Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 r^/% Hense bonilion Fiske bouillon Svine 3 kodkraft 0kse kodkraft sovs Alt-i-én teming -med smag, kuler og jævning Gronsags bouillon Lamb STOCK CUBES Klar bouillon Sveppa- kraftur Alltaf uppi á temngnum! 'f&tf&1 kraftmikið og gott ] bragð! Claus og Ulu Becker heimsótt að Grenzlandhof Markaðsraiuisóknar er þörf leg’ur klárhestur með tölti dæmigerður Grenzlandhof-hestur. Þau eru stór og myndarleg trippin og ekki er styggðinni fyrir að fara. __________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson EFTIR sex vikna dvöl við vinnu hjá Stefáni heitnum Jónssyni í Kirkjubæ á sjötta áratugnum var teningnum varpað í lífi Clausar Becker; hann skyldi rækta ís- lenska hesta. I dag rekur hann stórt bú í Grenzlandhof í Zaar- landi í Þýskalandi. Bústofninn er holdanaut og íslenskir hestar þar sem hann og kona hans Ulu sem einnig tekur virkan þátt í búrekstrinum ásamt því að reka umfangsmikla reiðtygjaverslun í Saarbrucken, rækta hross út af Geysi frá Stóru Giljá, Ljúfi og Randver frá Kirkjubæ. Claus er afar líflegur maður, full- ur af lífsþrótti og athafnagleði. Þá er hann sannur Islandsvinur, ekki í sömu merkingu og ýmsar stór- stjörnur sem drepa hér niður fæti tvo sólarhringa og þiggja að launum milljónir. Hann elskar íslenska hest- inn og landið og allir íslenskir hesta- menn eru vinir hans. Þegar umsjón- armaður hestaþáttarins heimsótti Grenzlandshof bað hann fyrir skila- boð til þeirra hestamanna sem væru á ferð um Þýskaland að þeir vel- komnir að gista í Grenzlandshof og þegar hann var spurður hvort um væri að ræða fría gistingu svara hann og hlær: „Að sjálfsögðu, ís- lendingar hafa alltaf tekið vel á móti mér þegar ég hef komið til íslands og get ég ekki endurgoldið það nema á þennan hátt.“ Nauðsynlegt að samræma kynbótadóma Claus hefur mjög ákveðnar skoð- anir á dómum kynbótahrossa og efast ekki um að menn innan FEIF muni ná saman. „Þeir sem fást við dómsörf innan FEIF eiga að vinna meira saman. Takmarkið á að sjálf- sögðu að vera samræmdir dómar innan FEIF-landanna. Það þarf að blanda fólki meira í dómnefndirnar t.d. að danskur dómari komi og dæmi með þýskum dómurum í Þýskalandi og svo öfugt. Einnig að íslenskir dómarar dæmi hér með Þjóðveijum og svo framvegis. Ég held að mikilvægur þáttur í að sam- ræma mat dómaranna sé að þeir vinni saman. Sjálfur hef ég unnið með svissneskum dómurum og eftir stutta stund vorum við orðnir vel samstilltir. Ég dæmdi með Þorkeli Bjarnasyni á Falkenhorst hjá Reyni og Kóka og þar var lítill munur á skoðunum okkar. Við lítum öðrum augum á fetið en þið íslendingar, þið hafið meiri áhuga á skeiðinu," segir Claus og hlær. „En þetta er ekki stórt mál að mínu mati. En það er ekki nóg að vinna saman, dómarar verða einnig að koma sam- an og ræða málin,' kryfja þau til mergjar. Við Ulu höfum mikinn áhuga á að bjóða hingað dómurum víða að þar sem farið yrði ofan kjöl- inn á þessum málum. Slík samkoma yrði vel til þess fallin að samræma dómstörf milli landa. í þessu sam- bandi má einnig geta þess að ég tel mikið atriði að reynt sé að staðla aðstæður við dómsstörf eins mikið hægt er,“ segir Claus og því næst barst talið að fyrirkomulaginu við dómstörfin í Þýskalandi. „Kostirnir við þetta opna kerfi þar sem dómarar gefa hver sína einkunn með spjaldauppréttingu og við notum hér í Þýskalandi er að áhrifamiklir eða sterkir dómarar ná ekki að yfirgnæfa þá sem ekki eru eins framfæmir en alls ekki verri dómarar. Þá gefur þetta rækt- endum og öðrum áhugamönnum færi á að fylgjast mun nánar með einkunnagjöfinni. Sé um að ræða ágreining eða skiptar skoðanir um eitthvert dómsatriði