Morgunblaðið - 23.10.1993, Síða 8

Morgunblaðið - 23.10.1993, Síða 8
8 D MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Bókastefnan í Frankfurt - Hræringar útgáfunnar BÆKUR OG HÖFUNDAR Eftir Jóhann Hjálmarsson Bókastefnan í Frankfurt getur virst óhugnanlega stór og viðamik- il, að minnsta kosti við fyrstu kynni. Á 45. stefnunni 6.-11. okt sl. voru sýnendur alls 8.351. Unnt er að eyða mörgum dögum í að ganga um og skoða bækur og þegar best lætur gefa sér tíma til að giugga í eina og eina. Svo eru líka höfundar og útgefendur á ferðinni og ýmislegt er boðið uppá sem tengist bókum beint eða óbeint. Verð- laun eru veitt á stefnunni og einnig tilkynnt um hveijir muni hljóta ýmis verðlaun og viðurkenningar á næstunni. Að þessu sinni voru flæmsku- mælandi þjóðir og Holland í öndvegi á bókastefnunni. Hollenski höfundurinn Harry Mulisch hélt setningarræðu, en skáldsaga hans Fundur himnaríkis hefur vakið at- hygli víða um heim. Mulisch er vissulega ekki eini hollenski höf- undurinn sem menn þekkja utan Hollands. Kunnastur er skáld- sagnahöfundurinn W. F. Hermans, en myrk lífssýn hans þykir minna á Kafka. Líka má nefna Jan Wolkers. Flæmskt og hollenskt í svipinn man ég aðeins eftir ein- um hollenskum rithöfundi sem hefur verið þýddur á íslensku, unglingabókahöfundinum Jan Terlouw; eftir hann eru Stríðsvetur, Barist til sigurs og fleiri vinsælar bækur. Frá Belgíu kemur Hugo Claus, höfundur skáldsögunnar Sorg Belg- íu. Meðal margra ljóðskálda eru Hollendingarnir Gerrit Kouwenaar og S. Vestdijk. Hugo-Claus skrifar í raunsæis- anda og er sagður líklegastur flæm- skumælandi höfunda til að fá Nób- elsverðlaun. Sorg Belgíu er tragíkó- mísk mynd stríðsáranna, hijúf og grimm. Aðalsöguhetjan, Louis Seynaeve, er heillaður af stríðinu, lítur á það sem tilbreytingu frá hversdagsleikanum. í verkum margra flæmskumæl- andi og hollenskra höfunda, m. a. Mulisch og Claus, er stríðið sögu- efni. Fómarlamb stríðsins, höfund- ur sem ekki verður komist hjá að nefna, er Anna Frank og Dagbók hennar. Sýningarsvæði flæmsku og hollensku málsvæðanna bar heims- frægð hennar vitni og því að hún er enn talin eiga brýnt erindi við fólk. Friður, snjór og leikir Friðarverðlaun þýskra bóka- útgefenda og bóksala fékk að þessu sinni guðfræðingurinn og stjórnmálamaðurinn Friedrich Schorlemmer og er veitingin til hans talin þáttur í þeirri viðleitni að greiða fyrir sameiningu þýsku ríkjanna, austurs og vesturs. Schorlemmer var lengi virkur í frið- arbaráttu í Austur-Þýskalandi og bækur hans og ræður einkennast af þeirri mannúðarstefnu sem verð- laununum er ætlað að styðja og efla. Á bókastefnunni var kunngert hveijir hljóta bókmennta- og þýð- endaverðlaun Evrópuráðsins sem afhent verða 26. nóvember við há- tíðlega athöfn í Antwerpen, menn- ingarborg Evrópu 1993. Það kemur ekki á óvart að með- al verðlaunahafa eru tveir hollensk- ir skáldsagnahöfundar, Harry Mul- isch og Cees Nooteboom. Mulisch fær verðlaunin fyrir áður nefndan Fund himnaríkis sem kom út í fyrra. Meðal annarra verðlaunaðra höf- unda eru Agota Kristof frá Frakk- landi, Spánveijinn Javier Marias og Mircea Dinescu frá