Morgunblaðið - 18.09.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.09.1993, Qupperneq 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 C 3 Sinnhoffer-kvartettinn á fyrstu tveimur tónleikum vetrarins KAMMERMÚSÍKKLUBBURINN FYRSTU tónleikar kammermúsíkklúbbsins á þessu hausti verða í Bú- staóakirkju mánudaginn 20. september kl. 20.30. Hefst með þeim 37. starfsár Kammermúsíkklúbbsins. A þessum fyrstu tónleikum verður Fúgu- listin — „Die kunst der Fuge“ — eftir Johann Sebastian Bach flutt af Sinnhoffer-kvartettinum frá Munchen ásamt Orthulf Prunner orgelleik- ara. Fúgulistin var áður flutt á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins 1. maí 1985 af Sinnhoffer-kvartettinum, er minnst var 300 ára afmælis J.S. Bachs og er því nú kærkomið tækifæri til að endurnýja kynnin við þetta meistaraverk Bachs. I efnisskrá fyrir tónleikana segir svo um Fúgulistina: Die Kuijst der Fuge — .fúgulistin — er síðasta stówerkið, sem Bach samdi. Hann var þá % sjötugs- aldri, ‘í listum var upp kpmin ný stefna, og ströng form barokktíma- bilsins voru ekki metin sem fyrr. Bach ákvað að sýna í einu tónverki það fullkomnasta, sem gáfa hans og lærdómur megnuðu á sviði hins strangasta tónlistarforms, fúgunnar, eftirkomendum til umhugsunar. Fúgulistin er safn af tilbrigðum, sem öll eru í fúgu- eða kanónformi. Bach nefndi þau kontrapunkta. Tón- verkið er allt reist á einu grunnstefí, sem hljómar í upphafi og lætur ekki mikið yfír sér, en býr yfir furðulegum þróunarmöguleikumí höndum Bachs. Fyrsta fúgan lætur kunnuglega í eyrum. En leikurinn æsist, þegar hver fúgan tekur við af annarri. Grunnstefinu er snúið „á hvolf“, og skyldleikinn leynir sér ekki í hinni nýju fúgu. Með auknum breytingum á grunnstefmu kemur nýtt efni í tví- stefja og þrístefja fúgur. Loks er komið að kórónu verksins, fjórsteijaðri fúgu, hinni mestu þeirra allra. Þá gripu örlögin í taumana. Meðan Bach vann að Fúgulistinni dapraðist sjón hans ört. Honum auðn- aðist að semja fyrri hluta lokafúg- unnar og hafði náð það langt, að þijú af stefjunum voru komin í fram- vindu hennar. í þriðja stefið hafði hann bundið nafnið sitt í nótunum b-a-c-h. En nú var sjón hans á þrot- pm og hann komst ekki'Iengra, ijórða Stefið vantar. Það tmin hafa átt að vera frumstefið sjálft, sem verkið hefst á. Tónverkið hættir snögglega, líkt og lífsneisti hafi slokknað. Síð- ustu stundimar, sem vitund hans entist, samdi hann sálmalag, sem tengdasonur hans skrifaði eftir for- sögn hans, „Fyrir hásæti þitt geng ég nú, Drottinn minn.“ Ekki er vitað, hvernig Bach hugs- aði sér, að Fúgulistin skyldi flutt. í handriti hans eru hljófæri ekki til- hafði hann föst form, en það er ein- mitt í þessum myndum af landslagi og bátum sem maður sér þessa sömu innlifunartilfinningu sem hann hefur fyrir mótívum — sem verður til þess að verk Gunnlaugs hafa ákaflega lýríska áferð; sérstaklega eru þau sterk í þeim myndum sem eru með pasteláferðinni. Hann fer oft með olíulitina eins og þeir væru pastellit- ir — sem er ekki á allra færi.