Morgunblaðið - 23.10.1993, Qupperneq 5
4 D
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993
D 5
BLÓÐ, SVITI
OG ENGIN
Ballett- land brosanna?
hjálfun á táskóm er liðin tíð. Tá-
■ skórnir sem fyrir áhorfandann
voru tákn klassíska ballettsins og
kvendansarinn deildi með honum af
ótrúlegum léttleika langt ofan við
gólfið, liggja í tösku undir rúminu.
Þeir sjást varla nema vegna spegils-
ins sem endurkastar rauðum flekkj-
um í skónum. Blóðið segir til um
opnar blöðrur, sára fætur, sársauka.
Með áframhaldandi þjálfun sést ekki
sársauki á andlitinu. Líkaminn er
teygður upp á við og er reistur.
Útlitið lýsir stolti yfir náðu tak-
marki, við sjáum sjálfsörugga sigur-
sæla rósemi sem við þekkjum af
myndum af klassiskum ballettstell-
ingum, margfaldaðar í stórum spegl-
um æfingarsalarins. Glaðlegt yfir-
bragð undir uppteygðum bognum
handleggjum. Það verður að játa það
að mörg andlitanna eru með rauða
flekki og sviti orsakar það að æf-
ingabúningurinn er á sumum stöðum
dekkri að lit.
Dans er svitaframleiðandi erfíðis-
vinna, það er augljóst og aðeins að
hluta til er hægt að breiða yfir það
með brosandi bjartsýni. Eg spyr
hvort ekki sé erfitt að ná þessari
tjáningu sem er full af fljótandi létt-
leika og ótrúlegri rósemi, samfara
kröfum um líkamiega tækni og það
með lungun þanin til hins ýtrasta.
Svarið sem ég fæ er nei: Dansreynsl-
an er augnablik innblásturs, vellíð-
unar og ánægju. Ef maður trúir
þessum svörum þá getur ekki verið
að til staðar sé mótsögn vonds raun-
veruleika og fallegrar ásjónar.
Ballett — list hamingjunnar?? „Það
gerist að maður fínnur sárs-
auka í hnjám, það blæðir úr fótunum
og blöðrur eru daglegt brauð,“ segir
Sylvia Von Scheidt, sem ég átti langt
viðtal við um þessi mál. Hún var
aðaldansari kanadísks ballettflokks
í mörg ár og vinnur í dag hjá tölvu-
fyrirtæki. „I erfíðisvinnu er ánægja
nauðsynleg. Samfara fullkominni
stjórnun eigin líkama kemur þessi
yfirþyrmandi tilfínning styrks og
velgengni, það eitt gerir erfíðis-
vinnuna þess virði. Ég hef lært að
sársaukinn er nauðsynlegur hluti af
þjálfuninni en er túlkaður á annan
hátt, þ.e. sem jákvætt merki um
framför." Ballettstjórnandinn minn
sagði alltaf að ef maður fyndi alls
ekki til þá færi maður ekki rétt að!“
segir ballettnemandi. Þetta fyrir-
brigði hefur fengið ófullnægjandi
heiti og verið nefnt “bæling“.
Síðustu rannsóknir gefa til kynna
sterka víxlverkun á milli líkamlegrar
svörunar og tillfínningalegs róts.
Það er ekki einungis verið að líkja
eftir ákveðnum tillfinningum eins
og stolti, yfírburðum og sigri heldur
eru þær líka kallaðar fram og örvað-
ar af stellingunum. Geðlæknirinn
Fritz Strack frá háskólanum í Trier
lýsir þessu sem „ómeðvitaðri skilyrð-
ingu“. Atferlis-hreyfíngarfræði hef-
ur komist að svipaðri niðurstöðu.
Ballett — land brosanna?? Land
heilbrigðu, fallegu líkamanna??
Hvað sem því líður þá er ballett
þögul list. Nokkurs konar þöguit
konungsríki þar sem tjáskipti fara
fram með líkamanum. Þess utan eru
tjáskipti mín við dansarana erfið
nema rætt sé um það sem gerist á
sviðinu. Stundum veit ég ekki hvað
skal halda. Mér hefur sterklega ver-
ið gefíð til kynna að rannsóknir
mínar um erfiðleika þjálfunarinnar
séu ekki velkomnar og allt að því
óþarfar. Það er því óhjákvæmilegt
að komast að því að mikil hræðsla
er ríkjandi við umræður varðandi
ónóga þekkingu á líkamlegum og
tilfinningalegum þroska dansarans.
