Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIjD ÞRIÐJUDAGUR 7,. DESEMBER 1993 Bjóðum pínulítið (vart sýnilega) framleiðslugallaða €íæ*amí KF-264 kæliskápa á frábæru verði. €jnAJW KF-264 m/lúxusinnréttingu 254 lítra kæliskápur með 199 Itr. kæli og 55 Itr. frysti. HxBxD = 146,5 x 55 x 60 cm. (Verðlistaverð kr. 67.680,-) Nú aðeins kr. 52.690,- stgr. Afborgunarverð kr. 56.660,- Takmarkaður fjöldi skápa á þessu verði VISA og EURO raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án útborgunar. MUNALÁN með 25% útborgun og eftirstöðvum kr. 3.000 á mánuði. /FOniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Málþing um vísindastefnu í dag 7. des. 1993 kl. 14-17 í Borgartúni 6 DAGSKRÁ 1. Ráðherra setur málþingið og flytur inngangserindi. 2. Viðhorf til vísindastefnu ríkisstjórnarinnar: Pétur Stefánsson, formaður Rannsóknaráðs ríkisins. Jóhannes Nordal, formaður Vísindaráðs. Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands. Helgi Valdimafsson, formaður vísindanefndar Há- skóla íslands. Guðrún Kvaran, formaður Vísindafélags íslendinga. Jón Þórðarson, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Háskólans á Ákureyri. Kristján Kristjánsson, formaður vísindanefndar Há- skólans á Akureyri. Baldur Hjaltason, tæknilegur framkvæmdastjóri, Lýsi hf. Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar íslands. 3. Viðbrögð vísindastefnunefndar: Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri. Þórólfur Þórlindsson, prófessor. 4. Umræður. 5. Ráðherra flytur lokaorð og slítur málþingi. Fundarstjóri: Dr. Sigmundur Guðbjarnason, prófessor. Málþingið er öllum opið. Salóme Þorsteins- dóttir - Minning Fædd 1. nóvember 1909 Dáin 1. desember 1993 Mig langar til að minnast með nokkrum orðum móðursystur minnar, Salóme Þorsteinsdóttur, sem verður kvödd hinstu kveðju í Lágafellskirkju í dag. Sallý, eins og hún var jafnan kölluð, fæddist í Álftafirði við ísafjarðardjúp 1. nóvember 1909. Var hún næst elst barna hjónanna Þorsteins M. Ásgeirssonar sjómanns og Re- bekku Bjarnadóttur, er lengst af bjuggu á Isafirði, en böm þeirra, sem á legg komust, voru 10 tals- ins. Heimilið var því stórt og má nærri geta að lífsbaráttan hefur stundum verið hörð. Börnin þurftu ung að byija að vinna til að létta undir og þannig var það með Sallý. Hún réðist snemma í vist eins og þá var algengt, en hugur hennar stóð samt mjög til þess að komast til frekari mennta og það tókst henni síðar með þeim dugnaði og ákveðni, sem einkenndu hana alla tíð. Á fjórða áratugnum fór hún til Færeyja og vann þar um nokk- urt skeið. Síðan lá leiðin til Dan- merkur og á árinu 1937 fór hún í lýðháskóla og síðan í hjúkrunar- skóla, en þaðan lauk hún námi 1942. Stundaði hún síðan fram- haldsnám í geðhjúkrun. Vegna heimsstyijaldarinnar síðari komst hún ekki heim til íslands þegar að loknu námi, en starfaði við hjúkmnarstörf á ýmsum sjúkra- stofnunum í Danmörku fram yfir stríðið. Á heimleið kynntist hún ungum manni, Hálfdáni Ág. Jó- hannessyni, sem hafði alist upp í Danmörku hjá móður sinni, en var að fara til íslands til að hitta föð- ur sinn. Felldu þau hugi saman og giftust 1946. Hálfdán starfaði sem verkstjóri og verksmiðjustjóri hjá Kexverksmiðjunni Frón í Reykjavík. Bjuggu þau lengst af að Hávegi 15 í Kópavogi. Eignuð- ust þau tvo' syni, Ágúst, fæddan 1947, tæknifræðing hjá Gler- tækni, sem kvæntur er Bente