Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
Ný stjórn útgáfufélagsins Mótvægis hf. kjörin á hluthafafundi í gær
Fyrsta mál að reyna að minnka
skaða kröfuhafa og hluthafa
STJÓRN Mótvægis hf., útgáfufélags Tímans, sagði af sér í gær og
var ný stjórn kjörin. Ritstjórinn, Þór Jónsson, hefur sagt starfi sínu
lausu. Að sögn nýkjörins stjórnarformanns, Gunnlaugs Sigmundsson-
ar, verður fyrsta verk nýrrar stjórnar að reyna að minnka skaða
hluthafa og þeirra sem eiga kröfur á hendur fyrirtækinu. Takist
það verður hægt að fara að huga að uppbyggingu fyrirtækisins.
Nýkjörin stjóm kemur saman til fundar í dag.
Að sögn Bjarna Þórs Óskarssonar,
fráfarandi stjómarformanns, var bág
afkoma félagsins kynnt á hluthafa-
fundi í gær og ný stjóm kjörin. Í
henni sitja Gunnlaugur Sigmunds-
son, formaður, Geir Magnússon,
varaformaður, Gunnar Hilmarsson,
Hrafn Magnússon og Bjarni Þór
Óskarsson. í varastjóm em Margeir
Daníelsson, Jóhann Pétur Sveinsson
og Ágúst Þór Ámason.
Tíminn kemur út
Að sögn Bjama Þórs var rekstr-
VEÐUR
artap Mótvægis hf. 17,6 milljónir það
sem af er árinu og er eigið fé í kring-
um núllið. Hann segir að enn sé óselt
hlutafé miðað við ákvörðun fyrri
stjómar og eflaust verði skoðað að
fá nýtt hlutafé inn í félagið með ein-
hveijum hætti. Bjami Þór sagði í gær
að Tíminn myndi koma út í dag og
a.m.k. einhveija næstu daga.
Milliuppgjör óundirritað
Gunnlaugur Sigmundsson, nýkjör-
inn stjómarformaður Mótvægis hf.,
segir það enga Iaunung að fjárhags-
staða blaðsins sé langt frá því að
vera góð. .„Þama hafa menn fengið
að reyna sig en það hefur ekki geng-
ið upp. Menn stóðu frammi fyrir því
að stjómin gafst upp og fór og þá
var það á ábyrgð hluthafa að skipa
nýja stjóm. Hlutafé er nánast búið
en eiginfjárstaðan samt sögð jákvæð.
Það er samkvæmt milliuppgjöri sem
er óundirritað af endurskoðanda
þannig að ég tek öllu slíku með var-
úð. Ég þarf að taka mér tíma til að
kynna mér málin því ég kem alveg
nýr að þessu en ég reikna með því
að fyrstu mál á morgun [þriðjudag]
verði að skipa málum niður til bráða-
birgða," sagði Gunnlaugur.
Aðspurður um hvort hlutafjársöfn-
un yrði haldið áfram sagði Gunnlaug-
ur að fyrst yrðu menn að gera sér
grein fyrir því hvort þeir hefðu eitt-
hvað til að selja. „Ég er ehginn
IDAGkl. 12.00
Heimild: Veðurstola íslands
(Byggt á veðurspá kt. 16.30 í gær)
/ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +3 snjókoma Reykjavik +2 skýjað
Bergen 6 rigning
Helsinki 2 lémkýjað
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Narssarssuaq +15 léttskýjað
Nuuk +8 skýjað
Ósló +1 skýjað
Stokkhólmur 3 léttskýjað
Þórshöfn 4 snjóéi
Algarve 18 skýjað
Amsterdam 8 rigning
Barcelona 11 þokumóða
Berlín 8 alskýjað
Chicago 3 rigning
Feneyjar 12 heiðskírt
Frankfurt 5 þokumóða
Glasgow 8 rigning
Hamborg 7 þokumóða
London 10 skýjað
Los Angeles 14 alskýjað
Lúxemborg 4 þokumóða
Madríd 8 þokumóða
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 16 skýjað
Montreal 1 alskýjað
NewYork 3 heiðskirt
Orlando 11 skýjað
París 10 skýjað
Madelra 19 léttskýjad
Róm 16 þokumóða
Vín 6 léttskýjað
Washington 3 heiðskírt
Winnipeg +13 heiðskirt
galdramaður í því að lokka fram
hlutafé nema hafa einhveija söluvöru
í höndunum. Við verðum að ákveða
hvað við ætlum að gera og hvernig.
