Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
Nýjar bækur
Sprek af reka
Lj óðaþýðingar eftir Þorstein Gylfason
ÚT er komin bókin Sprek af
reka, ljóðaþýðingar eftir Þor-
stein Gylfason heimspeking.
í kynningu útgefanda segir:
„Ljóðaþýðingar Þorsteins Gylfa-
sonar eru með ólíkindum fjölbreyti-
legar. í þessari bók birtast margar
perlur heimsbókmenntana eftir
skáld á borð við Goethe, Lucretius,
Bums, Withman, Yeats, Rilke,
Brecht, T.S. Eliot og Dylan Thom-
as, svo nokkrir séu nefndir.
Þar eru söngtextar sem fræg
sönglög hafa verið sett við og þar
er líka að finna grallaraskap Toms
Lehrer. í öllum tilfellum hefur þýð-
andinn kosið að lata frumgerðir
ljóðanna fylgja svo lesendur geti
skemmt sér við að bera þær saman
við þýðingar ljóðanna. í bókarlok
er svo itarlegur eftirmáli þar sem
Þorsteinn gerir grein fyrir þessum
skájdum og tildrögum hvers ljóðs.“
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin ér 240 bls., unnin í Prent-
Þorsteinn Gylfason.
smiðjunni Odda hf. Jón Reykdal
gerði kápuna. Verð kr. 1.985.
Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir
Frá kynningarkvöldi Leiklistardeildar Ungmennafélags Tálknafjarðar.
Leikhúslíf á Tálknafirði
Tálknafirði.
FYRIR skömmu hélt Leiklistar-
deild Ungmennafélags Tálkna-
fjarðar kynningu á starfsemi sinni
í Iþrótta- og félagsheimili Tálkna-
fjarðar. Kynningin fólst í því að
skemmta Tálknfirðingum með
æfðum og óæfðum skemmtiatrið-
um, upplestri og fleira.
Börnin fengu sinn skammt því
haldin var sérstök dagskrá fyrir þau,
ýsmar skemmtilegar persónur mættu
á staðirin, og fóru í leiki við börnin.
Um kvöldið var síðan dagskrá fyrir
fullorðna.
Með kynningunni vonast leiklist-
arfólkið að ná til sem flestra með
því hugarfari að einstaklingar með
leikhæfileika gangi til liðs við deild-
ina.
- Helga.
Leikendur og aðstandendur sýningar Leikbrúðulands.
HALLOAMMA!
_________Leiklist____________
Guðbrandur Gíslason
Leikbrúðuland Fríkirkjuvegi 11
Jólasveinar einn og átta
Höfundur texta og leiksljórn: Jón
Hjartarson
Brúðugerð: Erna Guðmundsdótt-
ir, Bryndís Gunnarsdóttir, Helga
Steffensen
Tónlist og leikhljóð: Magnús
Kjartansson
Fyrst er niðdimmt í salnum. Það
er ekki laust við að fari um suma.
Svo birtir á sviðinu og inn í birtuna
stökkva jólasveinamir, svipir frá
þeim sæla tíma æskunnar þegar
allt var sem sýndist, raunverulegt,
nýtt og mögulegt. Næstur kemur
Páll. Hann er ungur og ekki laust
við að það setji að honum beyg eins
og jafnöldrum hans meðal áhorf-
enda. Hér er eitthvað nýtt að ger-
ast. En þá kemur amma fram á
sviðið. Hún er í peysufötum, breið-
leit, góðlátlega vís og hvergi bang-
in. Þá heyrði ég að sumum létti og
einn ungur sveinn kallaði feginn til
hennar úr salnum: Halló amma!
Það sem er yndislegt við þessa
sýningu er hve auðvelt er að skilja
vantrúna eftir í fatahenginu með
frakkanum og ganga á vit ævintýra
fortíðarinnar og lifa þau upp á nýtt.
Systursonur minn sex ára sat við
hlið mér og þurfti ekki að kasta
af sér kufli efasemdana heldur hitti
jólasveinana, Leppalúða og Grýlu
og Álfadrottninguna á þeirra eigin
forsendum. Það voru góðra vina
fundir.
Auðvitað eru þetta töfrar eins
og alltaf þegar það sem sýnist, er.