Aftur og aftur heyri ég að dans sé
atvinnugrein eins og hver önnur.
Að hún sé valin af ást til dansins
og þjálfuð vegna hæfileika eins og
hver önnur atvinnu-listgrein t.a.m.
myndlist, ljóðlist, leiklist og tónlist.
En þessi samlíking er ekki alveg
rétt. Dans er eingöngu atvinnugrein
ungs fólks og ætti frekar að líkja
við íþróttir, sem þarfnast, nota og
eyða mannlegum verum og það að-
eins sem efniviði. Þar er tilvistarrétt-
ur dansins falinn. Eins og í íþróttum
renna þijú æviskeið dans-atvinnu-
greinarinnar fljótt á enda; menntun,
atvinnustundun og atvinnubreyting.
í þessu felst áhættan og öll lífs-
hætta dansins.
Samkvæmt könnunum hefja ár-
lega um 15.000 stúlkur dans-
nám í V-Þýskalandi. Um 100 leikhús
hafa sína eigin dansflokka og sam-
anlagt veittu þau 1.727 dönsurum
atvinnu á sýningartímabilinu 1991-
1992. Um hveija stöðu sækja ríflega
500 kvendansarar. Fyrir karldans-
ara eru möguleikamir aðeins meiri
og samkeppnin ekki eins hörð. Það
þykir bráðnauðsynlegt að byija
þjálfun mjög snemma og að helga
sjálfan sig miskunnarlaust, ein-
göngu og af takmarkalausum aga
og fullkomnun, eigin líkama. Þetta
ástand eða „innri líðan“ sem byggist
á varasamri útlits-sálfræði, þekkist
ekki í öðrum listgreinum. Lifandi
þess háttar lífi sem dansari undir
mikilii og stöðugri spennu gerir það
að verkum að manneskjan sjálf verð-
ur ef svo má að orði komast að
aukahlut í leikriti fáránleikans, leik-
riti sem byggist á angist.
Angist er að miklu leyti umræðu-
efnið og m.a. ástæðan fyrir skrifum
þessarar greinar, en „innri líðan“
stjórnast einmitt af stöðugri angist.
Von Scheidt getur nú fyrst eftir að
hafa lokið sínum dansferli talað um
þessa stöðugu angist. Hún er ekki
lengur viðloðandi dans og eftir enda-
lausa meðferðartíma hjá ráðgjöfum
hefur henni tekist að rekja slóð þessa
fyrirbæris. Á sviði er ballett fyrir
dansara hljóðlátt og orðlaust svæði
samskipta þar sem hvorki þarf að
gera ráð fyrir sjálfum sér í orði né
útskýra tilvistarrétt sinn með rökum.
Borið saman við menningu frum-
+
stæðra þjóða, þar sem hjátrú og
bannfæringar eru ríkjandi, skiptir
hjátrú einnig miklu máli í klassíska
ballettinum. Eins er það með angist
dansarans, sem virðist vera búið að
bannfæra og útiloka frá allri um-
ræðu.
Von Scheidt segist hafa byijað í
ballett sex ára gömul. Hún segist
koma frá „vánhæfri fjölskyldu" (dis-
functional family). Faðir hennar var
stjómsamur og ráðríkur en móðirin
var lítið heimavið. Móðurina langaði
að dóttirin yrði það sem hún sjálf
gat aldrei orðið; fræg stjarna, príma-
ballerínan í hvíta ballettkjólnum sem
svífur um hátt yfír gráum hvers-
dagsleikanum við unaðslega tónlist.
Barnið sjálft er aftur á móti ekki
haft með í ákvörðunartökunni. Vilj-
inn mótast í raun og veru löngu
áður en balletttímarnir hefjast.
