Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 30

Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Clinton vill enn þrengja að byssunni BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í viðtali við dagblað- ið The Los Angeles Times á sunnudag, að hann teldi setn- ingu Brady-laganna aðeins fyrsta skrefið í átt til aukins eftirlits með byssueign í landinu. Kvaðst hann vera að velta fyrir sér hvort taka ætti upp opinbert leyfiskerfí. Er sú hugmynd kom- in frá Rudolph Giuliani, væntan- legum borgarstjóra New York, og hefur Clinton faiið Janet Reno dómsmálaráðherra að kanna málið. Segja Esco- bar hafa svipt sig lífi MÓÐIR og systir kólombíska kókaínskóngsins Pablo Esco- bars sögðu um helgina, að hann hefði ekki fallið fyrir kúlum lög- reglumanna, heldur svipt sig lífi þegar hann sá, að hann átti ekki undankomu auðið. Að þeirra sögn hafði hann aðeins eitt skotsár á höfði og augljós- lega hefði verið skotið af mjög stuttu færi. Escobar var jarð- settur sl. föstudag og fylgdu honum þá til grafar um 3.000 manns úr fátækrahverfunum í Medellinborg en í þeirra augum var hann eins konar Hrói höttur. Caldera sigraði RAFAEL Caldera bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela á sunnudag og er þetta í annað sinn á 25 árum, sem hann er kjörinn í embættið. Fékk hann 31% atkvæða, sem skiptust annars á milli 18 fram- bjóðenda. Var hann í framboði fyrir samband 17 fiokka, sem spanna allt pólitíska litrófið frá hægri til vinstri. Bréfsprengj- ur í Vín SKRIFSTOFUMAÐUR særðist alvarlega þegar bréfsprengja sprakk í Vín í gær en lögregl- unni tókst að gera þrjár sprengj- ur óvirkar. Daginn áður hafði borgarstjórinn í Vín, Helmut Zilk, misst fingur þegar hann opnaði bréf á heimili sínu. Ails hafa tíu sprengjur sprungið eða fundist frá því á föstudag og sprengjutilræðin beindust að flóttamönnum og stuðnings- mönnum þeirra. Grunur leikur á að hægriöfgamenn hafi staðið fyrir tilræðunum. Frakkland Kvóti á er- lent popp París. The Daily Telegraph. FRANSKA þingið samþykkti á laugardag lög, þess efnis að hlutfall franskrar tónlistar af útsendu tónlistarefni, megi ekki vera minna en 40%. Mik- il umræða hefur verið um framtíð franskrar menningar að undanförnu og er sam- þykkt frumvarpsins talin vera beint framhald þeirrar um- ræðu. Allir er þó ekki jafn sannfærðir um ágæti þessara nýju laga en markmið þeirra er að reyna að breyta neysluvenjum ungra Frakka hvað varðar tónlist. í Eftir að frelsi var aukið í útvarpsmálum á síðasta áratug hafa sprottið upp fjölmargar útvarpsstöðvar, sem útvarpa nær einvörðungu engil- saxneskri tónlist. Margir teija vissulega að fram- tíð franskra sönglaga sé í hættu vegna þessa en jafnframt er bent á að ekki sé víst að Frakkar eigi nógu mikið af góðu tónlistarefni til að fylla upp í kvótann. Óttast margar útvarpsstöðvar að þær verði að senda út töluvert af þögn ef lögunum verður framfylgt til hins ítrasta. Vinstriöflin signrvegarar seinni umferðar ítölsku kosninganna Fyrrverandi kommúnistar stefna að stjórnarforystu Róm, Mílanó, Napólí. Reuter. LÝÐRÆÐISFLOKKUR vinstrimanna, PDS, sem reistur var á rústum gamla kommúnistaflokksins, sigraði í síðari umferð ítölsku sveitarstjórnarkosninganna á sunnudag og eru næst-stærsti flokk- ur landsins á eftir nýfasistum. „Borgarstjórar Ítalíu eru Rauðlið- ar“, var fyrirsögn hægriblaðsins II Giornale í Mílanó í gær en PDS bauð fram eða studdi sigurvegarana í Róm, Napólí, Feneyjum, Genúa og Tríeste. Nýfasistar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum en þeir höfðu gert sér vonir um sigur í Róm og Napólí þar sem Ales- sandra Mussolini var í framboði. „Næsta takmark okkar er stjómarforystan,“ sagði Achille Ochetto, leiðtogi PDS, er úrslitin vora ljós. Hann hvatti flokksmenn sína og bandamenn PDS til að samþykkja drög að stjórnarsátt- máia sem tryggði að vinstrimenn héldu því miðjufylgi sem þeir fengu nú vegna hrans hefðbund- inna stjórnmálaflokka. Gert er ráð fyrir að kosið verði til þings í mars á næsta ári. Núverandi stjórn bankamannsins Carlos Azeglios Ciampis er samsteypa sem nýtur stuðnings kristilegra demókrata og sósíalista, flokka sem era nú fylgislítil reköld eftir óveður spill- ingarmálanna sem upplýst hafa verið og þúsundir stjórnmáia- og kaupsýslumanna eru flæjktir í. Einn helsti frammámaður nýfasista, Gianfranco Fini, sem tapaði naumlega í Róm fyrir vinst- rimanni, sagði ljóst að vinstriöflin væra líkleg til að leiða næstu stjórn. „Við getum ekki unnið nema hægriöflin nái samkomulagi um að mynda bandalag", sagði hann. Fini bar sig þó vel og sagði nýfasista hafa tryggt sér sterka stöðu í stjórnmálum Ítalíu en þeir hafa ekki þótt fyllilega húsum hæfir vegna tengslanna við ein- ræðistíma Benitos Mussolinis, afa Allessöndru. Hún hlaut 44,4% í Napólí en andstæðingur hennar, PDS-maðurinn Antonio Bassolino, 55,6%; kosið var milli tveggja efstu í fyrri umferð kosninganna sem var fyrir tveim vikum. í Róm sigr- aði 39 ára gamall græningi, Franc- esco Rutelli, hann fékk 53,1% at- kvæða. Annar hægriflokkur, Norður- sambandið, sem vann fyrir nokkra sigur í Mílanó og víðar á Norður- Italíu, kom illa út úr þessum kosn- ingum. Flokkurinn vill draga úr fjárstuðningi norðursvæðanna við hina fátæku Suður-Ítalíu og segja andstæðingar hans að flokksmenn vilji kljúfa landið í tvennt. Leiðtogi sambandsins, Umberto Bossi, var- aði ítala við, sagði að svo gæti farið að vinstriöfl fengju 60% þing- sæta í væntanlegum þingkosning- um sæju kjósendur ekki að sér. Velkomin til 'Islands Handtöskur ♦ Fylgihlutir MCM Fæst Hjá cg/eOMVK/, Borgarkrjnglunni, Sími 91 /677230

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.