Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993 félk ( fréttum Dansleikjavaktir 1948 voru púður þess tíma Mér líst afskaplega vel á aðstöð- una og fékk góðar móttökur hér,“ sagði Jónmundur Kjartans- son, nýráðinn yfirlögregluþjónn á Selfossi. Hann mætti til starfa 1. desember í lögreglustöðinni á Sel- fossi. „Þetta er víðfeðmt svæði og hér býr margt fólk og það gerir starfið öðruvísi en það sem ég var í fyrir, auk þess eru fleiri í starfi hér,“ sagði Jónmundur sem sagðist njóta aðstoðar og leiðsagnar Jóns I. Guðmundssonar fyrstu dagana. Jón, sem lét af störfum yfirlög- regluþjóns fyrir nokkru, og starfs- menn lögreglunnar buðu hinn nýja yfirlögregluþjón velkominn til starfa. 45 ár eru frá því Jón I. Guðmundsson hóf lögreglustörf í Árnessýslu. Nú eru starfandi 24 menn hjá lögreglunni þar. Jón I. Guðmundsson fráfarandi yfirlögregluþjónn kvaðst hafa byij- að að taka ballvaktir vorið 1948 á samkomum í Árnessýslu. „Þær voru púður þess tíma,“ sagði Jón. 12. 1993 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4543 3718 0006 3233 4546 3912 3256 0090 4842 0308 1995 3028 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** kort úr umferð og sendið VISA íslanJi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa ð vágest. ^Ezm VISA ISLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 HREfiN HÚÐ HREINSAR HÚÐINA INNANFRÁ HREINSIKÚR (TÖFLUR) FYRIR ÓHREINA, BÓLÓTTA HÚÐ OG UNGLINGAHÚÐVANDAMÁL Náttúrulegt efni ásamt andlitssápu. Fæst hjá: Árbjæjarapóteki, Blómavali, Fjarðarkaupum, Heilsu, Heilsuvali, Heilsubúðinni, Heilsuhorninu, Kornmarkaðnum, Mosfellsapóteki, Sjúkranuddstofu Silju o.fl. Sendum í póstkröfu. BÍÓ-SELEN UMBOÐIÐ SÍMI 76610 Hann var síðan fastráðinn lög- regluþjónn 1958 og hefur starfað síðan við lögregluembættið í Ár- nessýslu. Undirstaða starfsins sú sama Jón sagði að þótt aðstæður hefðu breyst mikið á þeim tíma sem liðinn væri frá því hann kom fyrst að lögreglustörfunum þá væri undirstaða starfsins sú sama — að taka á ýmsum hegðunarþátt- um í samfélaginu, á samkomum, í umferðinni og víðar. „Aðstaðan hefur breyst mikið. Maður hafði hér áður enga möguleika aðra en að fljúgast á við þessa karla. Það var enginn bílakostur eða hús til að nota við starfíð. Nú er þetta orðin allt önnur og betri aðstaða. Síðan hefur það gerst' að með meiri og betri samgöngum hefur slysum fjölgað og þau harðnað með öllum þeim sársauka sem því fylgir. Það er alltaf erfitt að koma að slysi og maður þarf að hafa ákveðnar tilfinningar fyrir þeim eins og öllum þeim atriðum sem koma upp í starfinu. Það er mjög ónotalegt að koma að þar sem börn eða unglingar hafa lent í óhöppum og eiga sér lítillar við- reisnar von,“ sagði Jón. „Hér höfum við þurft að sjá um alla þætti þeirra mála sem upp koma. Afbrotamál eru erfíð viður- eignar og slysin eiga sér margar viðkvæmar hliðar. Það er mín reynsla að ekki sé hægt að búa sér til eitthvert ákveðið form til að vinna eftir. Hvenær sem nýtt tilfelli kemur upp þarf maður að skoða það sérstaklega." - Stundum of djúpt kafað „Afskipti fjölmiðla af slysum og umfjöllun um þau þarf að eiga sín takmörk. Ég hef átt góð samskipti við fjölmiðlamenn. Þeir eru margir miðað við stærð þjóðarinnar og stundum finnst mér dálítið djúpt farið ofan í málin, en það er ein- MANNFJÖLGUN Stefanía hefur stað- fest óléttuna Sá orðrómur hefur verið á kreiki um nokkurt skeið, að yngri Mónakóprinsessan, Stefanía, sé eigi kona einsömul. Hafa ljósmyndarar hver um annan þveran reynt að ná myndum úr launsátri sem sýna stækkandi maga prinsessunar. En bæði hefur hún verið vör um sig, svo og klætt sig í víð og gúlpandi föt. En nú er allt orðið opinbert. Prinsessan og sambýlingur henn- ar, Daniel Ducruet, sendu nýverið frá sér fréttatilkynningu þar sem grunur allra var staðfestur. Prins- essan eigi von á sér í maí á næsta ári. Þau eiga fyrir eitt barn, Louis, VÁKORTALISTÍ Dags.7.12.1993. NR. 145 5414 8300 0310 5102 5414 8300 0957 6157 5414 8300 2814 8103 5414 8300 3122 1111 5414 8300 3163 0113 5414 8301 0494 0100 5422 4129 7979 7650. 