Það er líka töfrandi að heyra kjarn-
yrt og rismikið mál fagurlega flutt.
Á því eru hvergi ólíublettir vélmenn-
ingarinnar heldur er það slípað
aldalangt af hugarflugi genginna
kynslóða. Jón Hjartarson hefur leit-
að víða fanga í íslenskri þjóðtrú og
meðal skálda sem hafa sótt til henn-
ar yrkisefni, og hann hefur spunnið
saman af listfengi mörg minni sem
öllum eru (og verða vonandi áfram)
kær. Aldrei er talað niður til áhorf-
enda þótt ungir séu heldur fá þeir
að teygja skilning sinn mót tungu-
takinu. Hér er veitt innsýn inn í
þann þátt íslenskrar mennirigar sem
er hvað dýrmætastur vegna þess
að hann veitir okkur fyrstu nasasjón
af hinu óráðna í tilverunni og sjá:
Ef við mætum því á miðri leið er
það fagurt og skemmtilegt.
En til að töfrar hrífi þarf skyn-
semi og vönduð vinnubrögð. Brúðu-
leikurinn Jólasveinar einn og átta
var frumfluttur 1975 og leikinn
fyrir hver jól næstu fimm ár, en
leikritið hefur nú verið endurgert,
brúður eru nýjar svo og umgjörðin
öll, leikraddir og tónlist. Brúðurnar
eru hver með sínum svip, jólasvein-
ar klæddir upp á gamla mátann,
hæfilega groddalegir enda hið
mesta hyski, og álfar, með tígulega
drottninguna í fararbroddi, dulúð-
legir og framandlega fagrir í híalín-
inu. Skuggarbrúðurnar vöktu mikla
kátínu, ekki síst þegar jólakötturinn
skaut upp kryppunni á mæninum.
Rennslið var ímökralaust eins og
við var að búast frá hendi reyndra
listamanna. Tónlistin, einföld og
með þjóðlegu ívafi, hæfír efninu vel.
Þetta er sýning sem ég hefði vilj-
að sjá þegar ég var krakki og ég
held einfaldlega að allir krakkar
ættu að sjá. Sá þjóðarauður sem
skaparar þessarar sýningar töfra
fram á sér notalegri sess í vitund-
inni en flest annað. Fullorðnir ættu
hinsvegar að fara með þeirn. Ekki
til að vernda þau gegn Leppalúða
eða Grýlu (sem er sýnu ógurlegri),
heldur til að verða ungir í annað
sinn. Frændi minn Kári var hrifn-
astur af jólasveinunum, enda eru
þeir ófyrirleitnir ærsiabeigir.
Sjálfum þótti mér skemmtilegast
að skyggnast inn í hulduheima til
álfanna því:
„Tungls þeir tína geisla
til að snúa i kveik.“
„Dauðinn er lækur,
en lífið er strá ...“
__________Bækur______________
Pétur Pétursson
Karl Sigurbjörnsson:
Hvað tekur við þegar ég dey?
Spurningar um kristna trú,
dauðann og eilífða lífið.
Skálholtsútgáfan 1993, 60 bls.
Spurning sú sem felst í titli þess-
arar bókar er áleitnasta spurning
mannsins. Hún hefur sennilega
fylgt honum frá upphafi hans sem
hugsandi veru. Álmúgamaðurinn
glímir við hana jafnt sem heim-
spekingurinn og endanleg lausn,
endalegt svar, hefur ekki fundist.
Hins vegar gefa trúarbrögðin svör.
Þar er að fínna svörin við spurning-
um mannsins um dauðann, lífið og
eilífðina. íslendingar hugsa mikið
um þessi mál og hika ekki við að
velta upp spurningunni um hvað
taki við eftir dauðann. Þessi spurn-
ing brennur á okkur öllum fyrr eða
síðar og menn nálgast hana á ólík-
an hátt út frá aðstæðum sínum
og grundvallarlífsviðhorfum.
Það er langt síðan að jafn þarft
kver og hér um ræðir hefur komið
út. Mikill áhugi er á andlegum
málum svo sem „lífinu fyrir þetta
líf“ (þ.e. fyrri lífum) og lífinu eftir
þetta líf. Margar útgáfur eru í
gangi og margir, einkum ungt fólk,
eru ráðvilltir gagnvart þessum
spurningum og svörum. Markviss
og alþýðleg framsetning kristin-
dómsins varðandi þetta svið er því
mikils virði einmitt nú.
