Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 Hljóð sem ekki heyrast Hvað liggur að baki „ástandinu“ í miðbæ Reykjavíkur? eftirMarinó G. Njálsson Gömul austurlensk saga segir af prinsi nokkrum sem sendur var til spekings að læra stjórnun. Spekingurinn sagði prinsinum að fara út í skóg og koma aftur eftir ár og segja sér hvaða hljóð hann hefði heyrt í skóginum. Prinsinn gerði það. Þegar hann kom aftur sagði hann frá hljóðum dýra og fugla, þytinum i vindinum og brak í greinum. Spekingurinn var ekki ánægður með þetta og sagði prins- inum að hlusta í eitt ár enn. Ekk- ert gekk þar til einn daginn heyrði prinsinn nýtt hljóð. Þetta var hljóð- ið sem ekki heyrist, hljóð hins ósagða. Þessi saga rifjaðist upp í sam- bandi við ásókn unglinga í miðbæ- inn um helgar, drykkju þeirra og ofbeldið sem fylgt hefur. Viðbrögð flestra er í dúr við fyrra árið hjá prinsinum. Fólk heyrir bara það sem sagt er og sér bara lausnir sem tengjast því. Ofbeldi ber að .3%;toppa með hertum reglum. Fylgja ber eftir reglum um útivist ungl- inga með virkara eftirliti. Drykkju unglinga ber að stoppa með auk- inni löggæslu. Búast má við að þetta beri árangur í takmarkaðan tíma. Eftir það verður slakað á og ástandið færist í sama horf eða unglingarn- ir finna sér annan stað til að fá útrás. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem þjóðarsálin vaknar uþp við vondan draum um *„ástandið í miðbænum“.- Svona ástand var um hver áramót hér á Fataviðgerðir Vatobreytingar Opiðfrá kl. 7.30 -1900 iHrka daga oglaugardaga frá kl. 1Q.~ 14 Garðatorgi 3, Garðabai, stmi 656680. árum áður. Seinna var það Hallæ- risplanið, þó það hafi verið hálf- meinlaust á við áramótagleðina. Útisamkomur um hvítasunnuhelgi og verslunarmannahelgi eru af sama toga. Kynslóð eftir kynslóð fetum við íslendingar í sama farið. Ungling- ar dagsins í dag, mín kynlóð, kyn- slóð foreldra minna og allar hinar. Lögreglan hefur alla tíð þurft að hafa afskipti af ölvuðu ungu fólki. Þar sem unglingunum hefur fjölg- að, hafa líkurnar á alvarlegum atvikum aukist. Grunnþörfum ekki sinnt? En hvað býr að baki? Reynum nú að hlusta á það sem ekki heyr- ist. Dapurt sálarástand hlýtur að vera ofarlega á baugi. Þeim, sem drekkur sig blindfullan helgi eftir helgi, ræðst á allt í kringum sig eða er í uppreisn gegn umhverf- inu, hlýtur að líða illa undir niðri. í mörgum tilfellum er þetta ör- væntingaróp eftir athygli. „Ég er til. Takið eftir mér.“ Eða eftir samþykki. „Sjáið, ég get þetta líka. Fæ ég að vera með?“ Höfnun foreldranna. „Pabbi og mamma eru full og þykir ekkert vænt um mig, þannig að ég ætla að detta í það.“ Og svona mætti lengi telja. Hvaða atriði eru þetta? Jú, þetta eru grunnþarfir einstaklingsins. Allir hafa þörf fyrir næringu, ör- yggi, athygli, að vera samþykktir, að tilheyra, ástúð og umhyggju og heilbrigt sjálfsmat svo nokkur atriði séu nefnd. Hjá hvaða hópi er þessum grunnþörfum síst full- nægt? Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ekkert eitt svar rétt. En ég veit um einn hóp sem þetta á vel við. Þetta eru uppkom- in böm fíkla. Fíkilinn getur m.a. verið alkóhólisti, vinnufíkill, spilaf- íkill eða háður ýmsum vanabind- andi efnum. Fíklarnir eru margir í þessu þjóðfélagi og því eru börn þeirra líka mörg. Raunar vil ég ganga svo langt að segja að fíkill- inn og uppkomin börn hans séu það sem einkenni íslenskt þjóðfé- lag. Ég er alveg klár á því að margir telja þetta algjöra fásinnu, en það er líka allt í lagi. Fáir hafa þorað að benda á þessa meinsemd þjóðfélagsins. Helst er að Óttar Guðmundsson ijalli um þessi atriði í helgarpistl- um sínum í DV, Súsanna Svavars- dóttir var með greinarflokk í Morgunblaðinu um alkóhólistann og fjölskyldu hans og Spaugstofan fjallaði með kaldhæðni um lífsbar- áttu landans í samnefndum þætti. En ekkert er gert. Ég er ekki að ætlast til þess að fíklar landsins láti af fíkn sinni, en við getum ekki látið það viðgangast að enn ein kynslóð alist upp við óbreytt eða versnandi ástand. Hvað er hægt að gera? Vandamálið er stórt og því verð- ur lausnin ekki auðveld. Það sem ég sé helst er að skólakerfið komi til hjálpar. Nauðsynlegt er að hefja mjög víðtæka kennslu í sjálfsrækt sem má ekki hafa minna vægi en líkamrækt. Eiga ekki foreldrarnir að sjá um þetta? Vissulega, en ef foreldri kann ekki frönsku þá kennir það ekki barni sínu frönsku. Á sama hátt getur foreldri, sem ekki kann eðlileg samskipti, ekki kennt barn- inu sínu eðlileg samskipti. Það er raunar merkilegt að foreldrar