“ Þótt myndefnið sé sótt í þjóðlegan arf og starfshætti, íslenskt landslag og umhverfi, er Gunnlaugur ekki að mála sögulegar myndir. Slíkt var þó títt á kreppuárunum, því þá tóku menn að hugsa á þjóðfélagslegan hátt; listin hætti að vera sjálfstæð og sprottin af sköpunarþrá — heldur varð hún að viðbrögðum; sótti efniv- ið sinn utan við skapandi mátt lista- mannsins; í henni fólst ádeila og lit- rófið einkenndist af prédikun þess sem heldur sig vita betur. Þá leið fór Gunnlaugur aldrei. Þó „rómantíser- aði“ hann ekki aðstæður; hann lét augnablikin lifa, hvort sem mönnum líkaði þau augnablik (eða mótív) betur eða verr. Þau féllu vel að óskeikulli litaskynjun hans og þegar þetta tvennt fer saman, verður til listaverk. Gunnlaugur segir sögur í myndum sínum, þótt vissulega séu þær ekki sagnfræði. Eins og Kristján Karlsson segir þá var hann skemmtilegur sögumaður, en gat virkað hrokafull- ur vegna þess hve hann var fálátur: „Það jók ekki á vinsældir hans með- al félaganna að hann sagði þeim álit sitt umbúðalaust," segir Krist- ján. „Hann var líka óskaplega mikill húmoristi — eins og margir sem ekki bera það með sér á yfirborðinu. Hann hafði mjög gott vit á skáld- skap og tónlist, fljótur að sjá hvort eitthvert vit var í skáldskap og lýsti þá skoðun sinni í örfáum orðum. Framan af var hann mjög feiminn og sagði mér einu sinni hvernig hon- um leið fyrst eftir að hann kom til Reykjavíkur til að læra hjá Stefáni Eiríkssyni, myndskera: Þegar ég GULLIÐ AUGNABLIK Nú þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu Gunnlaugs, sem lést árið 1962, erum við óháð köldum pólitískum striðum sem teygðu eit- urtungur sínar út í alla kima samfé- lagsins; óháð kreppum sem skipuðu listamönnum í hatrammar andstæð- ar fylkingar (þeir sem seldu verk sín vel, kölluðu yfir sig óvild hinna); óháð stefnum í listsköpun eftir- stríðsáranna og getum skoðað verk Gunnlaugs án þess að álasa þonum fyrir að mála ekki ab- strakt myndir. Hann þarf ekki að vera í tísku. Við getum notið þess að skoða verk þessa af- burða málara, sem er engum lík- ur hvað myndefni snertir — og þó ekki í uppreisn gegn neinu. Það sem fyrst og fremst gerði Gunnlaug ólíkan öðrum íslenskum málurum síns tíma eru módel- myndir hans; myndir af konum. Eig- inkona Gunnlaugs, Elísabet Blöndal, segir um módelmyndir hans: „Túlkun hans á konum var einstök. Það er ekkert óhreint við þær, heldur eru konumyndir hans mjög fágaðar; stilltar til að byija með, en með árun- um harðari og í þeim meiri expres- sjón. Hánn var mjög flinkur málari og kom öllu til skila. Hann málaði senjórítur og síldarstúlkur, íslenskar konur og erlendar, naktar og klædd- ar, ungar og fullorðnar, „og hann nálgast þær alltaf á sama hátt,“ segir Elísabet, „heildin skipti hann máli og í módelmyndunum var hann alltaf að tjá hugmyndir sínar um konur“. Og víst er að nakin kona verður aldrei „ber stelpa" hjá Gunnlaugi. Ávalar línur og mjúk áferð konunnar sem þvær líkama sinn, greiðir hár sitt eða sefur gera hana ómótstæði- lega; fegurðin og erótíkin felst ekki síst í því að stúlkumar á myndunum virðast ómeðvitaðar um það gullna Gunnlaugur Blöndal augnablik sem málarinn festir mynd þeirra á strigann; varirnar munúðar- fullar, eins og vettvangur dagsins sé ekki þeirra staður, augun hvarf- landi um leiksviðið; síldarstúlkan þreytt, spænsk stúlka íhugul, stúlka frá Andalúsíu full eftirvæntingar, kona með hanska bíður, ung stúlka með reiðiglampa og rauður kjóllinn ber voldugum tilfinningum vitni; all- ar samt kyrrar og staðfastar. Danski rithöfundurinn Chr. Rimestad skrif- aði í bók um Gunnlaug Blöndal; „Þessar myndir eru málaðar með sakleysi hjartans. Þetta sakleysi fínnur maður alltaf í verkum Blön- dals.