Morgunblaðið - 07.10.1993, Page 6

Morgunblaðið - 07.10.1993, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 iminu.ii.Miif Selst lambakjöt sem lúx- usvara í Bandaríkjimum? Athuganir Catco hf. í Chicago benda til þess að markaður sé þar fyrir umtalsvert magn af lambakjöti hjá fyrsta flokks veitingastöðum og hótelum ÍSLENSKT Iambakjöt hefur hing-að til ekki átt greiða leið inn á erlenda markaði sem úrvals náttúruleg afurð og tilraunir til að markaðsselja kjötið í Bandaríkjunum hafa ekki tekist sem skyldi. Nú hefur nýtt íslenskt fyrirtæki, „Clean air trading Company“ (Catco), ráðist í að kynna íslenskt lambakjöt í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Borealis, sem merkir norðurljós á latínu. Frumkvöðull að stofnun Catco, Tómas Ragnarsson, hefur dvalið í Chigago í sum- ar og kynnt íslenskt lambakjöt hjá fyrsta flokks veitingastöðum og hótelum. Ein slík kynning fór fram í 100 manna veislu á Inter Cont- inental-hótelinu í Chigago í síðustu viku, þar sem viðtökur urðu fram- ar björtustu vonum. Innkaupaaðilar hótela og einkaklúbba hafa í kjölfarið sýnt kaupum á kjöti áhuga og er ætlunin að prufusending- ar fari utan á næstu vikum. Er stefnt að því að hefja útflutning í smáum stíl innan tíðar, en bandarískur samstarfsaðili Catco telur að markaður sé fyrir 18-20 tonn á mánuði án þess að ráðast þurfi í kostnaðarsama auglýsingaherferð. Catco hyggst kaupa kjöt utan greiðslumarks frá þeim tveimur sláturhúsum sem hafa Ieyfi til að slátra fyrir Bandaríkjamarkað, sláturhúsi Sláturfélágs Suðurlands á Selfossi og sláturhúsinu í Borgarnesi. Hugmyndin að stofnun Catco kviknaði hjá Tómasi Ragnarssyni fyrir rúmum tveimur árum, en hann var þá aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Tómas fékk Guðmar Krist- jánsson í lið með sér og sameigin- lega hófu þeir að viða að sér upplýs- ingum um lambakjötsmárkaðinn í Bandaríkjunum. í vor bættist síðan í hópinn Þórhallur Steingrímsson, kaupmaður í Grímsbæ, og var fyrir: tækið stofnað formlega í apríl sl. í -stjórn eru auk þeirra þremenninga þeir Jón Zoega lögmaður og Krist- inn Gunnarsson bóndi á Skarði í Landsveit. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins var ráðist í gerð aug- lýsingabæklings og hönnun vöru- merkis. Var Ólafur Stephensen fenginn til að hanna bæklinginn og vörumerkið. I maí og júní heim- sóttu þeir Tómas og Guðmar ásamt íslenskum matreiðslumeistara marga fyrsta flokks veitingastaði og einkaklúbba í Chigaco til að kynna kjötið. í kynningum hefur m.a. verið stuðst við greinargerð Brynjólfs Sandholts yfirdýralæknis um kjötið og efnainnihald þess. „Þar kemur berlega fram að ís- lenska lambakjötið er með minna mengunarinnihald en annað kjöt,“ segir Þórhallur. „Bandaríkjamenn eru farnir að hugsa miklu meira um matinn sem þeir láta ofan í sig og vilja sem minnst af aukaefnum.