.
■ ALÞJÓÐA knattspyrnusam-
bandið, FIFA, hefur aflétti banni
sem tveir landsliðsmenn í knatt-
spymu, vamarmaðurinn bólivíski
Miguel Rimba og varamarkvörður-
inn brasilíski Zetti, voru settir í eft-
ir að það greindist á lyfjaprófi að
þeir hefðu notað kókaín.
■ FULLTRÚAR sambandsins
sögðu það nú ljóst að þeir hefðu
ekki brotið reglur sambandsins um
lyflaneyslu, en hefðu af vangá drukk-
ið te sem búið var til úr kóka-laufi.
Zetti, sem ávalt hefur verið talinn
fyrirmynd annarra íþróttamanna,
mótmælti harðlega þegar hann var
settur í bann, sagðist aldrei hafa
neytt eiturlyfja en fengið sér umrætt
te. Teið sem þeir drukku er löglegt
bæði í Perú og Bólivíu, drukkið þar
sem heilsute, og við nánari rannsókn
kom í Ijós að Ieikmennirnir voru hafð-
ir fyrir rangri sök.
■ ÓPER USÖNG VARARNIR
heimsfrægu Placido Domingo, Luc-
iano Pavarotti og Jose Carreras
ætla að syngja á úrslitaleik heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu, í
Bandaríkjunum á næsta ári, líkt og
þeir gerðu á úrslitaleiknum fyrir
þremur ámm í Róm.
BIKARINN
Anægjulegt var að fylgjast
með Bikarkeppni FRÍ á
Laugardalsvelli um helgina,
stemmningin góð og mikil og
skemmtiieg keppni um sæti í
mörgum greinum. Spenna var í
lofti frá upphafi til enda. í tuga-
tali þökkuðu keppendur
fyrir frábærar endur-
bætur á fijálsíþróttaað-
stöðunni með því að
bæta árangur sinn.
Hæst bera frábær met
Ármannssveitarinnar í
4x100 og 1000 metra boðhlaup-
um kvenna. Dagsetningarnar 7.
og 8. ágúst verða eflaust algeng-
ar í skrám FRÍ í haust yfir besta
árangur ársins.
Völlurinn í Laugai’dal, aðstað-
an innanhúss og utan er til þess
fallin að skapa góða stemningu.
Frjálsíþróttasambandið hefur
reynt að skapa keppninni góða
umgjörð og á stjóm FRÍ hrós
skilið. Sömuleiðis gaf FRÍ út leik-
skrá sem slær út öllum fyrri bik-
arskrám hvað upplýsingagildi
varðar. Þar mátti sjá bikarmetin
í fyrsta sinn svo og besta árang-
ur keppenda og hvað þeir höfðu
afrekað í ár. Sá listi var þó ekki
tæmandi og vonandi að félögin
komi betur til móts við þessa
góðu viðleitni með meiri upplýs-
ingum næst.
Þar sem Laugardaisvöllurinn
er átta brauta fannst mér heldur
tómlegt að sjá bara fimm kepp-
endur á þeim í 1. deild. Og þar
sem 3. deildin hefur átt erfitt
uppdráttar tel ég tíma til kominn
að fjölga í 1. og 2. deildinni.
Hafa átta lið í báðum deildum
og gefa þar með mesta mögulega
flölda keppenda að spreyta sig á
hinum frábæra velli í Laugard-
alnum. Sanngjamast væri að
neðsta liðið i deildinni nú keppti
í aukakeppni um tvö laus sæti i
við liðin sem urðu í þriðja og
Qórða sæti í 2. deild. Og sæki
fleiri en átta lið um aðild að 2.
deild mætti einfaldlega láta
neðstu tvö liðin þreyja auka-
keppni um sæti við þau félög sem
ekki áttu þar sæti árið áður.
Sams konar fyrirkomulag var
viðhaft á fyrstu áram Bikar-
keppni FRÍ í lok sjöunda áratug-
arins.
Reyndar þýddi flölgun í deild-
unum að keppnin tæki lengri
Tímabært að fjölga lið-
um í 1. og 2. deild
bikarkeppni FRÍ
tíma vegna íjölgunar tilrauna í
stökk- og kastgreinum. Má tæp-
lega við því að lengja tímaseðilinn
og væri bót að minnka dauðan
tíma sem nú þegar er milli
hlaupagreina. Ein leið, en örugg-
lega umdeild, er að fækka til-
raunum í stökk og kastgreinum
í ft'órar. Þá er hugsanlegt að
stytta tímaseðil með því að nota
báðar stökkgryfjur og láta
keppni í langstökki karla og þrí-
stökki kvenna og öfugt fara sam-
tímis fram. Einnig að láta tíma-
frekar greinar eins og hástökk,
stangarstökk og sleggjukast
hefjast áður en hlaupagreinar
heQast. Allt er til þess vinnandi
að stytta tímaseðilinn því ekki
eru miklar líkur á að margir
áhorfendur sitji yfir átta klukku-
stunda fijálsíþróttakeppni þó
skemmtileg sé.
