Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 32

Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 + Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Ofgaflokkar og ítölsk reiði / T Trslitin í borgarstjórakosning- I) unum á Ítalíu benda til þess, aoinnan tiltölulega skamms tíma geti pólitísk völd færst í hendur arftaka stjórnmálahreyfínga, sem valdið hafa mannkyni mestri þján- ingu á þessari öld, kommúnista og fasista (nazista). Segja má, að lýð- ræðisflokkarnir svonefndu á Ítalíu súpi seyðið af gjörspilitu stjórnar- fari undanfarinna ára. Italskir kjós- endur virðast telja, að fársjúkur þjóðarlíkaminn hreinsist ekki nema með róttækum aðgerðum. Fylgishrun gömlu flokkanna nú, með kristilega demókrata í broddi fylkingar, hófst í sveitarstjórnar- kosningunum fyrir tveimur vikum. Kosningarnar si. sunnudag, sem snerust um borgarstjóraefni í nokkr- um stærstu borgunum, þar sem úrslit réðust ekki síðast, staðfestu aðeins þá niðurlægingu, sem fyrri valdhafar hafa mátt þola. Kosninga- bandalag vin’strimanna, undir for- ustu Lýðræðislega vinstriflokksins, sem er nýtt nafn á kommúnista- flokknum, fór með sigur af hólmi, en fast á hæla honum komu nýfas- istar. Þriðju stóru stjórnmálasam- tökin, Norðursambandið, hlutu ekki eins góða útkomu sl. sunnudag og forustumenn þeirra vonuðust eftir. Lýðræðislegi vinstriflokkurinn stefnir nú að því að fá stjómarfor- ustu eftir næstu þingkosningar, sem talið er að verði boðaðar í marz. Forustumaður flokksins, Acchille Occhetto, lítur á úrslitin sem sigur síns flokks, þótt hann hafi verið í bandalagi við ýmsa aðra vinstri- hópa, m.a. var græningi kosinn borgarstjóri í Róm með stuðningi kommúnista. Þessi góði árangur verður vatn á myllu þeirra vinstri- manna, sem vilja samstarf í næstu kosningum, enda blasa valdastól- arnir við þeim. Á hægri kantinum eru ráðandi tvö stjómmálaöfl, nýfasistar og Norðursambandið, en ólíklegt er talið að þau geti unnið saman. Leið- togi nýfasista, Gianfranco Fini, vill að flokkur sinn verði forustuafl í nýjum stjómmálaflokki hægri manna og til að ná til hófsamari kjósenda hefur hann sagt, að flokk- urinn láti endurreisn fasismans sér ekki til hugar komæ Fini hefur m.a. fordæmt kynþáttalögin frá 1938, sem ofsóknir fasista á gyðingum byggðust á. Fortíð fasismans gerir það hins vegar ólíklegt, að hann geti sameinað hægriöflin undir einu merki. Norðursambandið var þar til nú ótvírætt helzta andstöðuaflið við veldi gömlu flokkanna. Flokkurinn er hægrisinnaður og hefur barizt hatrammlega gegn spilltri miðstjóm í Róm, en hann hefur það hins veg- ar á stefnuskrá að bijóta ítalska lýðveldið upp í eins konar ríkjasam- band sjálfstjórnarsvæða. Það tak- markar mjög stuðning við flokkinn utan norðurhéraðanna og því meir, sem sunnar dregur á Italíu. Stuðningsmenn gömlu flokkanna, m.a. kristilegra demókrata og sós- íalista, svo og óflokksbundnir, hafa flykkzt yfir á róttækustu flokkana til hægri og vinstri. Miðjuflokkar hafa meira eða minna þurrkast út og ítalskir stjórnmálaskýrendur segja að myndast hafi stórt gat í miðjunni. Þetta sýnir þá miklu breytingu, sem er að verða i ítölsk- um stjórnmálum og mun fyrst koma fram af fullum þunga í næstu þing- kosningum. Þá verður kosið eftir nýrri kosningalöggjöf sem í stórum dráttum byggist á einmenningskjör- dæmum, þar sem nauðsynlegt er að fá helming atkvæða til að ná kjöri. Tvennar kosningar fara fram fáist ekki hrein úrslit og kallar slíkt fyrirkomulag á kosningabandalög, a.m.k. þar til nægilega stórir flokk- ar hafa myndazt á landsvísu. Frá styijaldarlokum hafa hlut- fallskosningar tíðkast á Ítalíu og leiddu til myndunar fjölda flokka. Afleiðingin var ótraust stjórnarfar með tíðum stjórnarskiptum. Önnur afleiðing voru sífelld hrossakaup stjómmálaflokka með tilheyrandi spillingu, ekki aðeins í stjómmálum heldur allri stjórnsýslunni, viðskipt- um