Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 20

Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 I eina sæng með fram- sóknarmaddömunni eftir Óskar Bergsson Á undanfömum vikum og mán- uðum hefur umræða um framboðs- mál vegna komandi borgarstjóm- arkosninga talsvert verið í brenni- depli. Mikið hefur borið á samein- ingarhjali þeirra stjómmálaflokka sem nú búa við verulega tilvistar- kreppu. Hvers vegna sameiginlegt framboð? Framsóknarmenn hafa velt fyrir sér kostum og göllum sameiginlegs framboðs. Við geram okkur grein fyrir hvora tveggja' og mununi haga okkur aðgerðum í samræmi við það. Kostir sameiningar era fyrst og fremst þeir að þá falla ekki nein atkvæði dauð, þegar framboðin eru öll með einn lista á móti D-listanum. Sem sagt það era tölfræðilega meiri möguleikar á að fella íhaldið í Reykjavík með sameinaðan lista heldur en mörg- um. En það er fleira sem hangir á spýtunni. Ef um samrana minni- hlutaflokkanna er að ræða þá eram við Framsóknarmenn hræddir um að allt flokksstarf og sú samkennd sem ríkir innan Framsóknarflokks- ins glatist. Auk þess sem okkur þykir með öllu óveijandi að fara í kosningabandalag með Alþýðu- flokknum, sem sýnir á sér verri hliðar en nokkur annar stjómmála- flokkur á íslandi hefur áður gert, „Segjum sem svo, að minnihlutinn í Reykja- vík sameinist og nái meirihluta í borgar- sljórn Reykjavíkur. Hvaða tryggingu höf- um við þá fyrir því að kratarnir gangi ekki bara beint til samstarfs við íhaldið.“ með vinnubrögðum sínum í þessari ríkisstjóm. Segjum sem svo, að minnihlutinn í Reykjavík sameinist og nái meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Hvaða tryggingu höfum við þá fyrir því að Kratarn- ir gangi ekki bara beint til sam- starfs við íhaldið. Og eftir sætu svo við hin algjörlega vopnlaus. Við sem voram svo barnaleg að trúa því að það væri hægt að treysta Krötunum að kosningum loknum árið 1994. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkurinn sér nú fram á afgerandi fylgishrun bæði vegna sukks og svínarís flokksgæðinga í ríkisstjóminni og raunveralegs klofnings milli formanns og vara- formanns. Og lélega útkomu Nýs vettvangs. Þar er flótti beggja borgarfulltrúanna staðreynd, þá sennilega fyrst og fremst til kom- inn vegna lakrar útkomu fram- boðsins á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Það kemur því okkur Framsókn- armönnum ekki mikið á óvart, þó að kratarnir fari nú pffari í því að leita sér að hækjum. Hækjum sem þeir ætla að skælast á inní borgar- stjóm Reykjavíkur. Og hækjum sem þeir kasta um leið og þeir era búnir að njóta góðs af þeim. Fram- sóknarmenn í Reykjavík era ekki tilbúnir til að vera þessi hækja. Kratarnir hafa grafið sína eigin gröf og verða leita aðstoðar annað en til Framsóknarflokksins, til þess að láta draga sig þaðan upp. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið má muna sinn pólitíska fífil fegri í Reykjavík- urborg. Eitt sinn átti Alþýðubanda- lagið fimm menn í borgarstjóm. Núna er Siguijón Pétursson að hætta sem oddviti Alþýðubanda- lagsins og þá blossar upp gamla hatrið sem ríkir milli núverandi formanns Alþýðubandalagsins og gömlu flokkseigendaklíkunnar. Þessir tveir pólar hafa átt og koma til með að eiga erfitt með að ná samkomulagi um oddvita sem báð- ar klíkurnar sætta sig við. Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem hefur á að skipa gífur- lega reynslumiklu fólki, hvað varð- ar borgarmálefni. Og þó að ekki sé búið að velja í efstu sætin fyrir eftir Friðrik Rafnsson Það era að mörgu leyti athyglis- verðir tímar í lífi íslenskrar bók- menningar um þessar mundir. Yfirvöld era ekki fyrr búin að setja skatt á bækur en okkur berast þau tíðindi að yngri kynslóð bókaþjóð- arinnar sjálfrar sé varla nema í meðallagi stautfær ef miðað er við „það sem gerist og gengur í helstu nágrannalöndum okkar“, svo grip- ið sé til algengustu klisjunnar fjöl- miðlanna. Það er því ekki nóg með að menntakerfið standi sig ekki sem skyldi, enda fjársvelt sem aldrei fyrr, heldur vinna stjórnvöld beinlínis gegn læsi með skattinum illræmda. Lestur, og þá einkum iestur góðra bókmennta, þjálfar hugsun fólks, æfir það í að lesa á milli línanna bæði í yfírfærðri og bók- staflegri merkingu, og auðveldar því þar með að gera greinarmun á réttu og röngu. Þess vegna hef- ur sú hugsun orðið æ áleitnari upp á Síðkastið hvort þeir sem nú halda um stjómartaumana hafí aldrei litið í bók. Þeir eru eins og þursar sem era svo ferkantaðir í kollinum og skilningssljóir að þeir gera eng- an greinarmun á bók og klósett- pappír. Hvort tveggja virðist í þeirra augum vera einhver pappír- svara sem seld er í verslunum og því verði að borga af henni virðis- aukaskatt. Eða hvað? Gera þeir sér ef til vill grein fyrir því að þeir era meðlimir í sama þursa- flokknum og að þeir verði að draga þjóðina niður