Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Salan á SR-mjöl Margir kaupend- ur gefa sig fram TALSVERT á annan tug fjár- festa hefur Iýst áhuga á að kaupa hlutabréf SR-mjöls hf. (áður Síldarverksmiðjur ríkis- ins) frá því að fyrirtækið var auglýst til sölu fyrir tveimur vikum, samkvæmt upplýsing- um Ásgeirs Þórðarsonar hjá Verðbréfamarkaði íslands- banka sem hefur umsjón með sölunni. Nafnverð hlutafjárins er 650 milljónir króna sem á að selja í einu lagi. Ásgeir sagði að verið væri að meta kaupendahópinn vegna fyrirhugaðrar sölu áður en einstök tilboð yrðu sett fram en hann sagði ekki útilokað að hægt yrði að ganga frá sölunni á milli jóla og nýárs. . Verðmæti á bilinu 650-1000 milljónir króna **■ Nafnverð hlutafjárins er 650 millj. kr. en Verðbréfamarkaður íslandsbanka hefur lagt mat á verðmæti félagsins sem er nokkru meira en nemur nafnverði eða á bilinu 650-1.000 millj. kr. skv. upplýsingum Ásgeirs. Væntanleg- ur kaupandi yfirtekur einn millj- arð kr. í langtímaskuldum en rík- issjóður hefur þegar létt 400 millj- ónum kr. af fyrirtækinu. Horfið frá lokun hluta Fljótagrunns Tillit tekið lil þckkingai' heimamanna HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur ákveðið að taka tillit til þekkingar heimamanna á staðhátt- um á Fljótagrunni og loka ekki því veiðisvæði þar sem fiskurinn er hvað skástur. Að sögn Björns Ævars Steinarssonar fiskifræð- ings munu veiðieftirlitsmenn fylgj- ast með því hvernig veiðar á svæð- inu þróast, en reglugerð verður væntanlega sett í dag um lokun ákveðinna svæða á Fijótagrunni fyrir Iínuveiðum. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á sunnudaginn kynnti Haf- rannsóknastofnun s.l. föstudagskvöld fyrirhugaða lokun grunnslóðarinnar frá austurkanti Skagafjarðar og í Eyjafjarðarál fyrir línuveiðum. Sjó- menn mótmæltu þessari lokun þar sem með henni væri verið, að loka nánast öllum hefðbundnum veiði- svæðum þeirra og taka frá þeim lífs- björgina. Bjöm Ævar Steinarsson sagði að fundurinn með smábátasjómönnum á Siglufirði á föstudagskvöldið hefði verið mjög gagnlegur og á fundi físki- fræðinga á Hafrannsóknastofnun í gær hefði verið ákveðið að taka tillit til þekkingar heimamanna á svæðinu og skilja eftir opið það svæði þar sem fiskurinn er hvað skástur. Umsögn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skattafrumvörp Slaðgrciðshihlutfallið mun liækka í 41,89% á næsta ári 3500 tonn af brotajárni til Spánar ÚTSKIPUN brotajárns á vegum Hringrása/ hf. var í fullum gangi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið um Sundahöfn á föstudag. Einar Ásgeirsson sagði að um væri að ræða 1.500 tonna farm og væri hann nú á leið til Spánar, en þar í landi væri verð á brotajárni hvað hagstæðast um þessar mundir. Alls sagði hann að flutt hefðu verið út um 6.000 tonn af brotajárni á vegum fyrirtækisins á árinu. Að auki væru fluttir út ýmsir góðmálmar. Annað íslenskt fyrirtæki, Fura hf., flytur út tætt brotajám og góðmálma. Á vegum þess fóru 2.000 tonn af brotajárni til Spánar sl. miðvikudag. Haraldur Olason framkvæmdastjóri fynrtækisins sagði að samtals hefðu 12.000 tonn af brotajárni verið flutt út frá því í apríl. Söluverðmæti þess væru 120 milljónir. Morgunblaðið/Kristinn REYKJAVÍK missir tæplega 190 millj. kr. tekjur vegna breytinga sem fyrirhugaðar eru með frumvarpi um tekjustofna sveitarfé- laga vegna afnáms aðstöðugjalds, en önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu fá auknar tekjur sem nema nær tvöfalt þessari upphæð. Þetta kemur fram í umsögn stjórnar Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu en þar er varað við auknum skattaá- lögum sem fram komi í frumvarpinu og öðrum frumvörpum sem nú liggja fyrir Alþingi. Bent er á að á þessu ári sé staðgreiðslu- hlutfall útsvars og tekjuskatts 41,34% en stefni í að verða 41,89% á næsta ári. SR-mjöl rekur fímm loðnu- bræðslur á Siglufírði, Seyðisfírði, Reyðarfírði, Raufarhöfn og Skagaströnd og nam velta þeirra á síðasta ári 2,2 milljörðum. Auglýsingablaðinu Jóla - Kringl- an, sem Kringlan gefur út, er dreift með Morgunblaðinu í dag. Fram kemur í greinargerð með umsögn samtakanna að á móti tekjutapi vegna niðurfellingar að- stöðugjalds sé gert ráð fyrir að hækkun útsvars nemi um 3.905 millj. fyrir sveitarfélögin í landinu, hækkun á hámarki fasteigna- skatts fyrirtækja gefí um 275 millj. og skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði um 360 millj. I stað landsútsvars renni 0,227% af álagningarstofni útsvars næstlið- ins árs til Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga sem gefí um 521 millj. kr. „í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að til þess að bæta sveitarfélögum upp tap vegna að- stöðugjalds þurfí um 1,7% hækkun á útsvari. Gert er ráð fyrir að tekjuskattur lækki samsvarandi, þannig að staðgreiðsluhlutfallið hækki ekki frá því sem það er nú. í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994 er gert ráð fyrir að tekjuskatturinn lækki ekki nema um 1,5%. Til við- bótar er í skattalagafrumvarpi gert ráð fyrir 0,35% hækkun á tekjuskatti. Þessar hækkanir koma til viðbótar við þær skatta- hækkanir sem lagðar voru á í fyrra. Staðgreiðsluhlutfallið stefnir því í að vera 41,89% á næsta ári, þ.m.t. 8,74% meðaltal útsvars. Vsk. á akstur kostar sveitarfélög 65-85 millj. Aðrar álögur hækka eða er Ovenjumik- il jarovegs- eyðing í naust MIKIÐ sandfok hefur verið í norð- austurhluta landsins í haust og vatnsrof á afréttum sunnanlands. Vegna þessa hefur jarðvegseyðing verið óvenjulega mikil að mati Andrésar Arnalds gróðureftirlits- manns Landgræðslu ríkisins. Andrés sagði að vegna samspils óvenjulegs snjóleysis, þurrka og hvassviðris hefði verið mikið sandfok á Norðausturlandi í haust, eða þar til fyrir nokkrum dögum. A afréttum Suðurlands hefði einnig verið vatns- rof. Vegna frostlyftingar og ísnála- myndunar hefði jarðvegur fokið burt í óveðursköflunum svo að melar stæðu sums staðar eins og hvít- þvegnir eftir. bætt við. Til dæmis verður lagður 14% vsk. á akstur almennings- vagna og akstur fatlaðra frá og með næstu áramótum. Þessi skatt- ur mun kosta sveitarfélögin sam- tals um 65-85 mkr. á ári,“ segir í greinargerð með samþykkt sam- takanna. Nýtt skíðaland Vindmælingar og jarðfræðisrann- sóknir fara fram á Vindheimajökli vegna skíðalands 28 Rússnesku kosningarnar Síðasta vika kosningabaráttunnar í Rússlandi er hafin 31 Ingólfstorg Ingólfstorg var formlega opnað á laugardag 32-33 Leiðari Öfgaflokkar og ítölsk reiði 32 —rr" | Valdimar Grfmsson «2» áteriogflugi 3» . ‘ - -Vi Iþróttir ► Héðinn Gilsson slasaðist og liggur á sjúkrahúsi í Diisseld- orf. íslendingar unnu þrenn bronsverðlaun á HM og NM í lyftingum. Drengur lenti undir bíl og dróst 60 m Marðist aðeins og fékk að fara heim eftir læknisskoðun Faðir drengsins varð vitni að at- burðinum og hljóp á eftir bílnum HALLDÓR Gíslason, sjö ára drengnr í Höfnum þótti sleppa á undraverðan hátt við alvarleg meiðsli í gærkvöldi er hann lenti undir bíl og dróst með honum um 60 metra. Er talið að drengurinn hafi lent undir öðru framhjóli bíls- ins en hann var fastur undir afturöxli bílsins og þegar að var komið. Læknisskoðun í gærkvöldi leiddi í ljós að drengurinn hafði aðeins marist en var að öðru leyti ómeiddur, nema hvað hann hafði fengið snert af heilahrist- ingi og var skipað að liggja fyrir í dag að minnsta kosti. Gísli Hjálmarsson, faðir drengsins, stóð fyrir utan heim- ili þeirra við Hafnargötu á tali við annan mann og var Halldór á leik þar hjá. Gísli sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa heyrt dynk þegar bíl var ekið hægt framhjá húsinu og sá eitt- hvað liggja á götunni sem hann hélt að hefði fallið úr bílnum en þegar hann fór að aðgæta þetta nánar sá hann að þetta var húfa Halldórs. Áttaði hann sig þá strax á hvað hafði gerst og seg- ist hafa hlaupið hrópandi á eftir bílnum. Bílstjórinn hafði hins vegar ekki orðið drengsins var og taldi sig hafa ekið yfir snjó- hindrun á götunni. Ökumaður- inn stöðvaði bílinn við hús um 60 metrum neðar í götunni. Drengurinn var þá fastur undir afturöxli bílsins við annað aftur- hjólið. Gísli og ökumaðurinn náðu drengnum undan bílnum með því að lyfta bílnum upp. Er talið að Halldór litli hafí ætlað að hlaupa yfír götuna og runnið undir bílinn. Mikill snjór var á götunni sem var órudd og sagði Gísli að það hefði áreiðan- lega orðið Halldóri til lífs. Var Halldór fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og kom í ljós að hann var með áverka á öðrum vang- anum og marinn á bijóstkassa og baki og hafði fengið snert af heilahristingi en sloppið að öðru leyti ómeiddur og fékk Halldór að fara heim að skoðun lokinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.