Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 11

Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 11 Týnd, fundin, sígræn Gunnur Hafsteinsdóttir, Stefán Pétursson, Vignir Árnason, Sigríður Garðarsdóttir og Jón Ingi Jónsson. Grennslast fyrir um verk Jóns Gunnars Arnasonar Leikfélag Þorlákshafnar. Týnda teskeiðin. Höfundur: Kjartan Ragnarsson. Leiksljórn og leikmynd: Signý Pálsdóttir. Lýsing: Benedikt Þór Axelsson. Aðalleikarar: Sigríður Garðars- dóttir, Stefán Pétursson, Gunnur Hafsteinsdóttir, Jón Ingi Jóns- son, Elín Jónasdóttir, Vignir Arnarson. Þeir sem halda að Þorlákshöfn sé ekki annað en stoppistöð á leið- inni til Vestmannaeyja ’eða staður til að stela humri mega vita að leik- listarlíf hefur löngum staðið þar með blóma. Á áttunda áratugnum var Vernharður Linnet einn af máttarstólpum Leikfélags Þorláks- hafnar, en eftir að hann fór til Reykjavíkur 1981 og byijaði að gera fólk að jassfíklum lognaðist það út af en reis upp aftur með hækkandi sól í byijun þessa árs. Þá var sett á svið Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði eftir Dario Fo. Fimmtíu manns gengu í leikfé- lagið (geri aðrir betur, miðað við höfðatölu) og nú hafa hafist þar sýningar á Týndu teskeiðinni eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Signýjar Pálsdóttur. Það er skemmst frá því að segja að þetta er bráðskemmtileg sýning. Týnda teskeiðin er þriðja verk Kjartans og hefur, eins og mörg leikrita hans, öðlast aðþýðuhylli. Tuttugu þúsund manns sáu Te- skeiðina þegar hún var fyrst sýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1977 í leik- stjórn Bríetar Héðinsdóttur, og síð- an hafa áhugaleikfélögin tekið ást- fóstri við hana eins og sjá má af því að hún hefur verið sýnd á Akur- eyri, Sauðárkróki, Seyðisfirði, Keflavík, Tálknafirði og uppsveitum Árnessýslu. Þau i Leikfélagi Þor- lákshafnar vissu því að hveiju þau gengu. En hvað er það sem gerir Týndu teskeiðina sígræna? Varla getur það verið atburðarásin, en hún felst í því að tvenn hjón reyna allt hvað af tekur að losa sig við lík, bregða á loft búrhnífum og útbíast í mannablóði. Menn fara á mynd- bandaleigurnar til að velta sér upp úr svoleiðis ófögnuði. Nei, hér beit- ir Kjartan aðferðum sakamálasög- unnar til að stríða samborgurum sínum, deila á þá, og hann gerir það á meinfyndinn hátt, eins og Signý Pálsdóttir bendir á í vand- aðri leikskrá. Flestum þykir í aðra röndina gaman að láta kreista svo- lítið í sér siðferðiskenndina, og Kjartan Ragnarsson kann það án þess að verði of sárt. Leikararnir túlka vel stéttaskipt- inguna og þjónustuna við siðferðis- lega hentistefnu sem hæðst er að í leikritinu og gæta þess undir ör- uggri og íhugulli leikstjórn Signýjar að láta ærslin ekki bera skopið og gráglettnina ofurliði. Það er nefni- lega líkt með leiklistinni og lífinu að stundum skilar minna meiru. ' Framsögn þeirra var yfirleitt góð og fór batnandi þegar á sýninguna leið. Líkamsbeiting lýsti hugar- ástandi sæmilega og hraði sýning- arinnar var góður, en þó fulljafn: þau hefðu stundum mátt gefa sér örlítið lengri tíma til að vera dolfall- in þegar tækifæri gáfust og þau gefast nokkur. Það er alltraustur mælikvarði á frammistöðu áhugaleikara hvort þeir nái að hrífa áhorfendur sem ekki þekkja þá persónulega. Við sem fylltum einn bíl yfir Þrengslin höfðum aldrei séð þetta fólk áður en skellihlógum eigi að síður að ýmsum tilþrifum þeirra og ekki síst þegar athyglin beindist að Sigríði Garðarsdóttur í hlutverki Júlíu. Sig- ríður var svo frjálsleg og heilsteypt á sviðinu að ég hefði feginn þegið hjá henni pönnukökur. Enda lendir hún í þeim lífsháska að gerast heið- arleg. Vignir Arnarson er prýðileg- ur sem baldinn Baldi sem kemst að því að það er feigðarflan að segja það sem manni býr í brjósti, jafnvel þótt maður sé fullur. Búningar hæfa stétt og stöðu hvers og eins, leikmynd er einföld og vel afmörkuð með sterkum grænum lit, en betur hefði farið að hafa lýsinguna alltaf jafna og beina aldrei kastljósinu að einni persónu því þessi uppsetning verksins gerir þær kröfur að öll íhugun sé yfir- borðskennd. Það var gerðúr góður rómur að þessari leiksýningu. Hún á það skil- ið. Týnda teskeiðin fer nú á flakk um Suðurlandsundirlendið fram undir áramót og vonandi finna hana sem flestir. Þeim sem búa á höfuð- borgarsvæðinu skal bent á að það tekur jafn langan tíma að aka aust- ur yfir Fjall og að hlusta á fréttaút- sendingar sjónvarpsstöðvanna í út- varpinu. Listasafn íslands vinnur nú að undirbúningi yfirlitssýningar á verkum Jóns Gunnars Árnasonar myndhöggvara. Á sýningunni, sem opnuð verður 12. mars 1994, verður reynt að bregða upp