Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
27
Islendingur varaforseti Evrópusamtaka ungra hægrimanna
Davíð Oddsson heiðursforseti -
Margaret Thatcher vemdari
JÓN Kristinn Snæhólm var kjörinn varaformaður Evrópusamtaka
ungra hægrimanna, EYC, á stofnfundi samtakanna í Westminster í
London 29. nóvember síðastliðinn. Ungliðahreyfingar níu stjórnmála-
flokka frá jafnmörgum Evrópuríkjum eru stofnaðilar samtakanna,
þar á meðal Samband ungra sjálfstæðismanna. Verndari Evrópusam-
taka ungra hægrimanna var kjörinn Margaret Thatcher, fyrrum
forsætisráðherra Bretlands, heiðursforseti er Davíð Oddsson en í
heiðursstjórn samtakanna sitja meðal annarra Poul Schliiter, Carl
Bildt, Vytautas Landsbergis, John Major, Ronald Reagan, Mart Laar
og Jacques Chiraq. Meðal gesta á stofnfundinum var Norman Fowl-
er formaður breska íhaldsflokksins, og einnig fluttu ávörp Tebbit
lávarður og hagfræðingurinn Lord Harris of High Cross. Stofnfund-
inum stýrði varaformaður Ihaldsflokksins, Sr Geoffrey Pattie.
Fjórir fulltrúar SUS sátu stofn-
fundinn; Guðlaugur Þór Þórðarson,
formaður SUS, Jón Kristinn Snæ-
hólm, Ólafur Þ. Stephensen og
Þórir Kjartansson. Auk EYC á
SUS aðild að alþjóðasamstarfi með
norrænum hægrimönnum í NUU
og Evrópusamtökum ungra íhalds-
manna og kristilegra demókrata,
DEMYC.
Að sögn Guðlaugs Þórs og Jóns
Kristins eru stofnaðilarnir níu ung-
liðahreyfingar hægriflokkanna í
Danmörku, Eistlandi, Lettlandi,
Litháen, Slóvakíu, Slóveníu; Tékk-
landi, Bretlandi og íslandi. A næst-
unni gangi inn í samtökin Norð-
menn, Frakkar, Portúgalir, Svíar,
Finnar, Færeyingar, Ungveijar,
Rúmenar, Albanir og Pólverjar.
Hægra megin við kristilega
demókrata
Þær þjóðir þar sem kristilegir
demókratar eru ráðandi á hægri
væng stjórnmálanna eiga ekki að-
ild að samtökunum en samstarfs-
vettvangur kristilegra demókrata
og annarra hægri flokka er í
DEMYC. Jón Kristinn sagði að þau
samtök sem væru aðilar að EYC
skilgreindu sig hægra megin við
kristilega demókrata og væri
markmiðið með stofnun samtak-
anna að kynna viðhorf hægriflokk-
anna ekki síst í Evrópumálum og
alþjóðamálum en hægri flokkarnir
legðu t.d. áherslu á þróun Evrópu-
samstarfsins á grundvelli frelsis í
alþjóðaviðskiptum meðan áhersla
kristilegu demókrataflokkanna
væri á niðurbrot þjóðríkjanna og
yfirþjóðlegt vald.
Starfsemi EYC verður þannig
háttað, að sögn Guðlaugs Þórs, að
haldnar verða ráðstefnur um ýmis
mál í hinum ýmsu aðildarríkjum.
ísland væri meðal þeirra ríkja sem
Guðlaugur Þór Þórðarson
nefnt væri í tengslum við fyrstu
fundi ásamt Kaupmannahöfn,
Prag og London.
Sterk staða SUS
í máli Jóns Kristins og Guðlaugs
Þórs kom fram að ungliðahreyfing-
ar í tiltölulega nýstofnuðum hægri
flokkum í nýfrjálsum ríkjum A-
Evrópu ættu marga fulltrúa í sam-
tökunum og megi búast við því að
fyrstu árin mótist starfsemin nokk-
Jón Kristinn Snæhólm
uð af aðlögun þessara hreyfinga
að starfi í anda vestrænna lýð-
ræðishefða. Margar a-evrópsku
hreyfinganna, ekki aðeins þær frá
Eystrasaltsríkjunum, litu nokkuð
til íslendinga í þessu sambandi og
sé staða Islendinga mjög sterk í
samstarfinu eins og hefði m.a.
birtst í kjöri Jóns Kristins í emb-
ætti varaforseta. Forseti EYC er
Englendingurinn Andrew Rosin-
dell.
Skíðasamtestinyan
Barnast. 120-170 cm
Verð kr. 5.990
Ungbarnasamfestingar
Verð frá kr. 2.990
Fullorðinssamfestingar
Verð frá kr. 7.400
SPOBTHÚÐiN
Árroúia 40 • 5imar 813555 og 813655
VELDU ÞAÐ SEM ER
- FYRIR ÞIG!
ISLENSKUR MJOLKURIÐNAÐUR