“ Og víst er að þessu sakleysi heldur Gunnlaug- ur í módelmynd- um sínum alla tíð; konan verður alla tíð tákn fegurðar, mýktar og hlýju, rétt eins og hann segi: Það sem þér viljið ekki að aðrir menn geri móður yðar, skuluð þér ekki gera öðrum konum. Þótt Gunnlaug- ur hafi ekki verið þjóðlegur í þeim skilningi sem málarar á hans tímum voru, mál- aði hann mikið af landslagsmynd- um; landslagið er íslenskt, andblær- inn persónulegt safn af áhrifum listhræringa í Evrópu, Vinur Gunnlaugs, Eggert Stefánsson, skrifaði um hann: „1 verkum sínum er hann raunhæfur túlkari hinnar íslenzku fegurðar — til fullnustu. Með því er ekki lítið sagt, ef við höfum í huga hina ofsa- fullu fegurð og þann himneska blæ, sem leggst yfir Iandið, er við sjáum það við sólsetur — sameinast himnin- um. Öllu þessu nær Gunnlaugur með næmni, já, viðkvæmni, í hinni inni- legu túlkun mótíva sinna, sem aldrei bregst og sanna manni vel, að hann hefír líka skáldanna hugarfar." „Gunnlaugur var vinsæll málari,“ segir Kristján Karlsson. „Hann fékk mjög góða dóma, bæði hérlendis og erlendis. Á árunum 1930 til 1940 dvaldi hann í Danmörku og stundum í París en er heima á íslandi á sumr- in. En hann málaði aldrei dönsk mótív. Þegar hann var heima dvaldi hann mikið á Siglufirði og sótti sér mótív þangað; fjöll og sjór og bátar og fólk að störfum á síldarplönunum voru honum hugleikin. í bátunum ■ iSRS kom fyrst til Reykjavíkur, var ég svo feiminn að ég þorði ekki að tala við nokkurn mann og gekk bara í fjör- unni. Einu sinni hitt ég gamlan vin föðurmíns og viðgengum eftirAust- urstræti. Við mætum Einari Bene- diktssyni og ég er kynntur fyrir hon- um. Þá segir Einar: „Það ætla ég að vona að þér séuð ekki sonur þessa asna sem var með mér í skóla. “ A jú, jú, sagði ég. Þá heilsaði Einar mér afskaplega glaðlega og sagði: „Ja, afskaplega fannst mér alltaf vænt um þann mann. “ Upp úr þessu varð góð vinátta milli Gunnlaugs og Einars Benediktssonar og málaði Gunnlaugur mörg „portrett" af Ein- ari.“ Sum þeirra eru talin meðal bestu „portrettmynda" Gunnlaugs, sem málaði marga listamenn og menn sem voru áberandi í þjóðfélag- inu á hans tímum. Gunnlaugur reyndi hvorki að fegra né lýta samferðamenn sína á striganum. Það var eins og hann horfði inn í hjarta þeirra og sækti þangað litina sem tilheyrðu hveijum og einum. Hann nálgaðist þá rétt eiris og hann nálgaðist viðfangsefnin úti í náttúrunni; milt og græðandi vorið, bjart og gjöfult sumarið og gullið, fijósamt haustið. Texti/Súsanna Svavarsdóttir. NÝTT LEIKRIT STEINUNNAR JÓHANNESDÓTTUR, FERÐALOK, FRUMSÝNT Í ÞJÓDLEIKHÚSINU ANDAR SEM UNNAST EITT frægasta ástarljóð á íslensku flallar um hughrif skólapilts á fyrri hluta síðustu aldar, æskuást sem ekkert varð úr en aldrei dó. Ferðalok Jónasar Hallgrímssonar hafa hrifið lesendur í hálfa aðra öld og vakið til umhugsunar um ástarharm skáldsins. Sagan bak við kvæðið er ekki aðeins saga Jón- asar, hún er einnig saga Þóru og ef til vill saga þeirra sem þau hrifust af um stundarsakir eða bundust. Sagan er um draum- mynd af ástinni og veruleika sem er allt öðru