Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Langt mál um langa ferð Békmenntir Erlendur Jónsson Michael Palin: PÓLA Á MILLI. Þýð. Ásgeir Ásgeirsson. 320 bls. Almenna bókafélagið hf. 1993. Michael Palin er fjölmiðlamaður, breskur. Hann er sýnilega vanur að vinna með myndir. Og vanur að vera með fólki. Og innan um fólk. Málglaður er hann og sjálf- glaður eins og títt er um menn sem staðið hafa í brennidepli sviðsljós- anna, öruggur um eigið ágæti. Texti hans er fjörlega skrifaður. Frásögn sína skreytir Palin gjarnan með fyndni. Saklaus er hún. En kannski ekki alltaf sem merkileg- ust, getur jafnvel orðið leiðigjörn, að minnsta kosti þegar til lengdar lætur. Ferð Palins frá norðurpól til suðurpóls sýnist hafa verið farin í tvennum tilgangi: í fyrsta lagi til að kvikmynda og í öðru lagi til að safna efni í bók þessa. Manni kem- ur í hug að ferðasagan hefði notið sín mun betur í sjónvarpsþáttaröð fremur en í bók. Landslag er Palin lítils virði. Hann kynnir sig sem borgarmann, mann fólks og fjölda. í upphafí ferðar setur hann fótinn á norðurpólinn. Til að segja það, varla meira! Því stutt er staðið við þaðra. Ekkert fólk og engin traff- ík. Sviðið er svo autt að ijölmiðla- maðurinn verður að tala um sjálfan sig, við sjálfan sig, daginn þann. Þá liggjir leiðin til Norður-Noregs, þaðan um Finnland til Eistlands og síðan til Leníngrad sem svo hét þegar ferðin var farin. Og þá tekur smásaman að rætast úr höfundi. Hann er kominn á söguslóðir í framandi umhverfi sem augu heimsins höfðu þó lengi beinst að. Þar voru pólitískir stóratburðir farnir að liggja í loftinu og spennan nógu sterk til að fjölmiðlamaðurinn legði við hlustir. Síðan er haldið um Rússland, Tyrkland, Afríku endilanga (þar sem Bretinn er hálf- partinn kominn á heimaslóðir vegna fyrri áhrifa). Frá Afríku er svo kóssinn tekinn á Suður-Amer- íku og loks endað á suðurpólnum, áætlun samkvæmt. Miðað var við að fylgt skyldi 30. gráðu austlægr- ar lengdar, eða því sem næst, þótt JÓLATILBOÐ JÓL/iTILBOÐ irunum Urmssón, þar sem ódýv, auk þess að vera sterk ogfalleg. MC-125-w veA kr, stgr. 25.990,- Mafarvinnsluvé! KM 21 . ' ' . Hrawir, þeyiir, hnoðor, rítur, HaWiar, blomior hrtaHf, bryijtir, sirer... verS kr. stgr. *•-. 9.980,- ismet Eggjasuðutæki ekói2 Sýður 7 egg í einu -pú faerð eggið soðið nákvaemlega eins og þér hentar y/erb kr. stgr.l «980 Handryksuga LilÍpUt 3.Ó volt- nouðsynbgt tæki á hvert heimiii ver& kr. stgr. 3.490,- ismet arn Vöffluj Rezept Gerir 5 hjarta vöfflur. Hitastillir. verb kr. stgr. 5.690,- ismet AEG Brauðrist AT36BA Fyrir tvær sneiðor -brouðgrind verb kr stgr. 3.290,- Áleggshnífur AS 900 Stillanlegur fyrir breidd sneÍða.Hentar vel fyrir brauð og álegg. verö kr. stgr. — 4.980,- HADEN Hraðsuðuketill dsk 3 u Krómaður ekta breskur ketill verð kr. stgr. 4.390,- AEG suga Vampyr 821 i 1100 wött, stillanlegur sogkraftur fylgihlutageymsb, aregur inn snúruna. Microfilter. Sterk og kraftmikil ryksuga. verö kr. stgr. 14.490,- VELDU GJAFIR SEM ENDAST 1 Hjá Bræbrunum Ormsson bjóðast þér góð heimilistæki á sérstöku jólatilbodsverbi l JOLATILBOÐ JOLATILBOÐ JOLATILBOÐ JOLATILBOÐ Umboösmenn Reykjavík og nágrenni: BYKO Reykjavík, Hafnarfiröi og Kópavogi Byggt & Búiö, Reykjavik Brúnás innréttingar.Reykjavík Fit, Hafnarfiröi Þorsteinn Bergmann.Reykjavík H.G. Guöjónsson, Reykjavík Rafbúöin, Kópavogi. Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi Ásubúö.Búöardal Vesttirölr: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi Edinborg, Bíldudal Verslun Gunnars Sigurössonar Þingeyri Verslun E. Guöfinnsson.Bolungarvík Straumur.ísafiröi Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík Kf. V-hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Skagfiröingabúö, Sauöárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvík Bókabúö, Rannveigar, Laugum Sel.Mývatnssveit Kf. Þingeyinga, Húsavfk Urö, Raufarhöfn Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi Stál, Seyöisfiröl Verslunin Vík, Neskaupsstaö Hjalti Sigurösson, Eskifiröi Rafnet, Reyöarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Reykjanes: Stapafell, Keflavík Rafborg, Grindavík. AEG -iHeimííistæki og handverkfæri Heimilistæki I V. , .. :/ Heimilistæki HADEN Heimilistæki BRÆÐURNIR œMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Umbodsmenn um land allt út af því yrði víðast hvar að bregða ýmissa orsaka vegna. Höfundur mun vera bæði kunnur og vinsæll í