á sitt bóklausa þursaplan ætli þeir að halda völd- um? Oft er sagt að bækur, fjölmiðlar Óskar Bergsson næstu kosningar er það alveg ljóst að saman munu veljast reynsla og ferskleiki. Kvennalistinn Sú vítamínsprauta, sem Kvennalistinn var á sínum tíma, er aiveg hætt að dæla vítamíni. Þeir fersku vindar sem áður blésu um þessa kvennahreyfingu, blása ekki lengur í borgarstjórn Reykja- víkur. Hlutverk Kvennalistans var á sínum tíma mjög brýnt. Síðan þá hafa konur mjög sótt fram til pólitískra starfa. Eins til annarra starfa, sem konur höfðu áður látið karlmönnum eftir. Barátta kvenna hefur skilað konum árangri. Ár- angurinn er mjög áþreifanlegur og sýnir sig t.d. í því að í tvö kjörtíma- bil á lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga hefur kona skipað fyrsta sæti. Sigrún Magnúsdóttir er óum- deild sem leiðtogi Framsóknar- flokksins í borgarstjóm Reykjavík- og ferðalög auki mönnum víðsýni, þroski þá og bæti. Ef það er rétt, er það þá hrein tilviljun að harka- legustu skattahækkanir síðustu mánuði hafa einmitt bitnað á þess- um greinum? Greinum sem auka mönnum víðsýni? Því væri rétt að víkka skammaryrðið bókaskatt dálítið út- og kalla hann upplýs- ingaskatt sem er ætlað það hlut- verk að forheimska þjóðina. For- heimskuð þjóð hlýtur að rekast betur í hópi og vera meðfærilegri á allan hátt en þúsundir sæmilega sjálfstætt hugsandi karla og kvenna. Upþlýsinga- og bóka- skatturinn illræmdi var settur á þann 1. júlí, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og mótmæli allra þeirra sem gerst þekkja til. Og það var athyglisvert að stjórnarandstaða landsins horfði nánast upp í loftið og blístraði meðan þessu fór fram. Ríkir þá ef til vill þverpólitísk sam- staða um bóka- og upplýsinga- skattinn? íslenskir bókaútgefendur hafa bragðist djarflega og skynsamlega við þessari skattlagningu með því að skera auglýsingakostnað niður um tugmilljónir og láta bókakaup- endur njóta þess í óbreyttu bóka- verði frá því í fyrra. Þessi ákvörð- un er merkileg fyrir margra hluta sakir og jafnvel söguleg. Hún er að mínufn dómi söguleg að því leyti að þetta er í fyrsta sinn sem framleiðandi tiltekinnar vöru neit- ar sér um þá söluaðferð sem þyk- ir ómissandi nú til dags: sjónvarps- auglýsingar. Sjónvarpsauglýsing- ar eru orðnar svo mikilvægur hluti af daglegu lífi og skoðanamyndun að menn héldu að þær væru orðn- ar ómissandi. Auglýsingabindindi ur. Það að hafa valið konu sem oddvita í borgarstjórn Reykjavíkur á sínum tíma var gæfúspor hjá framsóknarfólki. Það gæfuspor er alltaf að koma betur og betur í ljós. Störf Sigrúnar að borgarmál- efnum hafa einkennst af vönduð- um og málefnalegum vinnubrögð- um. Á hana er hlustað, bæði af meirihluta og minnihluta. Fram- sóknarflokkurinn þarf ekki að leita til Kvennalistans eftir frambæri- legri konu. Á sama hátt þurfa kjós- endur ekki að leita til Kvennalist- ans eftir frambærilegri konu. Þeir kjósa í staðinn B-Iistann. Samvinna en ekki samruni Ég hef hér að ofan lýst andstöðu minni við sameiginlegu framboði A-listans, B-listans, G-listans og V-listans. Þó að ég sé að mótmæla samruna þessara flokka þá er ég alls ekki að útiloka að þeir vinni saman. Það er grundvallarmunur á því hvort flokkar renni saman í einn eða starfí saman hver undir sínu merki. Á þeim grandvelli vilja Framsóknarmenn vinna. Sú ákvörðun hefur verið tekin á fyöl- mennum fundi Framsóknarfélag- anna í Reykjavík og eins á nýaf- stöðnum miðstjórnarfundi flokks- ins. Framsóknarflokkurinn ætlar að beijast fyrir sínum málefnum í Reykjavík undir eigin merki og undir eigin stjórn. Séu það hins- vegar einhver einstök málefni eða menn sem minnihlutaflokkamir gætu sameinast um, þá er Fram- sóknarflokkúrinn tilbúinn að skoða það. Við stefnum að því að eiga áfram gott samstarf við minnihlu- taflokkana hér eftir sem hingað til. Maddaman er bara ekki tilbúin í eina sæng fyrr en eftir kosningar. Höfundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Friðrik Rafnsson „íslenskir bókaútgef- endur hafa brugðist djarflega og skynsam- lega við þessari skatt- lagningu með því að skera auglýsingakostn- að niður um tugmilljón- ir og láta bókakaupend- ur njóta þess í óbreyttu bókaverði frá því í fyrra.“ þókaútgefenda er þannig í aðra röndina prófsteinn á þetta: ríkir hér alræði auglýsingamennskunn- ar eða ekki? Er bókaþjóðin fær um að kaupa og mynda sér skoðun á því sem út kemur í jólabókaflóð- inu? Með öðram orðum: era íslend- ingar ennþá bókaþjóð eða eru þeir orðnir að auðteymanlegri mynda- þjóð? Höfundur er ritsljóri Tímarits Máls og menningar. CaifOH PC-11 •Fyrirferðarlítil •Hraðvirk -10 Ijósrit á mínútu •Stækkar og minnkar •Ekkert reglubundið viðhald Kr. 114.900.- star,m/vsk. SKRIFVELI SUÐURLANDSBRAUT 6, SÍMI 685277, FAX 689791 Bókaþjóð eða myndaþjóð?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.