Alþýðublaðið - 18.11.1920, Side 2
2
alþyðublaðið
Aígreiðsla
blaðslas er í Aíþýðuhúsimi við
bgólfsstræti og Hverfisgötu.
Sími 988.
Auglýsingum sé skílað þangað
sða i Gutenberg í síðasta lagi ki.
10 árdegis, þann dag, sem þær
*iga að koma i blaðið.
Áskriftargjald ein l£r. á
mánuði.
Auglýsingaverð kr. i,So cm.
elndálkuð.
Utsölumenn beðnir að gera skil
til afgreiðslunnar, að minsta kosti
ársfjórðungslega.
^ílþýðnbrauSgerlln
átti þriggja ára starfsafmæli á
föstudaginn var. Hún byrjaði 12.
nóv. 1917 í Iitlu bakaríi í Fischers-
sundi 3, en eftirspurnin eftir vör-
um þaðan var svo mikil, að 3
mán. seinna var tekið á leigu
stóra brauðgerðarhúsið á Lauga-
vegi 6i, og keypt skömmu síðar.
Hefir það verið aukið svo og end-
urbætt, að það er nú stærsta brauð-
gerðarhús á landinu. Vörur þaðan
cru viðurkendar fyrir gæði, enda
cr kappkostað að vanda til þeirra
á allan hátt, og verðið þó ávalt
mun lægra en annarsstaðar; og
sá beini verðmunur hefir í þessi
3 ár numið ekki svo fáum þús-
undum króna fyrir bæjarmenn;
en óbeina gagnið sem Alþýðu-
brauðgerðin hefir gert með því
að halda niðri brauðverðinu og
vera hemill á því verður ekki töl-
um talið.
Eins og að Iíkindum lætur á
Alþýðubrauðgerðin miklum vin-
sældum að fagna hjá öllum al-
menningi í bænum, og hún er
skiimálalaust talin einhver þarfasta
stofnun í þessum bæ. En samt
hefir ekki getað hjá því farið, að
hún ætti nokkra öfundarmenn, og
af því ekkert misjafnt hefir verið
hægt að segja um fyrirtækið sjálft,
þá hafa þessir fáu öfundarmenn
spunnið upp orðróm til að rýra
álit forgöngumanna þess.
Alþýðubrauðgerðin er eign verk-
lýðsfélaganna hér í Reykjavfk og
hefir verið frá byrjun og undir
stjórn fulltrúaráðs félaganna. Rekst-
ursfé var í byrjun fengið með láns-
tillögum nokkurra manna, aðallega
í vérklýðsfélögunum, og námu þau
samtals liðl. 3 þús. kr., og var
svo ákveðið í regium þeim, sem
um lánsféð voru settar í byrjun,
að stjórn og ful'trúar félaganna,
þ. e. fulltrúaráðið, geti Jekið á-
kvörðun um að endtirgreiða stofn■
féðt sjái hún fram á, að brauð
gerðin þurfi þess ekki lengur með“,
(5. gr. Reglanna). í ársbyrjun 1919
samþykti svo fulltrúaráðið, sam
kvæmt þessari heimild, að endur-
greiða lánin. En af því ýmsir
þeirra sem lánað höfðu (é í byrj
un æsktu þess, að féð mæiti
standa áfram á vöxtum hjá brauð-
gerðinni, fól fulltrúaráðið stjórn
brauðgerðarinnar að gefa út skulda
bréf með 5% ársvöxtum fyrir láns-
tillögum þeirra manna, sem heid-
ur kysu að eíga féð inni.
Út af þessari samþykt fulltrúa-
ráðsins um endurgreiðslu á stoín
fénu hafa öfundarmennirnir breitt
út þann ósanna orðróm, að stjórn
endur Alþ.brauðgerðarinnar væru
að sölsa fyrirtækið undir sjálfa
sig, væru að „kaupa upp hlutina".
Hvaða „hluti“ ? Fyrirtækið hefir
aldrei verið hlutafélag. Við síofnun
brauðgerðarinnar vildu ýmsir kaup
sýslumenn bæjarins leggja fram
stórfé ef fyrirtækið yrði gert að
hlutafélagi og þeir fengju yfirráð
í hlutfalli við framlög sín. En
þessurn fjárframlögum var hafnað
af því fyrirtækið átti að vefða,
eins og það er, sameign verklýðs■
félaganna í Reykjavík, þeirra sem
í Alþýðusambandinu eru.
Þar sem Alþýðubrauðgerðin
ekki er hlutaíélag, eins og hér
hefir verið sýnt fram á, þá geta
forgöngumenn eða stjórn brauð-
gerðarinnar ekki lagt fyrirtækið
undir sig með því að „kaupa upp“
hlutabréf sem ekkí eru til og ald-
rei hafa verið til.
Vrangel jlðiiw.
Sovjet-stjórn í Sebastopol.
Khöfn, 17. nóv.
Sfmað frá París, að Wrangel
sé flúinn til Konstantinopel.
Lýst yfir sovjet stjórn í Seba-
stopol.
Stórglæpur.
Göt boruð á skip í þvi
augnatniði að sökkva því.
Síðastliðinn laugardag lagði vét
skipið »Leo« af stað til Vestfjarða^
fullfermt, og voru að sögn 6 far-
þegar á því, auk skipshafnar-
innar. Vegna iliveðurs scéri skipið
aftur og lagðist hér á höfninni.
í fyrradsg kom svo vélstjórt
skipsins upp á skrifstofu vátrygg-
ingarfélagsins, sem skipið var vá-
trygt hjá, og krafðist þess að
skipið yrði rannsakað, þar eð
hann hefði grun um að ekki væré
alt með feldu.
Rannsókn fór fram, og kom þá
í ljós að sex göt höfðu verið bor-
uð á skipið og tappar settir í þau„
svo lausiega, að auðgert var að*
ná þesm úr.
Var lögreglunni þegar gert að--
vart og rannsókn hafin.
Eigandi skipsíns er Geir Pálssoœ
og hafði hann leigt Elíasi Holm
veitingaroanni skipið, en Hall-
grfmur Finnsson, bróðir Elíasar„
var ráðinn skipstjóri.
Vörur Elfasar, sem vátrygðar
voru fyrir 59 þús kr., voru rann-
sakaðar og reyndust hálmur, bréf
og acnað verðlaust rusl.
Hafa þeir verið handteknir?
Elías og Hallgrímur, sem játað
hafa á sig að hafa borað götin á
skipið í þeim tilgangi að sökkva
því, þó á þeim stað, þar sem
engin mannsiíf yrðu í hættu. —-
Einnig hefir eigandinn Geir Páls-
son verið settur fastur, en neitar„
að sögn, a'lri þátttöku í þessuna
fáheyrða glæp.
Þetta mun stórfeldasta glæpa-
mál, sem komið hefir fyrir hér á
landi um langt skeið, og einstakt
í sinni röð. Má með sanni segja,
að fjárgræðgin geti dregið menit
langt.
Sálarrannsóknarfél. _ ísland®
heldur fund í kvöld kl. 8 */a í Iðnó.
Einar H. Kvaran flytur þar erindé
um dönsku kirkjuna og spíritis-
mann.