heimalandi sínu. Að öðrum kosti hefði hann vart verið kostaður í slíka reisu. Texti hans ber líka með sér að hann gengur út frá því sem gefnu að fólk þekki sig og hafi gaman af að heyra sig segja frá sjálfum sér. Sýnt er að hann gerir sér far um að skemmta fremur en að fræða. Þar sem Palin er eins konar atvinnuferðamaður og ferðin var farin til að stytta öðrum stundir verður hann einatt að vera í góðu skapi og gera gott úr öllu. Þess vegna leitast hann hvarvetna við að bregða spaugileg- um blæ yfir hversdagsleg smáatvik sem fleiri ber við en tölu verði á komið. Á því byggist raunar þessi langa saga. Stundum skyggnist hann - þótt í smáu sé - inn í dag- legt líf fólksins sem á vegi hans verður og er sá þátturinn athyglis- verðastur af því sem bók þessi hefur fram að færa. Náttúruunn- endur og áhugamenn um landa- fræði fá hins vegar naumt skammt- aðan fróðleik í riti þessu. Það getur talist eðli ijölmiðlunar að gera mikið úr litlu. Höfundur Póla á milli er sannarlega kunn- áttumaður á því sviðinu. Því má spyija hvort textinn hefði ekki að skaðlausu mátt vera helmingi styttri? Hversu brýnt erindi bók þessi eigi til íslenskra lesenda? Því er vandsvarað. íslenskur texti þýð- andans, Ásgeirs Ásgeirssonar, er að mínu viti stilltur á rétta bylgju- lengd, það er að segja venjulegt blaðamannamál. Myndafjöld prýðir líka ritið, bæði í litum og svart- hvítu. Sömuleiðis landakort. Að lestri loknum undrast maður mest að ferðalag sem þetta - póla á milli - skuli ekki vera meiri leið- angur en raun ber-vitni nú á dögum. Róbert Arnfinnsson og Eðvarð Ingólfsson með nýju bókina. Nýjar bækur Minningar Róberts - ævisaga listamanns ÚT ER komin bókin Róbert - ævisaga listamanns sem Eðvarð Ingólfsson hefur skráð. Róbert Arnfinnsson á að baki hálfrar aldar leikferil og hefur unnið marga leiksigra bæði heima og erlendis. í kynningu útgefanda segir: „Róbert stiklar á stóru í starfs- sögu sinni og segir frá mörgu at- hyglisverðu og skemmtilegu, bæði innan sviðs og utan. Frásagnir úr einkalífinu skipa einnig háan sess: Uppvaxtarárin á Eskifirði, harmóníkuleikur í áratugi, síldar- ævintýri fyrir norðan, fyrstu kynn- in af eiginkonunni - og margar fleiri." Útgefandi minnir á að þrátt fyr- ir velgengni í starfi hafi líf Ró- berts ekki alltaf verið dans á rósum og að hann lýsi á einlægan hátt sorgum sínum og raunum. I bókinni, sem er 252 blaðsíður, eru íjölmargar myndir úr einkalífi Róberts og starfi. Útgefandi er Æskan. Umbrot og filmuvinnslu annaðist Offset- þjónustan hf., prentun ísa- foldarprentsmiðja hf., bókband Flatey sf. Kápumynd tók Ragn- ar Th. Sigurðsson. Almenna auglýsingastofan hf. teiknaði útlit kápu. Bókin kostar 2.980 krónur. Skemmtisveit Hljómplötur Árni Matthíasson Rokkabillyband Reykjavíkur er mikil skemmtisveit og hefur verið í rúm fímm ár. Það var einmitt til að halda upp á fimm ára afmælið að sveitin hljóðrit- aði tónleika á Gauk á Stöng með ýmsum gestum og gaf út á geisladisk í sumar undir nafn- inu Rokkabillyband Reykjavíkur „Læf“. Af nafni disksins má ráða að Rokkabillybandið er hljómsveit sem tekur sjálfa sig og tónlistina hæfílega alvarlega, og það má glöggt heyra á plötunni í því hvaða tökum þeir félagar taka lögin. Margt er þar vel gert, þá ekki síst í samspili þeirra félaga, Tómasar Tómassonar gítarleik- ara og söngvara, Björns Vil- hjálmssonar bassaleikara og Jó- hanns Hjörleifssonar trommu- leikara. Tómas er ágætis gítar- leikari, á smekklega spretti víða og kemst yfirleitt vel frá söngn- um, og hinir eru traustir. Aðal Rokkabillybands Reykjavíkur hefur verið að spila lög eftir aðra, flest vel þekkt, og þá gjarnan rokkabillí- eða rokkkyns, þó oft sé erfitt að draga mörkin og þá kannski sérstaklega í meðförum sveitar- innar. Það er kannski helsti ókostur þeirrar plötu sem hér er til umijöllunar að gamanið er svo mikið og stuðið svo grimmt að áheyrandanum finnst hann vera hálf útundan, sérstak- lega þar sem keyrslan er nánast stanslaus í gegnum alla plötuna. Líklega hefði sveitinni farnast betur ef hún hefði lagt meiri rækt við útsetningar og reynt að gera þær persónulegri. Þann- ig er útgáfan á Devil in Disgu- ise, þar sem örlar á hug- kvæmni, líklega eitt það besta á plötunni. Lokalag plötunnar, þar sem Andrea Gylfadóttir klæmist á gamanstemmu Janis Joplin, bætir engu við orðstí sveitarinnar og hefði að meina- lausu mátt lenda í ruslakörfunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.