Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
Vatnslitamyndir
Svavars Guðnasonar
Frá sýningu á vatnslitamyndum Svavars Guðnasonar.
_______Myndlist____________
Eiríkur Þorláksson
Oft vill svo fara með verk lát-
inna listamanna, að listunnendur
dofna smám saman fyrir krafti
þeirra og listrænu gildi; telja sig
þekkja þau út í hörgul, og að þar
sé ekkert meira að finna. Viðhorf-
ið er að þessi listaverk séu ekki
lengur lifandi list, heldur söguleg-
ar heimildir um það sem eitt sinn
var.
Þessi afstaða er lífseig (einkum
meðal yngra fólks), þrátt fyrir
að hver sýningin af annarri sýni
fram á að hún er út í hött, og
byggist fyrst og fremst á fordóm-
um. Enn skal hamrað á þessu;
nú er uppi í sýningarsal'num Önn-
ur hæð á Laugavegi 37 lítil sýn-
ing á nokkrum verkum Svavars
Guðnasonar, sem ætti að geta
orðið til þess að opna augu
margra fyrir þeim sannindum, að
góð myndlist er ávallt fersk og
kraftmikil.
Hér er um að ræða tíu vatns-
litamyndir, sem Svavar hefur lík-
lega unnið á fyrri hluta sjöunda
áratugarins. Myndirnar eru úr
einkasafni ekkju listamannsins,
Ástu Eiríksdóttur, og voru valdar
úr miklum fjölda mynda á vinnu-
stofu Svavars. Það hefur lítið
borið á vatnslitamyndum Svavars
í gegnum tíðina, en sýningin ber
með sér að þessi miðill hentaði
honum vel.
Tímabilið eftir 1960 hefur oft
verið talið síðasta megintímabilið
í list Svavars, en það haust var
haldin stór yfírlitssýning á verk-
um hans í Kunstforeningen í
Kaupmannahöfn, og síðan í Lista-
safni Islands. Næstu ár sýndi
hann m.a. með Cobrg»hópnum og
varð félagi í Grönningen-sýning-
arhópnum í Kaupmannahöfn, en
stórverk hans, „Veðrið", vakti
mikla athygli á sýningu hópsins
í Kaupmannahöfn 1964. Á þess-
um árum gerði Svavar þekktar
myndir eins og „Klungurbjört“
(1961-62), „Ljósblik“ (1962) og
„Gul mynd“ (1964), sem allar
bera með sér það frjálsa flæði
litarins, sem einkennir þetta
tímabil, og minnir að nokkru á
birtu impressionismans.
Vatnslitamyndimar á sýning-
unni hér eru greinar af sama
meiði. Þær eru allar án titils, og
er komið fyrir á afar hlutlausan
hátt í hvítu kartoni, sem er fest
við vegginn án ramma; þannig
njóta litirnir sín án nokkurrar
truflunar. Litaflæðið er fijálst og
öruggt, og birta hinna gulu,
rauðu og grænu lita verður enn
sterkari í hvítu umhverfinu. Eink-
um er athyglisvert að sjá á hvern
hátt listamaðurinn hefur notað
krítina í myndunum, en stundum
lætur hann krítarlitinn standa
óbreyttan, en í öðrum tilvikum
hentar betur að bleyta litinn og
láta jaðrana renna saman, án
þess þá að liturinn verði nokkru
sinni máður eða óhreinn.
Óreyndari listamenn hafa ætíð
nokkra tilhneigingu til að vinna
verk sín of mikið, þannig að ár-
angurinn verður ómeðvitað of-
hlæði í fletinum. Svavar fellur
aldrei í þá freistni. Hér kemur í
ljós að líkt og í olíumyndum Svav-
ars gegnir ómálaður grunnurinn
oft nokkru hlutverki í myndbygg-
ingunni, til jafnvægis við sterka
litina; þannig verður hvítur papp-
írinn virkur í verkinu, og á sinn
þátt í að mynda þá spennu, sem
myndbyggingin krefst. Þessi
vinnubrögð, að geta skilið við
hveija mynd í jafnvægi spennunn-
ar, eru ætíð til marks um að þar
sé þroskaður listamaður að verki.
