Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 31 Flokkur Helmuts Kohls kanslara bíður enn einn ósigurinn Hársbreidd munaði að flokkur kommúnista yrði í öðru sæti Bonn, Bcrlín. Reuter. LITLU munaði að flokkur Helmuts Kohls kanslara, Kristilegi demó- krataflokkurinn (CDU) yrði í þriðja sæti er kosið var í sambandsland- inu Brandenburg í austurhluta Þýskalands á sunnudag. CDU fékk ein- ungis 22,5% atkvæða en PDS, arftaki austur-þýska kommúnistaflokks- ins, fékk 21,3% atkvæða. Frambjóðandi PDS varð einnig í efsta sæti í kosningum um borgrastjóra Potsdam. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) vann sigur í kosningunum í Brandenburg, en flokkurinn hefur farið þar með völd undanfarin ár, og hlaut 33,5% atkvæða. Reuter Kosningarnar ræddar RUSSNESK t\jón skeggræða þingkosningarnar, sem fram fara á sunnudag, á heimili sinu í þorpinu Tagankovo, um 40 km frá Moskvu. Kosninganna í Brandenburg hafði verið beðið með nokkurri eftirvænt- ingu þar sem talið var að þær kynnu að gefa vísbendingu um hvemig vindar myndu blása í kosningum á næsta ári. Alls verða þá haldnar nítj- án kosningar, þar á meðal þingkosn- ingar. Úrslitin í Brandenburg hefðu varla getað verið mikið verri fyrir CDU og þeim fer sífellt fjölgandi er spá því að Kohl muni bíða ósigur í þing- kosningunum í september á næst ári. Tímaritið Der Spiegel, sem kom út í gær, birti mynd á forsíðu sinni þar sem sjá má aftan á hnákka Kohls undir fyrirsögninni: „Völd Kohls þverra út - Tímabil líður undir lok.“ Sagði tímaritið að kominn væri tími til að breyta til. Ellefu ár af Helmut Kohl væru meira en nóg. Dagblaðið Hamburger Abendblatt sagði að í kosningunum 1990 hefði kanslarinn verið verðlaunaður fyrir hversu vel hann hélt á sameiningu Þýskalands. „Sögulegur árangur hans þá mun hins vegar ekki nægja í næstu kosn- Lokaslagurinn fyrir þingkosningarnar í Rússlandi á sunnudag hafinn Margir lýstu yfir áhyggjum vegna -----------------------------------------————---------------------—--------- góðs gengis PDS, sem líklega má Líkur á að nýja þingið verði sundurleitt og skammlíft jVloskvu. Reuter, The Daily Telegraph. SIÐASTA vika kosningabaráttunnar í Rússlandi er hafin og svo virðist sem Valkostur Rússlands, helsti flokkur stuðningsmanna umbótastefnu stjórnarinnar, eigi í vök að verjast. Forystumenn flokksins hafa í fyrsta sinn frá sigrinum yfir harðlínumönnum á gamla þinginu fyrir tveimur mánuðum viðurkennt að nýja þingið kunni að reynast enn sterkara vígi andstæðinga efnahagsumbót- anna. Nýja þingið gæti reynst sundurleitt og skammlíft. Kosningamar verða á sunnudag og samkvæmt skoðanakönnunum er Valkostur Rússlands enn með forskot á hina flokkana tólf. Kannanirnar eru hins vegar afar misvísahdi, ein- - blína flestar á kjósendur í borgunum og taka ekki heldur mið af milljónum manna sem segjast ekki enn hafa ákveðið sig. Kjósendurnir verða því sem næst einvörðungu að reiða sig á sjónvarps- útsendingar á kvöldin og auglýsing- ar, sem þykja ýmist ofstopafullar eða leiðinlegar. Stjórnmálamennimir gera sem minnst af því að halda kosningafundi í borgunum. í mörg- um borgum er lítið um auglýsinga- spjöld eða bæklinga sem minna á kosningarnar. Líklegt þykir að niðurstaðán verði sundurleitt þing þar sem umbóta- sinnar verði ívið fleiri en kommúnist- ar og bandamenn þeirra, en margir þingmannanna verði á hinn bóginn staðráðnir í að halda sjálfstæði sínu. Svo gæti jafnvel farið að „óháðu“ þingmennimir legðust á sveif með harðlínuöflunum. Margir spá því að Borís Jeltsín leysi þingið upp um leið og það fari að valda honum vandræð- um. Leiðtogi Valkosts Rússlands er Jegor Gajdar sem boðaði opið mark- aðshagkerfi, fijáls viðskipti og minni ríkisafskipti þegar hann var forsætis- ráðherra. Nú kveður hins vegar við annan tón því hann boðar takmark- aða vernd fyrir rússneskan iðnað og innflutningstolla til að vernda illa stæð fyrirtæki. Ósamlyndis er þegar farið að gæta innan Valkosts Rússlands, sem oft er nefndur „stjórnarflokkurinn" vegna þess hversu margir ráðherrar eru í honum. Spjótin beinast einkum að Vladímír Shúmejko, metnaðar- gjörnum aðstoðarforsætisráðherra sem stóð fyrir ritskoðun blaða eftir árásina á þinghúsið í Moskvu 4. októ- ber. í síðustu viku mistókst honum að fá yfirkjörstjórnina til að banna Kommúnistaflokkinn og Lýðræðis- flokkinn fyrir að hafna stjórnarskrár- drögum Jeltsíns forseta. Þetta varð til þess að endurvekja umræðuna um hvort kosningarnar væru fijálsar og lýðræðislegar; sumir