Gæði, hæfni, tónelska, líkamshæfni
og hæfíleikar verða prófaðir við inn-
töku. Viljinn heldur áfram að mótast
af stöðugum áhrifum þar til ytri leið-
beining er loks orðin manns eigin
hvati. „Til að byija með er það
mamman sem rekur mann áfram,
seinna trúir maður því að þetta sé
það sem maður viil.“ Bakvið þess
háttar hegðun eru foreldrar sem
áforma éigin óskir og væntingar á
börnin sín — óþroskuð móðir sem
undirokar barnið sitt í þeirri von að
gera úr því ævintýraprinsessu. í
staðinn fyrir heilbrigða barnæsku
kemur barátta til frambúðar með
og á móti sjálfum sér, þar sem kraf-
ist er algjörs og hugsunarlauss vinnu-
vilja, en vilji og metnaður eru ósögðu
orðin um hvemig ná eigi á toppinn.
t
Iviðtölum mínum heyri ég aftur og
aftur: „Að vera dansari þýðir að
lifa öguðu lífi og að hafa sjálfan sig
stöðugt undir stjórn.“ Ótrúlega hár
tæknilegur mælikvarði og gífurleg
samkeppni við tuttugu eða fleiri
dansara á sama aldri í bekk styður
ekki einungis þá þráhyggju að láta
ÞAflÞYKIRBRÁÐHAUDSYNLEGTAD BYXJA
MÁLFDH MJÖG SNEMMA OG AD NELGA
SJÁLFAN SI6 MISKUNNARLADST, EINGÖNGU
OG AF TAKMARKALAUSUM AGA OG FULL-
XOMNON, EIGIN LÍKAMA
taka eftir sér sem betri eða full-
komnari heldur einnig það að „neyð-
ast til þess“ og það er gert með stöð-
ugri áskoran á eigin líkama. Þessum
áskoranum er þó ekki alltaf hægt
að hlýða. Til þess að gera líkamann
undirgefinn sér í daglegri þjálfun,
og er þá verið að tala um þjálfun
upp að því marki þar sem líkaminn
getur ekki meir og segir stopp, er
sjálfsharka nauðsynleg og alger
sjálfsagi. Meirihluti þeirra kvendans-
ara sem ég tók viðtal við staðfestu
það að stöðugur agi er hreinlega
nauðsynlegur og þar af leiðandi vijja
þær þennan aga. En orðrétt segja
þær mér: „Ég þarfnast algers aga.
Eingöngu þrýstingurinn að gera vel
gefur mér tækifæri til að sjá sjálfa
mig á algerlega jákvæðan hátt.“
Mótstöðuleysi, hlýðni og alger aðlög-
un er aftur á móti ekkert annað en
falskt öryggi. Aðlögun er oft ekkert
annað en tilfinning sem mótuð er
af foreldrum ómeðvitað eða meðvit-
að og felur í sér hræðslu við að
geta ekki uppfyllt eigin væntingar
og annarra. Von Scheidt er þeirrar
skoðunar að eftir á að hyggja endur-
spegli harka ballettkennarans hörku
föður eða móður. Næstum sjálfspísl-
arhvatleg þráhyggja að geta drottn-
að yfir líkama sínum leynir þrá eftir
ást og umhyggju. „Hræðslan við að
vera eitthvað minna en fullkominn
og þar af leiðandi missa væntum-
þykju ballettkennarans hefur mikið
að segja,“ segir Von Scheidt. En það
er ekki eina áhyggjuefnið: Tólf ára
gamlir dansarar á gelgjuskeiði geta
varla uppfyllt ímynd hinnar full-
komnu fegurðar með of stóran barm
eða of mikilli þyngd, en þess er kraf-
ist að dansarar séu undir eðlilegri
líkamsþyngd.
George Balanchine svaraði eitt
sinn spurningu kvendansara
sinna um hvað væri leyfílegt að
borða með þessum ótvíræðu orðum:
„Ekki borða minna, borðið ekkert!"
Lystarstol og sjúklega mikil matar-
Iyst (ofát) eru meðal alvarlegra fylgi-
kvillá klassíska ballettsins. Það lítur
út fyrir að þeir séu almennt sam-
þykktir og álitnir óumflýjanlegir í
listinni. Það er ekki fyrr en með al-
mennri- þekkingu á sjúkdómnum að
dansarar eru nú farnir að þora að
ræða um þessa sjúkdóma á opin-
skárri hátt. Yfirleitt er þó um að
ræða unga dansara sem nýlega hafa
lokið námi og eru meðvitaðir um
hættuna. Þeir geta talað af hrein-
skilni um vandann en kjósa samt
að hvíslast á í einrúmi. Monika Gerl-
inghoff lystarstolssérfræðingur við
Max Planck-geðsjúkdómafræði-
stofnunina í Múnchen þekkir af eig-
in rannsóknum tíðar endurtekningar
þessa fyrirbæris. Þrýstingurinn að
verða að vera grannur þarf ekki
endilega að enda í Iystarstoli en það
er hægðarleikur að fara yfir markið
í baráttunni við að ná valdi yfir eig-
in líkama. Staðlaða ímyndin á líkam-
legri fullkomnun leiðir til truflunar
á því hvernig við skynjum eigin lík-
ama og kemur af stað banvænu ferli.
