Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 33

Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 33 til kaldra kola og sökk iji bjargaðist i leik í gúmbát Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Einar á Flóka EINAR Björn Einarsson um borð í báti sínum, Flóka SF, en hann bjargaði Bjarna Garðarssyni úr gúmbáti, sem hann komst í við illan leik, eftir að kviknaði í báti hans, Kiðey SF, síðdegis á laugardag. beint að honum og tók hann um borð. Það var norðangola og renni- slétt. Ég fór svo beint i land með Bjarna en hélt strax út aftur með 2 slökkviliðsmenn og lögreglu- mann. Við vorum með slökkvidælu og gekk vel að slökkva eldinn, enda nánast allt brunnið sem brunnið gat. Við tókum Kiðeyna í tog en eftir um hálfa mílu fór hún niður,“ sagði Einar. Kiðey SF var tæplega 10 tonna plastbátur. - segir Bjarni Garðarsson sem bjargaðist naumlega úr brennandi báti „ÞETTA var óskemmtileg lífsreynsla og ég er ekki búinn að jafna mig ennþá. Ég hefði ekki trúað að þetta gæti gerst og þó er ég búinn að vera til sjós í 30 Hann sagðist ekki hafa trúað því að eldurinn gæti breiðst jafnhratt út og raun hefði verið á. Hann hefði farið í gúmbjörgunarbátinn því það hefði ekki neitt verið hægt að gera. „Ég gat ekkert gert. Reyk- urinn var svo ofboðslega mikill að það var ekki hægt að komast að neinu,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann hefði þurft að vera lengi í bátnum sagði hann að það hefði líklega verið um hálftími, en það væri langur tími við þessar aðstæður. Hann hefði ár,“ sagði Bjarni Garðarsson. skotið upp tveimur blysum. „Þeir voru komnir mjög fljótlega, þó ég geti ekki alveg gert mér grein fyr- ir tímanum og við fórum beint í land. Báturinn varð alelda á þessum tíma og stóð í ljósum logum. Það varð 'ekkert að gert. Þetta er óskap- legur eldmatur, mörgum sinnum meiri heldur en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér, en ég hef að vísu aldrei séð plast loga,“ sagði hann. „Það rennur ýmislegt í gegnum huga manns við þessar aðstæður. o 10 km Trillan Kiðey brann og sökk skammt undan Skinneyjarhöfða Maður er búinn að vera með svo mörgum sem hafa farið,“ sagði Bjarni að lokum. Reykurinn var svo ofboðs- legur að ég gat ekkert gert Morgunblaðið/Jóhanna Valgerður Arnbjömsdóttir Heimtur úr helju BJARNI Garðarsson ásamt þremur sonum sínum. Taldir frá vinstri Steinþór Viggó, Jón Garðar, Bjarni og Rúnar Þór. Ingólfstorg NÝR áfangi í endurskipulagingu miðbæjarins næst á eftir Miðbakkanum við höfnina og lagningu Geirsgötu. með bústað hans í næsta nágrenni. Þar af leiðandi hefur torgið verið nefnt eftir Ingólfi Arnarsyni." Gufa vísar til nafns Markús benti á að á torginu eru eftirlíkingar af öndvegissúlum Ing- ólfs úr steini og að auki eru þar leiðslur sem dæla gufu yfir svæðið og minna um leið á hvaðan nafn borgarinnar er fengið í ljósi lýsinga Landnámubókar á því hvernig Ing- ólfur sá gufumekki stíga upp af heitum lindum á svæðinu og nefndi bæ sinn í samræmi við það. Þessi sögn er þar með rifjuð upp á torginu með þessum skemmtilega hætti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi og formaður hönnun- arnefndar torgsins, gerði í stuttu máli grein fyrir framgangi verksins og Miðbæjarfélagið bauð gestum upp á heitt súkkulaði í tilefni dags- ins. ykjavík var tekið formlega í notkun um helgina í endurskipu- igu miðbæjarins Morgunblaðið/Þorkell Vinnufær ÁGÚST Erlingsson var ögn stirður í gær en ætlaði til vinnu í dag. Hann vinnur hjá KS-verktökum sem eru að byggja nýja stúdentagarða vestur í bæ. Féll 8 til 10 metra með kranabómu Man bara tilhugsun- ina að henda sér af „EF ÉG hef hugsað eitthvað á leiðinni niður er allt þurrkað úr minni mínu annað en sú tiihugsun að henda inér af. Ég náði hins vegar ekki að framkvæma þessa hugdettu því áður en varði skullum við niður,“ sagði Ágúst Erlingsson starfsmaður KS-verktaka. Hann varð fyrir því ásamt vinnuféiaga sínu, Vilhjálmi Þorvaldssyni, að falla 8-10 m niður til jarðar með bómu við Eggertsgötu 18 rétt fyrir hádegi á laugardag. „Ég er alveg viss um að einhver, þarna uppi, hefur haldið yfir mér verndarhendi," sagði Ágúst þegar blaðamaður Morgunblaðsins heim- sótti hann í gær. Hann marðist á höndum, baki og læri en slapp við beinbrot þegar hann féll með félaga sínum til jarðar. Sá síðarnefndi, sem lenti undir Ágústi, var hins vegar ekki eins heppinn, hlaut slæmt lær- brot og verður eflaust frá vinnu í ein- hvern tíma. Mannleg mistök Ágúst sagði að þeir félagar hefðu verið að fella kranann þegar slysið atti ser stað. „Við ætluðum að flytja kranann á milli spora og þurftum að stytta bómuna um helming fyrir flutn- inginn. Allt gekk vel þar til mannleg mistök komu í ljós, gleymst hafði að festa vír til að halda bómunni saman, og við féllum með henni að turninum til jarðar,“ sagði Ágúst, en viðstaddir vinnufélagar tvímenninganna brugð- ust skjótt við og hringdu á sjúkrabíl. „Mér fannst sjúkraflutningamennimir eiginlega komnir um leið og mig lang- ar að skila kæru þakklæti til þeirra og allra á slysadeildinni. Við fengum yndislegar móttökur þar,“ sagði Ág- úst að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.