Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 24

Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 24
24_________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993_ Sektargreiðslur ríkissjóðs vegna afbrota íslenskrar náttúru — er það frambærileg pólitísk afstaða? eftir Pál Imsland Fyrir nokkrum vikum tók jörð upp á því að skjálfa hér á nokkrum stöðum, rétt eina ferðina enn. Á slíkt er á hinn bóginn hægt að læra. Hvers vegna hún gerir þetta í hveiju tilviki og hvemig það gerist í ýmsum atriðum, er hins vegar ekki að fullu ljóst, síst í smáatriðum eða einstökum tilvik- um. Um svona hegðun jarðar hafa sérfræðingar í jarðvísindum ýmsar hugmyndir, sumar traustar og vel staðfestar aðrar óljósar og óviss- ar. Þeirra afstaða til atburða í náttúrunni einkennist yfírleitt af forvitni. Hvað ræður atburðum? Hvað gerist í raun? Hvemig tengj- ast náttúmfyrirbærin? Er hægt að segja fyrir hvar, hvernig, hve mikið og hvenær atburðir gerast næst? Hvað getum við lært um eðli og hegðun náttúrunnar? Slík afstaða kallast almennt þekking- ar- og skilningasleit og þegar hún snýst um jörðina kallast hún jarð- fræði eða jarðvísindi. Um þessa jarðskjálfta hafa spunnist nokkrar fjölmiðlaumræð- ur og þar kom fljótlega í fram að kerfi það sem til er í landinu til skráningar á jarðskjálftum er ófullkomið. Það er vegna þess að það kostar fé að byggja slík kerfí upp, halda þeim við og reka þau. Þetta fé hefur ekki legið á lausa fremur en fjármagn til annarra náttúrufarsrannsókna í landinu. Samt var eins og stjómmálamenn tækju kipp við þessi tíðindi, rétt eins og þeir vissu sig standa á einhvern hátt ábyrga í málinu. Það er að sjálfsögðu gott að þeir finni til slíkrar ábyrgðar, en hér fannst mér bmgðist við af skyndilegri skammsýni. Það skal tekið fram að ég er ekki að lasta þá fjárveit- ingu sem ákveðið hefur verið að láta renna til uppbyggingar á eftir Inga Boga Bogason Þorgeir Þorgeirson skrifar „Bréf til ritstjórans“ í Mbl. 4. des- ember sl. þar sem hann fer nokkr- um orðum um hvað ritdómar blaðsins eigi að gera og hvað ekki. Bréfíð er fróðlegt en útgangs- punkturinn að mínum dómi hæp- inn. Þorgeir telur að ritdómarar eigi að láta skoðanir höfunda sem mest í friði. Að mínu mati eru skoðanir ekki óumdeilanleg fyrir- brigði, hvorki rithöfunda, ritdóm- ara né annarra. Á hinn bóginn geta þær verið þess eðlis að um þær sé ekki margt að segja, þá er sjálfsagt að láta þær í friði. í þeim tilvikum, þar sem þær skipta máli í heildartúlkun verks, er rit- dómara óhjákvæmilegt að virða þær fyrir sér og meta þær. í þessu máli sýnist mér því ekki pláss fyr- ir neinn absólútisma. Þótt vera megi rétt. hjá Þorgeiri að ritdómarar Morgunblaðsins séu ósammála honum um flesta hluti verð ég að angra hann eða gleðja með því að vera sammála honum í a.m.k. einu: Það er rétt hjá Þor- geiri að hlutverk ritdómarans er að nálgast viðfangsefni sitt eftir mælikerfí jarðskjálfta í landinu, síður en svo. Ég fagna henni af alhug og veit að hún kemur sér vel. Ég vil hins vegar ræða þá pólitísku afstöðu sem að baki henni liggur nokkru frekar. Til þess er ástæða. Það er ekki síst rik ástæða fyrir slíkri umræðu í landi-sem hefur svo sérstætt og einstætt náttúrufar sem ísland. Þessi