vísi, lífsseiga æskuást og vandann sem fylgir því að elska fleiri en einn. Þessi saga hefur orðið Steinunni Jó- hannesdóttur yrkisefni í nýju leikriti, Ferða- lokum, sem frumsýnt verður á smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins í kvöld. Leikritið er líka komið út á bók. Það gerist á tvennum tímum, undir mjðbik síðustu aldar og í nútímanum. „Eg vildi stefna saman þessu fólki,“ segir Steinunn, „láta þau Jónas og Þóru tefla til enda. Leikritið er alger- lega mín hugarsmíð þó að það vísi í atburði sem áttu sér stað í raun. Ég velti fyrir mér sögu fimm persóna frá liðinni öld sem örlögin tengdu tilfinn- ingaböndum þótt engar heimildir séu um að þær hafi nokkurn tíma allar hist. í leikritinu læt ég þær hins veg- ar mætast, á okkar dögum, og athuga hveijar afleiðingar það hefur," Nú er tímabært að líta um öxl til atvika sem Steinunn hefur að umgjörð verksins. Allt aftur til 1828 þegar séra Gunnar Gunnarsson var vígður prestur að Laufási. Hann fór þangað ásamt Þóru laundóttur sinni þá um sumarið og í fylgd með þeim var Jón- as Hallgrímsson stúdent frá Bessa- staðaskóla. Þóra var aðeins unglingur þegar þetta var en sögur herma að Steinunn Jóhannesdóttir. Jónas hafi beðið hana að giftast sér. Um haustið sneri hann þó aftur til Reykjavíkur og tók að venja komur sínar í Landakot til heimasætunnar Christiane Knudsen, sem annáluð var af fríðleika. En hún sýndi Jónasi lítinn áhuga og giftist nokkru seinna Edward Thomsen, hálfdönskum versl- unarstjóra í Reykjavík. Skömmu áður hafði Jónas siglt til náms í Kaupmannahöfn. Þangað fluttust síð- ar þau Christiane og Edward. Þóra Gunnars- dóttir í Laufási gift- ist 1834 séra Hall- dóri Björnssyni, sem áður var að- stoðarprestur föður hennar, en gegndi þegar þarna var komið prestakallinu Eyjardalsá í Bárðardal. Jónas var _ á faraldsfæti um ísland á sumrin frá 1839-42 en þá um haustið sigldi hann aftur til Kaupmannahafnar. Þar andaðist hann 1845, 38 ára gam- all. En þá tekur við saga sem höfð er eftir Hannesi Hafstein, systursyni Þóru í Laufási, af viðbrögðum hennar þegar hún heyrði lesið kvæðið Ferða- lok sem Jónas Hallgrímsson hafði ort. Þar kannaðist hún við ferðalagið norð- ur á land forðum daga og varð svo harmi lostin að hún lét leiða sig til sængur. Þessi saga vakti forvitni Steinunnar Jóhannesdóttur, hún fór að velta því fyrir sér hvernig væri að vera konan sem ort er um. „Harmur þeirra Þóru og Jónasar fangaði mig,“ segir hún, „og ég fór að leita upplýsinga um þetta fólk. Það er auðvelt hvað Jónas varðar, eftir hann liggur fjársjóður í kvæðunum, bréfin hans hafa verið gefin út á bók og síðan er allt það sem aðrir hafa um hann skrifað. Líf Þóru liggur auðvitað ekki eins ljóst fyrir, ég þurfti talsvert að grafa eftir upplýsingum um hana. En það sem ég fann á líklegum og óh'klegum Morgunblaðið/Sverrir Siguróur Sigurjónsson í hlutverki Jónasar og Halldóra Björnsdóttir í hlutverki Þóru. Aðrir leikendur í Ferðalokum eru Arnar Jónsson, Baltasar Kormókur, Edda Arnljótsdóttir og Arni Tryggvason. Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri, leikmynd hannaði Grétar Reynisson og tónlistin er eftir Hróðmar Sigurbjörnsson. ár lostið niður í huga Þóru að hann hafí þá aldrei gleymt henni.