Biblían nálgast eilífa lífið eftir
dauðann út frá fleiri en einu sjónar-
miði og til þess að fá heildstæð
svör sem gilda við ákveðnar að-
stæður þurfa leikmenn (óprest-
lærðir) að fá leiðsögn og góð ráð.
Óvissuna og örvæntinguna sem
vart verður við gagnvart þessari
tilvistarspurningu má að mínu viti
oft rekja til þess að leiðsögn skort-
ir. Fólk er ekki eins mikið undir
áhrifavaldi klerka og kirkju eins
og áður og leitar því á eigin for-
sendum fyrst og fremst.
Styrkur bókarinnar er tvímæla-
laust sá að höfundur er ekki fastur
í guðfræðilegri orðræðu heldur
opnar hann kenningu kristninnar
fyrir venjulegt fólk. Þó er umfjöllun
hans alls ekki útvatnað hjal um
daginn og veginn og lesandinn fær
ýmislegt að hugsa um og vinna
úr með sjálfum sér. Kostur er hve
Karl Sigurbjörnsson
kaflamir eru stuttir. Heiti kaflanna
gefa til kynna hvað fjallað er um,
t.d. Hvað um endurholdgun? Fortil-
vera sálarinnar? Upprisa dauðra.
Hvaða sannanir höfum við fyrir
framhaldslífi?
Höfundurinn hefur starfað sem
prestur í Reykjavík um árabil og
greinilegt er að hann er næmur á
þær spurningar sem leita á fólk í
samtímanum. Umfjöllun hans er
fremur í ætt við sálgæslu, eða eins-
lega predikun, en upphafíð málfar
postillunnar.
Blásarakvintett
á háu plani
Hljómdiskar
Oddur Björnsson
Tónverk eftir amerísk tón-
skáld leikin af Blásarakvintett
'Reykjavíkur (The Reykjavík
Wind Quintet).
Bernharður Wilkinson
(flauta), Daði Kolbeinsson
(óbó), Einar Jóhannesson
(klarinett), Joseph Ognibene
(horn), Hafsteinn Guðmunds-
son (básúna).
CHAN (D05) 91743
Ég tek ofan minn andlega
hatt fyrir þessum hljómdiski, The
Reykjavík Wind Quintet! Tónlist-
in er auðvitað fyrsta flokks, enda
eftir þekkt amerísk tónskáld á
þessari öld, en það er þó frábær
leikur blásaranna sem gerir út-
slagið, enda hver og einn snilling-
ur á sitt hljóðfæri. Samvinnan
er þó það fallegasta við músiser-
ingu á jafn háu plani og hér um
ræðir. Og þar af leiðandi fær
enginn meira hrós en annar.
Hitt skal svo alveg viðurkennt
að undirrituðum þótti sumt
skemmtilegra en annað, þótt allt
séu þetta vandaðar tónsmíðar.
Svítan hans Ljunthers Schuller
(sem mörgum íslenskum músík-
mönnum er að góðu kunnur) fór
beint í æð, einkum miðkaflinn
(„blúsinn"), svo er djasselsku
tónskáldsins fyrir að þakka.
Svipað má segja um verk Vila-
Lobos, þótt hugur hans sæki
næringu í suður-ameríska mold
eða öllu heldur arfleifð alþýðunn-
ar (þjóðvísuna eða („stem-
muna“). Mér þótti þó mest koma
til verks John Harbison, Quintet
for Winds, bæði frá „tæknilegu"
sjónarmiði en þó fyrst og fremst
sem djörf (ekki til að hneyksla
heldur í góðri merkingu orðsins)
og umfram allt skemmtileg tón-
list, sem reynir verulega á hæfni
flytjenda.
Áðrir munu svo finna meiri
(ljúf-sára) fegurð í verkum
Samuels Barber og Amy Beach,
eða í miilispili (interlude) úr part-
ítu Irvings Fine (sem að mínu
mati hefur mjög fínan lokakafla.
Hljóðritun er í sama gæða-
flokki og allt annað.
„Semsagt gott,“ eins og Jón
úr Grindavík sagði.