Morgunblaðið - 25.11.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 25.11.1993, Síða 12
12 B dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1993 Ekki lengur poppstöð með auglýsingum Fullveldisdagurinn fyrir 10 árum er sögulegur í íslenskri útvarps- sögu en þá hóf Rás 2 útsendingar sinar. í fyrstu var dagskráin stutt, aðeins 6 klukkustundir á dag, en með árunum hefur útsendingar- tíminn lengst og nú er sent út allan sólarhringinn. A afmælisdaginn verður dagskrá Rásarinnar með talsvert öðru sniði en venjulega, fyrrum starfsmenn líta við og þeir tónlistarmenn sem sett hafa svip sinn á dægurtónlist áratugarins flytja tónlist í beinni útsendingu. Dægurmálaút- varp á oddinn Dagskrárstjórinn - Sigurður G. Tómasson er bjartsýnn á framtíð Rásar 2. Eins og áður segir hefur dagskrá Rásar 2 breyst verulega á undanförnum 10 árum. Sigurður G. Tómasson, dag- skrárstjóri Rásar 2, segir að stöðin sé ekki lengur popprás með auglýsingum. „Dægurmálaút- varpið er orðinn svo stór þáttur í dagskránni,“ segir hann. „Rás 2 hefur breyst í tónlistarútvarp sem leggur áherslu á fréttatengt efni, atburði líðandi stundar og íþróttir." Sigurður er þriðji dagskrárstjór- inn frá upphafi, en fyrirrennarar hans voru þeir Þorgeir Ástvaldsson og síðan Stefán Jón Hafstein, sem lét af störfum á síðasta ári. Fyrsta tónlistarstöðin á íslandi verður 10 ára á fullveldisdag- inn. Af því tilefni verður dagskrá Rásar 2 með töluvert ólíku sniði en dags daglega Rás 2 er fyrsta tónlistarrásin á íslandi. Áður hafði Gufan fullnægt þörfum landans varð^ndi útvarps- efni, en léttari dagskrá á Rás 2 var mikil breyting frá dagskrá Rásar 1 og til að byija með var nýja rásin nær eingöngu tónlistarútvarp. Þó svo að það hafi breyst, þá hefur frá upphafi verið lögð áhersla á tónlist flutta í beinni útsendingu, og verður afmælisdagurinn engin undantekning. Meðal þeirra sem munu leika eru Bubbi Mortens, Meg- as tekur lagið ásamt Ný danskri, Sjórnin mun spila lag Gunnars Þórð- arsonar Ég veit þú kemur og fær sér til aðstoðar óvæntan liðsauka og Eyjólfur Kristjáns- son og félagar taka lagið. Af öðrum gest- um má nefna Þorgeir Ástvaldssson, Pál Þorsteinsson, Jón Axel Olafsson, Ernu Indriðadóttur og Arnþrúði Karlsdótt- ur. Annað sem hefur breyst er vinnu- lagið á dagskránni. Það fylgir því mikið álag að vinna á Rásinni og segir Sigurður að kröfur um vinnu- tíma séu miklar. Nú framleiði færra starfsfólk meira útvarpsefni en fyrir tíu árum. Þegar Rás 2 hóf starfsemi sína var reglan sú að menn skrifuðu handrit að heilu þáttunum, sem þeir svo fylgdu orð frá orði. „Menn fóru ■ ekki inn og sögðu eitthvað," segir dagskrárgerðarmað- urinn og morgunþáttarstjórnandinn Margrét Blöndal, en hún hefur starf- að við Rásina síðastliðin níu ár. „Maður var í nokkra daga að und- irbúa eina næturvakt. Nú er þetta ekki lengur hægt, aðallega vegna þess að fólk er mun meira í útsendingu en áður var. „Fólk er allt að 10 tíma eitt í útsend- ingu á viku,“ segir Sigurður. Rás 2 leggur áherslu á að dag- skrárgerðarmennirnir hafi fqálsar hendur varðandi efni og tónlist í þætti sína og segir Sigurður að ekki sé neinn lagalisti í gangi, dagskrár- gerðarmennirnir fái að velja tónlist- ina sjálfir. „Rás 2 er og verður karakterút- varp,“ segir-Sigurður. „Þáttastjórn- endurnir eru ekki bara plötusnúðar." Hann segir að þar sem fyrifram valinn lagalisti sé í gangi verði stöðv- arnar sviplausar og fólkið sem stjórni þáttunum hætti að skipta máli. „Rás 2 byggir á sambandi þáttastjórnandans við hlustendur," segir hann. „Okkur er treyst fyrir því sem við erum að gera,“ bætir Margrét við. „Vlð stöndum óg föllum með því.