“ Steinunn segir ástina vera sér hug- leikna. Og dauðann, nálægð hans brýni ástina. Hún hafi áður róið á þessi mið, í leikritinu Dans á rósum sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1981 og í Ferðalagi Fríðu sem er kvik- myndahandrit frá 1988. Ástin er Steinunni líka dijúgur efniviður í leik- ritum og sögum fyrir börn og ungl- inga sem hún hefur skrifað á síðustu árum. En heimildavinna eins og býr að baki Ferðalokum er nokkuð sem hún hefur ekki byggt á fyrr. „Jónas heillar mig og hefur alltaf gert,“ segir hún, „hans perónulega harmsaga vekur spumingar sem við eiga á öllum tímum og mér fínnst athyglisvert að skoða hvort hún færi eins í dag og hún fór á síðustu öld. Hefði Þóra nútímans breytt sögunni? Um þetta snýst leikritið sem verður frumsýnt í kvöld. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri hef- ur með sér úrvalsfólk og mér fínnst stórkostlegt að fylgjast með Þóra og Jónasi dagsins í dag á sviðinu. Þóra er í Kaupmannahöfn að skrifa ritgerð um listaskáldið Jónas, hún hittir þar aftur gamlan kærasta og nafna skáldsins og vinkonu hans Kristjönu sem býr með slúbbertinum Edda. Halldór, kennari Þóra úr Reykjavík, kemur líka til Kaupmannahafnar og Þóra velur á endanum milli manna. Ég held að svona saga verði alltaf harmsaga. Niðurstaðan verður hin sama og áður, ástir Þóru og Jónasar eru ómögulegar - og ef til vill era þær ódauðlegar einmitt vegna þess.“ Þ.Þ. stöðum myndaði rammann um leikrit- ið sem til varð upp úr þessu. Þar beini ég sjónum að konunum í lífi Jónasar; hveijar þær voru, hvaða örlög þær hrepptu og hvernig það var að elska skáldið." Mönnum ber ekki saman um hve- nær Jónas hafí ort Ferðalok, en Stein- unn hefur stuðst við þá niðurstöðu Hannesar Péturssonar að þetta hafi verið með hans seinustu ljóðum. „Það er ekki óeðlilegt að hann hafí undir lokin, illa farinn og veiklaður, skoðað líf sitt upp á nýtt og látið hugann reika til æskuástarinnar. Þess tæra og sterka. Og því hafí eftir öll þessi Sinnhoffer-kvartettinn greind. Hefur þar margt verið prófað og menn eigi orðið á eitt sáttir. Fjór- ir af kontrapunktunum eru í kanón- formi (keðjulög). Með þeim má skipta tónverkinu í fimm höfuðþætti, eftir því hvernig fúgurnar eru byggðar. í þeim flutningi, sem hér gefur að heyra, era fúgurnar leiknar af strengjakvartett en kanónarnir á org- el. Að lokum leikur kvartettinn sál- malagið fyrmefnda, síðasta tónverk- ið, sem Bach samdi. Sinnhoffer-kvartettinn á um þess- ar -mundir 30 ára starfsafmæli og er þetta áttunda skiptið, sem hann sækir Kammermúsíkklúbbinn heim. Kom hann fyrst til íslánds ,1977 á 150. ártíð Beethovens til að taka þátt í heildarflutningi á strengja- kvartettum hans, er þá fór fram. Era þeir áheyrendum sínum ávallt miklir aufúsugestir. Sinnhoffer-kvartettinn spilar einn- ig á öðram tónleikum Kammermús- íkkklúbbsins, sem verða laugardag- inn 25. september í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum er tónlistin eftir hina miklu meistara klassíska tímans, Mozart og Beethoven. Fyrsta verkið á efnisskrá þeirra þá er strengja- kvartettinn í D-dúr, K. 499 eftir Mozart. Þessi kvartett er oft kenndur við Hoffmeister. Franz Anton Hoff- meister (1754-1812) var nótnaútgef- andi og minniháttar tónskáld í Vín og gaf út allmörg verka Mozarts og seinna Beethovens. Hann var Mozart