Nú er fyrsta mál að minnka skaða
þeirra sem þarna eiga kröfur og hlut-
hafanna. Ef það tekst þá er hægt
að gera eitthvað áfram, en ella ekki.“
Forsendur ráðningar brostnar
Þór Jónsson sagði starfi sínu sem
ritstjóri Tímans lausu í gær. „Ástæð-
an er sú að ég taldi á sínum tíma,
fyrir u.þ.b. mánuði og lýsti því á
stjómarfundi, að forsendur fyrir út-
gáfu þess blaðs sem til stóð í upp-
hafi þegar ég var ráðinn, væru ekki
lengur fyrir hendi af fjárhagsástæð-
um. Ég ákvað þó að starfa áfram
og þegar nú kom að því að sú stjórn
sem réði mig, skilaði umboði sínu
þá væri eðlilegt að ég segði upp á
fyrrgreindum forsendum. Eg tel ekki
að unni-sé að gefa út Tímann með
þeim hætti sem menn ætluðu sér í
upphafi og ég sóttist eftir þegar ég
lagði inn umsókn mína um starf rit-
stjóra," sagði Þór.
Þór á tveggja vikna uppsagnar-
frest. Hann sagði í gærkvöld að
ákvörðun um hvort hann ynni frest-
inn yrði tekin í dag.
Jarðskjálfti
3,1 áRichter
Fannst víða á höf-
uðborgarsvæðinu
JARÐSKJÁLFTAHRINA varð
norðan við Kleifarvatn um kl. 16
f gær og mældist sterkasti kipp-
urinn 3,1 á Richter. Jarðskjálft-
inn fannst víða í Hafnarfirði og
á nokkrum stöðum í Reykjavík.
Að sögn Ragnars Stefánssonar
jarðskjálftafræðings á Jarðeðlis-
fræðideild Veðurstofunnar voru
upptök jarðskjálftans í Sveifluhálsi
fyrir norðan Kleifarvatn. Fyrsti
jarðskjálftakippurinn varð kl. 15.55
og mældist 3,1 á Richter. Eftir
fylgdu tugir minni skjálfta, sá
sterkasti 2 á Richer. Jarðskjálftar
eru tíðir á þessu svæði og urðu síð-
ast hinn 12. nóvember sl. Ekki er
talið að jarðskjálftahrinan bendi til
þess að umbrot séu að hefjast á
svæðinu.
STJÓRN Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar telur að ætlunin sé að
hafa að engu gefin loforð um að ráðningarkjör starfsmanna SVR hf.
verði óbreytt frá því sem var áður en fyrirtækinu var breytt í hlutafé-
lag frá og með 1. desember sl. Engir ráðningarsamningar hafa verið
gerðir við starfsmenn fyrirtækisins og búa þeir við óvissu um kjör sín
eftir að greinargerð Vinnuveitendasambands Islands var kynnt stjórn
starfsmannafélagsins, að sögn Sjafnar Ingólfsdóttur, formanns Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar. Hefur stjórnin ritað borgarstjóra
bréf af því tilefni, en fyrirtækið er alfarið í eigu borgarinnar.
