Morgunblaðið - 16.11.1993, Page 2

Morgunblaðið - 16.11.1993, Page 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1993 Þeir landsleikjahæstu í knattspyrnu Peter Shilton, Englandi Pat Jennings, Norður-írlandi Heinz Hermann, Sviss - ■ • Björn Nordqvist, Svfþjóð WJ Dino Zoff, ftaiíu % / Hector Chumpitaz, Perú /J/f A Oleg Blochin, Sovétríkjunum /lil / lliubbrhVuum.lÁuiiamii Ladislau Bölöni, Rúmeníu 1119 Bobby Charlton, Englandi 108 108 106 Billy Wright, Englandi —»105 Thorbjðrn Svenssen, Noregi Grzegors Lato, Póllandi FranzBeckenbai^^ J104 |l04 (103 103 Mattháus slær þýska metið á morgun, í vináttulandsleik gegn Brasiliumönnum. Hann er sá eini í þessum hópi, sem enn er að. ■ ANNA Bauscher sigraði í 800 m skriðsundi og setti met í sínum aldursflokki á móti í Philadelphiu í Bandaríkjunum á dögunum, en beið ekki eftir verðlaunaafhending- unni. „Ég syndi til að halda lífi, ekki fyrir frægðina," sagði Anna. Hún er 91 árs. ■ HEIKE Drechsler, heims- og ólympíumeistara í langstökki kvenna, barst á dögunum morðhót- un í bréfi. Langstökkvarinn, sem sat á þingi Austur-Þýskalands fyrir sameiningu þýsku ríkjanna, neitaði nýlega ásökunum þess efnis að hún hefði starfað fyrir Stasi, öryggislögreglu Austur-Þýska- lands, en upplýsti hins vegar að Stasi hefði reynt að fá sig til starfa 1986 en hún neitað. ■ DRAZENS Petrovics, króa- tíska körfuboltamannsins snjalla, sem lést í bílslysi í sumar, var ÍHémR FOLK minnst á fimmtudag fyrir fyrsta heimaleik New Jersey Nets, sem hann lék með í NBA-deildinni. Keppnistreyja númer 3, sem hann lék jafnan í, var dregin upp í tjáfur í heimahöll Nets og leikmannsins minnst, að viðstöddum foreldrum hans og bróður. Hl SEXTUG kona í Florida greip til örþrifaráðs í fyrri viku, þegar hún var ekki sammála eiginmannin- um um hvað þau ættu að í sjónvarp- inu. Konan vildi sjá fréttir, en eigin- maðurinn leik í bandarísku fótbolta- deildinni, NFL; konan hafði fengið nóg af fótboltanum, dró fram skammbyssu og hleypti tvisvar af — skotin fóru í öxl og kviðarhol mannsins, segir í USA Today, en hann er að jafna sig. ■ VERÐLA UNAHÖFUM á Ólympíuleikunum í Lillehammer á næsta ári gæti orðið kalt á fótun- Enski markvörðurinn Peter Shilton á að baki fleiri landsleiki en nokkur annar knattspyrnumaður um. Verðlaunapallarnir verða nefni- lega úr aldagömlum jökulís, en mik- ill slíkur ís verður fluttur frá Sogni, í vesturhluta Noregs, til Lille- hammer þar sem hann verður tálg- aður í viðeigandi form. ■ OLAV Bekken, 58 ára safn- stjóra, veitist sá heiður að kveikja Ólympíueldinn sem logar meðan á leikunum í Lillehammer stendur. Hann sigraði í keppni í því að kveikja eld að hætti steinaldar- manna; keppendur voru látnir núa saman tveimur prikum og Bekken var fljótastur að kveikja eld með þessum hætti — 104 sekúndur. Hann verður látinn endurtaka leik- inn 27. nóvember nk. og Marta Lovísa prinsessa sér síðan um að kveikja í kyndlinum sem hlaupið verður með um Noreg í 75 daga; allt þar til leikarnir verða settir, 12. febrúar. HRAEN Leikir íslands og Búlgaríu í undankeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik í síðustu viku vöktu