Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 GULLIÐ AUGNABLIK Nú þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu Gunnlaugs, sem lést árið 1962, erum við óháð köldum pólitískum stríðum sem teygðu eit- urtungur sínar út í alla kima samfé- lagsins; óháð kreppum sem skipuðu listamönnum í hatrammar andstæð- ar fylkingar (þeir sem seldu verk sín vel, kölluðu yfir sig óvild hinna); óháð stefnum í listsköpun eftir- stríðsáranna og getum skoðað verk Gunnlaugs án þess að álasa honum fyrir að mála ekki ab- strakt myndir. Hann þarf ekki að vera í tísku. Við getum notið þess að skoða verk þessa af- burða málara, sem er engum lík- ur hvað myndefni snertir — og þó ekki í uppreisn gegn neinu. Það sem fyrst og fremst gerði Gunnlaug ólíkan öðrum íslenskum málurum síns tíma eru módel- Gunnlaugur Blöndal. myndir hans; myndir af konum. Eig- inkona Gunnlaugs, Elísabet Blöndal, segir um módelmyndir hans: „Túlkun hans á konum var einstök. Það er ekkert óhreint við þær, heldur eru konumyndir hans mjpg fágaðar; stilltar til að byrja með, en með árun- um harðari og í þeim meiri expres- sjón. Hánn var mjög flinkur málari og kom öllu til skila. Hann málaði senjórítur og síldarstúlkur, íslenskar konur og erlendar, naktar og klædd- ar, ungar og fullorðnar, „og hann nálgast þær alltaf á sama hátt," segir Elísabet, „heildin skipti hann máli og í módelmyndunum var hann alltaf að tjá hugmyndir sínar um konur". Og víst er að nakin kona verður aldrei „ber stelpa" hjá Gunnlaugi. Ávalar línur og mjúk áferð konunnar sem þvær líkama sinn, greiðir hár sitt eða sefur gera hana ómótstæði- lega; fegurðin og erótíkin felst ekki síst í því að stúlkurnar á myndunum virðast ómeðvitaðar um það gullna augnablik sem málarinn festir mynd þeirra á strigann; varirnar munúðar- fullar, eins og vettvangur dagsins sé ekki þeirra staður, augun hvarf- landi um leiksviðið; síldarstúlkan þreytt, spænsk stúlka íhugul, stúlka frá Andalúsíu full eftirvæntingar, kona með hanska bíður, ung stúlka með reiðiglampa og rauður kjóllinn ber voldugum tilfinningum vitni; all- ar samt kyrrar og staðfastar. Danski rithöfundurinn Chr. Rimestad skrif- aði í bók um Gunnlaug Blöndal; „Þessar myndir eru málaðar með sakleysi hjartans. Þetta sakleysi finnur maður alltaf í verkum Blön- dals." Og víst er að þessu sakleysi heldur Gunnlaug- ur í módelmynd- um sínum alla tíð; konan verður alla tíð tákn fegurðar, mýktar og hlýju, rétt eins og hann segi: Það sem þér viljið ekki að aðrir menn geri móður yðar, skuluð þér ekki gera öðrum konum. Þótt Gunnlaug- ur hafi ekki verið þjóðlegur í þeim skilningi sem málarar á hans tímum voru, mál- aði hann mikið af landslagsmynd- um; landslagið er íslenskt, andblær- inn persónulegt safn af áhrifum listhræringa í Evrópu, Vinur Gunnlaugs, Eggert Stefánsson, skrifaði um hann: „I verkum sínum er hann raunhæfur túlkari hinnar íslenzku fegurðar — til fullnustu. Með því er ekki lítið sagt, ef við höfum í huga hina ofsa- fullu fegurð og þann himneska blæ, sem leggst yfir landið, er við sjáum það við sólsetur — sameinast himnin- um. Öllu þessu nær Gunnlaugur með næmni, já, viðkvæmni, í hinni inni- legu túlkun mótíva sinna, sem aldrei bregst og sanna manni vel, að hann hefir líka skáldanna hugarfar." „Gunnlaugur var vinsæll málari," segir Kristján Karlsson. „Hann fékk mjög góða dóma, bæði hérlendis og erlendis. Á árunum 1930 til 1940 dvaldi hann í Danmörku og stundum í París en er heima á íslandi á sumr- in. En hann málaði aldrei dönsk mótív. Þegar hann var heima dvaldi hann mikið á Siglufirði og sótti sér mótív þangað; fjöll og sjór og bátar og fólk að störfum á síldarplönunum voru honum hugleikin. í bátunum hafði hann föst form, en það er ein- mitt í þessum myndum af landslagi og bátum sem maður sér þessa sömu innlifunartilfinningu sem hann hefur fyrir mótívum — sem verður til þess að verk Gunnlaugs hafa ákaflega lýríska áferð; sérstaklega eru þau sterk í þeim myndum sem eru með pasteláferðinni. Hann fer oft með olíulitina eins og þeir væru pastellit- ir — sem er ekki á allra færi." Þótt myndefnið sé sótt í þjóðlegan arf og starfshætti, íslenskt landslag og umhverfi, er Gunnlaugur ekki að mála sögulegar myndir. Slíkt var þó títt á kreppuárunum, því þá tóku menn að hugsa á þjóðfélagslegan hátt; listin hætti að vera sjálfstæð og sprottin af sköpunarþrá — heldur varð hún að viðbrögðum; sótti efniv- ið sinn utan við skapandi mátt lista- mannsins; í henni fólst ádeila og lit- rófið einkenndist af prédikun þess sem heldur sig vita betur. Þá leið fór Gunnlaugur aldrei. Þó „rómantíser- aði" hann ekki aðstæður; hann lét augnablikin lifa, hvort sem mönnum líkaði þau augnablik (eða mótív) betur eða verr. Þau féllu vel að óskeikulli litaskynjun hans og þegar þetta tvennt fer saman, verður til listaverk. Gunnlaugur segir sögur í myndum sínum, þótt vissulega séu þær ekki sagnfræði. Eins og Kristján Karlsson segir þá var hann skemmtilegur sögumaður, en gat virkað hrokafull- ur vegna þess hve hann var fálátur: „Það jók ekki á vinsældir hans með- al félaganna að hann sagði þeim álit sitt umbúðalaust," segir Krist- ján. „Hann var líka óskaplega mikill húmoristi — eins og margir sem ekki bera það með sér á yfirborðinu. Hann hafði mjög gott vit á skáld- skap og tónlist, fljótur að sjá hvort eitthvert vit var í skáldskap og lýsti þá skoðun sinni í örfáum orðum. Framan af var hann mjög feiminn og sagði mér einu sinni hvernig hon- um leið fyrst eftir að hann kom til Reykjavíkur til að læra hjá Stefáni Eiríkssyni, myndskera: Þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur, var ég svo feiminn að ég þorði ekki að tala við nokkurn mann og gekk bara í fjör- unni. Einu sinni hitt ég gamlan vin föðurmíns og viðgengum eftirAust- urstræti. Við mætum Einari Bene- diktssyni og ég er kynntur fyrir hon- um. Þá segir Einar: „Það ætla ég að vona aðþér séuð ekki sonurþessa asna sem var með mér í skóla." A jú, jú, sagði ég. Þá heilsaði Einar mér afskaplega glaðlega og sagði: „Ja, afskaplega fannst mér aíltaf vænt um þann mann." Upp úr þessu varð góð vinátta milli Gunnlaugs og Einars Benediktssonar og málaði Gunnlaugur mörg „portrett" af Ein- ari." Sum þeirra eru talin meðal bestu „portrettmynda" Gunnlaugs, sem málaði marga listamenn og menn sem voru áberandi í þjóðfélag- inu á hans tímum. Gunnlaugur reyndi hvorki að fegra né lýta samferðamenn sína á striganum. Það var eins og hann horfði inn í hjarta þeirra og sækti þangað litina sem tilheyrðu hverjum og einum. Hann nálgaðist þá rétt eiris og hann nálgaðist viðfangsefnin úti í náttúrunni; milt og græðandi vorið, bjart og gjöfult sumarið og gullið, frjósamt haustið. Texti/Súsanna Svavarsdóttir. NYTT LEIKRIT STEINI AND SEMUN EITT frægasta ástarljóð á íslensku fjallar um hughrif skólapilts á fyrri hluta síðustu aldar, æskuást sem ekkert varð úr en aldrei dó. Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar hafa hrifið lesendur í hálfa aðra öld og vakið til umhugsunar um ástarharm skáldsins. Sagan bak við kvæðið er ekki aðeins saga Jón- asar, hún er einnig saga Þóru og ef til vill saga þeirra sem þau hrifust af um stundarsakir eða bundust. Sagan er um draum- mynd af ástinni og veruleika sem er allt öðru vísi, lífsseiga æskuást og vandann sem fylgir því að elska fleiri en einn. Þessi saga hefur orðið Steinunni Jó- hannesdóttur yrkisefni í nýju leikriti, Ferða- lokum, sem frumsýnt verður Jón Um Rej síní Chi af lítir Steinunn Jóhannesi smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins í kvöld. Leikritið er líka komið út á bók. Það gerist á tvennum tímum, undir miðbik síðustu aldar og í nútímanum. „Eg vildi stefna saman þessu fólki," segir Steinunn, „láta þau Jónas og Þóru tefla til enda. Leikritið er alger- lega mín hugarsmíð þó að það vísj í atburði sem áttu sér stað í raun. Ég velti fyrir mér sögu fímm persóna frá liðinni öld sem örlögin tengdu tilfinn- ingaböndum þótt engar heimildir séu um að þær hafí nokkurn tíma allar hist. í leikritinu læt ég þær hjns veg- ar mætast, á okkar dögum, og athuga hverjar afleiðingar það