Sjöfn segir að í greinargerð sem
Vinnuveitendasambandið hafi kynnt
komi fram hvernig framtíðarkjör
starfsmanna muni verða. „Greinar-
gerðin er í andstöðu við það sem við
höfum lagt upp með eða eins og fram
kemur í upphafsorðum erindis til
starfsmanna frá borgarstjóranum í
Reykjavík og Sveini Andra Sveins-
syni frá 7. júní síðastliðnum að
breyta eigi Strætisvögnum Reykja-
víkur í hlutafélag, en að forsenda
fyrir breytingunni sé að starfsmenn
haldi störfum sínum og að laun og
réttindi þeirra verði þau sömu fyrir
og eftir breytingar," sagði hún. „í
greinargerð VSI kemur hins vegar
fram að öll ávinnsla réttinda er úr
sögunni og þar með teljum við að
ekki sé lengur staðið við þau loforð
sem gefin voru fyrir sameiningu.11
Óvissa
í bréfí stjórnarinnar til borgar-
stjóra segir að svo virðist sem ætlun-
in sé að hafa að engu þau loforð sem
hann hafi gefið fyrrum starfsmönn-
um borgarinnar um að þeir „... haldi
störfum sínum og laun og réttindi
þeirra verði þau sömu fyrir og eftir
breytingar" eins og segir í áður-
nefndu bréfi. Þá segir: „Þessi fram-
koma VSÍ er sérstaklega ámælisverð
í Ijósi þess að nokkur óvissa hafði
verið meðal starfsmanna um hvort
staðið yrði við fyrirheit þín til starfs-
manna. Þessari óvissu töldum við að
hefði verið eytt á fundi með forsvars-
mönnum hlutafélagsins þann 25. og
26. nóvember sl. þar sem þeir til-
kynntu að við fyrirheitin yrði staðið.
Var þar m.a. rætt um atriði eins og
ávinning til veikindaréttinda, starfs-
aldurshækkanir og önnur ávinnslu-
atriði. Tugir starfsmanna voru vitni
að yfirlýsingum forsvarsmanna
Stjóm Starfsmaimafélags Reylqavíkiirborgar
Loforð um óbreytt
kjör höfð að engu
hlutafélagsins í þessu efni sem vitn-
uðu til persónulegra viðræðna við
þig. Forsvarsmenn St.Rv. kynntu
starfsmönnum SVR á fundi þann 27.
nóvember að við fyrirheitin yrði stað-
ið og gengu menn til vinnu hjá hluta-
félaginu í þeirri trú.“
Lögum breytt
Bent er á að lögum starfsmannafé-
lagsins hafi verið breytt til að mæta
vilja starfsmanna SVR hf. um áfram-
haldandi aðild að félaginu. Langflest-
ir starfsmannanna hafa valið starfs-
mannafélagið sem sitt stéttarfélag
og fer það með umboð til kjarasamn-
inga gagnvart SVR hf. Þá segir að
nauðsynlegt sé að Reykjavíkurborg,
sem eigandi alls hlutaijár, tryggi að
félagið geri án tafar kjarasamninga
við starfsmannafélagið en beri ekki
fyrir sig að umboð sem það hefur
veitt VSÍ geri félaginu ókleift að
gera kjarasamninga við félagið.
Fram kemur að vandséð sé að
erfitt geti verið að ná kjarasamningi
milli aðila þegar fyrir liggur að kjör
starfsmanna eigi að vera þau sömu
og þau voru meðan þeir störfuðu hjá
Reykjavíkurborg á grundvelli kjara-
samnings St.Rv. og Reykjavíkur-
borgar og þeirra sérstöku réttinda
sem starfsmenn borgarinnar njóti.
Jafnframt sé nauðsynlegt að ganga
án tafar frá persónulegum ráðning-
arsamningum við starfsmenn þar
sem óbreytt starfskjör þeirra verði
tryggð í samræmi við gefin fyrirheit.
Fram kemur að starfsmenn SVR
hf. hafi óskað eftir áframhaldandi
aðild að IJfeyrissjóði starfsmanna
Reykjavíkurborgar. í því felist ósk
um að félagsmenn greiði áfram tii
sjóðsins og að réttindaávinnsla þeirra
verði óbreytt frá því sem áður var.