Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 13

Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 13 Kvennakór Reykjavíkur. Hallgrí mskirkj a varð of lítil _________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Kvennakór Reykjavíkur hélt að- ventutónleika í kirkjunni sunnu- daginn 5. desember. Stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir og til leiks hafði hún kallað Dýrleifi Bjamadóttur, flautu, Moniku Abendroth, hörpu, Svönu Víkings- dóttur, orgel, Bjöllusveit Laugar- neskirkju undir stjórn Ronalds V. Turners og einsöngvarana Elínu Ósk Óskarsdóttur, Guðrúnu Stef- ánsdóttur og Jóhönnu V. Þórhalls- dóttur. Eins og vera ber samanstóð efnisskráin af verkefnum tengdum fæðingu frelsarans og þeirri ljóss- ins hátið sem framundan er. Þegar undirritaður kom til kirkjunnar var hún þegar fullsetin og fjöldi fólks varð að treysta á styrk fóta sinna frammi við inngöngudyr. Söng kórsins, sem telur rúmlega hund- rað konur, heyrði maður því sem úr fjarska, en í staðinn kom helgi stundarinnar í þessum eina raun- verulega „cathedrale" okkar ís- lendinga, þar sem líklega hátt í tvö þúsund manns komu saman til að hlusta á lofgjörðarsöngva, frá 14. öld og fram til okkar tíma, þar á meðal átta lög um Maríu guðsmóð- ur. Til fyrirmyndar var efnisskrá tónleikanna þar sem erlendu text- unum fylgdu alltaf þýðingar á ís- lensku, oft mjög fallegar. Margrét Pálmadóttir stjórnaði kórnum af mikilli röggsemi og hefur henni farið fram sem kórstjóra, ennþá eru þó handleggjahreyfingar henn- ar allt of stórar, nákvæmni í flutn- ingi og vald yfir hópnum næst með litlu ökonómísku slagi. Eitt var þó í efnisskrá sem stakk mig. Antik- hópur kórsins söng eitt lag. Talað er um antik-hljóðfæri, antik-hús- gögn, en antik-kvennahópar eru nýmæli, að hyggju undirritaðs, en gætu verið forvitnilegir, ef til eru. En hvað sem þessu líður, stundin í kirkjunni var indæl þrátt fyrir að kórinn heyrðist illa endanna á milli í þéttsetinni kirkjunni. Því miður varð undirritaður að fara þegar kom að Marías Wiegenlie eftir Max Reger. Ein af fallegum þýðingum í efnisskrá, og sú fyrsta í skránni, hljóðaði svo: Maria í skóginum Um skóginn laufvana læðist hljótt Kyrie eleison. Og ljómi í augum blikar rótt í þymum þýtur um myrka nótt, Jesús og María. Hvað ber hún undir beltisstað? Kyrie elesion. Eitt barn er eigi veit um það, hve heimur komu þess hijáður bað. Jesús og María. Og mærin strýkur um þymana þýtt Kyrie eleison. Er þegar baðast rósum frítt því syninum lífíð lýtur blítt. Jesús og María. Gítarleikur í Þjóðleikhúsinu _______Tónlist___________ Ragnar Björnsson Gamla smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins var vettvangur gítar- tónleika Péturs Jónassonar sl. laugardag. Ósvarað er hversu heppilegt smíðaverkstæðið fyrr- verandi er til tónleikahalds, í þessu tilfelli gítartónleika. Salur- inn hjálpar a.m.k. ekki hljóðfæra- leikaranum, endurómur virðist enginn og erfitt hlýtur að vera fyrir gítarleikarann að spila í gegn um þennan hljóðmúr. Við slíkar aðstæður þarf reynslu og yfirvegað spil og hvorutveggja þetta sýndi Pétur. Hann valdi til flutnings eingöngu verk eftir spænsk tónskáld, öll fædd á síð- ari hluta nítjándu aldar. Galli var að svo dimmt var í salnum að ógerningur var að fylgjast með í efnisskránni, þetta verður að teljast tillitsleysi af hendi Þjóð- leikhússins við gesti þess. Efnis- skrá tónleikanna var öll á spænsku og verður það einnig að teljast nokkurt tillitsleysi, því gera verður ráð fyrir að fjöldi tónleikagesta sé lítt læs á spænska tungu og þótt margir sæki Spán heim í sumarfríum sínum þá eru margir sem ekki gera það og þótt nöfnin á spænskum dönsum komi sumum kunnuglega fyrir, vildu áreiðan- lega margir vita deili á Alborata, Arada, Albada, Madronos, Dansa del molinero, Zorongo og svo frv. Einhver smá vitneskja um þessa dansa mundi einnig gera ágætan Pétur Jónasson. gítarleik Péturs ennþá ágætari í eyrum áheyrenda. Pétur er skáld á gítarinn sinn, leikur hans er mjög vel skipulagður, hann bygg- ir vel upp og ætlar hvorki sjálfum sér né gítamum um of og leikur hans því mjög agaður, en þetta er vitanlega ágæti góðra hljóð- færaleikara. Kannske má segja að efnisskráin, að þessu sinni, hafi verið nokkuð hljóðlát og ein- lit, því þessum spænskum döns- um hættir til að lílqast nokkuð hver öðrum, hvað svo sem höf- undurinn á bak við þá nefnist. Næst kysi ég því að heyra til- brigðaríkari efnisskrá. Stubningur þinn gæti foroab mörgum frá slysi! Heildarverðmæti vinninga 16.854.000, m.a. flaggskipið frá Hyundai og 4 aðrar bifreiðar, vélsleðar, vöruúttektir o.m.fl. Ágœti bifreiðareigandi!■ Endurskinsborði er einfalt öryggistæki - hjálpið okkur að láta ljós barnanna skína 678 iavnur 678 vimungar Við höfum sent þér happdrœttisnUða þar semfram kemur bílnúmer þitt og hvert bílnúmer hefur sitt ákveðna lukkunúmer. íboði eru 678 vinningar. Þátttaka ogstuðningur þinn getur leitt tilfœkkunar slysa á bömum í umferðinni. Það er vinningurinn sem við sœkjumst öll eftir. BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA Londsátok um velferö borno í umferbinni * * * LATUM LJOS OKKAR SKINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.