Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
Tillögiu* tvíhöfðanefndar
eftir Einar Júlíusson
Tvíhöfðanefnd um mótun sjávar-
útvegsstefnu hefur nýverið skilað
af sér skýrslu til sjávarútvegsráð-
herra með tillögum að stjórnkerfi
fiskveiða fyrir íslandsmið. Þar gæt-
ir sums staðar góðs skilnings á
þeirri grundvallar (fiski)hagfræði
er að baki fiskveiðistjórnun býr en
víða er honum þó ábótavant. Hér
verður í nokkrum greinum rýnt í
skýrslu tvíhöfðanefndar og bent á
ýmsar meinlegar villur. Greinarnar
eru mjög samandreginn útdráttur
úr langri skýrslu sem ekki er tök á
að birta nú en sjálfsagt er að senda
þeim sem þess óska.
Hverjar eru tillögur
tvíhöf ðanef ndar?
Þótt 15 ára fískveiðistjórnun á
íslandsmiðum hafí engu skilað enn
nema hrynjandi fískistofnum og
himinháum skuldum útgerðarfyrir-
tækja vill tvíhöfðanefnd samt að
menn haldi áfram ótrauðir á sömu
braut og festi kerfið í sessi þannig
að aldrei verði aftur snúið:
„Öllum fiskveiðum skal stjórnað
með aflamarki. Aflakvótar eiga að
vera varanlegir (en hlutfallslegir),
fullkomlega framseljanlegir og
skiptánlegir. Eignarréttur á afla-
kvótum verður að vera ótakmarkað-
ur og ótímabundinn. Stjórnvöld
kosti fískirannsóknir sem og veiði-
eftirlit og dómsmeðferð til að
vernda þennan eignarrétt sem verði
aldrei af (útgerðar)mönnum tekinn
án fullra bóta.“ (2).
Nefndin sér ekkert sérstakt
ósamræmi við þau lög að fískistofn-
amir á Íslandsmiðum séu sameign
þjóðarinnar og bendir á að eignar-
réttur á aflakvótum sé ekki sama
og eignarréttur á fískistofnum eða
fískimiðum. Þetta er aðeins yfírklór
enda margendurtekur skýrslan þá
skoðun nefndarinnar að rót físk-
veiðivandans sé sameignin á auð-
lindinni og að séreignarréttur á
fiskistofnum sé hið kjöma ástand.
Vandamálið er aðeins hve „erfítt
er að fylgjast með og staðfesta
hvaða fískur tilheyrir hveijum“ og
því verði menn að láta sér nægja
aflaréttinn „sem skapar í raun full-
nægjandi eignarrétt". Auðvitað er
þessi fiskveiðistjórnun alls ekki
samrýmanleg 1. grein fiskveiðilag-
anna enda hefði sú grein þá engan
tilgang.
Til hvers vilja menn
kvótakerfi?
Segja verður að kvótakerfið sé
tilraun til að ná auðlindum sjávar
frá þjóðinni í hendur fáeinna út-
gerðarmanna fremur en tæki til
fiskveiðistjórnunar. Sú tilraun mun
valda þjóðinni óbærilegu tjóni og
skipa henni í flokk fátækustu ríkja.
Tvíhöfðaskýrslan neitar þessu í
reynd ekki. Hún talar víða um allan
þann arð sem kvótakerfið á að
skapa.
„Kerfí varanlegra, fullkomlega
skiptanlegra og framseljanlegra
hlutdeildarkvóta fer nærri því að
skapa fullnægjandi eignarréttar-
skipulag í fískveiðum. Slíkt stjóm-
kerfí er því vænlegt til að hámarka
fiskveiðiarðinn." (3).
En þegar rætt er um íjárhags-
stöðu útgerðar eða ástand fiski-
stofnanna sem allir sjá að kvóta-
kerfíð hefur alls ekkert bætt, telur
nefndin að ákvörðun ráðherra um
heildaraflann stjórni öllu og kvóta-
kerfið skapi ekki hvað þá hámarki
neinn fiskveiðiarð. Það gæti þess
vegna allt eins útrýmt fiskistofnun-
um.
„Kvótakerfíð snýst einungis um
skiptingu leyfilegs heildarafla á
milli fískiskipa. Það hefur sem slíkt
ekkert með viðgang fískistofna að
gera.“ (4).
Það er góðursiður að gera sér dagamun á
jólafóstunni, hitta góða vini, kunningja,
samstarfsfélaga eða venslamenn.
Til þess er einn staðurflestum beturfallinn.