ekki mikinn áhuga almennings. Aðeins 334 greiddu aðgang að þeim fyrri, á fimmtu- dagskvöld, og 190 á þann seinni kvöldið eftir, en þá var 16 ára og eldri reyndar boð- ið á leikinn. Þegar Króatía kom til leiks fyrir stuttu mættu ^ 1.500 manns í Kaplakrika, sem getur vart talist mik- ið þegar eitt besta landslið heims á í hlut — tvö þeirra bestu, mætti líkast til segja, og það er jafnvel enn frek- ar áhyggjuefni, en léleg aðsókn á leikina tvo sem nefndir voru í upphafí. Þegar dregið var í riðla kom í Ijós að tvö þeirra liða sem íslend- ingar mæta eru frábær; Króatar og Hvít-Rússar. Viðureignin gegn þeim fyrrnefndu hér heima er að baki, en báðir leikirnir gegn Hvít-Rússum verða hér í janúar. Þá hlýtur að mega búast við margmenni, endai staða íslands góð í riðlinum og við annan aðal- keppinautinn að etja. Finnland er fímmta liðið, og síðasti leikur íslands er gegn frændþjóðinni hér heima. Þá ætti spennan í riðlinum að verða í hámarki, og áhorfend- ur að fjölmenna, verði allt með felldu. Mannfæðin í Höllinni á leikj- unum við Búlgari var sláandi, en kom hún á óvart? Skoða verður nokkur atriði. í fyrsta lagi höfðu fslenskir ijölmiðlar greint frá frammistöðu Búlgara í keppninni fyrir íslandsferðina, en þeir höfðu sannarlega ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum; reyndar ekki tapað „nema“ með nfu mörkum og tíu fyrir Króötum en með 29 — tuttugu og níu — marka mun í fyrri leiknum gegn Hvít-Rúss- um, 43:14, og níu mörkuríi í þeim seinni. Við því er ekki hægt að búast að fjöldi fólks komi til að sjá íslendinga etja kappi við slíkt lið, því miður. Það er líklega liðin tíð, nóg önnur afþreying í boði. Auðvitað sorglegt, en líklega staðreynd engu að síður. íslensk- ir áhorfendur eru svo góðu vanir, að þeir hafa greinilega hugsað sem svo að „strákamir okkar“ myndu sigra svo auðveldlega í þessum leikjum, að það tæki því ekki að fara í Höllina. Peninga- leysi fólks á þessum „síðustu og verstu“ hefur eflaust einnig spil- að inní hve fáir komu, og síðast en ekki sfst sú staðreynd að Stöð 2 sýndi báða leikina beint. Eftir að hafa séð búlgarska liðið í fyrri leiknum var í það minnsta ekki hægt að búast við mörgum áhorf- endum á þann seinni. Lið Búlgariu var mjög slakt, lék rólega — svo ekki sé fastar að orði kveðið — og kom greini- lega til landsins til að tapa með sem minnstum mun. Það eru lið eins og það búlgarska sem ættu að fá menn til að breyta reglum íþróttarinnar í þá veru, að tíma- mörk verði sett á hveija sókn í handknattleik eins og í körfu- knattleik. Þar gefst það mjög vel, leikurinn verður hraður og skemmtilegur fyrir vikið. Þannig er handknattleikurinn vissulega oft, og þannig á hann að vera. Handknattleikur er ekki hæga- gangs-íþrótt. Fólk vill hraða og spennu. Skapti Hallgrímsson Því ekki að setja tíma- mörk á sóknir einsog í körfuknattleik? Erþað tilviljun að GUÐMY GUNMSTEIIMSDÓTTIR eríyrirliðieins og pabbinn? Kannski er það í genunum GUÐNÝ Gunnsteinsdóttir, landsliðskona íhandknattleik úr Stjörnunni, verður fyrirliði landsliðsins sem mætir ítölum í undankeppni EM í íþróttahúsinu Ásgarði annað kvöld. Hún hefur einnig verið