Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
TOnLflKflP
OUL HSKeifTflPPÖÐ
tlflSKÓLfl bíÓI
fimmtudaginn 9. desember, kl. 20.00
Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari
Efnisskrá:
Ludwig uan Beethoven: Egmont, forleikur
Franz Liszt: Les Preludes
Richard Strauss: Hetjulíf
Frumflutningur á íslandi!
Missið ekki af frumflutningi á einu af
risaverkum tónbókmenntanna, Hetjulífi,
eftir Richard Strauss.
Sími
622255
SINFÓNlUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Hljómsvelt allra Islendlnga 622255
kynningartilboð
í örfáa daga
í
Canon
FAXB200
•Notar venjulegan pappír
•64 gráskalar
•20 bls. skjalaminni
•37 skammvalsminnT
•Innbyggður faxdeilir
kynningarverð:
Kr. 99,800.-
stgr.m/vsk.
FSlMiJlf
SUÐURLANDSBRAUT 6, SlMI 685277, FAX 689791
Hvar stendur íslenski
listdansinn í dag?
eftir Báru
Magnúsdóttur
Samkvæmisdansinn hefur verið
í mikilli sókn hér á landi undanfar-
in ár. Danskeppnirnar verða fleiri
og glæsilegri með hveiju ári og
fréttir eru farnar að berast utan
úr heimi að landinn sé að raða sér
í efstu sætin í erlendum keppnum,
bæði fullorðna fólkið og börn og
unglingar.
Hvað gerðist? Lærðu íslendigar
allt í einu að dansa og urðu bestir
bara sisvona?
Nei, skilyrði til framfara voru
sköpuð. Ákvörðunartaka stjórn-
enda skólanna, sem allir eru í
einkageiranum, tóku höndum sam-
an og ákváðu að kynna dansinn.
Það hefur skilað umtalsverðum
árangri. Þúsundir áhorfenda
flykkjast á keppnimar, sem orðnar
eru fimm á ári hveiju og keppend-
ur skipta orðið hundruðum í hverri
keppni. Börn og unglingar hafa
eignast metnaðarfullt tómstunda-
gaman sem fylgir þeim í gegnum
skólaárin og það sem meira er,
þetta á eftir að nýtast þeim í gegn-
ym allt lífið. Einnig hafa áhorfend-
ur fengið nýja grein til að horfa
á; læra að þekkja, meta og biðja
um meira.
Hvað er sagt um sýningu sem
ekki fær aðsókn? Sýningin er fallin
og þá er sama hvað höfundurinn
er sagður góður og leikararnir
miklir listamenn. Ef enginn er
áhorfandinn þá er engin sýning.
Svo mikilvægur er þessi þáttur á
milli listamannsins og móttakanda,
til að af útsendingu verði, að vart
má á milli sjá hvor er í stærra
aðalhlutverki, flytjandinn eða
áhorfandinn.
Og þá erum við komin að list-
dansinum.
Hvar stendur íslenskur listdans
í dag?
Hvað hafa margir landsmenn
séð listdans á þessu ári, eða saman-
lagt á þessu ári og því síðasta?
Flestir landsmenn vita að við eig-
um fámennan listdansflokk sem
æfír alla daga og þiggur ríkislaun
fyrir erfiði sitt. En hvar stendur
þjóðin í sínu listdansnámi? Hvar
fer námið fram og hvenær? Er list-
greinin kennd eða kynnt í grunn-
og framhaldsskólum landsins?
Svar: Nei.
Eru fastir þættir í sjónvarpinu
sem sýna listdans, íslenskan og
erlendan? Er listdans sýndur að
staðaldri í leikhúsum borgarinnar?
Svar: Nei, aðeins ein til tvær
sýningar á ári þegar best lætur.
Ekki er það gott; náminu miðar
hægt áfram með þessu móti.
Hvernig eigum við að kynna þessa
listgrein fyrir landsmönnum?
Dansinn er sjónrænn og verður því
að sjást. Við getum ekki keypt
góða sýningu og hengt hana upp
á vegg í stofunni né getum við
keypt hana á geisladisk eða hlust-
að á hana í útvarpi. Það skilur
okkur eftir með aðeins tvo miðla;
leikhús og sjónvarp. Ef við skoðum
hvernig öðrum greinum úr lista-
og menningargeiranum er komið
til fólksins, er fyrst að telja tónlist-
ina, sem er allt í kringum okkur.
Ríkisútvarpið hefur frá fyrstu tíð
talið það í sínum verkahring að
kynna og leika klassíska tónlist.
Dúxinn kemur
í næstu viku ...
Bára Magnúsdóttir
„Kannski þurfum við
einn ráðherra enn,
lista- og menningar-
málaráðherra. “
Klassíska tónlistin er ekki ein-
göngu spiluð einu sinni eða tvisvar
á ári hveiju, heldur eru vissir tímar
á dag ætlaðir klassískum hlustend-
um. Sama gegnir um aðra tónlist.
Tónlistin er einnig notuð í kvik-
myndum, leikritum, auglýsingum
og barnaefni, svo eitthvað sé nefnt.
Sinfóníuhljómsveit íslands heldur
tónleika reglulega allan veturinn.