og verzlun. Mafían blómstraði sem aldrei fyrr og teygði anga sína æ lengra inn í stjómkerfið. Þetta var opinbert leyndarmál, en ítalir létu sig hafa það á meðan enn meiri ógn steðjaði að. Útþenslustefna Sov- étríkjanna skaut mönnum skelk í bringu og á Italíu var öflugasti kommúnistaflokkur á Vesturlönd- um. Höfuðviðfangsefnið var að koma í veg fyrir valdatöku hans og ítalir horfðu'því í gegnum fingur sér á spillinguna í stjórnmálalífinu um daga kalda stríðsins. Eftir að því lauk gjörbreyttist stjórnmála- sviðið og atlaga var gerð að spilling- unni. í ljós kom, að hún var víðtæk og eru öll kurl ekki komin til grafar ennþá. Hún þreifst í skjóli sam- tryggingar gömlu flokkanna og úr- elts kosninga- og stjórnkerfis. Eng- in furða er, að reiði kjósenda bitni á gömlu flokkunum og þá fyrst og fremst kristilegum demókrötum, sem farið hafa með stjórn landsins meira eða minna í nær hálfa öld. Merkasti stjórnmálamaður ítala og raunar einn merkasti lýðræðissinni Evrópu á sínum tíma, Degasperi, leiddi þann flokk meðan hann var helzta bijóstvöm ítalsks lýðræðis eftir stríð. Degasperi hafði verið dæmdur í fangelsi 1926 fyrir and- fasíska starfsemi, en tók upp þráð- inn eftir stríð og endurheimti virð- ingu Itala. Nú er flokkur hans úti í kuldanum vegna spillingar arftak- anna sem brugðust lýðræðishugsjón brautryðjendanna. ítalskir kjósendur áttu ekki margra kosta völ í sveitarstjórnar- kosningunurn. Þeir urðu að refsa gömlu flokkunum, sem brugðust traustinu, sem þeim var sýnt á dög- um kalda stríðsins. Ekki var í önnur hús að venda en arftaka gömlu öfga- flokkanna, kommúnista og fasista. Með því að greiða þeim atkvæði fengu ítalskir kjósendur útrás fyrir reiði sína. Olíklegt má telja, að ít- alska þjóðin hafi snúizt til stuðnings við öfgaflokka til frambúðar. Þingmaður hvetur til veiða á vemdar- svæði Norðmanna ÓLAFUR Þ. Þórðarson alþingismaður vill láta reyna á það fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag hvort Norðmenn hafi rétt til að hindra veið- ar Islendinga á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Hann hvetur til þess að Islendingar láti reyna á veiðar á þessu svæði. „Það hefur aldr- ei landskiki unnist við samningaborð sem ekki var búið að ná áður með ófriði,“ sagði Ólafur á Alþingi. Ólafur Þ. Þórðarson óskaði eftir utandagskrárumræðu um veiðar ís- lendinga í Barentshafi. Hann sagði við Morgunblaðið, að ekki hefði legið ljóst fyrir hvað íslensk stjórnvöld ætluðu sér að gera í þessu máli. Og aðalatriðið væri að hans mati hvort íslendingar myndu fara í mál fyrir alþjóðadómstólnum í Haag ef Norð- menn tækju íslensk skip við Sval- barða og færðu þau til hafnar í Nor- egi. Ólafur sagðist telja að Norðmenn myndu ekki vinna slíkt mál. Vitað væri að Rússar og Spánveijar virtu í engu þær reglur sem Norðmenn Verðstríð í Færeyjum vegna Bónus Þórshöfn. Frá Grækaris. D. Magnussen, fréttaritara Morgunblaðsins. OPNUN Bónus-verslunar í Færeyj- um hefur leitt til ásakana um und- irboð. Bent Lundgárd, sem er fram- kvæmdastjóri stærstu verslunarkeðju Færeyja Keypsamtokan (Brugsen) segir að Bónus hafi lækkað verðið á mjólk niður fyrir innkaupsverð. „En ef frá eru talin nokkur undirboð, sem jú alltaf stinga upp koliinum við og við teljum við Bónus ekki vera ógnun við okkur. Ég get ekki séð að íslensku vörurnar í Bónus séu nein ógn við okkar vöruframboð," sagði Lundgárd. hefðu sett um Svalbarða og íslending- ar hefðu möguleika á að stofna fyrir- tæki í báðum þessum löndum og helja veiðar inn á Svalbarðasvæðið ef því væri að skipta undir vernd þessara ríkja. „Mér sýnist við því vera í sterkri stöðu að ná fram samningum ef við sækjum þá, en ég er ekki viss um að rétta leiðin nú sé að samþykkja eitthvað Svalbarðasamkomulag frá 1920. Þó við gerðumst aðilar að þessu samkomulagi þýðir það ekki veiði- heimildir því það á að