Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 42

Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 CROSS Kuldaúlpur CROSS kuldaúlpurnar eru fallegar, hlýjar og þægilegar. Mikið úrval. Gottverð. SKÚLAGÖTU 51 REYKJAVÍK SÍMI 91 - 11520 OG 27425 Raunvísindamenn o g rannsóknir á Islandi eftir Guðmund Eggertsson Á þessu hausti eru 25 ár liðin síðan kennsla til lokaprófs í líf- fræði, jarðfræði og landafræði hófst við verkfræðideild Háskóla íslands. Tveimur árum áður hafði hafist sam- bærileg kennsla í eðlisfræði og stærðfræði, en síðar bættust við jarðeðlisfræði, tölvunarfræði og matvælafræði. Allar þessar greinar eru nú kenndar í raunvísindadeild Háskólans. Fyrstu kandídatarnir með BS-próf í raunvísindagreinum voru brautskráðir vorið 1972 en alls hafa nú um 1.500 kandídatar lokið BS-prófi í þessum greinum. Flestir eru líffræðikandídatamir, um 480 að tölu. Á þessum árum hafa líka allmargir íslenskir stúdentar lokið svipuðum prófum við erlenda há- skóla. Doktorar og meistarar BS-námið við Háskóla íslands er þriggja ára 'nám sem veitir einungis grunnmenntun í vísindunum, en fjöl- margir þeirra sem lokið hafa þessu námi hafa síðan haldið til framhalds- náms við erlenda háskóla og lokið þar meistaraprófi, doktorsprófi eða öðrum sambærilegum prófum. Þeir hafa menntað sig til rannsókna- starfa. Nú hefur reyndar líka verið tekin upp rannsóknakennsla til meistaraprófs við Háskóla íslands. Ekki eru handbærar nákvæmar heimiidir um fjölda BS-kandídata sem lagt hafa stund á framhaldsnám í raunvísindum, en lausleg athugun bendir til þess að í flestum greinum haldi um eða yfir 50% þeirra áfram námi. Þannig hefur rösklega helm- ingur líffræðinga sem brautskráðust á árunum 1972-1983 lagt stund á framhaldsnám erlendis og um þriðj- ungur þeirra hefur þegar lokið dokt- orsprófi. Alls hafa nú um 100 líf- fræðingar frá Háskóla íslands lokið doktorsprófi erlendis í ýmsum grein- um líffræðinnar, en um 50 hafa lok- ið öðrum prófgráðum framhalds- náms. Doktorum og meisturum ljölgar líka Ört í öðrum raunvísinda- greinum og munu nú 15-20 Islend- ingar ljúka doktorsprófi í raunvísind- um á ári hveiju. Ótaldir eru þá hin- ir fjölmörgu sem verða doktorar í verkfræði eða læknisfræði. Þessar tölur eru til vitnis um þann fjölda vel menntaðra vísindamanna sem þjóðin hefur eignast á síðastliðnum aldarfjórðungi og heldur áfram að eignast á komandi árum. Heim til Islands Reynslan sýnir að langflestir þess- ara ungu vísindamanna hafa hug á að snúa aftur heim til íslands og starfa þar. Margir vilja þó dveljast nokkur ár í útlöndum að framhalds- námi loknu og öðlast frekari reynslu af rannsóknum áður en þeir taka til starfa hér á landi. Þeim sem heim hafa snúið íjölgar þó jafnt og þétt. Loksins er að skapast liðstyrkur til að efia íslenskar rannsóknir svo um muni, en þeir eru til sem trúa því að þess sé þörf bæði fyrir menningu og búskap þjóðarinnar. En hvemig vegnar hinum ungu vísindamönnum eftir heimkomuna? Vissulega hafa margir fengið starf við sitt hæfi og hafa þokkaleg skil- yrði til rannsókna, en hinir eru líka margir og fer nú ört fjölgandi, sem að vísu fá aðstöðu til starfa á rann- sóknastofnunum, en eru ár eftir ár háðir styrkjum úr rannsóknasjóðum bæði um laun og rekstrarkostnað rannsókna sinna. Styrkirnir eru að- eins veittir til eins árs í senn. Rann- sóknasjóðirnir eru þrír: Vísindasjóð- ur, sem einkum veitir styrki til grunnrannsókna, Rannsóknasjóður Háskóla Islands, sem aðeins styrkir starfsmenrí Háskólans, og