SJOtÓÐUR á Hótcl Sögu
Þar er nú standandi hlaðborð með gómscetum
jólakrásum, bæði íslenskum og skandinavískum.
Ljúf hljómlist verður leikin afjónasi Þóri og
Jónasi Dagbjartssyni á kvöldin.
Verð: í hádegi 1.590,- kr.,
x ;■ á kvöldii\2.300,- kr.
Við bjóðum einnig vistlega sali afýmsum
stœrðum fyrir fyrirtæki og félagasamtök.
Rjúfið.annríki jólaundirbúningsins og njótið
ánœgjustundar á Hótel Sögu.
- lofar góðu
Skýrslan viðurkennir sem sagt í
öðru orðinu (4) að fyrri orð hennar
(3) em markleysa.
Hvérjir styðja þessar tillögur
tvíhöfðanefndar?
Hugmyndin með fískveiðistjórn-
uninni er að við eða a.m.k. einhver
græði á henni milljarðatugi á hveiju
ári. Ef illa tekst til gætu fiskistofn-
arnir hinsvegar hranið og tapið
numið hundruðum eða jafnvel þús-
undum milljarða, þ.e. trilljónum
króna í minnkuðum eða alls engum
afla um áratugi eða jafnvel aldir.
Hér er því um miklar fjárhæðir að
tefla og skilur nefndin hvað hún
er að tala um? Er þetta eignarrétt-
arskipulag í fiskveiðum sem hún
leggur til og Hannes H. Gissurarson
hefur verið helsti talsmaður fyrir
byggt á traustum fræðilegum
grunni eða á misskilningi og hag-
fræðilegum meinlokum? Getur það
skapað nokkurn fískveiðiarð og ef
svo, hver fær hann þá, eða skiptir
það máli? Er það rétt hjá tvíhöfða-
nefnd að slíkt kerfi í formi framselj-
anlegra, varanlegra aflakvóta hafí
gefið góða ráun úti í heimi? Hvern-
ig skyldi tvíhöfðanefnd t.d. lýsa
fullkomnu skipbroti kvótakerfisins
á Nýfundnalandi þar sem þorsk-
stofnar hafa hranið og algert veiði-
bann ríkir sem rætt er um að verði
til aldamóta?
„Hlutdeildum í leyfilegum heild-
arafla botnfísks á djúpslóð var út-
hlutað til fyrirtækja árið 1982 og
hefur þetta kerfi haft verulega hag-
kvæmni í för með sér. Fiskiskipum
hefur fækkað, aflagæði og vinnslu-
hagkvæmni hefur aukist og mark-
aðssetning afurða hefur batnað til
mikilla rnuna."
í augum tvíhöfðanefndar er
svartnættið skjannabjart.
Eignarréttur og rót
fiskveiðivandans
Skýrslan telur sem sagt að eign-
arréttarskipulag í fískveiðum ráðist
að rót fískveiðivandans, þ.e. sameign-
inni á fískistofnunum, en fullyrðingar
hennar um kosti eignarkvóta:
„Tímabundinn eða óviss eignar-
Einar Júlíusson
„En þegar rætt er um
fjárhagsstöðu útgerðar
eða ástand fiskistofn-
anna sem allir sjá að
kvótakerfið hefur alls
ekkert bætt telur
nefndin að ákvörðun
ráðherra um heildarafl-
ann stjórni öllu og
kvótakerfið skapi ekki
hvað þá hámarki neinn
fiskveiðiarð. Það gæti
þess vegna allt eins út-
rýmt fiskistofnunum.“
réttur í aflakvótum hefur ýmsar
óæskilégar afleiðingar. Hann leiðir
í fyrsta lagi til verri umgengni um
auðlindina. Aðili sem á von á þvi
að glata eignarrétti sínum leggur
ógjarnan sömu rækt við eignina pg
hann mundi gera ef eignarhald
^ ™ Siemens Euroset 820 er
framúrskarandi traust símtceki
og hverrar krónu virði.
• Hnappar fyrir ýmsar sérþjónustuaðgerðir
Pósts og síma • Endurval á síðasta númeri
• ÍO hnappa númeraminni • 16 stafa skjár sem
sýnir valið númer og samtalslengd • Stillanleg
tíðni og styrkur hringingar • Símalás
Verð aðeins kr. 7.670,-
MUNIÐ UMBOÐSMENN OKKAR UM LAND ALLT!
SMITH & NORLAND
hans væri til frambúðar. Væra afla-
kvótar ekki varanlegir yrði því
eflaust meira um smáfiskadráp,
brottkast fisks, veiðarfæra o.s.frv.
