Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 07.10.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ,, V1ÐSB|PTI/JITV1WW11L|F-.FIM.MT,UDAGLH.,7.-OKTÓBER 1993 reikningar eru gerðir eftir hvern af þáttum C til J hér á eftir. C. Áhættugreining. Reiknað er út hvað líftrygging Chris og Joan þarf að vera há og hvað hún þarf að kosta. Þá er gerð úttekt á sjúkra- tryggingu beggja og örorkutrygg- ingu og einnig á öllum eignatrygg- ingum. Loks er skoðað hvort þörf er á frekari áhættutryggingum. D. Húsnæðismál. Hjónin hafa í hyggju að stækka við sig húsnæði með því að kaupa stærra hús eða byggja við eigið hús. Athugað er hvaða lán væru hagkvæmust í hvoru tilviki um sig og síðan metið hvor kosturinn virðist hagkvæmari. E. Uppbygging sparifjár. Hve mikið þarf að leggja fyrir og ávaxta til að ná markmiði um starfslok og eftirlaun (markmið 7). Þá er bent á þann hluta núverandi eigna sem mætti nota sem stofn við uppbygg- ingu verðbréfasafns og hvaða flokk- ar verðbréfa kæmu helst til greina í slíku safni og hvers vegna. F. Menntun barna. Reiknað er út hve mikla fjármuni þarf til að standa undir menntun barna, þ.e. fjögurra ára nám hvors barns í háskóla. G. Starfslok og eftirlaun. Reiknað er út hver fjárhagsstaða þarf að vera í starfslok til að markmið um eftirlaun náist. Bent er á leiðir til að ávaxta peninga til að ná markm- iðinu um fjárhag eftir starfslok. H. Skattagreining. Kannað er hvort heimildir finnast til að lækka skatt- greiðslur. I. Erfðamál. J. Mat á árangri. Loks er bent á þann árangur sem væri hægt að ná eftir leiðbeiningum í fjárhagsáætl- uninni. Jafnframt er dregið fram hvaða veikleikar enn eru í fjárhags- stöðunni og hvaða markmið ekki virðist vera hægt að ná eða ekki nema að hluta. Sem dæmi má nefna að áform Joan um að helja háskóla- nám eftir tvö ár gengu ekki upp eftir þeim leiðum sem þau höfðu hugsað sér. I fjárhagsáætlunum fjölskyldna sem eiga meiri eignir er lögð meiri vinna í að greina eignastöðuna og meta með hvaða hætti best er að ávaxta eignir þannig að ekki sé tek- in ónauðsynleg áhætta. Önnur heim- ili kunna að hafa aðrar áherslur og þá er vinnu við fjárhagsáætlun beint að þeim. Eins og fyrr segir er ekki vitað til þess að vinna sé lögð í fjárhagsá- ætlanir fjölskyldna á Islandi eins og hér hefur verið lýst. Tilgangurinn með því að lýsa einni slfkri í nokkr- um smáatriðum hér að gefa lesand- anum hugmynd um þau atriði sem þarf að huga að við slíka áætlun. Hver og einn getur komið sér upp slíkri fjárhagsáætlun með tímanum með því að taka eitt atriði í einu og skoða það ofan í kjölinn. Enginn vafi leikur á því að hagurinn af því að hafa slíka fjárhagsáætlun er ótví- ræður! Höfundur er framkvæmdastjóri VIB - Verðbréfamarkaðs íslands- banka hf. FT4418 Ijósritunarvél - Þessi netta Áreiöanleg Ijósritunarvél meö mjög mikla möguleika, svo sem að Ijósrita beggja vegna á pappírinn. • Þessi vél er „umhverfisvæn" sMSS SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVÍK SÍMI: 91-627333 • FAX: 91-628622 uUU Fólk Sveinn til Samtaka iðnaðarins MSVEINN Hannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hinna ný- stofnuðu Samtaka iðnaðarins. Hann tekur strax til starfa, en mun jafn- framt sinna fram- kvæmdastjórastarfi sínu hjá Félagi ís- lenskra iðnrek- ......... enda fram að ára- Sweinn mótum. Þá munu Samtök iðnaðar- ins taka við af stofnaðilunum sex, þ.e. Félagi íslenskra iðnrekenda, Landssambandi iðnaðarmanna, Fé- lagi íslenska prentiðnaðarins, Verk- takasambandi íslandi, Sambandi málm- og skipasmiðja og Meistara- og verktakasambandi byggingar- manna. Sveinn er 43 ára. Hann lauk próft frá viðskiptadeild Háskóla Is- lands árið 1974 og vann hjá Seðla- banka íslands síðasta námsárið og í eitt ár eftir að námi lauk. Síðan var hann hjá Landssambandi iðnað- armanna í fimm ár. 1980-1986 var Sveinn forstöðumaður hagdeildar og síðar lánasviðs Iðnaðarbanka Is- lands. Næstu sex árin var Sveinn framkvæmdastjóri eignarleigufé- lagsins Lýsingar hf. og í mars 1992 tók hann við framkvæmdastjóra- starfi FÍI sem hann hefur gegnt síð- an. Sveinn er kvæntur Áslaugu Sig- urðardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjórar dætur. lefloiíngaskápar FYRIR ALLAR TEIKNISTOFUR Margar stærðir og gerðir. A-0, A-1, A-2. Mjög gott verð. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN : LEITIÐ UPPLYSINGA BlLDSHÖFÐA 16 SÍMI 67 24 44 TELEFAX 67 25 80 FORGANGSPÖSTUR TNT í nútíma viðskiptum skipta hraði og öryggi mestu máli. Það getur ráðið úrslitum um hvort af viðskiptum verður að tilboð, sýnishorn, varahlutir, teikningar, tölvugögn eða annað berist á tilsettum tíma. Þetta vitum við hjá Hraðflutningsdeild Pósts og síma og með tengingu EMS hraðflutningsþjónustunnar við dreifikerfi TNT í yfir 190 löndum tryggjum við þér þann hraða og öryggi sem nauðsynlegt er. Með okkur getur þú sent nánast hvað sem er: stórar sendingar sem smáar, böggla, pinkla, skjalasendingar o.fl. 90 afgreiðslustaðir um land allt Móttökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni að Suðurlandsbraut 26. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 91-637300. Opið frá kl. 8.30-18.00 alla virka daga og á laugardögum frá 9-12. póstur og sími Hfímwúmwmgfmm Suðurlandsbraut 26, sími 91-637300, fax 91-637309 Þegar hraðinn skiptir máli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.