Morgunblaðið - 18.09.1993, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
Börkur Arnarson og Svonur Kristbergsson. MorK“nblaðið/RAX
SIRKÚS
BRUNAHVAMMUR
HVAR hafa tveir ungir menn
sett egg í rimlarúmi, ljósmynd-
ir í trefjagleri, ljóð í boxum og gull-
fiska í flettiskilti ? Þar sem haustið
seytlar úr hátölurum og sumir finna
lykt af gróðri: I sýningarsalnum yfir
kaffihúsinu Sóloni íslandus við
Bankastræti. Þar opna í dag þeir
Börkur Arnarson og Svanur Krist-
bergsson eins konar hugmyndasafn
sem þeir kalla Brunahvamm og hafa
til sýnis út mánuðinn.
Heitið er sótt á æskuslóðir annars
þeirra og afturhvarfíð til hins ein-
falda eða upprunalega er raunar -6á
rauði þráður sem rekja má um
hvamminn allan. Annað er erfitt að
alhæfa um það sem nú er á efri hæð
Sólons. Enda vildu Svanur og Börk-
ur setja saman fjölbreytta sýningu,
sefa og freista og höfða til fleiri en
þeirra sem sækja myndlistarsýning-
ar að staðaldri.
Þeim fínnst að upplýsingar og
áróður sem flæðir yfír hvaðanæva
hafi fengið okkur til að gleyma því
einfalda og frábæra. Og með áreita-
flóðinu komi aðrar kröfur en áður,
kannski meiri. Málverk á vegg séu
ekki lengur líkleg til að hafa telj-
andi áhrif á þann sem horfir, það
þurfi meira tii. Þess vegna fara þeir
sinar eigin ótroðnu slóðir og reyna
að snerta ýmis skilningarvit, mjúk-
lega.
„Við erum að gera fleira en það
sem eigum að vera að gera,“ segja
þeir. „Fólk getur komið og pælt í
músík, mynd, texta, lykt. Hugsað
um líkama og líf og land og nátt-
úru. Hvaðeina sem þessi sýning
varpar á tjaldið í huganum. Þarna
er heimur sem við höfum haft gam-
an af að setja saman og í honum
eru líka hlutir sem við deilum á.
Flettiskiltin sem íjölga sér eins og
arfí komin með annars konar boð-
skap; ljóðbrot, fiska og alls ekkert.
Bara svarta nótt - nótt í galleríi."
Börkur er ljósmyndari í London
- NÓTT í GALLERÍI
og Svanur er tónlistarmaður og ljóð-
skáld í Reykjavík. Hann setti sig í
samband við Börk fyrir ári vegna
bókarkápu utan um ljóð sem hann
hafði samið. „Banatorfur heitir þessi
bók, það er líka ömefni að austan,"
segir Svanur sem er Vopnfirðingur.
Hann kveðst sækja mikið á þessar
gömlu slóðir og forðast nútímann
eins og pestina þegar hann skrifar.
En í tónlistinni gegnir ef til vill öðru
máli. „Eg hef verið viðloðandi popp-
tónlist í tíu ár og síðan spilað í hljóm-
sveit í tvö. Lárus og Valgeir Sigurðs-
synir leika með mér fjögur verk sem
munu hljóma í Brunahvammi."
„Þeir em ekki bræður,“ tekur
Börkur fram og heldur áfram úr því
hann komst að. „Okkur gekk bara
vel að búa til þessa bókarkápu og
langaði til sjóða saman fleiri hug-
myndir í texta, tónlist og myndum.
Við hittumst síðan um jólin og í vor
en annars hefur samvinnan falist í
orðsendingum milli landa. Svo höf-
um við Iátið hendur standa fram úr
ermum síðustu daga, unnið úr hug-
myndum og sett saman alls konar
hluti. Þessu hafa líka fylgt heilmikl-
ir samningar við hina og þessa, við
höfum þurft að útvega ólíklegustu
hluti og aukinheldur reynt að fá
slökkt á ljósastaur við Bankastræti."
Sumt gengur upp og annað ekki,
það hafa þeir séð félagarnir í tilraun-
um síðustu daga. Litskyggnur utan
á Sóloni em meðal dekurbarna hug-
myndasmiðjunnar sem orðið hafa
útundan - Börkur segir að heilmikið
hafi þurft að sía frá. Þegar við töluð-
,um saman í byrjun vikunnar var
allsendis óvíst hvemig innviðir
Brunahvamms yrðu á endanum. En
nú hefur verið slökkt undir tilrauna-
glösunum og Qöllistamennirnir fam-
ir heim að skipta um föt áður en
partíið byijar.
Þ.Þ.
ÞRÍR GLERLISTAMENN
Spíralskál eftir Lharne. Glerhýsi Svöfu.
Gluggamynd Ingu Elínar.