tíðum innanhandar í fjárhagskrögg- um hans og lánaði honum peninga. Mozart lauk við kvartettinn 19. ág- úst 1786. Var hann tileinkaður Hoff- meister og gefinn út af honum það ár. Hann er í hinum hefðbundnu fjóru þáttum hins klassíska strengjakvart- etts. Seinna verkið á tónleikunum 25. september er hinn mikilfenglegi strengjakvartett Beethovens í cís- moll, op. 131. Þessi kvartett er með- al síðustu verka meistarans, saminn á tímabilinu nóvember 1825 til júlí 1826. Form hans er óvenjulegt að því leyti, að hann er í sjö köflum, sem leiknir eru án þess að hlé sé á milli, auk þess sem stefrænn skyldleiki er milli hinna ýmsu þátta verksins. Beethoven áleit þennan kvartett best heppnaðan allra sinna kvartetta og til era þeir fræðimenn, sem álíta hann fullkomnastan allra verka meistarans. Fer því vel á því að Sinn- hoffer-kvartettinn ljúki heimsókn sinni til íslands að þessu sinni með þessu meistaraverki. Þriðju tónleikar klúbbsins á þessu starfsári verða í nóvember og flytja þá hjónin Njartial Nardeau og Guð- rún Birgisdóttir flautuleikarar tónlist frá gömlum tíma og nýrri ásamt með listamönnum sem leika á hljómborðs- hljóðfæri, ýmist gömul eða ný. Fjórðu tónleikarnir era ráðgerðir seint í janúar og kemur þá fiðluleik- arinn Zheng-Rong Wang og leikur aftur fyrir Kammermúsíkklúbbinn ásamt Helgu Þórarinsdóttur, Richard Talkowski og Einari Jóhannessyni, en þessi hópur lék hjá klúbbnum á síðasta ári við stórkostlega hrifningu. Fyrst á eftiisskránni eru verk eftir B.H. Cörusell og Beethoven, -en eftir hlé leika þau ásamt öðrum fiðluleik- ara Idarinettukvitett Mozárts, K 581. Fimmtu og síðustu tónleikar starfsársins verða í mars. Þá mun Szymon Kuran, Gréta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson og Guð- rún Th. Sigurðardóttir flytja þijá strengjakvinetta, Borodin nr. 2, Janácek nr. 1 (um Kreutzersónötu Tolstojs) og að lokum kvartett Schu- berts: Dauðinn og stúlkan. MENNING/ LISTIR 1 NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Sýningar: Gunnlaugur Blöndal, Fimm norrænir meistarar, Hannes Pétursson til 17. okt. Listasafn Islands Bragi Ásgeirsson sýnir til 31. okt. Norræna húsið Margrét Jónsdóttir. Sýn. lýkur á morgun. Nýlistasafnið Brynhildur Þorgeirsdóttir og Tina Aufiero sýna til 4. okt. Safn Ásgríms Jónssonar Vatnslitamyndir til febr.loka. Listasalurinn Portið Jónína Björg Gíslad. sýnir til 10. okt. Gallerí Sævars Karls Stefán Geir Karlsson sýnir til 22. sept. Hafnarborg Inga Elín Kristinsdóttir, Lharne Tobías Shaw og Svafa Björg Einars- dóttir sýna til 4. okt. Götugrillið Húbert Nói. Sýn. lýkur í dag. SPRON, Álfabakka Ingiberg Magnússon sýnir til 19. nóv. Gallerí Úmbra Laszek Golínski og Maiej Deja sýna til 22. sept. Mokka Þorvaldur Þorsteinsson sýnir til 10. okt. Stöðlakot Jón Reykdal. Sýn. lýkur á morgun. Önnur hæð Roni Horn sýnir út okt.mán. Listhúsið í Laugardal Jónas Bragi Jónasson sýnir til 3. okt. Eden, Hveragerði Aðalbjörg Jónsdóttir sýnir til 26. sept. Gerðuberg Myndbandasýn. „Samtal“ til 3. okt. Gallerí Borg Ásgeir Smári sýnir til 28. sept. Ráðhúsið 67-kynslóðin sýnir til 26. sept. Gallerí Fold Sossa sýnir til 2. okt. Listsafn ASÍ Páll Reynisson. Ljósm.sýn. til 3. okt. Hjá þeim Ingibjörg Hauksd. sýnir til 2. okt. TONLIST Sun. 19. sept. Þjóðlagasveitin