Alþýðublaðið - 19.11.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1920, Blaðsíða 2
2 ÁLÞYÐIJBLAÐSÐ ■ S Gummi gólfmottur. Höfum fyrirliggjandi hinar óviðjafnanlegu gummi- gólfmottur, sem nauðsynlegar eru hverju heimili. Stærð 30X18". Verð kr. 15,00 Komið — skoðið — reynið. Jön Hjartarson & Co. ■ 1 Brezka kolamálið. Herra ritstjóril Út af ummælum yðar um grein mína í Morgunblaðinu í gær, vil eg leyfa mér að birta eftirfarandi athugasemd: í grein minni stendur, að það „liggi í augum uppi, að engum heilvita manni mundi detta í hug að námurnar geti borið sig undir slíkri stjórn" þ. e. tvöfaldri stjórn, þar sem námuverkfræðing- urinn, er bæri ábyrgð á rekstri námunnar, yrði að hlýta ákvörð- unum og úrskurði ábyrgðarlausrar námumannanefndar. Eg hefi þó sýnt fram á síðar í grein minni, að námurnar mundu ekki bera sig, ef þær væru reknar af ríkinu sam- kvæmt núverandi kröfum námu- mannanna. Hvað hr. Asquith snertir, þá hefir hann aldrei haldið því fram, að námurnar mundu bera sig sem ríkiseign, að minsta kosti ekki undir neinu þvf rekstursfyrirkomu- lagi sem ennþá hefir verið komið fram með. A hinn bóginn mun honum þykja það hyggilegra, frá pólitfsku sjónarmiði, að sýna sig heldur hlyntan námumönnum, enda hefir stefnu hans brugðið öðru- hvoru í þá átt, síðan hann komst aftur á þing. Það er því nokkuð fjarri sanni, að teija hin umræddu orð mín nokkurn dóm á skynsemis- ástandi hr. Asquiths. Reykjavík, 15. nóv. 1920. Helgi Hermann. Srar frá ritstj. Álþbl. I. Akvæðin um það, að verkfræð- ingarnir við námurnar eigi að bera ábyrgðina á rekstrinum, en hlýta úrskurði ábyrgðarlausrar námumannanefndar eru hvergi að finna í fyrirkomulagi því, er náma- mennirnir hafa fallisí á að verði haft á námunum er þær verða þjóðnýttar, og kent er við dóm- arann Sankey, er var formaður nefndar þeirrar er stjórnin skipaði til þess að athuga hvort þjóðnýta bæri kolanámurnar. (Meiri hluti nefndarinnar lagði tii að það yrði gert.) Þar sem þessi ákvæði eru hvergi að finna í fyrirkomulaginu, þá eru þau ekki annsð en útúr- snúningur, sem hr. Helgi Hermann (sem bersýnilega er aðeias kunn- ugur málinu frá annari hliðinni) hefir tekið fyrir góða vöru. II. Dálítið hlægilegt er það þar sem hr. H. H. tekur dæmið í grein sinni þannig, að verkfræð* ingarnir sem stjórna námunum muni ekki geta gefið nauðsynleg- ar skipanir til þess að afstýra slysum, af því þeir þurfi að bera tillögur um slíkar ráðstafanir fyrst upp fyrir verkamannanefnd. Enn sem komið er hafa eigendur nám- anna gegnum verkfræðingana ráð- in f námunum. Og hvað er um sly3 þar? Ja, frá því er skjótast það að segja, að þau eru svo mörg, að að meðaltali slasast brezkur námamaður þtiðju hverja mínútu dag og nótt, ár út og ár inn. Og sj'ótta hvern klukkutíma slasast maður til bana, þ. e. fjór- ir menn á sólarhring að meðaltali. Finst nú hr. Helga Hermann að sennilegt sé að námumennirnir vilji innleiða fyrirkomulsg sem geri áhættuna enn meiri? III. Hr. H. H. tilfærði 8 ástæður móti þjóðnýtingu námsnna, en þegar þær eru athugaðar, kemur í Jjós að ástæðaa er bara ein, að' námuruar mundu ekki bera sig. En hr. H. H, gieymir bara að sýna fram á hvers vegna þær ættu ekki að geta borið sig þó þær væru þjóðnýttar. Það er nú alveg úrelt kenning að fyrirtæki rekim af því opinbera geti ekki borið sig, og skal hér vísað til bókar- innar „The State in Business*- eftir E. Davvis, og því var her- gagnaráðuneytið brezka stofnað, að það borgaði sig betur að hafa ríkisframieiðslu og ríkiseftirlit með' framleiðsiu hergagaa. Enginn ef- ast um að meðan á stríðinu stóð var það tvímælakust fyrirætlun Lloyd George að taka upp sömu aðferðir við framieiðslu lífsnauð- synja, en allar þær íyrirætlanir hans fuku um ko!I í afíuthalds- vindi þeim sem b!és yfir landið eftir stríðið. Honum þótti betra, þegar til kom, að bregðast fyrir- heitunum en að missa völdin. (Frh) Tll hvers nota má salt. Venjulegar gólfábreiður verða hreinni, ef þær eru við og við sópaðar með grófu salti; en þær tapa ekki Iit. Ofurlftið af salíi saman við Iín- stinningu varnar þv/, að járnið festist við línið. Þegar manni er iit í hálsinum,. er ágætt að láta eina teskeið af salti saínan við glas af vatni og: skola hálsinn með því. Ostur geymist vel á þann hátt, að vefja utan um hann klút, und* inn upp úr sterku saltvatni. Hægt er að hreinsa pjátur og: messing með salti, sem gest hefir verið rakt með ediki, en á eftir þarf að þvo hlutinn úr sápuvatni og nugga hann síðan með þurrum klút, urz hann er þur. Þegar litað klæði er þvegið, missir það ekki litinn, ef lítið eitt af matarsalti er haft saman við’ vatnið. En klæðið þarf að snögg- þorna og nauðsynlegt er að strjúka það hálfþurt með heitu járni. Emailleruð áhöld, sem farin eru að litast brún, á að hreinsa með salti og ediki. :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.