Með vigtinni er hægt að kanna lík-
amsþungann og margir gera þáð
a.m.k. tvisvar á dag. Vigtin verður
fljótlega helsti andstæðingurinn og
stjórnun líkamsþunga verður að
meinloku. Samkvæmt Gerlinghoff
er vaxandi metnaður á eigin frammi-
stöðu, sem lýsir sér fyrst og fremst
í óhóflegum dugnaði í t.a.m. ein-
hverskonar líkamsíþróttum, áber-
andi hjá lystarstolssjúklingum. Þá
er líkamanum att eins langt og hugs-
ast getur þar til hann rambar á
barmi falls. Fráhvarf frá eðlilegri
líkamsþyngd er litið jákvæðum aug-
um. Að kvendansarar hafi yfirleitt
ekki tíðir hlýtur að vera afneitun á
kvenleika, að kynlíf minnki samfara
vinnuálagi • er til viðbótar afleiðing
ómanneskjulegrar harðstjórnar yfir
eigin líkama. Hvað sem því líður þá
ber líkaminn þess merki að hann
hafi verið sigraður. Blöðrur á fótum,
afmyndaðir fætur eftir táskó og
táskódans og varanieg sinabólga,
svo eitthvað sé nefnt. Ef regluleg
hvíld er ekki viðhöfð togna vöðvar
og hryggjarliðir geta skemmst. Sé
byijað að æfa aftur of snemma eftir
meiðsl er ekki óalgengt að önnur
merki um slit geri vart við sig, en
það gerist einmitt samfara kröfu um
meiri þjálfun en góðu hófi gegnir.
Röng þjálfun getur líka orsakað
varanlega vaxtartruflun í stúlkum
vegna rangra fyrirmæla um matar-
æði og hryggskekkju í karldönsurum
vegna of mikils álags á aðra hlið
líkamans.
Það ætti að teljast sjálfsögð vinnu-
brögð í öllum ballettskólum að
senda nemendur árlega í rannsókn
hjá bæklunarsérfræðingi en svo er
því miður ekki. Auðvitað verða dans-
arar að vera vel upplýstir um líkams-
gerð sína og meðhöndlun líkamans.
Þeim er kennd líffærafræði á sein-
asta námsári en þá nýtist varla allt
það fræðilega vafstur um vöðva,
bein og sinar, skaðinn er skeður og
óafturkallanlegur. Það er því ekki
hægt að segja að gæði kennslunnar
og nemendanna séu byggð á úthugs-
aðri, gagnrýnni afstöðu til starfsins.
Þegar upp er staðið mætti ætla að
markmið kennslunnar sé fullkomnun
og hamingja út frá bakverkjum og
særðum fótum. Með tilliti til þessa
og samkvæmt atferlis-hreyfingar-
fræði þá auðgast orkan frá áhrifum
tónlistarinnar og tónlistin hjálpar
eðlilegum gangi líkamans. Tónlist
og taktur aðstoða líkamann ekki ein-
göngu við að viðhalda yfirskilvitlegu
ástandi „léttleika" í dansi. Tónlist
sem yfirleitt kallar fram gleði og
ánægju hvetur til samsöfnunar lík-
ams-deyfilyfja í blóðinu. Endorphine
hefur svipuð áhrif og ópíum, en deyf-
andi áhrif þeirra valda ónæmi gegn
sársauka og þau geta einnig gert
það að verkum að sársaukatilfinning
er upplifuð sem nautnatilfinning.
Nútímalífefnafræði hefur fært sönn-
ur á að í mannslíkamanum er ótrú-
lega margþætt efnaverksmiðja að
verki sem framleiðir ýmiss konar
lyf. Sameindaboð eða efnaboðberar
myndast í efnaverksmiðju líkamans
og örva andlega, tilfinningalega og
líkamlega starfsemi hans. Þekktast
er spennuhormónið adrenalín, en það
er mjög örvandi miðlari og hefur
áhrif bæði andlega og líkamlega.