“ „Fólk stappaði niður fótunum" Tómas Ragnarsson hefur dvalið í Chigago frá því í byijun maí og unnið að því að kynna kjötið ásamt bandaríska dreifingarfyrirtækinu. Viðamesta kynningin fór fram nú í lok september á Inter Continental- hótelinu fyrir klúbb innkaupa- manna á hótelum og veitingastöð- um í Chigago. Auk lambakjöts var þar á boðstólum íslensk bleikja, 'eldur-ís vodka og skyr. Tveir ís- lenskir matreiðslumeistarar sem báðir starfa í Perlunni höfðu yfir- umsjón með matreiðslunni, þeir Snorri B. Snorrason og Sturla Birg- isson. „Viðtökurnar voru með ólíkind- um góðar og fólk nánast stappaði niður fótunum af ánægju yfir kjöt- inu og framreiðslunni,“ segja þeir Þórhallur og Guðmar. „Við fengum frekari viðbrögð strax daginn eftir frá fulltrúa eins af helstu einka- klúbbum Chicago, sem óskaði eftir að við héldum kynningu fyrir með- limi hans. Það hefur þegar verið ákveðið að halda íslenska daga í desember hjá þessum klúbbi og setja kjötið strax á matseðilinn.“ Ákveðið hefur verið að prufu- sendingar af lambakjöti fari til Bandaríkjanna á vegum Catco á næstu vikum. Aðeins tvö sláturhús á landinu hafa hins vegar heimild til að framleiða kjöt fyrir Banda- ríkjamarkað, þ.e. Sláturfélag Suð- urlands á Selfossi og sláturhúsið í Borgarnesi. Þórhallur bendir á að það sé algjört skilyrði fyrir því að útflutningur geti hafist að vinnu- brögðin séu rétt í húsunum við vinnsluna á kjötinu. „Bandaríkja- menn vilja allt öðruvísi skurð á lambakjötinu en við eigum að venj- ast. Þeir eru mjög nákvæmir varð- andi vinnubrögðin og það hefur verið vandamál að fá réttan skurð á hryggina. Ef við ætlum að ná árangri á þessum markaði verðum við að breyta um vinnubrögð.“ Aðspurðir um hversu mikið magn Catco geti hugsanlega selt til Bandaríkjanna ef prufusendingarn- ar fá góðar viðtökur segja þeir að rætt hafi verið um að senda einn gám á mánuði á þessu nýhafna slát- urári. Magnið gæti verið um 18-19 tonn af kjöti á mánuði þannig að heildarmagnið á árinu 1994 yrði allt að 200 tonn. Hafi bandaríska dreifingarfyrirtækið lýst því yfir að markaður sé til staðar fyrir þetta magn án þess að miklu sé kostnað til í markaðssetningu. „Við erum með ákveðnar viljayfirlýsingar frá þessum aðilum í Bandaríkjunum sem vilja fá sendingar af kjöti sem fyrst.“ Gert er ráð fyrir að kaupa kjöt sem er utan greiðslumarks og segja Dalshraun - Hfj. Vorum að fá í einkasölu 280 fm atvinnuhúsnæði á einni hæð. Góð lofthæð. Innkeyrsludyr. Möguleiki að skipta í tvær 140 fm einingar. Húsnæðið er í góðu ástandi. Agæt áhvíiandi lán. Nánari upplýsingar hjá: Fasteignasölunni Ás, Strandgötu 33, 2. hæð, Hafnarfirði, sími 652790. Morgunblaðið/Sverrir UTFLUTIMINGUR — Fyrstu áætlanir Catco hf. gera ráð fyrir að hægt verði að flytja á Bandaríkjamarkað um 18-20 tonn af lambakjöti á mánuði á næsta ári. Á myndinni eru tveir af eigendum fyrirtækisins, þeir Þórhallur Steingrímsson og Guðmar Kristjánsson. þeir Þórhallur og Guðmar að áætlað sé að 800-1.000 tonn af slíku kjöti falli til árlega. Markaðssetningin fjármögnuð með eigin fé og lánum Catco hefur að mestu fjármagnað markaðssetninguna með eigin fé og lánum að undanskildum 850 þúsund króna styrk frá Framleiðni- sjóði. Kostnaðurinn við markaðs- setninguna hefur hins vegar verið mun hærri en ráð var fyrir gert í upphafi. Guðmar og Þórhallur benda á að verðið sem verið sé að ræða um fyrir kjötið í Bandaríkjunum sé hærra en hafi t.d. fengist fyrir ís- lenskt lambakjöt í Færeyjum og Svíþjóð. Hins vegar verði að fara mjög varlega í verðlagningu til að komast inn á markaðinn. Þeir telja mögulegt að selja nálægt 