fyrirliði Stjörnunnar mörg undanfarin ár — hefur leikið með meistaraflokki félagsins frá þvf hún var 16 ára eða í 10 ár og á yfir 60 landsleiki að baki. Guðný leikur í stöðu línumanns eins og bróðir hennar, Skúli. Guðný sagðist hafa byijað að æfa handknattleik þegar hún var 12 ára. Var reyndar búin að prófa aðrar EfJjr íþróttagreinar eins ValB. og gengur en fann Jónatansson sig best í hand- boltanum. Það þarf ekki að koma á óvart því faðir hennar, Gunnsteinn Skúla- son Valsmaður, var einn besti handknattleiksmaður landsins og var m.a. fyrirliði landsliðsins á sínum tíma. Guðný er 26 ára og er í námi í sjúkraþjálfun — á þriðja ári. Hún er í sambúð með Sig- geiri Magnússyni, sem einnig er handboltamaður, en hefur nú lagt skóna á hilluna. Faðir þinn var fyrirliði lands- liðsins á sínum tíma ogSkúIi bróð- ir þinn er fyrirliði Stjörnunnar, er þetta ættgengt? „Já, ætli það ekki. Kannski er þetta í genunum eða að við séum svona frek og stjómsöm. Annars held ég að þetta sé tilviljun. Eins og hjá Stjörnunni þá var ég sett fyrirliði fyrir nokkrum árum og það hefur ekkert verið rætt meira um það síðan.“ En hvenær byijaðir þú að æfa handbolta af alvöru? „Ég byijaði tólf ára og þá voru engir yngri flokkar til hjá Stjörn- unni, en það breyttist fljótt því við vorum það margar stelpur sem æfðum og gátum því fljótlega myndað lið.“ Hefur þú alltaf leikið á línunni? „Nei, ég byijaði sem skytta enda var ég frekar stór 12 ára gömul, en síðan hætti ég að stækka og fór þá inná línuna og sé ekki eftir því.“ Það hlýtur að vera mikið talað um handbolta í fjölskyldunni? „Nei, það er nú það skrýtna Morgunblaðið/Kristinn Guðný Gunnsteinsdóttir hitar upp fyrir átökin á morgun. „Ég byijaði sem skytta enda var ég frekar stór 12 ára gömul, en síðan hætti ég að stækka og fór þá inná línuna." við það, að við tölum ekki mikið um handbolta. Við hittumst svo sjaldan nú orðið og höfum því um margt annað að tala. En við fylgj- umst auðvitað með hvort öðru á handboltavellinum." Nú er landsleikur framundan við Ítalíu, á íslenska liðið mögu- leika á sigri? „Já, ég held það og við ætlum okkur sigur. Við unnum Portúgal og Ítalía gerði jafntefli við Portúg- al á heimavelli svo út frá þeim úrslitum ættum við að eiga raun- hæfa möguleika á sigri. Eins tap- aði ítalska liðið fyrir Rússum með meiri mun en við gerðum." Eru framfarir í kvennahand- boltanum hér á landi? „Já, það er mun meiri breidd núna en áður. Landsliðið er það jafnasta sem ég hef verið í — margar jafngóðar. Reyndar verð- um við núna án Auðar Hermanns- dóttur sem er meidd og eins ér spurning með Laufeyju Sigvalda- dóttur, en þær stóðu sig báðar mjög vel gegn Rússum.“ Nú ert þú orðin 26 ára og með elstu leikmönnum landsliðsins. Ertu nokkuð á þeim buxunum að fara að hætta? „Nei, ég er ekkert að hætta. Mér finnst ég alltaf vera jafn ung og lítil stelpa. það er reyndar skrýtið að það eru þijár í Stjörnu- liðinu sem eru yngri en ég og búnar að eiga börn. Áður var allt- af talað um þessar ungu og gömlu í liðinu, en nú er talað um þessar ungu, ungu mömmurnar og svo þessar geldu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.