Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 27 Islendingur varaforseti Evrópusamtaka ungra hægrimanna Davíð Oddsson heiðursforseti - Margaret Thatcher vemdari JÓN Kristinn Snæhólm var kjörinn varaformaður Evrópusamtaka ungra hægrimanna, EYC, á stofnfundi samtakanna í Westminster í London 29. nóvember síðastliðinn. Ungliðahreyfingar níu stjórnmála- flokka frá jafnmörgum Evrópuríkjum eru stofnaðilar samtakanna, þar á meðal Samband ungra sjálfstæðismanna. Verndari Evrópusam- taka ungra hægrimanna var kjörinn Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, heiðursforseti er Davíð Oddsson en í heiðursstjórn samtakanna sitja meðal annarra Poul Schliiter, Carl Bildt, Vytautas Landsbergis, John Major, Ronald Reagan, Mart Laar og Jacques Chiraq. Meðal gesta á stofnfundinum var Norman Fowl- er formaður breska íhaldsflokksins, og einnig fluttu ávörp Tebbit lávarður og hagfræðingurinn Lord Harris of High Cross. Stofnfund- inum stýrði varaformaður Ihaldsflokksins, Sr Geoffrey Pattie. Fjórir fulltrúar SUS sátu stofn- fundinn; Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS, Jón Kristinn Snæ- hólm, Ólafur Þ. Stephensen og Þórir Kjartansson. Auk EYC á SUS aðild að alþjóðasamstarfi með norrænum hægrimönnum í NUU og Evrópusamtökum ungra íhalds- manna og kristilegra demókrata, DEMYC. Að sögn Guðlaugs Þórs og Jóns Kristins eru stofnaðilarnir níu ung- liðahreyfingar hægriflokkanna í Danmörku, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Slóvakíu, Slóveníu; Tékk- landi, Bretlandi og íslandi. A næst- unni gangi inn í samtökin Norð- menn, Frakkar, Portúgalir, Svíar, Finnar, Færeyingar, Ungveijar, Rúmenar, Albanir og Pólverjar. Hægra megin við kristilega demókrata Þær þjóðir þar sem kristilegir demókratar eru ráðandi á hægri væng stjórnmálanna eiga ekki að- ild að samtökunum en samstarfs- vettvangur kristilegra demókrata og annarra hægri flokka er í DEMYC. Jón Kristinn sagði að þau samtök sem væru aðilar að EYC skilgreindu sig hægra megin við kristilega demókrata og væri markmiðið með stofnun samtak- anna að kynna viðhorf hægriflokk- anna ekki síst í Evrópumálum og alþjóðamálum en hægri flokkarnir legðu t.d. áherslu á þróun Evrópu- samstarfsins á grundvelli frelsis í alþjóðaviðskiptum meðan áhersla kristilegu demókrataflokkanna væri á niðurbrot þjóðríkjanna og yfirþjóðlegt vald. Starfsemi EYC verður þannig háttað, að sögn Guðlaugs Þórs, að haldnar verða ráðstefnur um ýmis mál í hinum ýmsu aðildarríkjum. ísland væri meðal þeirra ríkja sem Guðlaugur Þór Þórðarson nefnt væri í tengslum við fyrstu fundi ásamt Kaupmannahöfn, Prag og London. Sterk staða SUS í máli Jóns Kristins og Guðlaugs Þórs kom fram að ungliðahreyfing- ar í tiltölulega nýstofnuðum hægri flokkum í nýfrjálsum ríkjum A- Evrópu ættu marga fulltrúa í sam- tökunum og megi búast við því að fyrstu árin mótist starfsemin nokk- Jón Kristinn Snæhólm uð af aðlögun þessara hreyfinga að starfi í anda vestrænna lýð- ræðishefða. Margar a-evrópsku hreyfinganna, ekki aðeins þær frá Eystrasaltsríkjunum, litu nokkuð til íslendinga í þessu sambandi og sé staða Islendinga mjög sterk í samstarfinu eins og hefði m.a. birtst í kjöri Jóns Kristins í emb- ætti varaforseta. Forseti EYC er Englendingurinn Andrew Rosin- dell. Skíðasamtestinyan Barnast. 120-170 cm Verð kr. 5.990 Ungbarnasamfestingar Verð frá kr. 2.990 Fullorðinssamfestingar Verð frá kr. 7.400 SPOBTHÚÐiN Árroúia 40 • 5imar 813555 og 813655 VELDU ÞAÐ SEM ER - FYRIR ÞIG! ISLENSKUR MJOLKURIÐNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.