Rúmeníu. Eini norræni rithöfundurinn sem fær Evrópuverðlauninn er Daninn Peter Haeg og meðal þeirra sem fá verðlaun fyrir þýðingar er landi hans Claus Bech. Peter Heeg er fæddur 1957 og er nú ein helsta stjama Dana á bókmenntasviðinu. Hann fær verð- launin fyrir skáldsöguna Ungfrú Smilla ber skynbragð á snjó, 1992. Þessi marglofaða saga er væntan- leg á íslensku innan skamms í þýð- ingu Eyglóar Guðmundsdóttur sem kallar hana Lesið í snjóinn. Útgef- andi er Isafold. Ungfrú Smilla þolir ekki vest- ræna menningu. Hún er grænlensk að hálfu og veit meira um snjó og ís en flestir aðrir. Sex ára gamall drengur, Esajas, hefur beðið bana með þeim hætti að falla niður af húsþaki. Þessu vill Smilla ekki trúa. Hún telur að um morð hafi verið að ræða og hefur rannsókn á til- drögum „slyssins". Atvikin haga því þannig að hún lendir um borð í skipi á leið til Grænlands. Þar em fyrir glæpamenn til alls vísir og lík- legir banamenn drengsins. Eiturlyf koma við sögu og þráðurinn er reyf- arakenndur. Skipið er að margra dómi sjálf siðmenningin vestræna. Höfundur- inn stefnir hreinleika og uppruna- leika Grænlands gegn skít og spill- ingu í Danmörku. Það gerir hann að nokkru undir merkjum æsisög- unnar. Peter Hoeg er dæmigerður fyrir höfunda sem skrifa læsilega um alvarleg efni og sneiða ekki hjá ýmsum hryllingi í lýsingum. Þannig er náð til stórs lesendahóps og jafn- vel bókmenntamanna. Annar Dani, Jörgen Nash, kynnti bækur sínar og myndir á bókastefn- unni. Hann er meðal upphafsmanna jass- og ljóðaflutnings á Norður- löndum og hefur málað og gert grafíkmyndir af jassfólki, nú sein- ast syrpu grafíkmynda til heiðurs Billie Holiday: Lady Sings The Blu- es. Jörgen Nash var ásamt konu sinni, myndlistarmanninum Lis Zwick, á bókastefnunni. Hann hef- ur nýlega tekið saman bók um hana. í fyrra hélt Nash yfirlitssýningu á verkum sínum í Silkeborg, tilefnið 50 ára iistferill vígður orðum og myndum. í stað þess að senda boðs- kort lét þessi hugmyndaríki lista- maður og skáld dreifa þeim úr flug- vél yfír Silkeborg og nágrenni og árangurinn var metaðsókn. Jörgen Nash og Lis Zwick eru fulltrúar ævintýrisins og lífsgleðinnar. Rafeindaiðnaðurinn sækir mjög á í Frankfurt. Mikil aðsókn var að sölum með hvers kyns nýjungum á þessu sviði, tölvum og tölvuleikjum ásamt upplýsingamiðlun í formi gagnaflutninga. Þeir útgefendur sem ég talaði við töldu ekki að bóklestur væri í hættu vegna þessa. Ekkert gæti komið í staðinn fyrir bók. Það vakti athygli að fagurbók- menntir voru í skugganum hjá ýmsum sýnendum, til dæmis Bandaríkjamönnum og Bretum, en myndabækur, fræðirit og ævisögur í fyrirrrúmi. Þetta gilti þó ekki um þýska sýnendur sem voru 2.129 talsins. Bókmenntaáhugi sýnist mikill í Þýskalandi og ekki einvörð- ungu bundinn við innlenda höfunda. Básar sumra þjóða voru ótrúlega snauðir, aðeins fáeinar bækur. íslenskar bókmenntir utan Norðurlanda Eins og fram hefur komið hér í blaðinu er áhugi á íslenskum bókum að aukast, en íslenskurh sýnendum hefur fækkað. Sýningaraðstaða er dýr og árangur kannski lítill eftir alla fyrirhöfnina. í Þýskalandi er rótgróinn íslandsáhugi sem