Jensen, og eiga þau tvo syni, og Kristján Þór, fæddan 1949, tækni- fræðing hjá Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen, en hann er kvæntur Margréti Jónsdóttur og eiga þau tvo syni. Bernskuminningar mínar og systkina minna era margar tengd- ar Sallý og fjölskyldu liennar, enda mættum við þar ætíð mikilli hlýju. Samgangur milli fjölskyldnanna var mikill og oft var glatt á hjalla. Heimsóknir á Háveginn voru með skemmtilegustu viðburðum og átt- um við ekki síst gleðistundir þar á gamlárskvöldum um árabil. Heimilið var einstaklega fallegt og settu hannyrðir húsmóðurinnar á það sterkan svip. Garðurinn var einnig heimur út af fýrir sig og bar fagurt vitni smekkvísi og sam- hentra vinnubragða ijölskyldunn- ar. Þau Sallý og Hálfdán höfðu yndi af ferðalögum og fóm víða um hálendi íslands áður en slíkar ferðir urðu eins algengar og nú er. Synir þeirra erfðu þennan ferðaáhuga í ríkum mæli og eru miklir íjallagarpar. Fjölskyldur okkar fóm oft saman í óbyggða- ferðir og em margar góðar minn- ingar þeim tengdar. Hálfdán var mikill veiðimaður og naut þess að standa við kyrrlát fjallavötn eða -ár og renna fyrir físk. Fékk ég oft að vera með honum og naut þá reynslu hans og kunnáttu í þessum efnum. Sallý og Hálfdán byggðu sér lítið sumarhús á árbakka austur í Landbroti, sem þau köllu Strýtu, og áttu þau þar margar og góðar stundir, bæði ein og með sonum sínum og síðar fjölskyldum þeirra. Þarna unnu þau mikið ræktunar- starf og tækifæri til útivistar og veiðiskapar vora mörg. Ég átti því láni að fagna að vera hjá þeim hjónum þarna nokkrar páskahelg- ar og munu þær seint gleymast. Sallý var einstakur gestgjafi, en mest var um verð sú umhyggja og vinsemd, sem ég ætíð naut úr hennar garði. Hálfdán veiktist skyndilega fyr- ir nokkrum ámm af ólæknandi sjúkdómi, sem leiddi hann til dauða á skömmum tíma, en hann lést á árinu 1988. Varð þetta Sallý mikið áfall og hrakaði heilsu henn- ar mjög eftir það. Síðustu tvö árin dvaldist hún á Hrafnistu í Hafnar- fírði. Sallý er nú kvödd með söknuði af stórum hópi systkina og ann- arra skyldmenna og venslafólks, þökkuð samfylgdin og dýrmæt vinátta. í huga okkar er geymd mynd hógværrar, en ákveðinnar konu, sem umvafði alla þá, er henni þótti vænt um, með fölskva- lausri hlýju og ástúð. Sonum henn- ar, tengdadætrum og sonarsonum eru sendar samúðarkveðjur á erf- iðri kveðjustund. Haraldur Henrysson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsbiaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fóik sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. KVENFÉLAGIÐ Hringur- inn er með jólafund í Átt- hagasal Hótel Sögu á morgun miðvikudag kl. 19. Gestir fundarins verða hr. Sigur- bjöm Einarsson, biskup og Auður Hafsteinsdóttir, fiðlu- leikari. KVENFÉLAG Hringsins er með jólakortasölu alla virka. daga á Ásvaliagötu 1 frá kl. 14-16. Síminn þar er 14080. Jólakortin eru í einum lit og kosta sextíu krónur stykkið. FÉLAGSSTARF aldraðra, Gerðubergi. Á morgun kl. 14.30 býður Mál og menning í verslunarferð. Akstur og kaffí í boði. FÉLAG eldri borgara í Rvík. og nágrenni. Les- hringur um Sturlungu kl. 17 í dag í Risinu, Hverfisgötu 105. Sigvaldi stjórnar þriðju- dagshópnum kl. 20 í kvöld í Risinu. Lögfræðingur félags- ins er til viðtals á fimmtudag, panta þarf tíma í s. 28812. SLYSAVARNADEILD kvenna í Reykjavík heldur jólafund sinn í