Óperan starfar allt leikárið í eigin
húsnæði, en telur sig samt standa
í kynningarstarfi ennþá og þrátt
fyrir þau skilyrði sem hún býr við
í dag sé óperan í frumbernsku og
verði að vaxa fiskur um hrygg eigi
hún að komast til aldurs og þroska.
Leikararnir nýta sér alla miðla,
leikhús, sjónvarp og útvarp. Senni-
lega líður vart sá dagur að lands-
menn horfi ekki á leikþátt í ein-
hverri mynd, erlendan eða innlend-
an, í sjónvarpi, leikhúsi eða kvik-
myndahúsi.
I samanburði við þessa upptaln-
ingu er listdansinn ekki í frum-
bernsku heldur á fósturstigi. Þetta
væri rökrétt niðurstaða ef ekki
væri þeirri staðreynd fyrir að fara,
að listdansflokkur er búinn að
starfa hér í 20 ár á ríkislaunum,
nægjanlegum til að halda honum
lifandi, en ekki starfandi í þeirri
merkingu að koma listgreininni til
fólksins.
Kannski þurfum við einn ráð-
herra enn, lista- og menningar-
málaráðherra. Þá mundi hann setja
fólk í nefnd sem væntanlega mundi
finna það út, að verið væri að veita
fé til framleiðslu á vöru sem dag-
aði upp í verksmiðjunni, því enginn
bæri ábyrgð á að koma henni á
markað.
Nefndarálit gæti litið svona út:
1. Kynningarstarf skal hafið í
öllum grunnskólum landsins og
skal það fara fram í lista- og menn-
ingaitímum.
2. Ráðuneytið skal standa að
myndbandagerð gagngert í þess-
um tilgangi, og panta af íslenska
dansflokknum 5-6 stutt verk á ári
hveiju. Ekki minna en 30% verk-
anna séu eftir íslenska höfunda.
3. Ekki minna en 3 uppfærslur
skulu vera fastur liður í starfi
flokksins á hveiju leikári; í upp-
hafi leikárs, jólasýning og í kring-
um páska.
4. Listdans skal sýndur í ríkis-
sjónvarpi, fastur þáttur einu sinni
í viku (laugardaga eða sunnu-
daga). Ekki minna en 30% efnis
skal vera innlent.
5. Samið skal barnaefni fyrir
sjónvarp; ævintýri, jólaballettar og
fleira.
6. Allar sýningar flokksins
skulu varðveittar á myndböndum.
7. Verkefni, sérstaklega unnin
fyrir sýningarferðalög innanlands,
skal staðið að að minnsta kosti
annað hvert ár.
8. Upptaka á baliettverki fyrir
kvikmyndahús.
Nefndaráliti lokið.
Hvemig skyldi staða íslensks
listdans vera í dag hefði hann búið
við þessar aðstæður undanfarin ár?
Staða íslenska flokksins er nán-
ast verri í dag en hún var í upp-
hafi. Flokkurinn hefur enga sýn-
ingaraðstöðu og má ganga betli-
veginn á milli þeirra tveggja húsa,
sem með góðu móti geta tekið að
sér ballettsýningu, Þjóðleikhússins
og Borgarleikhússins.
Þetta er eintómt vesen... til
hvers þarf íslenski dansflokkurinn
að sýna yfirleitt? Fá ekki dansar-
arnir laun sín í hveijum mánuði?
Því þurfa þeir að vera með þessa
heimtufrekju líka?
Getur verið að ráðamenn,
þ.e.a.s. atvinnurekendur íslenska
dansflokksins, vildu helst af öllu
að flokkurinn sýndi aldrei? Það er
minnsta vesenið. Þar að auki er
Helgi Tómasson heimsfrægur
þannig að allir vita að Island er
liðtækt í lista- og menningar-
heiminum.
Spurning dagsins í dag er: Á
flokkurinn að vera að fara?
Er það ekki sóun á almannafé
að veita til hans svo litlu fjár-
magni, að fyrirfram er vitað að
hann getur með engu móti staðið
undir því sem gera þarf?
Er það ekki spun á tíma, þreki
og hæfileikum þeirra listamanna
sem við flokkinn starfa, að hafa
þetta ástand öllu lengur viðvar-
andl?
Er ekki kominn tími til að kynna
þessa eign landsmanna fyrir þjóð-
inni, þ.e.a.s. að leyfa flokknum að
dansa við þau skilyrði sem hann
þarf, eins oft og hann getur. Náum
flokknum út úr æfingasalnum og
til fólksins, því það er þar sem
uppskerunnar er að vænta. Ef jarð-
vegurinn er réttur verður uppsker-
an góð.
Með öflugu kynningarstarfi,
skipulögðu í samráði við opinbera
aðiía, má renna sterkum stoðum
undir íslenskan listdans, þannig
að hann fari að þjóna sínu markm-
iði og sinna því lista- og menn-
ingarstarfi sem honum er ætlað —
eða skyldi það ekki hafa verið
ætlunin í upphafi?
Höfundur er skólastjóri
Jazzballettskóla BAru.
Wicanders Kork'O'-Plast
EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS
SÝNISHORN OG BÆKLING. >
JKprk-O'Plast er með slitsterka vinylhúð’ og notað á gólf sem mikið
mæðir á, svo sem flugstöðvum og sjúkrahúsum.
JKoric-O'Plast er auðvelt að þrifa og þægilegt er að ganga á því..
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 38640