fjárveiting er ráðin í skyndingu og undir þrýstingi, sem ég vil eindregið kalla annarlegan, ótta stjómmálamanna við afleið- ingar þess að hafa ekki brugðist við þeirri hugsanlegu ógn, sem skjálftar af þessari gerð geta boð- að. Fjárveitingin er ekki afleiðing rökræðna um eðli og gagnsemi jarðvísindalegrar starfsemi, heldur er hún vandræðalegt skyndivið- bragð stjómsýslunnar í landinu sem fjölmiðlamir komu að með buxurnar á hælunum. Það er alls ekki svo, að ekki hafí áður verið bent á þörfína fyrir þetta mæli- kerfi og önnur slík. Það hefur oft verið gert, en því hefur yfirleitt ekki verið sinnt eða mjög lítið. Nú blasti hins vegar við þjóðinni að rannsóknum á yfírvofandi nátt- úrufarslegri hættu hafði ekki verið sinnt og var ekki hægt að sinna vegna þess að fjárveitingavaldið metur annað meira' en náttúm- rannsóknir. í þessu tilviki sáu stjómmálamenn þann kostinn bestan til þess að bjarga sínu, að rífast ekki um tiltölulegar fáar krónur og láta þær rakna af hönd- um strax, mér liggur við að segja í gegnum fjölmiðlana. Eitthvað svipað þessu hefur nú reyndar gerst áður. Eftir gosið á Heimaey árið 1973 var af nokkurri rögg- semi komið upp jarðskjálftamæli- neti vítt um Iandið, til þess að náttúran kæmi okkur nú ekki aft- ur í jafn opna skjöldu og hún gerði með Heimaeyjargosinu. Þetta var allvel gert á sínum tíma en það „Með öðrum orðum tel ég fráleitt annað en rit- dómarar íeyfi sér að hafa skoðun, sem best ígrundaða, á öðrum skoðunum, ekki síst þeim sem birtast í rit- verkum.“ þeim fræðilegu mælistikum sem tiltækar eru. Það er einmitt mikil- vægt að ritdómarinn meti gaum- gæfílega hlutlæga þætti ritverks, s.s. stíl og byggingu ■— og ætti ekki að þurfa að nefna það. Slíkt getur samt ekki verið nóg. Ef rit- dómar ættu eingöngu að felast í slíkum aðferðum, sem meira minna á talningar fiska í sjó en frumlega hugsun, væri stutt í að bókmenntagagnrýni legðist af. Hún hefði þá lítið að gera með þekkingu og dómgreind ritdómar- ans heldur væri hún orðin við- fangsefni tölvutækninnar sem gæti gubbað úr sér niðurstöðunum á hálfu andartaki. Það hlýtur að vera Þorgeiri ljóst, þótt hann af einhveijum ástæðum Páll Imsland „Fjárveitingin er ekki afleiðing rökræðna um eðli og gagnsemi jarð- vísindalegrar starf- semi, heldur er hún vandræðalegt skyndi- viðbragð stjórnsýslunn- ar í landinu sem fjöl- miðlarnir komu að með buxurnar á hælunum.“ var ekki gert ráð fyrir því að það þyrfí að halda þessu mælineti við og endurbyggja það með hliðsjón af reynslunni, með áframhaldandi íjárveitingum. Því fór sem fór. Jarðskjálftamælikerfið gekk úr sér og náttúran kom okkur aftur á óvart með hegðun sinni. Það fór að skjálfa á Dalvík. Viðbrögð kjósi að horfa fram hjá því í grein sinni, að ritdómara er ekki stætt á öðru en að þræða fleira í ritdóm sinn en þær fræðilegu aðferðir sem hann hefur tileinkað sér. Alveg eins o g ætlast er til að rithöfundur- inn gefí sig óskiptan í skáldverk sitt þannig verður líka að ætlast til að hver ærlegur ritdómari gefí af sjálfum sér í ritdóminn. Hvað gerðu ekki Magnús Ásgeirsson, Bjami frá Hofteigi og Ólafur Jóns- son? Með öðrum orðum tel ég frá- Ieitt annað en ritdómarar leyfí sér að hafa skoðun, sem best ígrund- aða, á