Lharne, Svafa og Inga Elín. Morgunblaðið/Kristinn
RÍR ungir glerlistamenn opna í dag sýningu í
menningarmiðstöðinni Hafnarborg. Inga Elín
Kristinsdóttir vinnur á íslandi en Svafa Björg Einars-
dóttir og Lhame Tobias Shaw hafa verkstæði í Eng-
landi. Öll hamast þau í glerinu myrkranna á milli
hvert með sínu sérstaka lagi.
Svafa og Lharne lærðu bæði við listaskólann í Stour-
bridge, sem þekktur er af glerdeildinni, og fóm að
vinna af krafti fyrir ári í verkstæðinu sem þau komu
sér upp í Nottingham. Þau ákváðu að taka að sér fram-
leiðslu hvers kyns glergripa fýrir fýrirtæki, hönnuði
og arkitektalil að hafa efni á að sinna eigin hugðarefn-
um sem vitaskuld em einnig úr gleri.
Inga Elín lauk hins vegar námi í Danmörku og hefur
í ijögur ár rekið verkstæði hérlendis sem farið er að
ganga skínandi vel. Hún vinnur bæði verk sem ein-
göngu er ætlað að gleðja augað, eins og myndir á
veggi eða í glugga, og nytjalist sem henni fmnst ekk-
ert síður mikilvægt og spennandi viðfangsefni.
Svafa gefur í skyn að glersmíði eftir pöntun sé frek-
ar lýjandi en gefandi og segir þau Lhame hafa velt
því fyrir sér að flytja til íslands. Áhugi á glerlist virð-
ist almennari hér en þar sem þau
þekkja til og auðvitað fýsilegt að
geta einbeitt sér að eigin listsköp-
un. En þau verða þó áfram úti, í
bráðina að minnsta kosti, innan
seilingar við London með öll sín
tækifæri. Eigandi eina stóra gler-
gallerísins sem þar starfar hefur
áhuga á ákveðnu verki eftir Svöfu,
skúlptúr sem minnir dálítið á helgi-
mynd og prýðir sýningarskrána frá
Hafnarborg. Lharne hefur líka hlot-
ið ofurlítinn skerf af athygli, með
sérkennilegum spíral sem hann seg-
ir að sé eins konar skálarstef. Þessi
glerskúlptúr var í ár valinn á virta
farandsýningu á vegum „Crafts
Couneil" í Bretlandi og fenginn staður í hönnunarritinu
Intemational Design Yerbook.
Inga Elín áformaði á tímabili að setjast að í Dan-
mörku, sem er eins og Finnland mikið hönnunar- og
glerveldi. En svo ákvað hún samt af ýmsum ástæðum
að koma heim að móta og blása handa löndum sínum.
Þeir hafa tekið henni vel, en þó er ekki tiiveran galla-
laus hér frekar en annars staðar. Hún segist finna
fýrir því hve lítið landið er og langt í burtu frá öðrum;
með fá og smá tækifæri og hættuna á því að hugmynd-
ir sem vel er tekið fái ekki að Vera í friði, fólk api
gjama hvert eftir öðm og í fámenninu verði það áber-
andi og einlitt. En samt segist hún nú viss um að hér
vilji hún vera og hvergi annars staðar.
Af því sem Inga Elín sýnir í Hafnarborg segist hún
mest hafa lagt í lampa úr gleri og málmi sem verið
var að ljúka vinnslu á þegar við ræddum saman. „í
þeim er margra mánaða hönnunarvinna," segir hún,
„en reyndar má segja að aðdragandi allra verkanna
sé langur. Mér finnst vinnan vera þróun, þar sem ein
hugmynd leiðir til annarrar og oft gerist mest í hugan-
um þegar álagið er hvað þyngst. Þá glóir ofninn af
hita og ég fer að spúa hugmyndum." Inga Elín hefur
líka unnið eins og berserkur, haldið tvær einkasýning-
ar á árinu og jafn margar samsýningar þegar þessi
er talin með. Auk ljósanna sýnir hún nú stóra skúlp-
túra og skrautlega diska, glærar skálar sem virðast
léttar og svífandi þótt þær séu níðþungar, Iitlar vegg-
myndir af andlitum og stærri gluggamyndir eins og
þá sem hér er sýnd. Hún segist hafa sérstaklega gam-
an af að vinna með ljósið, í gluggamyndum eða lömp-
um. Draumurinn sé þó að vinna í tengslum við bygging-
arlist, í kirkju til dæmis.
Svafa hefur ekki sýnt á íslandi eftir að hún hóf
námið í Englandi og tefiir þess vegna fram sýnishom-
um vinnu sinnar frá því hún hleypti heimdraganum
fyrir næstum tíu árum. Verk hennar hafa tekið miklum
breytingum á þessum tíma, en ákveðin einkenni eiga
þau þó mörg sameiginleg. Vísanir í þjóðsögur til að
mynda, með tröllum og ijöilum í blöndu af steyptu
og blásnu gleri. Upp á síðkastið hefur Svafa verið að
vinna veggmyndir og gestir í Hafnarborg fá vitanlega
að sjá þær líka. Verk eftir Svöfu hafa verið til sýnis
á söfnum og galleríum í Bretlandi, Þýskalandi og
Hollandi öðru hvoru á þeim fimm ámm sem liðin eru
síðan hún lauk námi.
