Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.1993, Blaðsíða 8
GOLF/HMLIÐA KARATE ISLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik mætir ítalska landsliðinu í Evrópukeppni landsliða í Ásgarði, Garðabæ kl. 20:00 annað kvöld. „Leikur- inn er mjög mikilvægur og við verðum að vinna. Ef við vinn- um eru möguleikar okkar til að komast í úrslitakeppnina orðnir nokkuð góðir," sagði Erla Rafnsdóttir landsliðs- þjálfari. ÆT IEvrópukeppninni eru sjö riðlar og fara sigurvegarar áfram en liðin í öðru sæti leika um réttinn til að mæta í úrslita- keppnina. Dregið verður um hvaða lið mætast og verður síðan leikið heima og heiman en staka liðið fer beint í úrslitakeppnina. ísland er í riðli með Rússlandi, Ítalíu og Portúgal. Stúlkurnar hafa leikið þtjá leiki í keppninni til þessa. þær unnu Portúgal 16:11 í sumar en töpuðu svo báðum leikjum sínum gegn Rússlandi hér í október. Is- lenska landsliðið er í 2. sæti í riðlin- Guðrún R. Kristjánsdónir skrifar Couples og Love vorðu titilinn FRED Couples og Davis Love frá Bandaríkjunum sigruðu í heimsbikarkeppni liða sem lauk á Lake Nove vellinum í Flórfda um helgina. Kapparnir urðu þar með aðrir til að verja titilinn, en Arnold Palmer og Jack Nicklaus gerðu það árið 1967. Árangur Bandarfkja- manna á þessu ári er einstakur en þeir sigruðu á flestum stærstu mótum ársins. Bandaríkjamenn sigruðu í þremur stærstu liðamótum ársins og að auki í tveimur af fjórum stærstu einstaklingsmótunum. Þeir sigruðu í Ryder Cup, Dunhill Cup og Walker Cup, sem er liðakepppni áhuga- manna, og síðan vann Lee Janzen á opna bandaríska meistaramótinu og Paul Azinger vann á PGA meistara- mótinu. Frábær árangur og einn sá besti sem kylfingar einnar þjóðar hafa náð. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir golfíþróttina í Bandaríkjunum,“ sagði Couples eftir að hann tók við verðlaununum ásamt félaga sínum. „Það er mikil reynsla að sigra í liða- keppni, sama hvaða nafni sem hún nefnist,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn léku á fimm höggum færra en Mark McNulty og Nick Price frá Zimbabwe og þeir áttu níu högg á Skotana Sam Torr- ance og Colin Montgomerie sem urðu í þriðja sæti. Bestum árangri einstaklinga náði Þjóðveijinn Bemhard Langer en það dugði ekki til að sigra í liðakeppn- ínni. Couples varð í öðru sæti, þrem- ur höggum á eftir Langer, og Love varð sjöundi. Fyrir mótið sagði hann að til að sigra yrðu báðir keppendur að vera meðal tíu efstu og það gekk eftir. „Við lékum mjög vel alla dag- ana,“ sagði Couples sem náði Albat- ross í fyrsta sinn á æfinni. Þá lék hann par fimm holu á tveimur högg- um, setti niður í öðru höggi með járni númer tvö. Nú er aðeins eitt stórmót eftir, Heimsmeistaramótið sem fram fer á Jamaika í desember, en þangað er boðið 24 kylfingum sem sigrað hafa á stórmótum ársins. Couples sigraði einmitt á mótinu á Jamaika fyrir tveimur árum og miðað við hvernig hann leikur um þessar mundir verð- ur hann að teljast sigurstranglegur. Héðinnlékvel Héðinn Gilsson og félagar hans hjá Diisseldorf héldu áfram sigur- göngu sinni í þýsku 1. deiidinni um helgina með því að leggja Bayer Dormagen að velli, 17:12, eftir að staðan var 6:6 