Morgunblaðið - 21.09.1993, Page 3

Morgunblaðið - 21.09.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1993 B 3 HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNI U-21S ARS LIÐA Eykur sjálfstraustid í ís- lenskum handknattleik - segir Þorbergur Aðalsteinsson um bronsverðlaun landsliðsins íEgyptalandi ÍSLENDINGAR fögnuðu fyrstu verðlaununum í liðakeppni á heimsmeistaramóti s.l. laugardag, þegar handknattleikslandslið karla skipað mönnum tuttugu og eins árs og yngri, vann Rússa 21:20 íkeppni um bronsiðá HM íEgyptalandi. Heimamenn unnu Dani 22:19 í úrslitaleik mótsins, en Egyptar töpuðu einum leik í keppninni, gegn íslendingum f riðlakeppninni. ÞORBERGUR Aðalsteinsson sagði strákunum að skjóta, þegar þrjár sek- úndur voru til leiksloka. Það gekk eftir og þriðja sætið var í höfn. Íslendingar byrjuðu mjög vel gegn Rússum og voru sex mörkum yfir í hléi, 15:9. Þeir misstu mann útaf í tvær mínútur undir lok hálf- leiksins og tvo í byijun seinni hálf- leiks, en þremur fleiri tókst Rússum að minnka muninn í þijú mörk, 15:12. Þegar 40 sekúndur voru til leiksloka náðu Rússar að jafna, 20:20, og var það í fyrsta og eina sinn, sem jafnt var frá því flautað var til leiks. Leikurinn var stöðvað- ur eftir markið og þá tókst Þor- bergi Aðalsteinssyni, landsliðsþjálf- ara, að koma skilaboðum til manna sinna, að skjóta ekki fyrr en þijár sekúndur væru til leiksloka. Aron Kristjánsson átti síðasta orðið á til- teknum tíma og fögnuður íslend- inga var mikill. Takmarkinu náð „Þetta var með ólíkindum," sagði Þorbergur við Morgunblaðið. „Spennan var rosaleg og það var gaman að sjá á eftir boltanum í netið. Við lögðum upp með verð- launasæti sem markmið og það var meiri háttar að ná því.“ Þorbergur sagði að stemmningin hefði verið mikil í Kaíró og aldrei hefðu verið fleiri áhorfendur á stór- móti í handknattleik. Allir leikir Egypta hefðu verið sýndir beint í sjónvarpi og þúsundir hefðu verið á áhorfendabekkjunum, en hand- knattleikur væri vinsælasta íþrótta- greinin í Egyptalandi á eftir knatt- spyrnunni. íslendingar töpuðu óvænt fyrir Rúmenum eftir að hafa sigrað Egypta í riðlakeppninni. Þorbergur sagði að eftir gott gengi hefði verið svekkjandi að tapa, en yfírleitt skipti eitt tap í svona keppni ekki miklu máli og benti, á Dani í því sambandi, en þeir hefðu tapað tveimur leikjum en samt leikið til úrslita. Allt hefði verið opið eftir leikinn gegn Rúmenum, en í kjölfar- ið hefðu komið leikir gegn erfíðum mótheijum, Svíum, Portúgölum og Argentínumönnum. Þessir leikir hefðu unnist, en staðan hefði þess vegna getað orðið önnur, ef leikur- inn gegn Rúmenum hefði farið á annan og betri veg. Egyptar og íslendingar bestir „Þegar á heildina er litið tel ég að við og Egyptar höfum verið með bestu liðin,“ sagði Þorbergur. „Við unnum Egypta og vorum því með meira en 20.000 áhorfendur á móti okkur í leiknum við Rússa, en stóð- umst álagið. Við urðum í 5. sæti í tveimur síðustu mótum, en tókum næsta skref áfram að þessu sinni. Árangurinn styrkir okkur fyrir komandi verkefni í Evrópukeppni landsliða, gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistarakeppnina 1995 og 1997 og eykur sjá'fstraustið í ís- lenskum handknattleik," sagði Þor- bergur. Mörk íslands: Patrekur Jóhannesson 6, Ólaf- ur Stefánsson 5, Dagur Sigurðsson 4, Róbert Sighvatsson 2, Páll Þórólfsson 2, Jason Ólafs- son 1, Aron Kristjánsson 1. KNATTSPYRNA Tveir unnu sér inn Rotterdam-ferð TVEIR meðlimir Skagamanna, stuðningsmannaklúbbs Akraness- liðsins í knattspyrnu, hafa unnið sér inn ferð með liði ÍA til Rotterdam í næstu viku á leikinn gegn Feyenoord í Evrópukeppninni. Fé- lagið seldi númeruð merki og það eru eigendur merkja númer 160 og 225, sem