Morgunblaðið - 07.12.1993, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
t
Elskulegur faðir okkar og bróðir,
BIRGIR HÁKON VALDIMARSSON,
Vancouver,
Kanada,
er látinn.
Börn og systur.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA EYÞÓRSDÓTTIR,
Suðurgötu 25,
Sandgerði,
lést 3. desember sl.
Jón Erlingsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir,
Margrét Erlingsdóttir, Hannes Þ. Sigurðsson,
Ólafía Þ. Erlingsdóttir, Eirikur J. Helgason,
Stefanía Lórý Erlingsdóttir, Sigurður Einarsson,
Ingibjörg Erlingsdóttir, Bjarni Einarsson,
Sjöfn Erlingsdóttir, Oddný S. Gestsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar,
systir og mágkona,
HELGA HARALDSDÓTTIR,
Hörðalandi 20,
Reykjavík,
lést í Landakotsspítala laugardaginn
4. desember.
Naguib Zaghloul,
Ragnhildur G. Pálsdóttir, Haraldur Guðnason,
Páll Haraldsson, Björg Sigurðardóttir,
Gunnar Haraldsson, Kristín Ögmundsdóttir
og systkinabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
lést í sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 5. desember.
Erna Jónsdóttir,
Steingri'mur Björnsson,
Dagrún Björnsdóttir, Valdimar Víðir Gunnarsson,
Jóhannes Björnsson, Esther Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Þjótanda,
Hraunbæ 103,
lést á heimili sínu sunnudaginn
5. desember.
Útförin auglýst sfðar.
Börnin.
t
Móðir okkar,
RAGNHEIÐUR BACHMANN
frá Siglufirði,
lést 4. desember.
Helga Bachmann,
Gunnar Bachmann.
1 m*Biyi M. D I BlNAIf'
f' HELLUHRAUNI 14 • 220 HAFNARFIRÐI SÍMI652707
Guðrún Asbjöms
dóttir - Minning
Fædd 7. desember 1924
Dáin 29. nóvember 1993
í einu riti Bjömstene Bjömsson
segir: „Þar sem góðir menn fara
em Guðs vegír.“ Þetta finnst mér
vera viðeigandi einkunnarorð þeg-
ar minnst er Guðrúnar Ásbjörns-
dóttur og henni þakkað fyrir sam-
veruna á þessari jörð. En Guðrún
lést skyndilega af heilablæðingu
29. nóvember aðeins 68 ára að
aldri.
Ég þekkti Guðrúnu aðeins í tæp
tvö ár. Strax vakti athygli mína
góðvild hennar, hlýjar, næmar til-
finningar, skarpur skilningur, létt
lund og kímnigáfa sem oft birtist
í kankvísu brosi og tilsvörum er
hún sá hið skoplega gegnum alvör-
una.
Slíku fólki er gott að kynnast.
Það auðgar líf okkar hinna og víkk-
ar sjóndeildarhring. Við urðum
fljótt góðir vinir, ferðuðumst sam-
an, heimsóttum hvort annað og
upplifðum það að hátt á sjötugs-
aldri getur fólk orðið ástfangið
þótt sumir haldi það of seint.
Fáein æviatriði Guðrúnar skulu
rakin:
Lítil telpa ólst upp í húsi við
Njálsgötu í Reykjavík. Foreldrar
hennar vom Ásbjöm Guðmunds-
son kennari, síðar bifreiðarstjóri
við Kleppsspítala, og kona hans,
Guðríður ísaksdóttir. Telpan gekk
í Austurbæjarskóla sem þá var
nýr. Ekki var þá til siðs eða tök á
að stúlkur úr alþýðustétt færa í
framhalds- eða háskólanám eins
og nú, þótt nægir hæfileikar væra
til þess. En Guðrún menntaðist
samt vel í „skóla lífsins" af störf-
um, lestri góðra bóka, ekki síst
ljóðum, en hún hafði mikinn áhuga
á fróðleik, listum og málefnum
samfélagsins.
Guðrún vildi sjá sig um í heimin-
um og kynnast landinu. Hún fór
því í sumarvinnu norður í Keldu-
hverfi. Þar kynntist hún ungum
bónda, Birni Þórarinssyni í Kíla-
koti. Þau felldu hugi saman, gengu
í hjónaband og bjuggu í rúm 20 ár
í Kflakoti. Það var ekki stórt bú á
nútíma mælikvarða, en Björn
sinnti málefnum sveitarinnar sem
oddviti og fleiri störfum. Hann var
m.a. varaþingmaður fyrir Norður-
landskjördæmi eystra um skeið.