í leikhléi. Héðinn skoraði sex mörk í leiknum. Diisseldorf er nú í öðru sæti, hefur tapað fímm stigum, en Kiel er í efsta sæti, hefur tapað^fjórum stigum. Essen, sem hefur aðeins fengið átta stig úr níu leikjum, tapaði fyr- ir Gummersbach, 16:13, á útivelli. Guminersbach hefur aðeins fengið sex stig. Þessi gamalkunnu félög ieika lélegan handknattleik um þess- ar mundir. FOLK ■ SIGURJÓN Amarsson kylfing- ur úr GRtók þátt í öðru móti sínu í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann varð í 16. sæti af 35, lék á 158 höggum, en aðeins tveir áhuga- menn voru með og var Sigurjón ofar en hinn áhugamaðurinn. ■ VÖLLURINN, sem er par 72 með erfiðleikastuðul 74, var mjög þröngur og að auki var mikill vindur á meðan mótið fór fram. Sigurjón hitti þó 9 brautir fyrri daginn og 11 síðari daginn. ■ MARGIR kylfíngar frá íslandi voru meðal áhorfenda á HM liða sem var á Flórída, en Kjartan L. Páls- son er með 50 kylfínga í golfi þar um þessar mundir, rétt hjá vellinum þar sem HM fór fram. ■ FRÍÐA Dóra Jóhannsdóttir frá Vestmannaeyjum fór holu í höggi á móti hjá hópnum á laugardaginn. í síðustu viku fór önnur kona holu í höggi á sömu braut og báðar voru þær með Elíasi Magnússyni í riðli og nú vilja allar konumar fá að leika með Elíasi! ■ ANDRES Espinosa, sem varð annar í fyrra og hittifyrra, sigraði í karlaflokki í New York maraþoninu á sunnudaginn. Hann tók forystu eftir 33 km og kom í mark á 2 klukkustundum, 10 mín. og fjórum sek. Uta Pippig frá Þýskalandi varð lang fyrst í kvennaflokki á 2:26,24. Hvort um sig hlaut 20.000 dollara (1,4 milljónir króna) og sportbíl í sig- urlaun. Verðum að vinna Mm Morgunblaðið/J6n Svavarsson Sigurreifir Svíar STÚLKURNAR úr GK Hermes í Svíþjóð sigruðu á Norðurlandamótinu í Trompfimleikum sem fram fór í íþróttahúsinu Digranesi á laugardaginn. í karlaflokki sigraði sveit Gadstrup frá Danmörku. Atta lið kepptu í karlaflokki og einnig í kvennaflokki og þar voru tvö íslensk lið sem urðu í tveimur neðstu sætunum. segir Erla Rafnsdóttir, landsliðsþjálfari, um leikinn gegn Italíu annað kvöld um og á eftir að spila tvo leiki við Ítalíu og einn gegn Portúgal. Rúss- ar unnu leikina gegn Ítalíu með 39 marka mun samanlagt en íslenska landsliðið tapaði gegn Rússum með 20 marka mun samanlagt. Portúgal og Ítalía gerðu jafntefli í fyrri leikn- um. Á þessu má sjá að íslenska landsliðið ætti að vinna það ítalska en að sögn Erlu Rafnsdóttur fékk ítalska landsliðið góðan liðstyrk nú í haust því að þrjár handknattleiks- konur frá fyrrum Júgóslavíu hafa öðlast ítalskan ríkisborgararétt. Eftirtaldir leikmenn voru valdir í A-landsliðshópinn: Inga Lára Þóris- dóttir, Víkingi, Herdís Sigurbergsdóttir, Stjömunni, Steinunn Tómasdóttir, Fram , Halla María Helgadóttir, Víkingi, Auður Hermannsdóttir, Virum Danmörku, Laufey Sigvaldadóttir, Gróttu, Harpa Melsted , Haukum, Ragnheiður Stephensen Stjörn- unni, Andrea Atladóttir, IBV, Ósk Víðis- dóttir, Fram, Heiða Erlingsdóttir, Víkingi, Svava Sigurðardóttir, Víkingi, Una Steins- dóttir, Stjörnunni, íris Sæmundsdóttir, ÍBV, Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjörnunni, Hulda Bjamadóttir, Víkingi, Fanney Rúnarsdóttir, Gróttu, Hjördís