heild- armynd af ferli listamannsins frá öndverðum sjöunda áratugnum til dauðadags árið 1989. Jón Gunnar var óvenju fjölhæfur myndlistar- maður, vann málverk af öllum stærðum og gerðum og setti per- sónulegt mark á þær myndlistar- hugmyndir sem voru á döfinni á Á sýningunni eru verk úr silki, handunnir jólasveinar, dúkkur í íslenskum þjóðbúningum, módel- skálar úr leir, grímur, leðurmynd- ir, handmáluð kerti og margt hveijum tíma, allt frá kínetík til Flúxus-listar. Á seinni árum vann hann auk þess mörg útilistaverk, enda mikill áhugamaður um um- hverfismál og náttúruvernd. Listasafn Islands er nú að safna upplýsingum um ýmis sjaldgæf verk Jóns Gunnars Árnasonar, og biður alla þá sem kunna að hafa slík verk undir höndum, eða er kunnugt um hvar þau eru niður- komin, að setja sig í samband við Aðalstein Ingólfsson (s. 621000) hið fyrsta. fleira. Sýningin er opin klukkan 14.00-22.00 alla daga fram til 19. desember. Sig. Jóns. Sigurbjörg, Helga, Guðmunda og Guðrún með listmununi af sýning- unni. Selfoss Handunnir munir sýndir í safnahúsinu Selfossi. Sýning á handunnum listmunum stendur yfir í safnahúsinu við Tryggvagötu á Selfossi. Sýnendur eru fjórar konur, Sigurbjörg Eyjólfsdóttir og Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir frá Selfossi og Guðmunda I. Guðmundsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir frá Þorláks- höfn. Eiríkur Örn Pálsson og Sigurður Þorbergsson. Háskólatónleikar Á háskólatónleikunum 8. desem- ber leika Eiríkur Orn Pálsson og Sig- urður Þorbergsson verk eftir David Borden, Meyer Kupferman, Orlando di Lasso, Edward Diemento og Thel- onious Monk á trompet og básúnu. Tónleikarnir heíjast kl. 12.30. Eiríkur Öm og Sigurður flytja sex „samtöl“ úr „15 Dialogues" frá árun- um 1959-62 eftir tónskáldið og píanóleikarinn David Borden. Bandaríska tónskáldið og klari- nettuleikarinn Meyer Kupferman hefur samið mörg verk fyrir málm- blásturshljóðfæri og Available Forms sem þeir félagar flytja á tónleikunum er samið árið 1966 og er í sex stutt- um þáttum sem allir eru byggðir á sömu tólftónaröðinni. Því næst verða fluttar tvær mót- ettur eftir Orlando di Lasso úr Cantiones Durum Vocum sem er flokkur 12 mótetta fyrir tvær söng- raddir við texta úr biblíunni. Verk Edward Diemente Designs eða „Hannanir" er sennilega samið á sjöunda áratugnum. Það er í fimm þáttum sem bera nöfn sem vísa til innihalds þeirra: 1. Smá sveipir, mjúkir sveipir, 2. punktar og komm- ur. 3. landslag, 4. ímyndir á flugi, 5. sletta og ata. Að lokum flytja Eiríkur Örn og Sigurður lagið Round Midnight eftir Thelonious Monk, einn af forsprökk- um be-bopsins, en þetta Iag er sjálf- sagt þekktast í meðförum Miles Da- vis. Eiríkur Örn útsetti lagið fyrir trompet og básúnu. VIÐLEITNI : r ' * Myndlist Bragi Ásgeirsson I listhúsinu Einn einn við Skólavörðustíg sýnir myndlist- arkonan Björg Sveinsdóttir nær tug málverka og stendur sýning- in til 9. desember. Björg, sem útskrifaðist úr málunardeild MHÍ 1987, hefur haldið eina einkasýningu áður, og þá í Ásmundarsal, auk þess sem hún hefur tekið þátt í einni samsýningu. Umsvif Bjargar á vettvangin- um eru því af hóflegri gráðunni og maður skilur það við skoðun verka hennar, því að þau eru látleysið uppmálað og þótt þau hafi verið lengi í vinnslu er spart um átök við línu, lit og form. Sjálf sýningin opnaði þó með líflegasta móti, er Ólöf Ingólfs- dóttir dansari og skólasystir Bjargar úr MHÍ flutti dansatriði fyrir framan listhúsið. Auðvitað getur látleysið verið kostur og þá einkum á seinni tímum er framhleypnin er stund- um aðalveigurinn við myndlist- arsýningar en hún getur þó far- ið út í öfgar eins og hér á sér stað. Björg á nefnilega til mun safaríkari vinnubrögð, eins og stundum sá stað í MHÍ, en ein- hvern veginn virðist henni skorta kjark og árræði til að fylgja þeim eftir. Sýninguna nefnir myndlistar- konan „Kenndir“ og má það vera réttnefni, því að myndsýn hennar túlkar öðru fremur hug- lægar kenndir hennar til við- fangsefnanna, þótt þau séu í hlutlægum búningi. Myndefnin eru grómögn jarð- ar, blóm, kvistir og tré, og allar eru þær málaðar með olíu á striga á þeim tíma sem liðin eru frá sýningunni í Ásmundarsal. Með ólíkindum er að sum verkanna'hafa verið tvö til þijú ár í vinnslu og það er með sanni erfitt að átta sig á því hæga ferli við skoðun þeirra. Hrif- mestu verkin eni einmitt einföld og áreynslulaus eins og t.d. „Viðleitni“ nr. 3 og 5 og svo „Uppruni" nr. 5. Og það sem skín í gegn á Björg Sveinsdóttir. þessari sýningu er einmitt við- leitni og einlægni; en það er ein- ungis ekki nóg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.