Þarna ólu þau upp börn sín þijú,
Ingveldi, Þórarin og Ásbjörn, en
einn dreng misstu þau á fyrsta ári.
Búskapur í einni harðbýlustu
sveit landsins, þar sem vetrarveður
era hörð, sumur stutt og landgæði
takmörkuð bauð án efa upp á erf-
iði og krafðist mikiis. Ung kona
úr Reykjavík tókst á við þetta af
fullum kjarki, lærði öll sveitastörf
og leysti þau vel af hendi. Hún var
dýravinur, hafði yndi af hestum,
kúm og öðram dýrum svo að þau
hændust að henni enda vel með-
höndluð.
Árið 1966 brugðu hjónin búi og
fluttu til Reykjavíkur þar sem
Björn fékk starf á Skattstofunni.
Guðrún varð þá Reykvíkingur á
ný, húsmóðir, en vann auk þess
mörg ár á sjúkrahúsum, Landakoti
og sjúkradeild Heilsuverndarstöðv-
ar. Þetta starf átti vel við hana
og sannfrétt hef ég að sjúklingar
dáðu hana og henni tókst oft. með
lipurð sinni og einlægni að ná til
þeirra sem erfitt var að nálgast
eða við að skipta.
Guðrún varð ekkja vorið 1989,
en bjó eftir það ein í íbúð sinni að
Framnesvegi 61. Hún hafði þó nóg
um að hugsa, hafði mikið samband
við böm sín þijú, bamabörnin tíu
og bamabarnaböm fjögur og bar
heill þeirra allra fyrir brjósti.
Guðrún var vinsæl og veit ég
að margar vinkonur hennar ræddu
við hana áhyggjuefni sín. Mann-
skilningur hennar, hlýja ásamt
ákveðni gerði það að verkum að
þetta varð til hjálpar og hugarlétt-
is. Þær sem aðrir hafa nú misst
traustan vin.
Guðrún hreyfst ávallt af fögra
landslagi, blómum og tign náttúr-
unnar. Fyrir fáum dögum talaði
hún um að næsta sumar vildi hún
aftur skoða fallega staði svo sem
Þjórsárdal og hún skyldi ganga á
Esjuna til að njóta hins fagra út-
sýnis. En líf okkar er stopult og
stutt svo margar óskir okkar og
vonir rætast ekki.
í upphafi kynna okkar, er við
sögðum hvora öðra lauslega frá
aðstæðum og ævi, gat Guðrún
þess að hún ætti „þijú mjög góð
böm“ og lagði þá sérstaka áherslu
á orðið mjög. Þetta hef ég vissu-
lega sannreynt síðan. Ég votta
þeim, mökum þeirra og öllum öðr-
um aðstandendum einlæga samúð.
Kristínn Björnsson.
Elsku amma okkar Guðrún Ás-
björnsdóttir er dáin. Okkur langar
+
Ástkær eiginkona mín,
(ANTONIA)
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Berunesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykja-
vík laugardaginn 4. desember.
Antoníus Ólafsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
YNGVI GRÉTAR GUÐJÓNSSON,
Löngumýri 24,
Garðabæ
áður Skólavörðustfg 44,
lést þann 5. desember á gjörgæslu-
deild Landspítalans.
Valdfs Gunnlaugsdóttir,
Guðmundur Pétur Yngvason, Berglind Bragadóttir,
Elvar Andri Guðmundsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
TORFHILDUR
ÞORVALDSDÓTTIR,
Stigahlíð 41,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum aðfaranótt
4. desember.
Ragnar Guðmundsson,
Þorvaldur Ragnarsson, Fanney Einarsdóttir,
Jakob Ragnarsson, Guðrún Birgisdóttir,
Sigurrós Ragnarsdóttir, Stefán Á. Einarsson,
Svandfs Ragnarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson
og barnabörn.
Faðir okkar,
ÚLFAR V. ÞORKELSSON
vélstjóri,
sfðast til heimilis
á Kumbaravogi,
lést 4. desember.
Jarðarför auglýst síðar.
Kolbrún Úlfarsdóttir,
Örn V. Úlfarsson,
Sævar Úlfarsson,
Þorkell Úlfarsson.