Að Bikarkepnninni lokinni er
fijálsíþróttavertíðinni hérlendis
lokið. Aðeins eru eftir innanfé-
lagsmót og önnur minni mót sem
fá ekki sömu athygli og stærstu
mótin. Er það miður að vertíðinni
ljúki svo snemma, rúmlega
tveimur mánuðum eftir að hún
hefst. Hlýtur að vera kappsmál
fijálsíþróttamanna að lengja
hana, færa Bikarkeppnina aftur
undir ágústlok og Reykjavíkurm-
araþonið fram um tvær til þijár
vikur. Efna síðan til til 2ja-3ja
stórra móta annarra að Meistara-
móti íslands frátöldu.
Ágúst
Ásgeirsson
Hve mikilvægtvarmarkið sem ÓLIÞÓR MAGIMÚSSOIM gerð[gegn Valsmönnum?
Örugglega það
dýrmætasta
KEFLVÍKINGURINN ÓLI Þór Magnússon á sjálfsagt lengi eftir
að minnast sigurmarksins sem hann gerði á síðustu mínútu
leiksins gegn Val f undanúrslitum bikarkeppninnará Laugar-
dalsvelli í sfðustu viku. Þar með var þriggja ára sigurganga
Valsmanna stöðvuð f bikarkeppninni. Olj Þór, sem varð þrftug
ur f vor, hóf að leika með meistaraflokki ÍBK1980 og gerði
fyrsta mark sitt í 1. deildinni það ár gegn Þrótti á Valbjarnar-
velli. „Leiknum lauk með jafntefli, 1:1, og ég gerðijöfnunar-
markið, en það var ekki á síðustu mfnútu," sagði Oli. Hann
hafði leikið 147 leiki f 1. deild fyrir leik ÍBK og IBV, sem var
á dagskrá í gærkvöldi, 131 fyrir ÍBK og 16 fyrir Þór. Hann á
að baki leiki með öllum landsliðum íslands; 4 leiki með U-16,
4 U-18,4 U-21 og 2 A-landsleiki.
Oli Þór starfar sem smiður hjá
Keflavíkurverktökum — er
í sambúð með Önnu Sigríði Jó-
hannesdóttur og á
Eftir son, Atla Þór, 8
ValB. ára, frá fyrra
Jónatansson hjónabandi. Er Óli
Þór búinn að gera
sér grein fyrir mikilvægi sigur-
marksins gegn Val?
„Já, ég hef verið að hugsa að-
eins um þetta mark og hef kom-
ist að því að það er öragglega það
dýrmætasta á ferlinum í orðsins
fyllstu merkingu — sannkallaður
gullskalli. Menn hér í Keflavík
hafa verið að segja að þetta mark
gæti fært félaginu nokkrar millj-
ónir króna en það verður bara að
koma í ljós.“
- Þú skoraðir sigurmarkið gegn
Víkingum í 9. umferð á síðv.stu
mínútu og svo aftur núna í bikar-
leiknum. Er einhver galdur á bak
viðþetta eða er þetta bara heppni?
„Ég hef hingað til ekki verið
talinn mjög markheppinn leik-
maður, nema kannski í þessum
tilfellum sem þú nefndir. En ég
gefst aldrei upp og leikurinn er
Morgi’nblaðið/Bjarni Eiríksson
Óll Þór, „gullskalli11 var mættur á KR-völlinn á sunnudagskvöld til að
fylgjast með ÍA, mótheijum Keflvíkinga í úrslitaleik bikarkeppninnar.
ekki búinn fyrr en flautað er af.“
- Hver er sterkasta hlið þín sem
knattspyrnumanns?
„Ætli það sé ekki hve vel ég
skýli boltanum og svo baráttan.
Ég þarf ekki mikið pláss til að
athafna mig í teignum en er ekki
nægilega fljótur enda hafa félag-
arnir notað á mig gælunafnið
,,skjaldbakan“ til að stríða mér.
Ég hef skorað flest mörkin af
stuttu færi úr vítateignum."
- Nú hefur þú þrisvar áður leikið
til úrslita í bikarkeppninni, er
ekki kominn tími á að lyfta bik-
arnum?
„Ég hef aldrei unnið neinn titil
á ferlinum og því kannski kominn
tími á það. En satt að segja era
Skagamennirnir ekki árennilegir
í úrslitaleiknum eftir að hafa séð
þá bursta KR. En við gefum ekki
leikinn fyrirfram og munun ör-
ugglega leggja okkur alla fram.
Það vora ekki margir sem töldu
okkur eiga möguleika gegn Val,
en það fór á annan veg.“
- Ertu í betri æfingu núna en
áður?
„Ég var í mjög góðu formi í
fyrra og eins núna I sumar. Ég
æfi mikið lyftingar á veturna og
held að það sé mjög góður undir-
búningur fyrir fótboltann. Ég hef
mikinn áhuga á vaxtarrækt og
var fyrir þremur árum að spá í
að einbeita mér alfarið af henni
og hætta í knattspyrnunni, en
mér snérist hugur og sé ekki eft-
irþví.“