Keltar á Sólon íslandus kl. 21. Kammerhóp- urinn Ýmir í Grunnskóla ísafjarðar kl. 20.30. Tónleikar í Hallgríms- kirkju, Wemer Dittmann organisti kl. 17. Mán. 20. sept. Kammermúsíkklúbb- urinn; Sinhoffer strengjakvartettinn í Bústaðakirkju kl. 20.30. Mið. 22. sept. Sinfóniuhljómsveit Islands. Opnunartónleikar. Stjórn- andi: Osmo Vánská. Einsöngvarar: Sólrún Bragadóttir og Jóhann Sig- urðarson. Fim. 23. sept. Sinfóníuhljómsveit íslands. Opnunartónleikar. Stjóm- andi: Osmo Vánská. Einsöngvarar: Sólrún Bragadóttir og Jóhann Sig- urðarson. Þjóðlagasveitin Keltar á LA Café kl. 21. Lofsamlegir dómar um disk Blósarakvintettsins GEISLADISKUR sem Chandos-fyrirtækið gaf nýverið út með Blásarakvintett Reykjavíkur hefur fengið lofsamlegar umsagn- ir í breskum dagblöðum og í tímaritinu Classic CD. A disknum er að finna verk fyrir blásturshljóðfæri eftir tónskáldin Samu- el Barber, Irving Fine, Gunther Schuller, John Harbison, Amy Beach og Vjlla-Lobos. Iseptemberhefti tímaritsins Classic CD segir að sérlega vel hafi tekist til við gerð þessa geisladisks og fær hann fjórar stjörnur. I sömu umsögn fá diskar frá Chandos þar seni aiín- ars vegar er að finna píanóverk Samuels Barbersog hins.vegar synfó- níur hans tvær sljörnur. Segir í þess- um dómi að leikur.íslenska kvintetts- ins sé unaðslegur einkum i „Summer Music" sem sé eitt af meistarastykkj- um Barbers. í dálki þeirra Edwards Seckersons og Roberts Cowans í dagblaðinu In- dependent er einnig fjallað um disk Blásarakvintettsins en þeir félagar velja tvo diska sem þeir fjalla um í viku hverri. Edward Seckerson tekur einnig fram hversu vel kvintettinn flytji „Summer Music.“ Félagi hans Robert Cowan tekur í sama streng og segir að verk Barbers og Blást- urskvintett Harbisons standi upp úr þótt Paríta Irvings Fine hafi „stemm- ingsfullan endi sem minnir á Copland þegar hann er sem innilegastur I ain- faldleika sínum,“ Segir Cowan geislá- disk BlásarakvintettsinS vera: „Spennandi kviksjá í tónum, glæsi- íega flutt og frábærlega hljóðrituð." Hiiary Finch fjallar um disk Blás- arakvintettsins í Lundúnablaðinu The Times 28. ágúst og segir m.a. að flutningurinn komi sífellt á óvart en hann einkennist af yfirvegun og fágun. Þá sé öll tæknivinna til fyrir- myndar sem og hljómurinn. LEIKLIST Borgarleikhúsið Spanskflugan eftir Arnold og Bach, 18. sept. kl. 20., sun. 19. sept. kl. 20., fim. 23. sept. kl. 20., fös. 24. sept. kl. 20., lau. 25. sept. kl. 20. Þjóðleikhúsið Ferðalok eftir Steinunni Jóhannes- dóttur, frums. lau. 18. sept. kl. 20.30., önnur sýn. sun. 19. sept. kl. 20.30. Stóra sviðið: Kjaftagangur eftirNeil Simon, laug. 25. sept. kl. 20. Júlía og Mánafólkið Bamaleikrit í Héðinshúsinu. „Fiskar á þurru landi“ Pé-leikhópurinn í fslensku óperunni laug. 18. sept. kl. 20.30. „Standandi pina“ í Tjarnarbíói, fmms. aun. 19. sept kl. 20., mið. 22. sept. kl. 20., laug. 25. sept. kl„20. ^VIKMYNDIR MÍR „Évgóníj Onegin" sun. 19. sept. Hreyfimyndafélagiö Sýn. áþrd. kl. 9, fid. kl. 5 og helgar- sýn. 'á föst. kl. 9. TJmsjónarmenn listastofnana og sýn- ingarsala! Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birta í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlan 1, 103 Rvk. Myndsendir: 91-691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.