byggjast á veiðireynslu. Þess vegna skilar það engu. Ég tel að við eigum að benda Norðmönnum á að við getum hafið þarna veiðar undir merkjum Rússa eða Spánveija. Þeir hafa látið skip þessara þjóða í friði þarna og eina skýringin á því að þeir hugsa sér að taka íslensk skip er sú að Islendingar hafa ekki her,“ sagði Ólafur. Nefndir ræða málið Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra skýrði frá því í utandagskrár- umræðunum að umræður um veiðar í Barentshafi og Svalbarðasamkomu- lagið væru hafnar sameiginlega í ut- anríkismálanefnd og sjávarútvegs- nefnd Alþingis til að reyna að ná sem breiðastri samstöðu um það. Þegar hefðu verið haldnir tveir fundir. Þingmenn sem tóku til máls hyöttu margir til þess að deilumál við Norð- menn um Svalbarðasvæðið yrðu leyst með samningum væri þess nokkur kostur, og fiskverndarsjónarmið yrðu meðal annars höfð í huga. Kiðey SF 60 b Bátsve við illai EINUM manni, Bjarna Garðars- syni, var bjargað úr gúmbát, sem hann komst í við illan leik, þegar kviknaði í báti hans, Kiðey SF 60, skammt undan Hornafirði síðdegis á laugardag. Bjarni sendi upp neyðarblys en Einar Björn Einarsson á Flóka SF var þá þegar lagður af stað frá Höfn því hann grunaði að eitthvað hefði komið fyrir. Hann bjargaði Bjarna um borð í Flóka og fór með hann í land með gúmbátinn í eftirdragi. Að sögn lögreglunnar á Höfn sást neyðarblys frá Kiðey um kl. 18 á laugardag. Þá var björgunar- sveit kölluð út og lagði bátur frá henni af stað klukkan rúmlega hálf sjö. Einar Björn Einarsson á Flóka varð hins vegar fyrri til á staðinn og bjargaði hann Bjarna. Hann hafði þá náð að losa gúmbát og komist í hann við illan leik. Þeir voru komnir að bryggju á Höfn um klukkan hálf átta. í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins á Höfn sagði Einar að hann hefði séð annan smábát fara út úr höfninni og honum hefði þá strax dottið í hug að eitthvað hefði komið fyrir. „Eg hélt undir- eins af stað og heyrði svo í talstöð- inni að þeir voru að kalla í Bjarna en engu var svarað. Seinna heyrði ég að blys hefði sést frá Skálafelli í Suðursveit og a.m.k. einum báti. Eftir um 20 mínútna siglingu var ég kominn á slysstað. Báturinn stóð í björtu báli og var gúmmíbáturinn u.þ.b. 150 metra frá. Bjarni kveikti á blysi er ég nálgaðist svo ég fór Morgunblaðið/Kristinn Opnun Ingólfstorgs BÖRN og fullorðnir fylgjast spennt með atriði úr leikritinu Smiður jólasveinanna sem Möguleikhúsið flutti. Öndvegissúlur Ingófs MARKÚS Örn Antonsson borgarsljóri og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður hönnunarnefndar, við öndvegissúlur Ing- ólfs. Ingólfstorg í Re Áfanj lagnii INGÓLFSTORG var formlega opnað á laugardaginn og stóðu Reykjavíkurborg og Miðbæjar- samtökin að skemmtidagskrá á torginu í tilefni dagsins. I ávarpi borgarsljóra kom fram að Ing- ólfstorg væri nýr áfangi í heilda- rendurskipulagningu miðbæjar- ins. Markús sagði að fyrr á árinu hafi Miðbakkinn við höfnina verið tekinn í notkun. „Hann er mesta borgar- prýði og hefur mælst ákaflega vel fyrir og ekki þá síst lagning Geirs- götunnar þar í nánd,“ sagði hann. „Ingólfstorg er á afar mikilvægum stað í hjarta borgarinnar og löngu tímabært að vanda vel til frágangs á því og breyta ásýnd þess eins og nú hefur verið gert.“ Samkomustaður Sagði hann að torginu væri ætlað að vera samkomustaður fyrir borg- arbúa á öllum aldri í framtíðinni og því byggt fyrir hundruð ára fram í tímann. „Þar er góð aðstað fyrir borgarbúa að koma saman og njóta góða verðursins og skemmta sér,“ sagði Markús. „Þa er lítið svið sem vonandi verður óspart notað fyrir hljómleikahald og samkomuhald af ýmsum toga. Jafnframt er Ingólfs- torgið á þeim stað sem stendur mjög nærri upphafi sögu Reykjavíkur. Við elstu götu borgarinnar þar sem við getum rakið slóð landnámsmannsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.