dregnir voru út. Þeir eru beðnir að hafa samband við Helga Daníelsson, formann klúbbsins. M BERNARD Langer gæti hugs- anlega þurft að hætta við að keppa með Evrópuúrvalinu í hinni miklu Ryder-keppni í golfí sem hefst í vikunni, en þar eigast Bandaríkin og Evrópa við. ■ LANGER hefur ekki enn náð sér af hálsmeiðslum sem hann fékk fyrir þremur vikum og hefur Bernard Gallacher, fyrirliði Evrópuliðsins beðið Ronan Rafferty um að vera til taks. Langer fær tækifæri til að sanna sig í dag og á morgun, áður en Rafferty verður kallaður til. ■ ROBBIE Earle tryggði Wimble- don sigur gegn Manchester City í rkvöldi með marki á 54. mínútu. MICHAEL Johnson, heims- meistari í 400 m hlaupi frá Banda- ríkjunum, endaði keppnistímabilið með því að sigra heimsmeistarann í 200 metra hlaupi, Frankie Fred- ericks frá Namibíu, í 200 m hlaupi á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Fuku- oka í Japan á laugardaginn. John- son kom í mark á 20,19 sek., en Fredricks á 20,22 sek. Johnson sagði eftir sigurinn að hann ætlað að einbeita sér meira að keppni í 100 og 200 metra hlaupi næsta keppnis- tímabil. M LINFORD Christie, heims- og ólympíumeistari í 100 metra hlaupi frá Bretlandi, sigraði í 100 m hlaupi á sama móti. Hann kom í mark á 10,06 sek og var 0,08 sek á undan Andre Cason frá Bandaríkjunum. ■ COLIN Jackson og Sally Gunn- el frá Bretlandi enduðu bæði tíma- bilið með sigri í Japan. Jackson vann Bandaríkjamanninn Jack Pi- erce í 110 m grindahlaupi og Gunn- el, heimsmethafí í 400 m hlaupi kvenna, vann með yfírburðum í sér- grein sinni. „Það er gott að enda tímbilið með þessum sigri,“ sagði Gunnel. ■ SERGEJ Bubka, stangarstökkv- ari frá Úkraínu, var nálægt því að bæta heimsmet sitt á mótinu. Hann fór yfír 6.14 metra með líkama sinn en feldi með höndunum á niðurleið. ■ STEFKA Kostadinova, heims- methafi í hástökki frá Búlgaríu, var einnig nálægt því að bæta heimsmet sitt, 2.09 metra. Hún fór yfír 2.05 metra en átti tvær mjög góðar til- raunir við 2.10 metra. Með rottu í töskunni Aron Kristjánsspn, sem gerði sigurmark íslands gegn Rússum, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á fyrstu æfíngunni í Kaíró. Hann lýsir því þannig: „Á fyrstu æfingunni lagði ég æfíngatöskuna mína á gólfíð fyrir framan skáp, læsti skápnum og henti lyklinum ofan í töskuna. Eftir æfingu ætlaði ég að ná í lykilinn í töskunni — fann hann ekki strax og kafaði því enn betur ofan í töskuna, en þá kom þessi iíka væna rotta stökkvandi á móti mér og ég öskraði í samræmi við það. Ég var heppinn að hafa látið lykilinn í töskuna því annars hefði ég farið með kvikindið upp á hótelherbergi í töskunni. Bún- ingsklefarnir í íþróttahöllinni voru rosalega sóðalegir og við fórum aldrei í sturtu þar nema eftir síð- asta ieikinn því þá vorum við bún- ir að skrá okkur út af hótelinu," sagði Aron. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bikarmeistararnir höfðu betur ÍSLANDSMÓTIÐ í handknattleik hófst um helgina með keppni í 1. deild kvenna. Bikarmeistarar Vals tóku á móti íslandsmeisturum Vikings og fögn- uðu Valsstúlkur tveggja marka sigri, 19:17. Irina Skoroboggatykh var marka- hæst hjá Val með 10 mörk, en Berglind Ómarsdóttir gerði fjögur og hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Nánar/B6 WASHINGTON GENERALS LAUGARDALSHÖLLIN 14. OKT. 1993 KL. 20:30 ÍÞRÓTTAHÖLLIN AKUREYRI 13. OKT. 1993 KL. 20:30 ÍÞRÖTTAHÚSIÐ KAPLAKRIKA 12. OKT. 1993 KL. 20:30 T K O h.f. V7S4 VISA ÍSLAND „..jMERÐKRÍMJ- SÉRT'LBOÐ NÚNk' pnnMYNGRlENl3Á^^ Sölustaðir: STEINAR MYNDBANDALEIGA HAFNARFIRÐI STEINAR AUSTURSTRÆTI SKÍFAN KRINGLUNNI SPORTHÚSIÐ AKUREYRI UPPL. OG SALA MEÐ KREDITKORTUM: í SÍMA 99 66 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.