Rannsóknastofnun blóðrásar- og
íþróttalæknisfræði þýska íþróttahá-
skólans í Köln hefur nýlega lokið
rannsóknum sínum á hlaupuram, en
þar er endorphine aðalrannsóknar-
efnið sem vanabindandi efni fram-
leitt af vöðvum líkamans. Endorp-
hine, morfínsameindir frá eigin lík-
ama, virka sársaukadeyfandi og
uppörvandi. Það stuðlar að mikilli
vellíðunartilfinningu allt upp í al-
sælu. Ástæða þess að íþróttafólk
sem orðið hefur fyrir alvarlegum
meiðslum í keppni en finnur ekki til
sársauka og hlauparar í svokallaðri
hlaupavímu finna ekki fyrir yfirvof-
andi banvænu hjartaáfalli ertil kom-
ið vegna aukinnar samsöfnunar end-
orphine í blóðinu. Tilfinningaleysi
fakíra við sina ástundun og dans á
glóandi kolum á einnig rætur að
rekja til áhrifa endorphines. Áhrif
dopamins gegnir einnig mikilvægu
hlutverki í dansi. Það eykst í al-
gleymi dansins og fyrir tilstuðlan
þess skapast nokkurs konar yfirnátt-
úrulegt ástand. í nútímadansi og
nútímadansflokkum gegna endorp-
hine og dopamin án efa stóru hlut-
verki. Þar gerir dansarinn ótrúleg-
ustu kúnstir eins og varasöm há
stökk, lætur sig falla úr mikilli hæð
og samsetningar með snúningum af
undraverðum hraða á árásargjarnan
hátt samfara hárri tónlist sem fer
hækkandi þar til hún beinlínis sting-
ur í eyra. Við getum gengið út frá
því að kanadíski nútímadansflokkur-
inn La La La Human Steps sé einna
þekktastur í „algleymisdansi" okkar
tíma. Akróbatísk áhrif algleymis-
dansins, sem í auknum mæli nálgast
keppnisíþróttir, flýta án efa fyrir
tæringu líkamans. Spurningunni um
andleg áhrif í þess konar dansi og
einnig klassískum ballett, þar sem
líkamanum er att áfram til hins ýtr-
asta er ekki endanlega svarað. Al-
mennt talið þá orsakar öll líkamleg
áreynsla margþætta dreifingu end-
orphines. Ekki hefur enn tekist að
rannsaka til hlítar áhrif þessarar
hringrásar á dansgreinina. Nægilegt
fé hefur enn ekki fengist, þar sem
þessi grein rannsókna er frekar nýt-
ilkomin. Karl Hörmann frá íþrótta-
háskólanum í Köln hóf viðeigandi
rannsóknir á keppnisdönsurum, en
þar sem ekki fékkst nægileg fjárveit-
ing til rannsóknanna varð að eyða
blóðsýnunum og hætta rannsóknun-
um í bili. Viðunandi rannsókn á erf-
iðisvinnunni í ballettsalnum gæti að
minnsta kosti varpað ljósi á sam-
verkun hungurs, svita, blóðs, sárs-
auka, meiðsla, þunglyndis og geð-
spennu annarsvegar og lífsvilja,
íslensh tónverhamiflsliið genpur til samslarfs við FTT á 25 ára affflælisári
ÍSLENSK TÓNSKÁLD SAM-
EINAST í KYNNINGARSTARFI
FÉLAG tónskálda og textahöfunda hefur tekið upp samstarf við
íslenska tónverkamiðstöð. Tónverkamiðstöðin mun því kynna verk
listamanna innan vébanda félagsins, gefa út nótur með verkum
þeirra og varðveita upplýsingar um verkin og höfundana. Áður
hefur Tónverkamiðstöðin eingöngu sinnt svokallaðri „þyngri“ tón-
list, en nú bætist við geiri popptónlistar, jass, vísnatónlistar og
annarar tónlistar á „léttari“ nótunum. Framkvæmdastjórar Tón-
verkamiðstöðvarinnar og Félags tónskálda og textahöfunda eru
ánægðir með samvinnuna og vænta sér mikils af.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson,
framkvæmdastjóri FTT, segir
að í félaginu séu um 100 manns,
flestir úr popp/rokk-geiranum, en
um þriðjungur félagsmanna fáist við
jass, vísnatónlist eða aðrar stefnur.