Þessi litla sýning er einnig góð
áminning til listunnenda um að
það er myndlistin sjálf, sem skipt-
ir mestu, og oftar en ekki koma
svipuð viðfangsefni upp aftur og
aftur. Þær abstraktsjónir, sem
hér ber fyrir augu, eru ekki Ijarri
ýmsum þeim hlutum, sem yngri
listamenn hafa verið að fást við
í greiningu á eðli forma og lita;
þannig er myndlistin í stöðugri
endumýjun, sem er oftar en ekki
einfaldlega endurmat á því sem
hefur þegar hefur komið fram.
Sýningin á vatnslitamyndum
Svavars Guðnasonar í sýningar-
salnum Önnur hæð á Laugavegi
37 er opin á miðvikudögum kl.
14-18 út desembermánuð, og er
rétt að hvetja listunnendur að líta
við.
Nýjar bækur
■ Út er komin fslensk bók-
menntasaga II. I kynningu útgef-
anda segir: „í þessu bindi, öðru
af fjóium alls, er fjallað um Islend-
ingasögumar ásamt þáttum. Fjall-
að er um baksvið sagnanna og
stöðu þeirra meðal annarra bók-
mennta, þær eru tengdar saman
eftir efnistökum, stílblæ og áætl-
uðum aldri, og rætt er um hveija
sögu fyrir sig. Þvínæst er hugáð
að íslensku rómönsunum, fomald-
arsögum og riddarásögum, og
skýrt hvemig norrænar arfsagnir
blandast suðrænum straumum í
sjálfstæðri bókmenntagrein.
Pjallað er um trúarlegar bók-
menntir í lausu máli á síðmiðöld-
um, helgisögur, leiðslur og dæmi,
og rakin þróun helgikvæða og
skáldlista þeirra fram að siðaskipt-
um, og er sjálf Lilja þar í önd-
vegi. Þá er fjallað um seiðandi
sagnadans, og um upphafsaldir
rímnanna. Að lokum þessa bindis
er lýst áhrifum siðaskiptanna á
íslenskar bókmenntir og sagan
rakin fram til miðrar 18. aldar,
fjallað m.a. um útgáfuverk Guð-
brands biskups, um Hallgrím Pét-
ursson, Jón Vídalín, „austfirsku
skáldin", Jón Indíafara, lærdóms-
menn og höfunda galdrarita."
Höfundar efnis eru Böðvar
Guðmundsson íslenskufræðingur
og rithöfundur, Torfi H. Tulinius
dósent við Háskóla íslands og sér-
fræðingur um riddarasögur og
fornaldarsögur, Sverrir Tómas-
son fræðimaður við Stofnun Árna
Magnússonar, og Vésteinn Óla-
son prófessor í íslenskum bók-
menntum við Háskóla íslands.
Myndritstjóm er í höndum Hrafn-
hildar Schram.
íslensk bókmenntasaga er fjög-
urra binda verk, og koma síðari
bindin út á næstu tveimur árum.
Fyrsta bindi þessa verks hlaut Is-
lensku bókmenntaverðlaunin fyrir
árið 1992. ✓
Mál og menning gefur út fs-
lenska bókmenntasögu II og er
hún 571 bls., unnin í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Ingibjörg Eyþórs-
dóttir hannaði kápuna. Verð kr.
4.900 krónur.
■ Út er komin unglingasagan
Komdu að kyssa eftir Gunnhildi
Hrólfsdóttur. í kynningu útgef-
anda segir: „Sagan segir frá ungl-
ingum sem eru að taka sín fyrstu
sjálfstæðu spor á lífsbrautinni.
Únglingarnir prófa ýmislegt eins
og unglingum er tamt, ýmsir
skondnir hlutir gerast en spennan
er aldrei langt undan og verða
þeir meðal annars varir við heima-
brugg og það sem kannski verra
er kynferðislega áreitni. Höfundur
kemur í þessari sögu inn á ýmis-
legt sem borið hefur á góma í þjóð-
félagsumræðunni en skrifar það á
einfaldan og skemmtilegan hátt á
góðu máli.“
Útgefandi er ísafold. Bókin
er unnin hjá ísafoldarprent-
smiðju hf. og kostar 1.690 krón-
ur.
með bleksprautuprentun
•örugg *hraövirk •hljóölát *ódýr
I miskunnarlaus-
um milliþætti
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Beatrice Saubin: Eldraunin
Guðrún Finnbogadóttir þýddi
Útg. Forlagið 1993
BEATRICE Saubin segir hér
sögu sína er hún var tekin með
heróín í tösku sinni er hún var á
heimleið til Frakklands frá Malasíu.