öðrum skoðunum, ekki sfst þeim sem birtast í ritverkum. Sam- kvæmt þessu þarf Þorgeir ekki að biðja leyfis til að hafa þá skoðun að ritdómarar ættu að láta skoðan- ir rithöfunda sem mest í friði. En í krafti þess lýðræðis sem við vilj- um búa við hér á landi lýsi ég yfir þeirri skoðun minni að engin skoðun eigi rétt á því að vera „í friði“ nema sú sem er varðveitt í hugskoti þess sem hún kviknar í. Skoðanir hafa aldrei dafnað með- an um þær hefur verið friður held- ur einmitt átök. Skoðanir, sem hafa verið einkaeign einstaklinga, stofnana og ríkja, hafa þvert á móti verið notaðar til þess að við- halda „hinni einu, réttu stéfnu“. stjórnmálamanna voru í þessu síð- ara tilviki snögg og afgerandi, þó þau væru ekkert fram úr hófi svo óvenjulega snögg, að það var eins og ákvörðunin hefði ekki verið í höndum stjórnarinnar sjálfrar, eins og hún hefði fengið á sig sektardóm og hugsað eitthvað á þessa leið: „Borgum strax og án mótþróa. Vonum að atvikið gleym- ist. Seinna má sýna fram á að fé var látið af höndum rakna“. Þetta er að sjálfsögðu ekki frambærileg pólitík, þó hún stefni takmörkuðu ijármagni í rétta átt í þessu til- viki. Fjárveitingin er ekki byggð á þeirri afstöðu að náttúrurann- sóknir séu gagnlegar. Hún er byggð á ótta, sem afar ótraust forsenda í svona máli og þess vegna er vísast að aldrei verði neitt framhald á, hvorki til við- halds mælikerfínu, útvíkkunar þess eða frekari stuðnings við jarð- skjálftarannsóknir, svo að ekki sé farið að telja aðrar jarðfræðilegar rannsóknir í landinu. Það er ekki hægt að byggja upp gagnlegt og afkastamikið kerfi rannsókna með fjárveitingum, sem réttlætast með því að líta á náttúruna sem söku- dólg sem þurfi að greiða sektir fyrir ef hún gerir eitthvað. Náttúr- an vinnur samkvæmt eigin lögmál- um sem við þurfum að læra á, en ekki að bæta fyrir. Hér á landi eru allmargir jarð- vísindamenn og þeir eru menntað- ir svo að segja um heim allan. Aðeins sumir þeirra starfa þó að jarðvísindum. Það er ekki vegna þess að fleiri vilji ekki starfa að þeim, heldur er ekki pláss fyrir þá í því kerfi jarðvísindalegrar þekíc- ingaröflunar sem þjóðin hefur komið sér upp. Þetta kerfí er lítið og þröngt og býr við afar mikla fátækt.- Það þrífst því fremur illa og afkastar ekki eins og verið gæti eða hugur starfsmanna þess stendur til. Ingi Bogi Bogason Fáir ættu að vita þetta betur en Þorgeir. Eg las ekki Rude Pravo árið 1959 og veit ekki hvað í því stóð. Ég held að umræðan um íslenska gagnrýni græði lítið á því að vera sett í samhengi við stjómarfar þar sem ekkert tiltökumál þótti að banna mönnum að hugsa, lesa og skrifa að vild. Við skulum leyfa líkinu að liggja. Þetta er skoðun mín. Höfundur er bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið. Hvers vegna skyldi það eigin- lega vera? Ekki vantar að oft er kvartað undan aðbúnaðinum sem jarðvísindin í landinu búa við. Húsbændum þess, ríkisvaldinu, er því vel ljóst hvernig ástatt í í kot- inu. En hvernig skyldi þá standa á því að ekki er bætt úr ástand- inu? Flestir vita í raun svarið sem hljóðar eitthvað á þessa lund: „Það eru einfaldlega ekki til fjármunir í svona verkefni. Við getum ekki tekið af takmörkuðu fé okkar til gæluverka eins og að þjóna for- vitni okkar um jörðina og náttúr- una. Það verður að bíða betri tíma.