Alþýðublaðið - 18.11.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.11.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hi dagiim og vegii. Kveibja baí- á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 33/4 í kvöld. £íó:n. Gamla bíó sýnir: „Tígul- ás*. Nýja bíó sýnir: „Fátæka prinsessan*. Frentvilla var í blaðinu í fyrra- dag í greininni „Gyðingahatur*, neðanmálsgreirsinni; stóð vestur- hluti Balkanskagai en átti að standa mestur hluti Balkaaskaga. Önnur prentvilla, í greininni „Dagrenning* í Alþýðublaðinu I gær hefir misprentast í málsgrein- inni: „Myndi nokkurt svartara myrkur geta lagst yfir þjóðirnar en myrkrið frá 1914—1918.* Þar hefir verið sett þjóðina, en átti auðvitað að vera þjóðiruar. Botnvörpungarnir. Austri kom frá Englandi í morgun, og Jón Forseti af veiðum. Kvöldúlfshlað. Mælt er, að hf. „Kvöidúifur" hafi þegar um nokk- urt skeið haft í hyggju að gefa út blað, og kvað hafa átt kost á að taka við Mgbl. fyrir ekki neitt, gegn því að kosta útgáfu þess framvegis. En þeim annað hvort þótt skömm að Mogga, eða þótt hann of kostnaðarsamur, og þess vegna byrjað útgáfu blaðsins „Ergo*. B. Jón Árnason, prentari, kom heim úr ferð sinni til ísafjarðar á Suðurlandi um helgina. Hann heim- sótti allar góðtemplarastúkuraar á staðnum og hélt einn opinn um- ræðufund um bindindismálið og bannmálið. Á leið hingað frá Danmörku eru: Gullfoss, Lagarfoss og Botnía. Höfnin vann mál það, fyrir Hæztarétti, er Trolle & Rothe höfðuðu gegn Hafnarsjóði, út af skemdum er urðu á skonnortunni „Abba" hér á höfninni 1916, Mál- ið varði Pétur Magnússon — fyrsta prófmál hans —, en Eggert Clae- sen sótti. 5. Tt f. I. Fundur í Sálarrannsóknarfélagi íslands í Iðnó íimtudaginn 18 nóv. kl. 872 síðdegis. JSiíitíi’i? M. KvaMn fiytur erindi um: Dönsku kipkjuna og spMtismann. Félagsmenn sýni ársskírteini. Stjórnin. Samkomu heldur Páll Jonsson trúboði í Bárusalnum kl. 8^/2 í kvöld. Efni: Jesús Guð og maður. Allir velkourair. tír eigin herbúðum, Samhandsþinginu var slitið kl. 12 í fyrralcvöld, og var ákveðið, að halda aukaþing í desember n. k. 1 sambandsstjórn um næstu tvö ár voru kosin: Jón Baldvinsson, foreeti Divíð Kristjánsson, varaforseti. Héðinn Valdimarsson, Ingimar Jónsson, Jóaína Jónatansdóttir, Kjartan Ólafsson, Ólafur Friðriksson, Pétur G. Guðmundsson, Þorlákur Ófeigsson. Fulltrúaráðstjörnir verklýðsfélaganna í Reykjavík voru kosnar á fundi fulitrúaráðsins í gær. Stjórnirnar skipa nú: Framkvœmdastjórn: Ingimar Jónsson, cand. theol. Sigurjón Ólafsson, afgreiðslum. Ottó N. Þorláksson. Fjánnálastjórn: Héðinn Valdimarsson, cand. polit. Jónína Jónatansdóttir, bæjarfulltrúi. Þorlákur Ófeigs., byggingameistari. Fræðslustjórn: Hallbjörn Halldórsson, prentari. Ólafur Friðriksson. Pétur Lárusson, prentari. fá 3aðlauði. Til skamms tíma hefir enginn flokkur verið í Iudíandi, sem fylgt hefir socialisma eða komrnumsma. Fyrsta verkamannaþingið, sem haldtð hefir verið þar í landi, var haldsð þetta ár í M idras. Flokkur verkalýðsins getur að- eins starfað utanlands og hefir t. d. útbú í San Francisco, í Evrópu og í Afghanistan og sömuleiðis i Taschkent. Kommunistaflokkurinn indverski, sem til er í trássi við iögin, hefir mörg hundruð þúsund félögum á að skipa Utanlands gefur flokkurinn út geysimikið af fræðandi ritum og hvetjandi bækl- ingum og sendir þá til féiaga sinna innanlands. Verklýðsfélögin rindversku hall- ast yfirleitt að kommunisma. Bæði fjárhagslega og pólitískt séð hefir Indland, ef ti! vill, verið aílra landa mest undirokað. Þ tta ástand skapar góðan jarðveg fyrir allskonar umbóta- og byltinga- hreyfingar, sem borgararnir taka ekki síður þátt í en öreigarnir. Örvæntingin um hag landsins rekur þá beinlínis til þess; og mæla allar líkur með því, að Indverjar verði ekki seinni á sér en Evrópuþjóðirnar, að bylta af sér oki auðsöfnunar og kúgunar. Hræðsla Breta við það, að missá Indland, mun mjög hafa flýtt fyrir því, að þeir vildu gera samninga við Rússa. s Alþýðublaðið er ódýrasta, íjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kaup- ið pað og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Blfi föt, alveg ný, á 14 til 15 ára dreng, eru til sölu á ÓSinsgötu 24. Fötin eru of líil eiganda og seljast því fyrir 2/3 verðs. Á BergstaAastrætl 8 er gert við olíuofna og Prímusa, lakkeraðir járnmunir og gert við allskonar olfulampa og luktir. Brýnd skæri og fleira.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.