„Félagið er 10 ára og er hagsmuna-
samtök,“ segir hann. „Það á aðild
að STÉF, ásamt Tónskáldafélagi
íslands. Fljótlega eftir stofnun fé-
lagsins var farið að ræða um nauð-
syn þess að koma á fót tónverkamið-
stöð og þá var litið svo á að slík
starfsemi yrði að vera aðskilin starf-
semi íslensku tónverkamiðstöðvar-
innar. Ástæða þess var sú, að bilið
á milli „þyngri" og „léttari" tónlistar
var miklu meira en nú er. Nú eru
að verða ákveðin kynslóðaskipti
og margir yngri tónlistarmanna
hafa byrjað í poppi og fært sig svo
yfir í svokallaðan þyngri geira. Þá
era popptónlistarmennirnir oft miklu
betur menntaðir en áður var, svo
skilningur milli þessara tveggja hópa
er mun meiri en áður.“
Aðalsteinn segir að á síðasta ári
hafi verið ákveðið að kanna hvernig
best væri að standa að tónverkamið-
stöð fyrir FTT og ýmsir möguleikar
verið ræddir. „Nú í ársbyijun var
ákveðið að nýta þá þekkingu sem
fyrir hendi er í íslenskri tónverk-
amiðstöð, enda höfðu félög tón-
skálda þá nálgast, meðal annars
með auknu samstarfí innan
STEFS."
Þróun í 25 ár
Bergljót ' Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Tónverkamiðstöðvar-
innar, segir að miðstöðin hafi verið
stofnuð fyrir 25 áram af félögum í
Tónskáldafélagi íslands. „í fyrstu
var ætlunin að Tónverkamiðstöðin
safnaði saman á einn stað þeim
verkum sem tónskáldin sömdu og
kæmi þeim á framfæri," segir hún.
„Á þessum 25 árum hefur miðstöðin
þróast og nú er hlutverk hennar fjór-
þætt. í fyrsta lagi þá er hér tónlistar-
bókasafn, þá erum við með útgáfu
á nótum og geisladiskum, við sjáum
um kynningarstarfsemi bæði hér og
í útlöndum og loks erum við með
viðamikla upplýsingastarfsemi og
reynum að veita sem bestar upplýs-
ingar um félagsmenn, verk þeirra
og tónlistarlíf á íslandi almennt.
Starf Tónverkamiðstöðvarinnar hef-
ur þróast á undanförnum árum. í
vaxandi mæli snertir starf miðstöðv-
| : .
1 1 ■
Morgunblaðið/Þorkell
Bergljót Jónsdóttir, framkvæmdastjóri íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Hróðmar I. Sigurbjörnsson,
formaður stjórnar Tónverkamiðstöðvarinnar, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Félags tónskólda og textahöfunda, Stefón S. Stefónsson, sem sæti ó í stjórn FTT, Hörður Vil-
hjólmsson, stjórnarmaður Tónverkamiðstöðvarinnar og John Speight, sem er formaður Tónskólda-
félags íslands og ó sæti í stjórn Tónverkamiðstöðvarinnar. Á myndina vantar Þóri Baldursson,
sem hefur ósamt þeim Stefóni og Aðalsteini starfað fyrir hönd FTT að undirbúningi samstarfsins
við Tónverkamiðstöðina.