“ Þjóðin veit nefnilega ekki ennþá að hún lifír á náttúrunni. Rannsóknastarfsemi er annars talin til sjálfsagðra hluta og grundvöllur undir efnalegum framfömm og jafnvel kölluð menningarviðleitni víðast hvar meðal svokallaðra siðmenntaðra þjóða. Við verðum að sýna lit í þessa veru, að öðrum kosti erum við á alþjóðavettvangi álitin út- kjálkaþjóð og jafnvel annars eða þriðja flokks. Slíkt særir að sjálf- sögðu stolt okkar og því kreistum við undan nöglunum það smáræði sem nægir til að sýna litinn, svona hlutfallslega nokkurn veginn eins og fátækustu þjóðir Vesturlanda gera. Og með þessu vonum við að hægt sé að slá ryki í augu umheimsins og að við komumst í hóp siðmenntaðra. Með þessu lok- um við líka sníkjumunni þeirra sérmenntuðu einstaklinga sem endilega vilja fá að sinna þessu dútli sínu og hafa þrátt fyrir allt nægilega mikinn þrýstikraft til þess að ekki er hægt að hrinda þeim af sér án einhverrar úrlausn- ar á kvabbinu. Þetta er í einföldu máli mat mitt og reyndar ýmissa annarra líka á því hvernig rök- semdirnar eru sem lúra á bak við afstöðu stjórnvalda til náttúrufars- rannsókna. Ég man þó ekki þann stjórnar- sáttmála, nema ef vera skyldi heið- ursmannasamkomulagið sem ekki hefur á einhvern hátt vikið að því að á stjórnarheimilinu skyldi stefnt að auknum rannsóknum. Þetta hefur þó í fæstum tilvikum verið annað en óljóst orðalag, enda hef- ur oftast orðið lítið eða ekkert úr. Það sannar að íslenskum stjórn- völdum er ekki alvara með orðum um auknar rannsóknir. Þau hafa hins vegar komið auga á þann möguleika að ganga pínulítið í augu fámenns kjósendahóps með slíku orðagjálfri. Hvernig skyldi standa á því að mat stjórnvalda er eins og raun ber vitni? Hvernig stendur á því að íslensk stjórnvöld vita ekki enn- þá að þjóðin lifir á íslenskri nátt- úru, að afurðir náttúrunnar, á landi og í sjó eru ásamt nýtanlegu hugviti landsmanna einu auðlind- irnar sem þjóðin á? Varla halda nokkrir Islendingar í alvöru að þjóðin geti lifað af bókfærslu, millifærslum, bírókratíu og ann- arri skriffinsku, þó slíku hjali sé haldið vakandi í fjölmiðlum. Sú hagræðing sem nú er efst á baugi hér á landi og fjallar fyrst og fremst um sparnað og aðhald ann- ars vegar og fijálsræði í rekstri hins vegar tekur ekki mikið á nátt- úrunni í sinni umfjöllun og óneit- anlega virðist sem harla lítið ann- að en hagfræði sé stjórnmál nú á tímum, hún er að verða kjarni málsins, trúarsetningar sem stjórnunaraðgerðir þjóna. Náttúr- an er að sönnu ekki áberandi umfjöllunarefni í kennisetningum stjórnmálaflokka almennt og því telja stjórmálamenn sig ekki þurfa að sýsla mikið um hana í daglegri önn. En hvað eigum við annað til að éta, selja og hagnýta en ís- lenska náttúru? Ekkert sem skipt- ir sköpum. Það lifír nefnilega eng- in þjóð á því að flytja inn mat- væli, orku og iðnaðarvarning en flytja út einn og einn fótbolta- kappa, fegurðardrottningu, popp- ara, skákmann, rithöfund, krafta- karl, ballettdansara, óperusöngv- ara og svo framvegis. Hversu góð- ir sem einstaklingamir eru, færir SKOÐUN Á SKOÐUN Athugasemd við bréf Þorgeirs Þorgeirsonar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.