hefurj" Nú er tímabært að líta um öxl til atvika sem Steinunn hefur að umgjörð verksins. Allt aftur til 1828 þegar séra Gunnar Gunnarsson var vígður prestur að Laufási. Hann fór þangað ásamt Þóru laundóttur sinni þá um sumarið og í fylgd með þeim var Jón- as Hallgrímsson stúdent frá Bessa- staðaskóla. Þóra var aðeins unglingur þegar þetta var en sögur herma að Þai all. 1 eft Þói þei lok Þa; ur hai sæ j Jól fyr ser og „Oj þet vai kv; ge: sei ljó: efl sei KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN Sinnhoffer-kvartettinn á fyrstu tveimur tónleikum vetrarins FYRSTU tónleikar kammermúsíkklúbbsins á þessu hausti verða í Bú- staðakirkju mánudaginn 20. september kl. 20.30. Hefst með þeim 37. starfsór Kammermúsíkklúbbsins. Á þessum fyrstu tónleikum verður Fúgu- listin — „Die kunst der Fuge" — eftir Johann Sebastian Bach flutt af Sinnhoffer-kvartettinum fró Munchen ásamt Orthulf Prunner orgelleik- ara. Fúgulistin var áður flutt ó tónleikum Kammermúsíkklúbbsins 1. maí 1985 af Sinnhoffer-kvartettinum, er minnst vor 300 ára afmælis J.S. Bachs og er því nú kærkomið tækifæri til að endurnýja kynnin við þetta meistaraverk Bachs. I efnisskró fyrir tónleikana segir svo um Fúgulistina: Die Kunst der Fuge —. fúgulistin — er sfðasta stórverlcici sem Bach samdi. Hann var JÖT& sjötugs- aldri, 'í listum var upp k<?mih ný stefna, og ströng form barokktíma- bilsins voru ekki metin sem fyrr. Bach ákvað að sýna í einu tónverki það fullkomnasta, sem gáfa hans og lærdómur megnuðu á sviði hins strangasta tónlistarforms, fúgunnar, eftirkomendum til umhugsunar. Fúgulistin er safn af tilbrigðum, sem öll eru í fúgu- eða kanónformi. Bach nefndi þau kontrapunkta. Tón-. verkið er allt reist á einu grunnstefí, sem hljómar í upphafi og lætur ekki mikið yfir sér, en býr yfir furðulegum þróur.armöguleikumí höndum Bachs. Fyrsta fúgan lætur kunnuglega í eyrum. En leikurinn æsist, þegar hver fúgan tekur við af annarri. Grunnstefinu er snúið „á hvolf", og skyldleikinn leynir sér ekki í hinni nýju fúgu. Með auknum breytingum á grunnstefmu kemur nýtt efni í tvl- stefja og þrístefja fúgur. Loks er komið að kórónu verksins, fjórstefjaðri fúgu, hinni mestu þeirra allra. Þá gripu örlögin í taumana. Meðan Bach vann að Fúgulistinni dapraðist sjón hans ört. Honum auðn- aðist að semja fyrri hluta lokafúg- unnar og hafði náð það langt, að þrjú af stefjunum voru komin í fram- vindu hennar. í þriðja stefið hafði hann bundið nafnið sitt í nótunum b-a-c-h. En nú var ejön hans á þrot- um og hann komst ekkiiengra, fjórða 'stefið vantar. Það irwn hafa átt að véra frumstefið sjálft, sem verkið hefst á. Tónverkið hættir snögglega, líkt og lífsneisti hafi slokknað. Síð- ustu stundirnar, sem vitund hans entist, samdi hann sálmalag, sem tengdasonur hans skrifaði eftir for- sögn hans, „Fyrir hásæti þitt geng ég nú, Drottinn minn." Ekki er vitað, hvernig Bach hugs^ aði sér, að Fúgulistin skyldi flutt. í handriti hans eru hljófæri ekki til- Sinnhoffer-kvartettinn greind. Hefur þar margt verið prófað og menn eigi orðið á eitt sáttir. Fjór- ir af kontrapunktunum eru í kanón- formi (keðjulög). Meðþeimmá skipta tónverkinu í fimm höfuðþætti, eftir því hvernig fúgurnar eru byggðar. í þeim flutningi, sem hér gefur að heyra, eru fúgurnar leiknar af strengjakvartett en kanónarnir á org- el. Að lokum leikur kvartettinn sál- malagið fyrrnefnda, síðasta tónverk- ið, sem Bach samdi. Sinnhoffer-kvartettinn á um þess- ar ^nundir 30 ára starfsafmæli og er-þetta'áttunda skiptið, sem hann sækjr Kammermúsíkklúbbinn heim. Kom hann fyrst til íslands .1977 á 150. ártíð Beethovens til að taka þátt í heildarflutningi á strengja- kvartettum hans, er þá fór fram. Eru þeir áheyrendum sínum ávallt miklir aufúsugestir. Sinnhoffer-kvartettinn spilar einn- ig á öðrum tónleikum Kammermús- íkkklúbbsins, sem verða laugardag- inn 25. september í Bústaðakirkju. Á Þe mi M( á kv M, vií mi an og se tíc ur M ÚH m ár et se st m al á lí Ie ai m B h. ti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.