Rann- sóknasjóður Rannsóknaráðs, en úr honum eru aðallega veittir styrkir til hagnýtra verkefna. Mikil sam- keppni er um styrki úr þessum sjóð- um og hún harðnar með hveiju ári eftir því sem vísindamönnum Ijölgar og fjárveitingar til flestra rann- sóknastofnana dragast saman. Staða margra sem á þá verða að treysta er því vægast sagt ótrygg. Raunvísindi í raun Það er reyndar margt sem mælir Guðmundur Eggertsson prófessor „Þær rannsóknir sem hér eru stundaðar verð- ur að vera hægi að vinna jafn hratt ogjafn vel og á góðum rann- sóknastofnunum ann- ars staðar.“ með þeirri stefnu, að verulegur hluti af því fé sem Alþingi vill veija til rannsókna sé lagt í sjóði sem síðan sé úthlutað úr eftir verðleikum verk- efna og vísindamanna. En sjóðirnir þrír eru þess ekki megnugir að styrkja verðug verkefni sem skyldi. Þetta á ekki síst við um Vísindasjóð. Á þessu ári var t.d. sótt til líf- og læknisfræðideildar sjóðsins um styrki að upphæð um 135 milljónir króna. Eftir rækilegt mat voru um- sóknir að upphæð um 113 milljónir króna dæmdar styrkhæfar. Til ráð- stöfunar voru hins vegar aðeins um 40 milljónir, eða sem svaraði 35 prósentum af upphæð styrkhæfra umsókna. Þessari upphæð var skipt á milli 60 umsókna og varð hlutur flestra þeirra miklum mun minni en um var sótt. Langflestir umsækj- enda stilltu þó beiðnum sínum mjög í hóf, oft svo óraunsætt má telja. Það er eins og þeir séu búnir að sætta sig við að rannsóknirnar eigi samkvæmt lögmáli að hanga á horri- minni. Vísindamenn sem eru algerlega háðir þessum styrkjum búa því við mikið óöryggi, og að öllu saman- lögðu eru starfsskilyrði flestra þeirra slík að lítil von er til þess að þeir geti komið jafnmiklu í verk og þeir gætu á sæmilegri rannsóknarstofu erlendis. Þetta er með öllu óviðun- andi, því nú á tímum eru vísinda- rannsóknir alþjóðlegar og íslenskir vísindamenn verða stöðugt að bera niðurstöður sínar saman við árangur erlendra starfssystkina sinna. Þær rannsóknir sem hér eru stundaðar verður að vera hægt að vinna jafn hratt og jafn vel og á góðum rann- sóknastofnunum annars staðar. All- ar Ijárveitingar til rannsókna ættu að miðast við þetta. Annað er sóun bæði á þekkingu og fjármunum. Það er líka ólíklegt að þeir ungu vísinda- menn sem nú hafa í hyggju að heija starfsferil sinn á íslandi sætti sig við annað. Hætt er við að margir þeirra kjósi frekar að starfa erlendis en vinna við þau skilyrði og þau kjör sem þeim bjóðast nú hér á landi. Lokaorð Raunvísindakennsla í Háskóla ís- lands síðastliðinn aldarfjórðung hef- ur gert það að verkum að fram er kominn álitlegur hópur ungra vís- indamanna sem hafa hlotið menntun og reynslu til að takast á við marg- vísleg viðfangsefni á ýmsum sviðum grunnrannsókna og hagnýtra rann- sókna. Ef þekking og starfsreynsla þessa fólks eiga að fá að njóta sín og nýtast hér á landi þarf að hefjast handa án tafar og vinna markvisst að þeim umbótum sem til þarf. Höfundur erprófessor ílíffræði við Háskóla Islands. Opið bréf til íslenskra stjómmálamanna Hið eina sanna á íslensku Fjölskylduspilið í ár! Fyrirtæki, götur, verslanamiöstöövar, banki, hús og hótel. - þú getur eignast þaö allt í MONOPOLY. Fæst í bóka-, spila- og leikfangaverslunum um land allt. Dreifing: Eskifell hf., sími 670930.. Fulltrúar norrænna styrktar- félaga krabbameinssjúkra barna hafa óskað eftir birtingu þessa bréfs: Þegar barn greinist með krabba- mein, þá gjörbreytist tilvera ljöl- skyldu þess. Allt sem áður þótti sjálf- ságt, verður það ekki lengur. Fram- tíðin verður óljós og ótrygg. í stað vonar og tilhlökkunar kemur óöryggi og ótti. Foreldrar frá styrktarfélögum krabbameinssjúkra barna í Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og íslandi hittust í Reykjavík helgina 30.