5221 0010 9115 1423 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. sem er eins árs og Ducruet á auk þess eldra barn með fyrrum vin- stúlku sinni. Þrátt fyrir vaxandi fjölskyldu hefur ekki verið minnst á klingjandi kirkjubjöllur og brúð- kaup, enda er haft fyrir satt að furstinn gamli Rainier nái ekki enn upp í nefíð á sér vegna karlfangs Stefaníu. Ducruet er ekki með blátt blóð í æðum og ekki af efnuðum foreldrum kominn, sem væri það næstbesta. Hann er fyrrum lífvörð- ur Stefaníu og þegar síðast fréttist rak hann fiskmarkað í norðurhluta Frakklands. Stefanía hefur átt ótal kærasta KVIKMYNDIR Clinton bið- ur um að dregið verði úr ofbeldi Fjöldi leikara og annarra frammámanna í kvikmynda- og skemmtiiðnaðinum í Hollywood voru saman komnir þegar Bill Clint- on Bandaríkjaforseti hélt ræðu sl. laugardag. Flutti hann erindi þar sem hann benti á nauðsyn þess að draga úr ofbeldi í kvikmyndum og sjónvarpsmyndum. Kom m.a. fram í ræðu hans að bjarga þyrfti heilli kynslóð frá glöt- un sem komin væri á ystu nöf. Benti hann jafnframt á að hann ætlaðist ekki til þess að kvikmynda- iðnaðurinn sneri alveg við blaðinu heldur aðlagaði sig þeim staðreynd- um að fyöldi ungra Bandaríkja- manna ætti ekki fjölskyldur sem styddu við bakið á þeim eða væru Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Jónmundur Kjartansson nýráðinn yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Árnessýslu ásamt forvera sínum í starfi, Jóni I. Guðmundssyni. staklingsbundið. Það sem þarf að gæta að er að brotamenn geti ekki haft hag af umfjölluninni. Gjörn- ingsmennimir þeir hlusta vel, hafi þeir ekki náðst,“ sagði Jón. Hann sagði að auðvitað væri margt ákaflega minnisstætt úr starfinu, en gosið í Eyjum það minnisstæðasta. „Sú uppákoma gekk ótrúlega vandræðalítið fyrir sig og án stóráfalla. Nú á tímum samdráttar er ákaf- lega þýðingarmikið að fólk missi ekki fótanna í því sem það er að fást við,“ sagði Jón og benti á að margir árekstrar í mannlegum samskiptum fylgdu því að fólk gæti ekki sætt sig við að geta ekki veitt sér sömu lífsgæði og áður. Flugið er innan seilingar „Ég er mjög sáttur við þá upp- byggingu sem hér hefur orðið. Ég hef unnið með góðu fólki og er þakklátur fyrir það og þau góðu samskipi sem ég hef átt við fólk í héraðinu,“ sagði Jón I. Guðmunds- son. Hvað framundan væri sagði Jón að það væri honum eðlilegt að stússast í einhverju. Flugið og umstangið í kringum flugvöllinn á Selfossi væri innan seilingar. „Ég lít björtum augum til framtíðarinn- ar,“ sagði hann. Sig. Jóns. Ducruet og Stefanía. í gegnum árin og lengi vel var búist rennarar hans. Er að sjá að al- við því að Ducruet hefði ekki lengri mannarómur hafí haft rangt fyrir viðdvöl í bóli prinsessnnar en fyrir- sér og er það engin nýlunda. LEIKARAHJÓNIN Annette Benning og Warren Beatty hlusta á ræðu Bills Clintons. færar um að leiðbeina þeim. Hann bað menn íhuga hvaða leið væri hægt að fara til þess að leiðbeina ungmennum hvernig hægt væri að leysa vandamál án ofbeldis. Ofbeldishneigð meðal yngra fólks hefur oft verið rakin beint til kvik- mynda. Eru bandarísku sjónvarps- stöðvamar því vegna þrýstings frá þinginu farnar að merkja kvik- myndir með viðvörun ef um ofbeldi er að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.