Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 1
88 SIÐURB/C
STOFNAÐ 1918
279. tbl. 81. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Wolf dæmdur
Reuter
MARKUS Wolf, fyrrum yfirmaður austur-þýsku
leyniþjónustunnar, var í gær dæmdur til sex ára
fangelsisvistar fyrir landráð og njósnir. Búist er við
að stjórnlagadómstóll Þýskalands muni nú verða að
skera úr um hvort hægt sé að dæma mann fyrir
landráð gegn ríki, sem hann hafði ekki ríkisborgara-
rétt í. Hópur stuðningsmanna gamla austur-þýska
kommúnistaflokksins hafði komið saman fyrir utan
dómshúsið í Dússeldorf er dómurinn var kveðinn
upp og_ krafðist fólkið þess að Wolf yrði sleppt úr
haldi. Á myndinni ræðir Wolf við blaðamenn ásamt
Gregor Gysi, leiðtoga kommúnista á þingi (t.v.).
Hugmyndir bandarískra sérfræðinga
Kjamavopnum beint
að N-Atlantshafi?
VARNARMÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefur tekið til skoðun-
ar hvort beina beri langdrægum eldflaugum þeim sem bera kjarn-
orkuvopn frá skotmörkum í Rússlandi og raunar fleiri fyrrum sovét-
lýðveldum. Þetta fékk Reufers-fréttastofan staðfest síðdegis í gær
en bandaríska dagblaðið The New York Times hafði fyrr um daginn
greint frá því að þessi hugmynd hefði komið upp í viðræðum full-
trúa Rússa og Bandaríkjamanna. Ónefndur hershöfðingi einn banda-
rískur sagði í samtali við The New York Times að til greina kæmi
að beina eldflaugum þessum á haf út, hugsanlega í Ishafið eða í
Norður-Atlantshaf.
Að sögn heimildarmanna Reuters
var þessi hugmynd til umræðu á
fundi í fyrri viku er ígor Sergeijev,
yfirmaður kjarnorkuherafla Rússa,
var á ferð í Bandaríkjunum. Ekki
hefur komið til tals að taka gjöreyð-
ingan'opn þessi úr umferð en á hinn
bóginn þykir ýmsum það við hæfi
að finna þeim ný skotmörk á þeim
slökunartímum sem nú ríkja í sam-
skiptum Rússlands og Bandaríkj-
anna. Slík breyting hefði í raun þó
aðeins táknrænt gitdi þar sem auð-
veidlega mætti stilla búnað eldflaug-
anna á ný þannig að þær gætu tor-
tímt eldri, skilgreindum skotmörk-
um. Tæki það að sögn sérfróðra um
15 mínútur en rússnesk landeldflaug
Staðan í viðræðunum um GATT ekki kynnt Evrópubandalaginu fyrr en í dag
Juppe segir Frakka ekki
sátta við GATT-samning
Kantor o g Brittan deila enn um innflutning- á bandarísku menningarefni
Brussel, París. Reuter. The Daily Telegraph.
ÓVISSA ríkir á nýjan leik um hvort GATT-samningar nást eftir að
Alain Juppe, utanríkisráðherra Frakklands, lýsti því yfir í gær-
kvöldi að Frakkar gætu ekki sætt sig við stöðu mála í viðræðum
Bandaríkjamanna og Evrópubandalagsins (EB). Sagðist hann ekki
hafa neina ástæðu til að ætla að samningar næðust.
í gær átti að kynna ráðherra-
ráði og utanríkisráðherrum EB
landbúnaðarsamning þann sem Sir
Leon Brittan, viðskiptafulltrúi EB
Breytingar á kyn-
fræðslu í Bretlandi
Lundúnum. Reuter.
BRESKI menntamálaráðherrann, John Patten, tilkynnti í gær breyting-
ar á kynfræðslu í breskum skólum. Verður kynfræðslan tekin af
kennsiuskrá í líffræði og kennd þess í stað sem sjálfstæð grein. Aukin
áhersla verður lögð á fjölskyldugildi og siðferðislega ábyrgð.
í engu landa Evrópubandalagsins
eru skilnaðir jafn algengir og ein-
stæðar mæður jafn margar og í Bret-
landi. Endurspegla hinar nýju reglur
um kynfræðslu áskorun Johns Maj-
ors forsætisráðherra um að menn
hverfi frá frjálslyndi sjöunda áratug-
arins, sér í lagi hugmyndum um
fijálsar ástir.
Mackay lávarður hefur lagt fram
tillögu þess efnis að hjón geti fengið
lögskilnað er eitt ár er liðið frá skiin-
aði að borði og sæng í stað tveggja
ára. Vill Mackay að meiri áhersla
verði lögð á að koma í veg fyrir skiln-
að í þeim tilfellum sem það sé hægt.
Vill hann að settar verði upp „sátta-
stöðvar" þar sem hjón geti gert út
um ágreinirigsmá! sín áður en lög-
fræðingar komi til sögunnar.
Þá eru málefni einstæðra mæðra
pólitískt deilumál. Nokkrir íhalds-
samir þingmenn hafa úthrópað mæð-
ur á unglingsaldri og segja þær ala
upp glæpamenn framtíðarinnar undir
verndarvæng velferðarkerfisins.