arinnar einnig annað tónlistarfólk
én upphaflega stóð að stofnun henn-
ar. Það er rökrétt að stofna til þessa
samstarfs, að samnýta þekkingu og
reynslu þá sem er að finna hjá Tón-
verkamiðstöðinni í dag. Eins og
Aðalsteinn bendir á, þá hafa fordóm-
ar milli ólíkra hópa tónskálda minnk-
að mjög, enda var engin andstaða
innan Tónskáldafélagsins við þá
ákvörðun að stofna til samstarfs við
FTT.“
Bergljót og Aðalsteinn Ásberg eru
sammála um, að það hafí verið rök-
réttast að starfa saman. „Við verð-
um vör við kreppu eins og aðrir og
það er augljóst að rekstur fleiri en
einnar miðstöðvar yrði miklu kostn-
aðarsamari en ella og myndi jafn-
framt skila minni árangri,“ segir
Bergljót. „Við höfum farið rólega
af stað í samstarfinu og fyrstu 6
mánuðina var þetta í raun tilrauna-
verkefni, sem hefur fært okkur heim-
sanninn um að mikið og nauðsynlegt
starf er óunnið fyrir félagsmenn
FTT.“
Nótur fyrir nemendur
Aðalsteinn Ásberg og Bergljót
ræða mjög um nauðsyn þess að
gefa út nótur, en þar sé róðurinn
þungur, þar sem enginn útgefandi
hafi sérhæft sig í slíkri útgáfu og
Tónverkamiðstöðin verði því að
standa undir henni. Þau benda á,
að gott íslenskt efni þurfi að vera
tiltækt þeim fjölmörgu tónlistarskól-
um, kórum, lúðrasveitum og öðrum
tónlistarmönnum, sem vilji flytja ís-
lenskt efni. Þá vekja þau athygli á,
að í tónlistarskólum landsins sé stór
hluti námsefnis evrópsk tónlist frá
18. og 19. öld, en flestum þætti víst
illt í efni ef bókmenntakennsla í
skólum hér á landi byggðist á þýð-
ingum erlendra bókmennta frá fyrri
öldum. „Ef við gefum út nótur með
íslenskum lögum, þá gætu nemend-
ur fengið að spreyta sig á þeim,“
segir Aðalsteinn. „Það er ekkert
óeðlilegt að hugsa sér að nemandi
hefði áhuga á að spila íslenska tón-
list á hljóðfærið sitt, þar með talin
vinsælustu dægurlögin, samhliða
erlendri tónlist."
Bergljót segir að innan Tónverka-
miðstöðvarinnar sé mikil reynsla af
kynningarstarfi erlendis, en margt
nýtt þurfi að læra nú þegar FTT
bætist í hópinn. „Tónlistarheimurinn
er margskiptur og þar sem kynning-
arstarf byggist meðal annars á per-
sónulegum tengslum þá þarf aug-
ljóslega að koma á nýjum til að
kynna tónlist eins og popp og jass.
Það þarf til dæmis að komast í sam-
band við aðra dagskrárgerðarmenn
á erlendum útvarpsstöðvum en þá,
sem ef til vill einbeita sér að klass-
ískri tónlist. Þekking á vinnubrögð-
um á þó eftir að koma okkur til
góða í þessu starfí.“
Aðalsteinn bætir við, að samstarf
við aðrar Norðurlandaþjóðir gæti
reynst vel, því þar í löndum era rekn-
ar tónverkamiðstöðvar, sem hafa
allar tónlistarstefnur innan sinna
vébanda. Bergljót segir að Tónverk-
amiðstöðin eigi von á fulltrúa frá
frændþjóð, sem ætli að gefa góð
ráð. Finnar hafi til dæmis staðið sig
mjög vel í kynningu á sinni tónlist
og margt megi af þeim læra. Þeir
leggi til dæmis margfalt hærri fjár-
upphæð til starfsins á ári hveiju en
gert sé hér.
Fé þarf til að draumurinn
rætist
Bergljót segir að á þessu ári fái
Tónverkamiðstöðin 4,6 milljóna
króna framlag frá ríkisvaldinu. „í
menntamálaráðuneytinu er mikill
skilningur á starfi okkar, en fjár-
framlög eru hins vegar ekki full-
nægjandi. Við eram bjartsýn á að
nú verði gerð bragarbót á, þar sem
starfið verður tvisvar sinnum um-
fangsmeira þegar það nær einnig
til félaga í FTT. Við trúum því að
ráðamenn hjálpi okkur svo að þetta
samstarf megi takast. Ef framlag
til okkar verður óbreytt á næsta
ári, þá getum við ekki gert þennan
orku, algleymis og bjartsýni hins-
vegar, en þessir þættir eru án efa
tengdir. Það er athyglivert að lík-
amsframleitt endorphine er í raun
ekki ánetjandi því það eyðist eftir
samskipti við frumuviðtaka. Við
vissar aðstæður getur hið gagn-
stæða þó átt sér stað og viðtaki orð-
ið háður efninu, en efnið orsakar
þá „vímu“ líkri þeirri sem ópíum
veldur, það er doða. Ef farið er oft-
ar en góðu hófi gegnir yfir vellíðun-
armarkið og líkamanum att áfram
með tilheyrandi áreynslu, t.d. með
kröfu um daglega þjálfun, þá er
hægt að líkja áhrifunum við fíkni-
efnaneyslu. Það útskýrir svo ekki
verður um villst sannfæringu
margra dansara að æfingarhlé geri
þá lasna. Eins til tveggja daga hlé
getur verið hressandi, er oft sagt,
en eftir þann tíma era það ekki ein-
ungis áhyggjurnar af líkamsástand-
inu sjálfu sem ber á góma heldur
frekar raunverulegur pirringur við
ýmiss konar hreyfingu og líkams-
starfsemi. Stuttu síðar á sér stað
ótvíræður söknuður eftir fyrra
ástandi og það hægist á blóðrás-
inni. Deyfð og þunglyndi gera vart
við sig og drifkraft vantar.