“ Á síðastliðnum tíu árum hefur orðið önnur mikilvæg breyting í út- varpsmálum hérlendis, þegar rekst- ur útvarpsstöðva var gefinn fijáls. Með tilkomu Bylgjunnar árið 1986 fékk Rás 2 samkeppni. Sigurður segir að dægurmálaút- varpið sem nú einkennir dagskrána sé afleiðing þessarar samkeppni, það hafi hreinlega verið sett til höfuðs þættinum Reykjavík síðdegis, undir stjórn Hallgríms Thorsteinssonar. Og Sigurður segir að í dag sé dægurmálaútvarpið og gott sam- band við hlustendur grunnurinn að velgengni Rásar 2, og hann er bjart- sýnn á framtíðina. „Rás 2 verður áfram til staðar," segir hann. Á leið til frægðar á ný - Reeves hefur undanfarin ár leikið í lítt þekktum kvikmyndum. Ofurmennið sýnir á sér nýja hlið CHRISTOPHER Reeves, leikarinn sem sló í gegn í hlutverki Ofur- mennisins í myndunum fjórum sem gerðar voru um kappann hefur látið lítið á sér bera á undanförnum árum. En nú birtist hann á hvíta tjaldinu á ný í myndinni Dreggjar dagsins, eða „Remains of the Day“ sem gerð er eftir skáldsögu Kazuo Ishiguro, en hún kom út í íslenskri þýðingu fyrir jólin 1990. Leikarinn Christopher Reeves, sem flestir þekkja sem Ofurmennið, hefur látið lítið á sér bera síðan hann hætti að leika kappann fljúgandi, en er nú að koma fram á sjónarsviðið á ný Mótleikarar hans í myndinni eru þau Anthony Hopkins og Emma Thompson, en í Dreggjum leik- ur Reeves bandarískan húsbónda þjónsins Stevens, sem leikinn er af Hopkins. Reeves segir að þetta brotthvarf hans af stjörnu- himninum hafi verið að yfirlögðu ráði. Eftir að hann lék Ofurmennið þá hafi einu hlutverkin sem honum hafi boðist verið að leika hetjur í hasar- myndum, en hann hafi ekki haft áhug á því, en þess má geta að Reeves hlaut leikaramenntun sina í Yale háskóla í Bandaríkjunum. „Flestar þessara mynda hefðu eflaust gengið vel í kvikmyndahús- um,“ segir hann. í staðinn sóttist hann eftir minna áberandi hlut- verkum í óvenjulegum myndum, sem uppfylltu óskir hans um frumleika og sköpunarkraft. Nú þegar hann er að verða kunnur fyrir þessi hlutverk sín hefur hann aftur áhuga á að leika í hasarmynd og segir að það sé jafnvel í bígerð. Sérekki eftir neinu Reeves segist ekki sjá eftir að hafa kosið að hafa þennan háttinn á ferli sínum, þó svo að hann segi að það sé skrýtið til þess að hugsa að ef hann hefði valið að leika í einni eða tveimur vinsæl- um hasarmyndum þá hefði honum verið boðin hlut- verkin sem hann vildi fyrr, en nú er hann að reyna að fá að leikstýra og leika aðalhlutverkið í mynd um mannfræðing sem er að gera athuganir á Samburu-ættflokkinum í Kenýa. Einkalíf Reeves ber einnig merki þess að hann kýs að halda sig utan sviðsljóssins, en hann býr ásamt eiginkonu sinni og barni í New York-ríki. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Fanturinn ★ ★ Vi Hið illa og góða togast á í tveimur drengjum með vofeifilegum afleiðing- um. Góð afþreying þótt hún risti grunnt. Rísandi sól ★ ★ Vi Philip Kaufman breytir metsölubók Michaels Crichtons í of veigamiklum atriðum til að myndin hans verði spennandi en ekkert er til sparað og hún er ágætlega kvikmynduð og leik- urinn er góður. Flóttamaðurinn ★ ★ ★ Dr. Kimble, flóttamaðurinn frægi frá árdögum sjónvarpsins, mættur til leiks í nýjum búningi. Tekst enn á ný eink- ar vel að hafa ofanaf fyrir áhorfend- um. Veiðiþjófarnir ★ ★ Vi Ágætlega gerð og spennandi ævin- týramynd fyrir ungiinga um þijú ung- menni sem leggja á flótta yfir Kala- harí-eyðimörkina í Afríku. Tina ★★★.'/!i Stormasamri sambúð Tinu og Ike Turner gerð glimrandi góð skil í þess- ari frábæru ævisögulegu mynd um „ömmu rokksins". Leikararnir góðir en Laurence Fishburne er stórkostleg- ur sem karLrembusvínið Ike. BÍÓHÖLLIN Dave ★ ★ ★ Tvífari forsetans gerist umsvifamikill í Hvíta húsinu. Lengst af vel skrifuð, bráðfyndin gamanmynd með ádeilu- broddi. Kevin Kline og Frank Langella í toppformi. Hókus pókus ★ '/2 Hugmyndin um þriggja alda gamlar nornir sem detta inn í samtímann er góð en úrvinnslan vond. Glæfraförin ★ Afspyrnuléleg spennumynd um geð- sjúklinga og sjávarháska. Geggjun Erics Roberts er ástæðan fyrir stjörn- unni. Fyrirtækið ★ ★ Vi Ungur lögfræðingur blindast af gróða- von um sinn. Langdregin, brokkgeng en óaðfinnanleg útlits. Betri skemmt- un þeim sem enn hafa ekki lesið bók- ina. Ung í annað sinn ★ ★ Góður leikarahópur kemur saman í rómantískri gamanmynd um vanda- mál nokkurra fjölskyldumeðlima í Brooklyn á sjöunda áratugnum. Ein- stakir kaflar betri en heildarmyndin. Einu sinni var skógur ★ ★ Falleg teiknimynd með umhverfis- vænu yfirbragði um lítil skógardýr sem takast á hendur langt ferðalag. Ævintýraferðin ★ ★ Tveir hundar og einn köttur lenda í ævintýrum í leit sinni að fjölskyldunni sem flutt hefur í burtu. Þrír þékktir leikarar tala fyfir dýrin í hugljúfri gæludýramynd. Skógarlíf ★ ★ ★ Ein af gömlu Disneyperlunum segir frá ævintýraferð drengsins Mógla úr frumskóginum til mannabyggða. Gamansemi og fjör allan tímann. HÁSKÓLABÍÓ Hetjan ★ '/i Basinger misráðin í bankaræningja- hlutverk í linkulegri hasar- og spennu- mynd. Terence Stamp og Val Kilmer bjarga engu. Hættulegt skotmark ★ ★ Vi Ofbeldið er sett ofar öllu í andstyggi- legri en spennandi drápsmynd. Af öllu hjarta ★ ★ Vi Sérstök og frumleg mynd nýsjálenska leikstjórans Vincent Wards segir frá eskimóa sem kynnist „siðmenning- unni“ og fær sig fullsaddann. Ágætur leikur hjá Jason Scott Lee. Fyrirtækið ★ Vi Ungur lögfræðingur blindast af gróða- von um sinn. Langdregin, brokkgeng en óaðfinnanleg útlits. Betri skemmt- un þeim sem enn hafa ekki lesið bók- ina. Indókína ★ ★ ★ Falleg, hádramatísk, frönsk stórmynd um miklar ástir og umbrot í Indókína undir Frökkum. Catherine Deneuve ógleymanleg. Rauði lampinn ★ ★ ★ Fínleg, döpur en minnisstæð mynd um tilgangslitla jafnréttisbaráttu kvenna gegn karlaveldinu í Kína. Jurassic Park ★ ★ ★ Vi Ein af eftirminnilegu myndunum hans Stevens Spielbergs hefur átt geysileg- um vinsældum að fagna erlendis og byijaði með látum hér heima. Stór- kostleg ævintýramynd og ein af fáum í seinni tíð sem er virkilega nauðsyn- legt að sjá. LAUGARÁSBÍÓ Hættulegt skotmark ★ ★'/j Ofbeldið er sett ofar öllu í andstyggi- legri en spennandi drápsmynd. Prinsar í L.A. ★ ★ Oft skopleg endaleysa um þræður tvo sem komast að því að þeir eru í raun- inni prinsar í fjarlægu ríki. Hinir óæskilegu ★ ★ ★ Vi Hreinskilni og vonleysi myndarinnar kemur eins og köld vatnsgusa framan í áhorfendur. Ein sterkasta mynd sem gerð hefur verið um ömurleg kjör og virðingarleysi þeldökkra unglinga gagnvart umhverfi sínu. REGNBOGINN Svik ★ Áströlsk della um tryggingarsvik og vafasama kraktera. Myndin er nánast svik við kröfuharða áhorfendur. Hin helgu vé ★ ★ Vi Lítil og ljúf mynd um fyrstu reynslu sjö ára drengs af ástinni og afbrýð- inni. Yngstu leikararnir fara á kostum. Óvenjuleg mynd frá Hrafni. Píanóið ★ ★ ★ Einkar vel get’ð og leikin nýsjálensk verðlaunamynd um mállausa konu sem kynnist ástinni í óbyggðum og píanóið sem verður örlagavaldurinn í lífí hennar. Gott mál. Áreitni ★ ★ Miðlungsspennumynd um áreitna og ruglaða stelpugálu. Ristir grunnt en aðalleikkonan státar af réttum Lolitu- sjarma. Red Rock West ★ ★ Ekki ólaglega gerð og leikin en spennulítil og fyrirsjáanleg mynd í film noir stíl. SAGABÍÓ Strákapör -k-kVi Skemmtileg drengjamynd um stráka sem leika hornabolta allan liðlangan daginn og lenda í ævintýrum þegar boltinn fer inn í garð nágrannanns. Rísandi sól (sjá Bíóborgiim) STJ8RNUBÍÓ Ég giftist axarmorðingja ★ ★ Rómantísk gamanmynd sem tekur undarlega beygju í lokin og lendir mjög utan vegar. Ágætir aukaleikarar gera meira fyrir myndina en myndin fyrir þá. Svefnlaus í Seattle ★★★ Einkar aðlaðandi rómantísk gaman- mynd um samdrátt manns og konu sem teygir sig þvert yfir Bandaríkin. Full af húmor og skemmtilegheitum varðandi ástina 'og hjónalífið. í skotlínu kkkVi Fyrstaflokks afþreying. Mynd sem gerir fólk að bíófíklum og heldur því ánetjuðu við efnið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.