Guðmundsdóttir, Víkingi og Vigdís Finnsdóttir, KR. Erla getur ekki teflt fram öllum þeim leikmönnum sem voru valdir. Auður Hermannsdóttir, Virum Danmörku, er meidd á fæti og Lauf- ey Sigvaldadóttir er enn ekki búin að ná sér eftir veikindi. Þetta kem- ur eflaust til með að veikja vinstri vænginn í sókninni hjá íslenska lið- inu þar sem þær Laufey og Auður spila þar sömu stöðu. Einn nýliði kemur inn í íslenska hópinn og það er íris Sæmundsdóttir sem spilar með ÍBV. Erla og landsliðsnefnd kvenna hvetur handknattleiksunnendur til að mæta á leikinn því að stuðning- ur áhorfenda getur skipt sköpum í leik sem þessum. Morgunblaðið/Frosti Sigurvegarar í karla- og kvennaflokki í kata og kumite á Islandsmótinu í Shotokan karate. Lengst til vinstri er Héðinn Valdimarsson úr Haukum sem valinn var maður mótsins, þá Ingibjörg Júlíusdóttir, Halldór Narfi Stefánsson, Edda Blöndal og Hjalti Ólafsson. Þau fjögur síðastnefndu eru öll úr Þórshamri. Þórshamarsfólk í aðalhlutverki KEPPENDUR frá Þórshamri voru i flestum aðalhlutverkunum á íslandsmótinu í Shotokan-kar- ate sem fram fór í íþróttahúsi Víðistaðaskóla um helgina. Keppt var í kumite, kata og hóp- kata í opnum flokki karla og kvenna og hrepptu Þórshamarsmenn gullverðlaun í öllum sex greinunum. Hjalti Ólafsson nældi sér í sinn fyrsta Islandsmeistaratitil í Shotok- an karate þegar hann sigraði Ás- mund ísak Jónsson í úrslitaglímunni í opnum flokki karla. Hvorugur þeirra tók mikla áhættu í glímunni en Hjalti náði bragði sem gaf honum „vasari“ og tryggði honum sigurinn. Edda Blöndal, átján ára stúlka úr Þórshamri, varð meistari í opnum flokki kvenna með sigri á Eydísi Finnbogadóttur í úrslitum. Árangur Eddu vekur athygli en aðeins er rúmt ár síðan hún hóf að stunda karate. Halldór Narfi Stefánsson úr Þórs- hamri varð stigahæstur í opnum flokki karla í kata. Halldór hlaut 45,7 stig en næstur kom Jón Ingi Þorvaldsson úr Þórshamri með 44,6 stig. Einkunnagjöfin er mjög ströng í kata og ein mistök geta kostað það að keppandi fái 0 í einkunn. Það kom meðal annars fyrir Ásmund ísak Jónsson Þórshamri sem tvívegis hef- ur orðið meistari í þessari grein og varð í öðru sæti á mótinu í fyrra. Ingibjörg Júlíusdóttir sigraði í opnum flokki kvenna í kata. Ekki var keppt í þessum flokki á síðasta ári vegna lítils áhuga en heldur virð- ist áhuginn vera að glæðast hjá kvenfólkinu en átta keppendur voru í þessum flokki. A-sveit Þórshamars sigraði i öll- um þremur viðureignum sínum í liða- ■keppninni í kumite og hlaut gull. Úrslit voru á sama veg í hópkata í opnum flokki þar sem A-sveit Þórs- hamars fékk 47,3 stig en Haukar urðu í öðru sæti með 45,1 stig. Héðinn Valþórsson, átján ára gamall úr Haukum var valinn maður mótsins. Héðinn gerði sér lítið fyrir og lagði Gunnar Júlíusson, fyrrver- andi meistara að velli i viðureign þeirra í kumite og náði þar með þriðja sætinu í opnum flokki en Héðinn var jafnframt meistari í kum- ite 8-4 kyu. Keppendur voru rúmlega áttatíu talsins en einnig var keppt í un'gl- ingaflokkum. Karatedeild Hauka stóð fyrir mótinu og veitti verðlaun. FIMLEIKAR / NM I TROMPI HANDBOLTI / KVENNNALANDSLIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.