í öðra lagi fela tímabundnir afla-
kvótar í sér meiri hvatningu til að
bijóta kvótaskilmála, því við þær
aðstæður era menn ekki að rýra
eigin eign í sama mæli og ella.“
o.s.frv. eru út í hött og alrangar.
Ef það væri eitthvert sannleikskorn
eða vit í þessum orðum hér, yrði
auðvitað að banna hið venjulega
framsal aflakvóta, þ.e. leigu til eins
árs, því leigjendur kvótanna mundu
bara eyðileggja auðlindina fyrir hin-
um raunveralegu eða varanlegu
eigendum sem ekki mundu eins og
þeir freistast til smáfiskadráps,
brottkasts físks, kvótaskilmála-
brota o.s.frv. Eins gott er að þessi
orð tvíhöfðanefndar standist ekki
því erlendir fjárfestar verða fram-
tíðareigendur fiskveiðikvótanna nái
óskakerfi hennar með alls engum
takmörkunum á eignarrétti fram
að ganga.
Það sem þér viljið að aðrir
gjöri
Tvíhöfðanefnd virðist ekki skilja
eðli og undirrót fiskveiðivandans,
sem hefur ekkert með varanleika
kvótaeignarinnar að gera og lausn
hans felst ekki í eignarréttarskipu-
lagi. Þvert á móti leiðir séreignar-
réttur vafalaust beint til eyðilegg-
ingar auðlindarinnar enda má til
samanburðar augljóst vera að land-
eyðingin hér verður ekkert stöðvuð
fyrr en bændur skila því landi til
þjóðarinnar sem þeir námu fyrir
þúsund árum. Þar er þó auðvelt að
staðfesta hvaða hross og rolla til-
heyrir hveijum og kalla menn til
ábyrgðar. Vistkerfi annarra landa
er e.t.v. ekki eins viðkvæmt en
halda menn e.t.v. að sú séreignar-
stefna sem leysti af hólmi sameign
indíána á Norður-Ameríku hafi eitt-
hvað bætt það?
Stjórnunarvandi fískveiðanna er
dæmigerð fangakreppa þar sem
einföld röksemdafærsla er virðist á
yfirborðinu rökrétt og skynsamleg
sýnir sig að vera alröng því hún
leiðir beint til rangrar niðurstöðu.
Sú forsenda röksemdafærslunnar
að hvað aðrir gjöri sé óháð því hvað
ég geri getur því ekki staðist enda
ættu það ekki að vera nein ný sann-
indi. Vandinn er að mér fínnst sem
ég muni græða á brottkasti fisks,
smáfiskadrápi og sóknaraukningu
en ef allir hugsa eins og ég töpum
við allir. í þessu tilliti hugsa reynd-
ar allir jafn órökrétt og óskynsam-
lega og ég svo vandi fiskveiðanna
verður ekki leystur nema með því
að sjá til þess að ég græði ekki á
slíkum syndum. Ég má alls ekki fá
aðgang í fískistofnana sem mína
eigin eign. Tillögur tvíhöfðanefndar
mega ekki ná fram að ganga.
Höfundur er eðlisfræðingur og
varaformaður Lífs oglands.
------» » ♦------
Símamenn mót-
mæla misrétti
FÉLAG íslenskra símamanna hef-
ur gengíð frá kjarasamningum
við fjármálaráðuneytið. í kjölfar
þess sendi félagið yfirlýsingu til
fjármálaráðherra þar sem lýst er
yfir óánægju yfir „stórfelldum
launahækkunum og öðrum kjara-
bótum til dómara og presta".
Ragnhildur Guðmundsdóttir for-
maður sagði félagsmenn vera slegna
yfír launahækkunum hjá prestum
og dómurum en ákveðið hefði verið
að ganga til samninga vegna fyrir-
heits frá Ijármálaráðherra þess efnis
að réttindamál símamanna verði
ekki tekin til umfjöllunar án þess
að þeir verði hafðir með í ráðum.
Samið var um 8.000 króna orlofs-
uppbót frá 1. júní, láglaunabætur
og hækkun á persónuuppbót um eitt
launaþrep. í yfirlýsingu frá félaginu
segir að á sama tíma og viðsemjend-
ur hafí verið ófáanlegir til að koma
til móts við kröfur félagsins um leið-
réttingu á launakjörum sé samið við
aðra um stórfelldar hækkanir.
„Þetta er með miklum ólíkindum og
lýsir sérstökum dómgreindarskorti
og firringu frá þeim veruleika sem
þorri launafólks býr við.“