-31. október sl. til þess að ræða framhald Norðurlandasamstarfs annars vegar og alþjóðlegs sam- starfs hins vegar. Við getum staðfest það, að for- eldrar, fjölskyldur og börn í löndum okkar upplifa breyttar aðstæður eft- ir að barn greinist með krabbamein á sama hátt og líta þær sömu aug- um. Við höfum orðið vör við mikla og mikilvæga samhygð á milli þjóða okkar í þessu sambandi. Við getum einnig staðfest, að á milli landa okk- V*' ^V/íci 65 -S ^ ar ríkir góð og hraðvirk samvinna á meðal lækna og hjúkrunarfólks, sem hefur í för með sér, að börn með krabbamein í viðkomandi löndum fá að mestu leyti sams konar með- höndíun. í ljósi þess að forsendur eru mjög svipaðar á öllum Norðurlöndum og samhygð eins og mikil og raun ber vitni, þá upplifum við, foreldrar frá styrktarfélögum krabbameinssjúkra barna í Noregi, Finnlandi, Dan- mörku og Svíþjóð, það sem áfall, að aðstæður á Islandi skuli vera gjö- rólíkar í einu tilfelli: Nefnilega því þegar fjárstuðningur yfirvalda vegna barna með krabbamein er annars vegar. Það er trygginga- og öryggiskerfi, sem hinar þjóðirnar búa við í því sambandi, er ekki fyrir hendi á Islandi. Hvernig má þetta vera? Hvernig stendur á því, að ís- land er vanþróað að þessu leyti? I okkar huga er svarið einfalt og aug- ljóst. íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki sýnt þá ábyrgð, sem þeim ber. Það er skylda sérhvers stjórnmála- manns að sjá til þess, að forða sam- félagsins sé skipt á réttlátan hátt, og að þeir þjóðfélagsþegnar, sem eiga undir högg að sækja, fái stuðn- ing. Fjölskylda með krabbameins- sjúkt barn lendir í sálrænni kreppu, sem getur orðið allt að því ómann- eskjuleg. Þannig ljölskylda á ekki þar að auki að þurfa að glíma við fjárhagslegt hrun. Þjóðfélagið verð- ur að axla þá ábyrgð, að slíkt gerist ekki. Eða er það e.t.v. svo, að til þess að raunhæf breyting eigi sér stað, þurfi einhver áhrifamikill stjórnmálamaður að lenda í því sjálf- ur, að barn hans greinist með krabbamein og þar með að kynnast af eigin raun þeim erfiðleikum, sem fylgja í kjölfarið? Styrktarféiög krabbameinssjúkra barna í Noregi, Danmörku, Firtn- landi og Svíþjóð skora hér með ein- um rómi á sérhvern íslenska stjórn- málamann ogjafnframt stjórnmála- flokkana í heild að gera þegar í stað ráðstafanir til að breyta og betrum- bæta þjóðfélagslegan fjárstuðning við aðstandendur krabbameins- sjúkra bama. Okkur finnst norrænu landi óverð- ugt að líta á samstöðu fólks í þjóðfé- laginu þeim augum, sem íslenskir stjórnmálamenn gera augljóslega. Við viijum öll vera stolt af því að vera Norðurlandabúar og frænd- þjóðir. Samvinna ijölskyldna og styrktarfélaga krabbameinssjúkra barna á Norðurlöndum mun halda áfram. Við munum halda áfram að styðja hvert annað og miðla fenginni reynslu af erfiðleikum viðkomandi íjölskyldna. Hjá okkur ríkir einhugur um það, að mikilvægasti þáttur í samvinnu okkar nú sé að róa að því öllum árum, að íslenskir stjórnmála- menn finni til ábyrgðar sinnar gagn- vart aðstandendum krabbameins- sjúkra barna. Við megum engan tíma'missa! Margar fjölskyldur eiga í miklum erfiðleikum. Kurt Hansen, Danmörku, Satu Myrsky, Finnlandi, Finn Willumsen, Noregi, Rickard Johansson, Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.