Lhame sýnir meðal annars tilbrigði við form skál-
ar, verk sem minna á arkitektúr og era dálítið framtíð-
arleg. Hann leggur mikla vinnu í hugmyndir sínar, sem
stökkva ekki endilega fullskapaðar af blaðinu í glerið.
Spírallinn sem hann sýnir kostaði til dæmis tveggja
ára tilraunir áður en rétt jafnvægi náðist. Svafa talar
um hve mikil nákvæmnisvinna glerlistin sé og þegar
ég hlusta á félaga hennar verð ég enn sannfærðari
um að þarna er afrakstur þolinmæði og erfiðis. En
markaðurinn fyrir verk af þessu tagi er lítili og helst
að söfn á Englandi kaupi þau. Lhame hefur selt gler-
verk til nokkurra safna og þykir ekkert annað koma
til greina en að beijast áfram. „Maður verður að halda
sínu striki og reyna að vekja athygli á réttum stöðum.
Með seiglu og trú á það sem maður gerir held ég að
manni miði fyrr eða síðar áfram. Til þessa er gott að
hugsa og þó ekki væri nema til þeirrar byijunar að
eiga verk í bók sem hver einasti mógúll í Hollywood
hefur til að fletta á borðinu sínu. Svo sjáum við til.“
Þ.Þ.
LANDSLAG
BORGARBARNSINS
AÐ ÚIR og grúir af húsum; litlum og
stórum og veðrið speglast í gluggum
þeirra, dagurinn ljós, nóttin upplýst; aldrei
myrkur. Iðandi mannhaf; einir koma og
aðrir fara, sumir ganga; stefna í ákveðna
átt — aðrir njóta stefnuleysis. Bömin val-
hoppa og hlaupa og veifa fánum. Það
væri synd að segja að sambandsleysi hijái
þetta fólk; það talar saman, pískrar og
hlær. Og það skiptir engu máli hvort gatan
er í Reykjavík eða Roskilde, Kaupinhavn
eða Kópaskeri — alls staðar er manneskjan
eins; leitar eftir félagsskap, sambandi og
samkennd. Maður er manns gaman og
mannlífið í myndum Ásgeirs Smára er síð-
ur en svo dapurt.
Það sagði einu sinni um hann gagnrýn-
andi, að hann væri svo léttúðugur — rétt
eins og listamenn mættu aðeins miðla
þunga sínum. En verk Ásgeirs hafa frá
upphafi einkennst af glaðværð hans og
bjartsýni, ást hans á landslagi borgarinnar
með ajlri sinni steinsteypu og mergð af
fólki. Ólíkir persónuleikar sem ganga eft-
ir strætunum vekja forvitni hans og hið
sérstæða í fari hvers og eins fer ekki fram-
hjá honum. Þó eru ekki allir glaðir; mönn-
um liggur misjafnlega á hjarta og and-
rúmsloft þeirrar myndar sem birtist er
niðurstaða af ólíku fólki; litlu, stóru, feitu,
mjóu, glöðu, hryggu, talandi, hugsandi —
rétt eins og húsin eru hvít og rauð og grá
og blá. Sumir eru í svörtum skóm, aðrir
grænum, sumir eru í krummafót og aðrir
ganga í skóm af sitt hvoru tagi. En allir
hafa tilverurétt og mynda heim sem er í
Ásgeir Smári Morgunblaðið/Árni Sæberg
senn ein heild og fullur af andstæðum.
Ásgeir Smári krefur fólk sitt ekki skýr-
inga á einu né neinu og spyr ekki hvers
vegna húsin era ekki öðravísi; hvers vegna
þau standi ekki ijær hvort öðra, nær hvort
öðra og gerir engar athugasemdir við borg-
arskipulagið á hveijum stað — eða skipu-
lagsleysið. Heimur mynda hans ber hvorki
í sér meiri né minni kaótískan veraleika
en gengur og gerist í borgum — hann
bara er, með öllum sínum ljósastaurum,
búðargluggum, vatnshönum og stöðumæl-
um. Áður fyrr málaði hann fólkið sem
dansaði á Borginni og lyfti glösum á ein-
hverri góðri krá, en nú er ballið búið — í
bili að minnsta kosti — og fólkið hefur
tekið aðra stefnu.
Undanfarin þijú ár hefur Ásgeir Smári
búið í Danmörku, „ude paa landet" eins og
þeir segja í því góða landi, miðja vegu milli
Kaupmannahafnar og Hróarskeldu, en í
hjarta hans slær niður borgarinnar enn;
þangað sækir hann enn myndefni sitt, þótt
danska litrófið, sem er ólíkt því íslenska,
hafi á ýmsan hátt breitt afstöðu hans til
þess sem hann helst tekur eftir í mannlíf-
inu. Sýning á myndum ’Asgeirs Smára verð-
ur opnuð í Gallerí Borg í dag. ssv