ung- barna eiga margir hveijir mjög auðvelt með að skilja ótjáðar þarf- ir barna sinna áður en börnin læra að tala, en svo glata þau þessum hæfileika þegar börnin læra að tala. Skólum landsins er ætlað það hlutverk að búa nemendur sem best undir lífið. Til þess að gera það sjá þeir nemendum fyrir undir- stöðumenntun í íslensku, stærð- fræði, ensku, dönsku, eðlisfræði, efnafræði, handmennt, heimilis- fræðum, íþróttum og svona mætti lengi telja. Allt er þetta mjög gott og almenn grunnkunnátta í ofan- greindum fögum kemur nemend- um að sjálfsögðu til góða. Það er hollt og gott fyrir nemendur að skilja sögu lands síns og þjóðar, geta sagt „nei“ á mörgum tungu- málum og tjáð sig þolanlega á móðurmálinu. En þessi fög kenna nemendum ekki að vera góðir foreldrar, rétta samskiptatækni eða skilgreina, hvað þá leysa, vandamál sín. Að minnsta kosti ekki á markvissan máta. Það er helst að nemendur Marinó G. Njálsson „Ég tel að nám í sjálfs- styrkingu eigi að vera hluti af námsefni allra nemenda frá sex ára aldri og upp í gegnum framhaldsskólann. “ í efstu bekkjum framhaldsskól- anna lesi Hávamál og geti lært eitthvað af þeirri speki, sem þar er. En ég læri ekki að umgangast barnið mitt betur, þó ég tali ís- lensku, dönsku, ensku, þýsku og frönsku. Ekki kenna tíu áfangar í stærðfræði eða eðlisfræði mér neitt um hvernig ég leysi mín innri vandamál. Málið er nefnilega að skólarnir hjálpa okkur meðan ekki þarf að takast á við raunveruleg vandamál. Þessu verður að breyta. Það er erfitt að takast á við líf- ið, brautin er þyrnum stráð og bautasteinarnir fáir. Reynslan (sem mjög oft er fulldýru verði keypt) er okkur helsti lærimeist- ari, námskeið úti í bæ eða heim- sóknir til sálfræðinga eða félags- ráðgjafa (leikra eða lærðra) ann- aðhvort af eigin hvötum eða vegna neyðartilfella, sbr. meðferð áfeng- issjúkra. Við tönnlumst á því að það sé heilbrigð sál í hraustum líkama. í íþróttum byggjum við upp líkamann, en sálin er skilin eftir í örvæntingarhnipri innan í sterkri skel, sem felur vandamálin og varnar því að nokkur komist að. Sjálfsstyrking hluti af öllu námi Ég tel að nám í sjálfsstyrkingu eigi að vera hluti af námsefni allra nemenda frá sex ára aldri og upp í gegnum framhaldsskólann. Sjálf- ur fékk ég í sumar tækifæri til að prófa hluta af hugmyndum mínum er ég kenndi á annað hund- rað nemendum við sumarskóla Iðnskólans í Reykjavík og Reykja- víkurborgar. í eina viku var ég fjórar kennslustundir með hveijum hópi. í fyrri hlutanum tók ég nem- endur í slökun, hugleiðslu og skoð- aði í stuttu máli hvar ábyrgðin fyrir breytingum liggur. í seinni hlutanum fór ég í tjáskipti og ein- faldar aðferðir við ákvörðunar- töku. Undirtektimar voru mjög góðar. Raunar svo góðar að nokkr- ir kennarar spurðu hvort þeir gætu fengið að koma í tíma líka. Ég er ekki einn um að hafa prófað óhefðbundnar aðferðir við kennslu. Ég hef bara heyrt að alls staðar þar sem slíkt hefur verið reynt, hefur útkoman verið já- kvæð. Notfærum okkur allt þetta fólk úti í þjóðfélaginu, sem heldur námskeið í sjálfsrækt hvort sem um er að ræða jóga, samskipti foreldra og barna, meðvirkni, framkomu eða hvað það nú er sem verið er að kenna. Fáum það til samvinnu við skóla og foreldra til að aðstoða nemendur og ekki síður foreldrana til sjálfsræktar. Borgar sig sjálft á nokkrum árum Þetta kostar peninga! Jú, mikil ósköp. Þetta kostar líklegast tvö til þijú hundruð milljónir á ári, jafnvel meira. Hvar eigum við að taka þessar milljónir á síðustu og verstu tímum? Ég hef ekki lausn á því, en ég veit að innan fárra ára mun þjóðfélagið spara þessa upphæð margfalda með lægri kostnaði í heilbrigðiskerfinu, menntakerfínu og félagslega kerf- inu. Nemendur verða skilvirkari í námi og komast hraðar yfir meira efni. Vinnuveitendur fá betra vinnuafl. Launþegar fá betri sjórn- endur. Höfundur er áhugamaður um sjálfsrækt, kennari við Iðnskólann í Reykjavík og stundakennari við Háskóla íslands. Canon cLc-10 er fullkomin litmyndaljósritunanvél, sem litavæöir skrifstofuna. Hana getur þú notaö eina sér eöa fengiö þér.... Canon ...PC/MAC tölvutengi og tengt hana viö Macintosh eöa PC tölvuna þína og þá verður hún ekki bara litmyndaljósritunarvél heldur.... J*L- Canon ...KRAFTAVERK. allt í einu tæki: LITMYIMDASKAIMNI, LITMYIMDAPREIMTARI OG LITMYIMDALJOSRITUIMARVEL. Mögulegt er aö fá fleiri aukahluti á CLC-10 sem auka eiginleika hennar enn frekar.... SUÐURLANDSBRAUT 6, SÍMI 685277,FAX 689791
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.