beinist fyrst og fremst að landinu sjálfu Harry Mulisch Hugo Claus Friedrich Schorlemmer Peter Heeg og ferðalögum þangað og nú síðast íslenska hestinum. En það kemur ekki í veg fyrir að íslenskar bókmenntir njóta virðingar í Þýskalandi. Nýjar þýðingar á verkum Halldórs Laxness hafa að sögn fengið marga Þjóðveija til að sjá skáldið í nýju ljósi. Djöflaeyja Einars Kárasonar fékk afburðadóma í þýskum blöðum. Götuvísu gyðingsins eftir Einar Heimisson var vel tekið. Stefán Hörður Grímsson var hafinn til skýjanna af þýskum gagnrýnendum fyrir ljóð sín og úrvali ljóða nokkurra íslenskra samtímaskálda fagnað. Væntanlegar eru á þýsku bækur eftir Ólaf Gunnarsson, Gyrði Elíasson og Ólaf Jóhann Ólafsson. Guðbergur Bergsson hefur áður komið út á þýsku. Tómas Jónsson metsölubók eftir hann er komin út í spænskri þýðingu. Margir kunnir íslenskir höfundar hafa verið þýddir á Norðurlandamál og verður það ekki rakið að sinni. Grámosinn glóir eftir Thor Vil- hjálmsson kemur út í Tyrklandi í haust, Náttvíg á frönsku bráðlega. í Frakklandi er að koma út bók um ísland eftir Thor. Gunnlaðar saga Svövu Jakobsdóttur er að koma út á Ítalíu. Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur hefur kom- ið út á öllum Norðurlandamálum og Norðurlandaráð hefur veitt styrk til að þýða hana á ensku og er það í fyrsta sinn sem slíkur styrkur er veittur. Ástarsaga úr flöllunum eft- ir Guðrúnu Helgadóttur kemur bráðlega út í Japan. Þótt einhveijar íslenskar bækur séu prentaðar í lítlum upplögum erlendis og hjá smáforlögum ættu þær að minnsta kosti að vekja at- hygli bókmenntamanna. Að dómi íslenskra útgefenda sem ég talaði við í Frankfurt hefur til dæmis út- koma íslenskra ljóða hjá litlum for- lögum í Þýskalandi mikið gildi að því leyti að stærri forlög fylgja í kjölfarið. Aðrir efuðust um að bæk- ur í „300-500“ eintökum fengju æskilega dreifingu í Þýskalandi og nauðsynlegt væri að íslenskar bæk- ur kæmu út hjá stóru forlögunum til þess að vekja eftirtekt. Eins og einn útgefendanna ís- lensku orðaði það hefur mikil breyt- ing orðið á síðan þeir fóru að sýna og kynna verk sín á bókastefnunni. Áður létu þeir nægja „að ráfa“ um sýningarsvæðið, en nú er unnið markvisst að kynningum og samn- ingum um útgáfu íslenskra bók- mennta víða um heim. Hræringar í bókmenntum og bókaútgáfu speglast vissulega í glerhöllum bókastefnunnar. Það sem þar er sagt á umræðufundum og ekki síst í einkasamræðum út- gefenda, útgáfustjóra og umboðs- manna höfunda getur ráðið miklu um það sem út kemur næstu árin. Sigrid Valtlnaojer grafíkllstaknna sýnir f Listasafni ASf TJÁI TILFINNINGAR MEÐ FORMUM LANDSLAGSINS „MÉR var boðið að halda þessa sýningu, sem ég þáði með þökkum, því boðið gefur mér tækifæri til að einbeita mér að vinnunni, í stað þess að standa sjálf í framkvæmd sýningar. Á sýningunni verða þrettán stærri myndir, um 100x50 sm og tuttugu minni,“ segir Sigrid Valtingojer grafíklistakona. Sýning á verkum hennar hefst í Lista- safni ASI við Grensásveg í dag, laugardag, og stendur til 7. nóvember. Sigrid segir að stærri myndirnar séu ætingar og efni þeirra sprottið úr landslaginu. „Landslagið er