kemur það fram með slíku fyrirkomulagi en alls ekki ef dómarar semja um ein: hveija eina tölu,“ segir hann. í Þýskalandi tekur allt að hálftíma að meta hvert hross en þar fer einn dómari á bak hrossinu og prófar allar gangtegundir. Til samanburð- ar má geta þess að á íslandi tekur að meðaltali 10 til 12 mínútur að meta hvert hross og segir Claus það lágmarkskröfu ræktanda og þjálf- ara hrossanna að dómnefnd gefí sér góðan tíma til að skoða hrossin. Þeir eyða miklum tíma og peningum til að hrossið komi sem best fyrir við dóm og það má ekki spilla neinu með fljótfærnisvinnubrögðum. „Það er mín prívat skoðun að hafa eigi aðskilda dóma á ijór- gangs- og fimmgangshrossum," segir Claus sem hefur eins og áður kemur fram reynt að rækta fjór- gangshesta og var hann spurður hvort hann hafi aldrei lent í vand- ræðum í sinni ræktun með að rækta of Jklárgenga hesta sem á megin- landinu hafa verið í gamni kallaðir þriggja og hálfgangshestar. Fjölhæf hross frá Grenzlandhof Markmiðið hefur verið frá upp- hafi að rækta stór og myndarleg fjórgangshross. Fylkir frá Élögu var notaður tvö ár i Grenzlandshof og keyptar voru nokkrar gamlar hryss- ur frá Stokkhólma út af Geysi frá Stóru Giljá. Hrappur frá Garðsauka var keyptur 1964. „Það var í brúð- kaupsferðinni okkar til íslands," segir Claus og brosir. „í byijun þegar við vorum að rækta fyrst og fremst fyrir okkur sjálf var þetta ekkert vandamál þótt það tæki árið að gangsetja hrossin. Við vorum mikið í fimiþjálf- un (dressur) og hindrunarstökki og segja má að töltið hafí þá verið í þriðja sæti. Seinna þegar umfang ræktunarinnar jókst og salan að sama skapi tókum við gangsamari hross inn í ræktunina. I dag koma héðan bæði fjór og fimmgangshest- ar og Ulu skýtur inn í að þetta sé nú kannski ekki alveg rétt hjá Clausi því fyrir tuttugu árum unnu þau bæði tölt og fjórgang á þýska meistaramótinu og Claus hlær létt og bætir við að orðstír af ræktun þeirra hafi ekki verið góður á þess- um tíma, talað var um að þau rækt- Margir litir. Dömu- og herrastærðir. Verð m/rúllukraga kr. 3.150 Verð m/rúllukraga og rennilás kr. 3.520 Útsölustaðir Versl. Rafsjá, Bolungarvík Sporthlaðan, ísafirði Siglósport, Siglufirði Skíðaþj. Viðars, Akureyri Versl. Sún, Neskaupstað K-sport, Keflavík 5% staðgreiðsluafsláttur, | einnig af póstkröfum 1 greiddum innan 7 daga. wúmiFmm GLÆSIBÆ. SÍMI812922 Hjördís o g Asmundur unnu Kauphallarbridsmótið aftur __________Brids_____________ Guðm. Sv. Hermannsson ÁSMUNDUR Pálsson og Hjördís Eyþórsdóttir unnu Kauphallarmót Bridgesambands Islands annað árið í röð um helgina. í öðru sæti urðu Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson og Hrólfur Hjaltason og Sigurður Sverrisson urðu í 3. sæti. Þau Ásmundur og Hjördís voru meðal efstu para allt mótið og höfðu forustúna í upphafi á laugardag þar til Páll Hjaltason og Oddur Hjaltason tóku á mikinn sprett. Um tíma höfðu -þeir náð miklu forskoti á næstu en gáfu svo eftir síðari mótsdaginn og þegar íjórar umferðir voru eftir höfðu þeir misst forustuna til Jóns Hjalta- sonar og Jóns Inga Bjömssonar. Útreikningur síðustu þriggja lot- anna var ekki birtur fyrr en í lokin, til að hafa ekki áhrif á viðskipti í kauphöllinni sem rekin er í mótinu, en í þessum umferðum gekk Páli og Oddi og Jónunum illa. Asmundur og Hjördís tóku forustuna í þriðju síð- ustu umferðinni og héldu henni til loka. Þau voru meðal annars eitt af Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Sigurvegarar í annað sinn ÁSMUNDUR Pálsson og Iljördís Eyþórsdóttir gunga fram til að taka við sigurlaunum sínum á Kauphallarmótinu í brids.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.