Skilning vantar til að hægt sé að
rannsaka þessi vandamál, eins
áríðandi og það er. Menntunarskort-
ur í líffærafræði stefnir í meiri of-
notkun á líkamanum og stutt ævi
atvinnudansarans leyfir að því er
virðist ekki nánari könnun. Sam-
hengi lífeðlisfræðilegra og sálfræði-
legra þátta hefur ekki verið til um-
ræðu. Of mikil áhersla á líkamlegt
útlit leiðir til takmörkunar á hugsun,
þekkingu og vitsmunum. Vegna
kröfu um hátæknileg gæði ballett-
dansara era aðallega ungar stúlkur
tilneyddar að þjálfa líkama sinn
umfram allt annað. Því miður eiga
þær fárra kosta völ þegar sá tími
nálgast sem svo margir dansarar
óttast, en það er að yfirgefa atvinnu-
greinina og fóta sig í gerólíku lífs-
mynstri. Einn viðmælandi minn
sagði: „Ef ég fæ að gera það sem
ég vil gera i 20 ár þá myndi ég með
ánægju vinna í fatahenginu það sem
eftir er.“ Ég spyr: Er það nú ör-
uggt? Kaldhæðnislegt? Áskorandi?
Hugmyndafræðin í þessari hræði-
lega fallegu list blekkir hvert sem
litið er. „Ég geri það sem ég vil
gera“ er ekki það sama og „ég vil
það sem ég er að gera“. En í flestum
tilfellum var enginn greinarmunur
gerður þar á. Vonleysi, flótti í áfengi,
eiturlyf og sjálfsmorð eru banvæn
örlög margra dansara þegar tíminn
til að yfirgefa atvinnugreinina nálg-
ast. Ég spyr hvort atvinnugreinin
kalli yfír sig þessar ógnvænlegu or-
sakir og ráðgjafi svarar mér: „Allt
sem þú heyrir í ballettheiminum um
spennu, ógæfu og áföll ættirðu að
taka mjög alvarlega.“
Grein: Ingrid Ostheeren.
Blað: Ballet International apríl
1993. Þýðing: Lilja ívarsdóttir
draum að veruleika. Ég held að allir
ættu að sjá nauðsyn þessa starfs.
Tónskáldum fannst þetta að minnsta
kosti svo nauðsynlegt, að þau féllust
á að láta hluta höfundarlauna sinna
renna til starfsins. Ég á erfitt með
að ímynda mér rithöfunda afsala sér
hluta ritlauna til að styðja hið mikla
starf Landsbókasafns, eða myndlist-
armenn styrkja Listasafnið eða
Kjarvalsstaði á þennan hátt. Þetta
hafa tónskáldin gert með því að
veita Tónverkamiðstöðinni dijúga
styrki úr sjóðum, sem annars rynnu
óskiptir til þeirra sjálfra.“
Stærsta verkefni sem nú bíður
Tónverkamiðstöðvarinnar er nor-
rænt samstarf um kynningu tónlist-
ar landanna í Bretlandi. Bergljót
stýrir þessu verkefni, sem unnið er
í framhaldi af norrænu tónlistarhá-
tíðinni í Barbican í nóvember sl. og
Breaking the Ice í Skotlandi í fyrra,
þar sem íslensk tónlist var kynnt.
„í þessu starfi verður lögð áhersla
á að auka þekkingu breskra útvarps-
stöðva, hljómsveita og annarra flytj-
enda á norrænni tonlist og flytjend-
um, þannig að íslensk og norræn
tónlist verði eðlilegur þáttur í tónlist-
arlífi þeirra. Þegar unnið er að svona
verkefni er mikill styrkur fólginn í
samstarfi við norrænar þjóðir," seg-
ir Bergljót Jónsdóttir.
RSv