sjóður, sem veitir mér ótakmark- aðan innblástur í litum og form- um,“ segir listakonan. „Þessar myndir eru þó ekki landslagsmynd- ir í venjulegri merkingu þess orðs, heldur nota ég form úr landslagi til að tjá ákveðnar tilfínningar. Við erum öll hluti af náttúrunni og allt sem við teljum okkur vera að skapa hefur verið til, er til og verður til í einhverri mynd. Hver einstakling- ur skynjar svo heiminn á sinn hátt. Þessi skynjun kemur fram í verkum listamannsins, því þau lýsa honum best og afstöðu hans til heimsins." Sigrid segir að litlu myndimar séu ekki í beinu samhengi við þær stærri, en ef betur sé að gáð sé þó samræmi í litavali. „Mér finnst mjög gaman að vinna að þessum minni myndum af og til,“ segir hún. „Stærri myndirnar eru um einn mánuð í vinnslu og því getur einnig verið gott að vinna jafnframt að öðru, ólíku verkefni. Litlu myndim- ar eru mannlegri, þar birtast fígúr- ur og þær em í raun lítil ævintýri. Ég vinn þær beint, mála á plötuna og sker út skapalón. Ég er í raun- inni að leika mér, sem ég get síður leyft mér með stærri myndirnar.“ Listakonan bætir því við að þó hún teikni og máli inn á milli, þá taki hún alltaf til við grafíkina að nýju. „Mér finnst mjög gott að tjá mig í gegnum það handverk, sem grafíkin er. Það hrífur mig að fylgj- ast með hvernig myndirnar þróast hægt á plötu. Stundum eru þær pólitískar, stundum tjá þær eitthvað sem ég hef heillast af. Þær em líka ævintýri í sjálfu sér og þeim fylgir spenna. Ég gæti ekki unnið að þeim annars. Það er mér þó nauðsynlegt að teikna líka, því annars lendir grafíkin í blindgötu." Sigrid segir að myndir hennar hafí tekið nokkmm breytingum undanfarið. „Ég studdist ávallt við landslagsformið, en á tímabili braut ég það upp og þá vann ég með abstrakt form. Þessi brot hafa hins vegar raðast saman aftur og mér finnst sem nú sé kominn meiri þétt- leiki og dýpt í myndimar." í þeim þrettán stærri myndum, sem Sigrid sýnir í Listasafni ASÍ, eru ólíkir litir og listakonan segir Sigrid Valtingojer listakona með eitt verka sinna. að hún hafi ósjálfrátt tekið mið af árstíðunum. „Ég byijaði að vinna þessar myndir í janúar og fyrsta myndin er hvít, grá og brún, eins og umhverfíð er á þeim tíma. Síð- ustu myndirnar eru hins vegar í haustlitunum. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en eftir á, þegar ég var búin að ramma allar myndirnar inn. Þetta sýnir hvernig listamaður end- urspeglar náttúmna, jafnvel óafvit- andi.“ Sigrid kveðst ekki hafa verið mjög iðin við að halda sýningar, því þær taki mikinn tíma frá starf- inu. „Einkasýningar eru sérstak- lega orkufrekar, en ég veit að það er nauðsynlegt að láta heyra frá sér, sýna verkin. Þá er það kostur, að þegar stefnt er að sýningu verð- ur vinnan markvissari. Að mínu mati veldur fjöldi sýninga hér því einnig, að þróun listamanna er ör- ari en í mörgum öðrum löndum. Hérna eru mjög kröfuharðir listunn- endur, sem fylgjast náið með lista- mönnum og vilja sífellt sjá eitthvað nýtt. Það er því erfitt að festast í sama farinu,“ segir Sigrid Valt- ingojer, grafíklistakona. RSv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.