Höllubúð, Sig- túni 9, nk. fimmtudagskvöld kl. 20. Jólapakkaskipti og veitingar. KVENFÉLAGIÐ Fjallkon- urnar heldur jólafund í kvöld kl. 20 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Hátíðarmat- seðill, jólapakkaskipti. ITC-deiIdin Irpa og fris halda sameiginlegan jólafund í kvöld kl. 20.30 í Hverafold 1-3. Á fundinum flytur Óiaf- ur Þórisson cand.theol jóla- hugleiðingu. Öllum opið. Uppl. gefur Vilhjálmur í síma 78966. BRIDSKLÚBBUR félags eldri borgara í Kópavogi. Spilaður verður tvímenningur í kvöld kl. 19 í Fannborg 8 (Gjábakka). KVENNADEILD Barð- strendingafélagsins heldur jólafund sinn á Hallveigar- stöðum á morgun miðviku- dag. Skrifað verður á jóla- kortin. KVENFÉLAG Seljasóknar er með jólafund í kvöld kl. 20. Jólahugvekja, hátíðar- matur, kórsöngur o.fl. Jóla- pakkaskipti. KVENFÉLAG Langholts- sóknar heldur jólafund sinn í kvöld kl. 20.30 í safnaðar- heimilinu. Jólapakkaskipti. Gestir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN er með fataúthlutun í Herkastal- anum, Kirkjustræti 2, í dag kl. 10-18. Mikið af góðum fatnaði. VORBOÐI Sjálfstæðis- kvennafélagið í Hafnarfirði heldur sinn árlega jólafund sunnudaginn 12. des. nk. kl. 20 í veitingahúsinu Gaflinum v/Reykjanesbraut. Skemmti- atriði, happdrætti og hug- vekja. Veitingar. (Ath. breytt- an tíma). BÚSTAÐASÓKN. Fótsnyrt- ing fimmtudag. Uppl. í síma 38189. DÓMKIRKJUSÓKN: Fót- snyrting í safnaðarheimili kl. 13.30. Uppl. í s. 13667. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir alla aldurshópa í dag kl. 14-17. BÚSTAÐAKIRKJA: Starf 11-12 ára krakka í dag. Húsið opnar kl. 16.30. DÓMKIRKJAN: Mömmu- morgunn í-safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a, ki. 10-12. GRENSÁSKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12. Við upphaf stundarinnar leikur Hallfríður Ólafsdóttir á þverflautu í 10 mín. Altarisganga, fyrirbæn- ir, samvera. Bænarefnum má koma til prestanna í s. 32950. Opið hús kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal verður með biblíu- lestur. Síðdegiskaffi. HALLGRÍMSKIRKJA: Fyr- irbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANGHOLTSKIRKJA: Aft- ansöngur í dag kl. 18. NESKIRKJA: Mömmumorg- unn í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Jólaföndur. SELTJARNARNES- KIRKJA: Foreldramorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.30. BREIÐHOLTSKIRKJA: Starf 10-12 ára barna (TTT) í dag kl. 16.30. Bænaguðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Fyrirbænum má koma til sóknarprests í viðtalstím- um hans. FELLA- og Hólakirkja: Mömmumorgunn í fyrramálið kl. 10. HJALLAKIRKJA: Mömmu- morgunn í fyrramálið kl. 9-12. VEGURINN, kristið samfé- Iag, Smiðjuvegi 5, Kópa- vogi. Biblíulestur sr. Halldórs S. Gröndal í dag kl. 18. KEFLAVÍKURKIRKJA: Foreldramorgnar kl. 10-12 og umræða um safnaðarefl- ingu kl. 18-19.30 í Kirkju- lundi á miðvikudögum. Kyrrðar- og bænastundir eru í kirkjunni á fimmtudögum kl. 17.30. SKIPIN ____________ REYKJAVÍKURHÖFN: Um helgina komu Akurey, Kyndill, Sólborg og Reykja- foss. Þá fóru Bizon og Tuv- ana. I gær fór Kyndill og rússneski togarinn Ostsrina kom. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: í fyrradag kom Hvítanesið. í gær komu Venus, Freyr ÁR og Tjaldanesið. Súráls- skipið Skautroll fór og þá var Kyndill væntanlegur til Straumsvíkur í nótt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.