Kirkjunnar menn segja þær hins
vegar þarfnast hjálpar. Hefur stjórn-
in lýst því yfir að framfærsla barna
ungra mæðra eigi fremur að vera á
herðum foreldra stúlknanna eða unn-
usta en ríkisins.
og Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi
Bandaríkjanna, gerðu en í gær-
kvöldi var tilkynnt að því hefði
verið frestað þar til í dag. Brittan
og Kantor héldu áfram viðræðum
í gærkvöldi og var allt eins búist
við því að þær stæðu í nótt.
Talið er að Bandaríkjamenn hafi
gefið eftir í landbúnaðarsamningi
Kantors og Brittans og fyrr um
daginn höfðu yfirlýsingar ýmissa
ráðamanna vakið vonir um að
samningar væru brátt í höfn.
Yfirlýsing Juppe kom hins vegar
í kjölfar orðsendingar sem Edouard
Balladur, forsætisráðherra Frakk-
lands, sendi Helmut Kohl, kanslara
Þýskalands og Brittan, þar sem
hann krafðist þess að EB óskaði
eftir auknum tryggingum gegn
ódýrum innflutningi. Þá hafa
Frakkar gert kröfur um að brugð-
ist verði með skjótari hætti en
áður við undirboðum.
Enn deilt um menningarmál
Gúnther Rexrodt, viðskiptafull-
trúi Þýskalands, sakaði Frakka í
gær um að ganga of langt. Sagði
hann að sökum þrákelkni þeirra
væri útséð að EB og Bandaríkin
kæmust að samkomulagi á mánu-
dag sem talið hefði verið nauðsyn-
legt til að að samningar næðust
fyrir 15. desember.
Ætlunin var að Kantor og Britt-
an héldu fund í Genf í dag, þar
sem samningurinn yrði kynntur.
Þeir deildu hins vegar enn í gær-
kvöldi um mál á borð við innflutn-
ing á bandarískum kvikmyndum
og sjónvarpsefni, styrki til flug-
vélasmíði og aðgang að bandarísk-
um fjármálamörkuðum.
er um 30 mínútur að ná til Banda-
ríkjanna.
Dregið úr hættu af
slysaskotum
Að sögn The New York Tiiues
hafa bandarískir sérfræðingar rætt
þá hugmynd að beina megi vopnum
þessum að stöðum á hafi úti. Segir
blaðið að 24 slíkir staðir hafi komið
til tals og að ágæti þessarar hug-
myndar hafí m.a. verið rökstddmeð
tilvísun til þess að rússneskum borg-
um eða hernaðarskotmörkum yrði
ekki eytt ef bandarískri eldflaug með
kjarnaodd innbyrðis yrði skotið á
loft fyrir mistök.
Á meðal þeirra hafsvæða sem
komið hafa til tals eru, að sögn
bandaríska blaðsins, Ishafið og
Norður-Atlantshaf. Bandarískur
herforingi, ónafngreindur, segir í
samtali við blaðið í gær: „Ef eldflaug
er af einhveijum ástæðum skotið á
loft fyrir mistök er hugmyndin sú
að hún lendi í íshafinu eða Norður-
Atlantshafinu og þá yrði helsta
áhyggjuefni okkar hugsanlega það
að drepa nokkra hvali.“
Umhverfisáhrif ókönnuð
Embættismenn þeir sem Reuters-
fréttastofan ræddi við í Washington
vildu hvorki staðfesta né neita þeirri
frétt að til athugunar væri að beina
eldflaugunum að skotmörkum á hafi
úti og lögðu áherslu á að engin
ákvörðun hefði verið tekin I þessum
efnum.
í frétt The New York Times er
haft eftir háttsettum embættis-
mönnum í bandaríska varnarmála-
ráðuneytinu að ekki hafi verið skoð-
uð sérstaklega hugsanleg umhverf-
isáhrif ef eldflaug með gjöreyðing-
arvopn innanborðs yrði skotið á haf
út fyrir slysni.
Rutelli vann
íRóm
FRANCESCO Rutelli, frambjóð-
andi græningja og fyrrverandi
kommúnista í Róm, fagnar sigri.
Rutelli vann nýfasistann Gian-
franco Fini í síðari umferð sveitar-
stjórnarkosninganna á Ítalíu á
sunnudag en þá var kosið milli
tveggja efstu úr fyrri umferðinni.
Nýfasistar fengu mest fylgi á
landsvísu en PDS, flokkur fyrrver-
andi kommúnista, sigraði í nokkr-
um helstu borgunum og er eini
stjórnmálaflokkurinn sem hefur
umtalsvert fylgi í öllum landshiut-
um. Það þykir sýna vel breytta tíma
að viðbrögð á fjármálamörkuðum
við sigri vinstrimanna voru að
þessu sinni fremur jákvæð, hluta-
bréf hækkuðu. Sérfræðingar sögðu
marga hafa talið skárra að PDS
skyldi sigra en nýfasistar.
Sjá frétt á bls. 30.