65-70% af lambaskrokknum í Bandaríkjun- um, þ.e. læri, hryggi, hluta af fram- parti og skanka. „Við höfum verið að ræða um 240-280 krónur fyrir hvert kíló miðað við heilan skrokk sem skilaverð til sláturleyfishafa og bænda. Það er hins vegar mjög brýnt að lækka sláturkostnaðinn hér á landi og gera búin hagkvæm- ari til að við verðum samkeppnis- færir á alþjóðamarkaði með kjötið. Sláturkostnaðurinn er fáránlega hár hér á landi m.a. vegna hins stutta sláturtíma. Með því að lengja sláturtímann gætu húsin nýtt betur fast starfsfólk og einnig væri hægt að selja kjötið ferskt úr landi á hærra verði en frosið. Ef þetta á að takast vel verða menn að sýna því sem við erum að gera meiri skilning. Þetta er ijár- festing fyrir alla þjóðina og fram- leiðendur verða að gefa aðeins eftir í verði meðan við erum að ná mark- aðnum,“ segja þeir Þórhallur og Guðmar. KB Fyrirtæki „Stórmarkaður með skrifstofuvörur“ Prentsmiðjan Oddi hf. breikkar vöruúrvalið PRENTSMIÐJAN Oddi hf. mun í næstu viku hefja dreifingu á sérstökum vörulista þar sem boðið verður upp á flest sem þarf til almenns skrifstofuhalds. Jón Gunnarsson, markaðsstjóri Odda, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið stæði nú á vissum tímamótum, það ætti hálfrar aldar afmæli á árinu og því hefði verið ákveðið að auka þjónustuna með því að breikka vöruúrvalið. Þessi nýj- ung væri hugsuð til að styrkja enn frekar tengslin við fyrir- tækin. „Með þessu aukna vöruúrvali munum við þjónusta fyrirtæki með allt sem þau þurfa til skrifstofu- halds. Við verðum nokkurs konar stórmarkaður með skrifstofuvör- ur,“ sagði Jón. Hann sagði enn- fremur að Oddi myndi bjóða upp á lægra verð en almennt þekktist á þessum markaði, þar sem áhersla væri lögð á sölu í stærri einingum. Sölumenn okkar eru daglega á ferðinni í mörgum fyrirtækjum með pappír og með þessari nýju þjónustu erum við að reyna að ein- falda stöðuna fyrir þessi fyrirtæki og teljum þetta til mikilla þæginga- auka fyrir þau. Ef vörurnar eru pantaðar fyrir hádegi verða þær keyrðar út samdægurs." Oddi hefur um nokkurn tíma boðið upp á takmarkað úrval vöru til almenns skrifstofuhalds. „Við erum nú að stíga skrefið til fulls og finnum fyrir jákvæðum áhuga fyrirtækja," sagði Jón. „Fyrsta mánuðinn stefnum við að því að Morgunblaðið/ VORULISTINN — Jón Gunnarsson, markaðsstjóri Prent- smiðjunnar Oddi er hér með sýnishorn af nýjum vörulista fyrirtækisins sem hannaður var í tengslum við aukið vöruúrval fyrirtækisins. breiða vörulistann út í um 3.000 fyrirtæki, annars vegar með heim- sóknum sölumanna og hins vegar samhliða útkeyrslu pappírs. Til lengri tíma litið stefnum við að því að koma út um 4.000-4.500 list- um.“ Jón sagði að fyrirtækið hefði bætt við starfsfólki í tengslum við aukið vöruúrval. Þá er vörulistinn að öllu leyti hannaður og unninn innan fyrirtækisins. Um er að ræða fallega möppu sem í eru litprentuð og myndskreytt blöð með ítarleg- um upplýsingum um þá vöru sem í boði er og verðlista. Fyrirtæki sem eru í viðskiptum við Odda munu fá möppuna í áskrift og síð- an verða blöð með breytingum send til þeirra wþannig að hægt verður að bæta í möppuna og taka efni út eftir þörfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.