Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 1
t- ttgmMifaib. MENNING LISTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 BLAÐ SÝNING Á VERKUM GUNNLAUGS BLÖNDAL OPNUÐ Á KJARVALSSTÖÐUM í DAG GULLIÐ AUGNABLIK „HANN var fálátur; stuttorður og gagnoróur og gat því virkaó hrokafullur, en var allra manna skemmtilegastur — og besti sögumaður sem ég hef hitt — kannski vegna þess að hann sagði sögur svo umbúðalaust." Þannig lýsir skáldið Kristján Karlsson fornvini sínum, Gunnlaugi Blöndal listmólara; þessum manni sem vekur undrun okkar sem erum fædd á röngum helmingi aldarinnar. Menn lýsa Gunnlaugi þannig að só grunur læðist að manni að hann hafi verið æði mótsagnakenndur; hann var einfari en mikill gleðimaður; hann var fómóll en manna skemmtilegastur,- hann var Ijúflingur í nánum samskiptum en óvæginn í umsögnum,- hann var feiminn en ókaflega áberandi. Af myndum mó sjá viðkvæmnislega drætti í kringum munninn, augnsvipurinn litríkur,- brún- ir hvassar, augun mild og hörð og svo djúp að hann virtist horfa á alla hluti úr löngum fjarska. Hann var ákaflega vinsæll málari, en átti fastan hóp fjand- manna, tilheyrði engum klíkum — hvorki listrænum né pólitískum — heldur sjólfum sér, köllun sinni og sköpunarþrá. Hann var ekki þjóðlegur, eins og aðrir mólarar ó hans tíma og þó málar hann íslenskt landslag á stundum og væri firra að telja Gunnlaug óþjóðlegan. Hann kynnti sér stefnur og strauma í listum víða um Evrópu,- lærði í Noregi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og ítalíu, en ánetjaðist engu, heldur valdi hugmyndir sem mótuðu mjög per- sónulegan og ákveðinn stíl; hreinan og litríkan, sterkan jafnvel í þeim myndum sem mildi hpns leitar í litróf pasteltónanna. Hann var heimsborgari, ón þess að þurfa einhvern félagsskap með því nafni. Hann var fyrst og fremst einstakl- ingur með útsýni yfir stóran heim — og þaðan vann hann. ,....,^ ^^^^jpgj^jg^i-j—g^. , :] WBm\^ ¦ - 'Mi' H ^^^^_^^^B 1 / ^L _\ 'i • :-í> ". , ^^'^^^^^^^^^^'^^^ ¦ m 1S,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.