Sett í fangelsi og síðar dæmd til
dauða. Hún var innan við tvítugt
þegar þessi atburður var.
Hún hélt fram sakleysi sínu alla
tíð og því trúði ég líka. Hún grun-
aði fljótt kínverskan ástmann sinn
um að hafa komið heróíninu fyrir.
Hann hafði gefið henni töskuna og
komið eitrinu fyrir í földum botni
töskunnar. Þau höfðu afráðið að
hann kæmi nokkrum dögum seinna
á eftir henni til Evrópu og álítur
hún að hann hafi þá ætlað að koma
heróíninu í verð. Dauðadómnum
tókst æði löngu seinna að fá breytt
í lífstíðarfangelsi og eftir mikið þref
og samninga var hún látin laus eft-
ir meira en tíu ára fangavist.
Beatrice segir í fyrstu frá æsku
sinni hjá strangri ömmu sinni og
hafði ekki nema sérstaklega yfir-
borðsleg kynni af móður sinni sem
vildi aldrei með hana hafa. Henni
og ömmunni semur illa, Beatrice
er óstýrilát og amman gamaldags
og siðavönd. Seinna átti amman svo
eftir að verða ein hennar styrkasta
hjálparhella þegar í nauðirnar rak.
Beatrice er fjörmikil og forvitin,
hún vill sjá heiminn, blæs á hefð-
bundið og formfast líf sem mundi
bíða hennar í litla franska þoirpinu.
Svo hún fer af stað út í heim,.
Kynnist þar ýmsum kunningjumÞg
lendir í heitu ástaræfintýri í Thai-
landi sem hún vonar að sé framtíð-
in fögur og björt. En þegar hún
kemur aftur á fund ástmannsins
hefur hann látið sig hverfa og von-
brigðin eru mikil hjá stúlkunni.
Þó ekki meiri en svo að hún verð-
ur fljótlega ástfangin af nefndum
Kínveija og á með honum eldheitt
ástarævintýri og það á líka að vera
til frambúðar. Eftir að hún hefur
lent í fangelsi og hefur jafnað sig
af fyrstu skelfingunni og angistinni
segir hún frá honum, en svo virðist
sem aldrei hafi verið gerð alvarleg
tilraun til að hafa hendur í hári
mannsins.
Margra ára vera í fangelsi í
Beatrice Saubin
Malasíu er lýst mjög vel svo úr
verður eftirminnileg saga. Beatrice
og sú breyting sem verður á henni
smátt og smátt í bókinni tekst að
koma ágæta vel til skila. Það er
sömuleiðis athyglisvert að lesa um
þegar hún, reið og sár en samt með
ákveðið raunsæji upp á vasann sér
að hún verður að læra tungumál
fangavarða sinna ef hún eigi að
afbera vistina. Sá tími sem hún er
í dauðaklefanum er vel sagður.
Beatrice er ekki full beiskju út í
þá sem tóku hana og héldu henni
í þessari ömurlegu fangavist öll
þessi ár. Ekki verður skilið af text-
anum að hún líti á þau sem glötuð,
hún telur sig, að minnsta kosti þeg-
ar hún hefur gert málin upp og
skrifar bókina að hún hafi grætt á
reynslunni. Meira að segja gætir
kvíða þegar hún veit að frelsið er
framundan og hún er að fara úr
„vernduðu" fangelsislífi út í harða
lífsbaráttu.
Miðað við hve skynug Beatrice
er og dugleg virðast karlmenn vera
hennar veika hlið, það er með ólík-
indum hversu þessum tveimur
mönnum sem við sögu koma tekst
að plata hana upp úr skónum. Og
sannar náttúrlega bara það sem þar
stendur að „enginn skilur hjartað.“
Guðrún Finnbogadóttir hefur
þýtt söguna á lipurt og gott mál
og nær orðfæri hverrar persónu
prýðisvel.
Ég geri ráð fyrir að þessi saga
mundi af bókmenntapáfuni vera
talin á mörkum bókmenntaverks
og afþreyingar. Mér finnst hún
bragðgóð blanda af hvorutveggja.
>
í
>
>
i
>
I
>