segja þær ein- kennast af hlutdrægni en aðrir telja þær eins lýðræðislegar og mögulegt er miðað við aðstæður. Jafnvel stuðningsmenn Jeltsíns voru hissa á þeim ummælum forset- ans nýlega að flokkarnir mættu ekki nota ókeypis sjónvarpsútsendingar sínar .til að gagnrýna stjórnarskrár- drögin. Þeir segja að úr því að forset- inn vilji ekki lýðræðislegt þjóðarat- kvæði um málið ætti hann einfald- lega að knýja drögin fram með for- setatilskipun. Forystumönnum Valkosts Rúss- lands hefur ekki tekist að tryggja' samstarf við aðra flokka, svo sem flokka hagfræðingsins Grígoríjs Javlínskíjs og Sergejs Shakhrajs, annars aðstoðarforsætisráðherra. Kommúnistaflokkurinn og Bænda- flokkurinn hafa hins vegar náið sam- starf og gætu fengið 30% fylgi sam- anlagt. Vladímír Zhírínovskíj, nýfas- istinn sem varð þriðji í forsetakosn- ingunum árið 1991, virðist njóta vaxandi vinsælda og gæti komið á óvart í kosningunum. fyrst og fremst rekja til óánægju með mikið atvinnuleysi og slæmt efnahagsástand í Brandenburg. Pet- er Hintze, framkvæmdastjóri CDU, sagði árangur PDS „ógnvekjandi" og bætti við: „Þeir sem skildu eftir sig efnahagslegar brunarústir virðast nú hagnast á hinum efnahagslegu erfiðleikum." Blaðið Stuttgarter Nachrichten sagði um fimmtung íbúanna hafa veitt mönnum atkvæði sitt, er hefðu njósnað um þjóð sína og svikið. „Er búið að sýkna þetta óréttláta kerfi?,“ spurði blaðið. Rolf Kutzmuts, sem leiddi lista PDS, hefur opinberlega viðurkennt að hann njósnaði fyrir hina illræmdu öryggislögreglu Stasi er Austur- Þýskaland var og hét. Frank Zappa látinn af völdum kirtilkrabbameins Hlífði engum við hvassri ádeilu Los Angeles. Reuter. FRANK Zappa, sem varð goðsagnapersóna í rokkheiminum, lést af völdum krabbameins í blöðruhálskirtli á laugardag, 52 ára að aldri. Zappa var þekktur fyrir hvassa háðsádeilu sína sem beind- ist jafnt að forsetum sem ýmsum hópum í samfélaginu, svo sem hommum og auðjöfrum. Zappa varð fyrst þekktur á sjö- unda áratugnum þegar hann var leiðtogi hljómsveitarinnar Mothers of Invention, sem þótti fara ótroðn- ar slóðir í tónlistinni. Hann gaf út næstum 50 breiðskífur, og hlaut Grammy-verðlaunin fyrir breiðskíf- una „Jazz from Hell“ árið 1987. Lög Zappa heyrðust sjaldan í bandarísku útvarpi síðustu árin þótt hann hefði alltaf átt traustan aðdáendahóp' í Bandaríkjunum og nyti mikillar hylli í öðrum löndum. Plötum hans var til að mynda smyglað til Tékkóslóvakíu fyrir hrun kommúnismans og nutu vin- sælda meðal andófsmanna og hópa sem störfuðu leynilega. Vaclav Havel, forseti Tékklands, var svo hrifinn af tónlist Zappa að hann gerði hann að sérleg- um menning- arsendiherra við litla hrifn- ingu banda- ríska utanríkis- ráðuneytisins. Zappa átti við krabbamein að stríða í nokkur ár en hélt áfram í tónlistinni þar til undir það síðasta. Hann gaf út nýja breiðskífu, „The Yellow Shark“, fyrr á árinu. Vegna veik- Reuter FRANK Zappa indanna varð hann þó að aflýsa tónleikum og hætta við boðað framboð í forsetakosningum. Textar Zappa hneyksluðu for- eldra og margir urðu skotspónn háðsádeilunnar. Hommar móðguð- ust til að mynda vegna lagsins „He’s So Gay“ og Zappa sætti gagnrýni gyðinga fyrir „Jewish Princess". Hann var oft krafinn um afsökunarbeiðni en neitaði alltaf. Þótt hann hneigðist til vinstristefnu í stjómmálunum fengu margir vinstrimenn að kenna á háðsádeilu hans, svo sem blökkumannaleið- toginn Jesse Jackson. Zappa fæddist í Kaliforníu árið 1940. Hann var sonur veðurfræð- ings sem stundaði eiturgasrann- sóknir fyrir herinn. Gasgrímur voru alltaf til taks á veggjum heimilisins ef ske kynni að mengunarslys yrði vegna efnavopnanna sem faðirinn rannsakaði. Langar þig í heima í stofu? ■ w 9S(?C.tS " ... _ p^lpwiiSiS® KENWOOD KR-V7050 meö fjarstýríngu Verö kr. 66.400 stgr. KENWOOD Aörir Kenwood magnarar: KR-V6050 2x100 vött RMS kr. 54.055 KR-A5050 2x100 vött RMS kr. 37.900 KR-A4050 2x60 vött RMS kr. 33.155 KR-A3050 2x50 vött RMS kr. 28.400 stgr. KENWOOD KR-V7050 útvarps- og videó- magnari meö „Dolby Pro-logic Surround“ kerfi, 2x100 vött RMS. Þú tengir magnarann viö stereó videótæki og 5 rása hljómur verður aö veruleika. Þitt eigiö bíó meö bíóhljómgæðum heima í stofu. Magnarinn hefur einnig fullkomiö DSP (Digital Sound Processing) kerfi sem líkir eftir hljómburði í hljómleikasölum. KR-V7050 var valinn A/V (audio/video) magnari ársins af hinu virta fagtímariti „What Hi-Fi“. þar sem gœðiti heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.