Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
55
PAUL Simon (t.h.) og Art Garfunkel hafa tekið upp samstarf
að nýju og eru nú á tónleikaferðalagi utan Bandaríkjanna.
TONLIST
Simon og Garfunkel
saman á ný
Tónlistarmennirnir Paul Sim-
on og Art Garfunkel voru
upp á sitt besta upp úr 1970
þegar þeir spiluðu og sungu
saman. Síðan fóru þeir hvor í
sína áttina sem sólóistar. Fyrir
skömmu tóku þeir síðan aftur
upp samstarf og eru um þessar
mundir á tónleikaferðalagi. Var
meðfylgjandi mynd tekin í Sin-
gapore, sem er einn viðkomu-
staðanna. Ekki eru þó fyrir-
hugaðir margir tónleikar utan
Bandaríkjanna að sinni, en samt
fá íbúar Toronto og Tókýó að
heyra í þeim félögum.
IMYND
Eins og ódýr gleðikona
sínum yngri árum.
Velski söngvarinn góðk-
unni, Tom Jones, sagði svo
frá í viðtali við BBC fyrir
nokkru að hann hefði næstum
fengið áfall er hann tók sig til
og horfði á myndbandsupptök-
ur af gömlum söngskemmtun-
um sínum. Jones var og er
ekki hvað síst frægur fyrir
sviðsframkomu sína, en aðall
hans á sviði fyrir utan kröftug-
an sönginn er að aka og
hnykkja til miðbiki sínu. Þegar
hann var upp á sitt besta hafði
atferli þetta þau áhrif úti í
áheyrendasölum, að konur
klæddu sig sem óðast úr nær-
fatnaði sínum og þeyttu flíkun-
um upp á svið til goðsins!
Aldurinn hefur færst yfir
Jones og hann allur róast á
sviðinu þótt enn eimi eftir af
gömlu töktunum. í viðtalinu
sem um ræðir segist Jones
hafa farið hjá sér er hann
horfði á gömiu spólurnar.
Roðnað og svo falið andlitið í
lófunum. „Það er mér óskiljan-
iegt í dag að konum þætti ég
eitthvert augnayndi. Ef ég
væri kona, hefði mér verið
best lýst sem ódýrri gleði-
konu,“ sagði Jones.
Happdrætti
bókaútgefenda
Vinningsnúmer gærdagsins í
happdrætti bókaútgefenda var
8841 og dagsins í dag 19932, en
happdrættisnúmerin eru á bak-
síðu íslenskra bókatíðinda. Vinn-
ingshafi getur vitjað vinnings
síns, bókaúttektar að andvirði 10
þúsund krónur, í næstu bókabúð.
VERSLUN
Hefur rekið bókaverslun í 50 ár
Hér voru heilmikil jól, serrí og
veitingar, blóm og skeyti,“
sagði Böðvar B. Sigurðsson, eig-
andi Bókabúðar Böðvars, um 50
ára afmæli verslunarinnar, 1. des-
ember síðastliðinn. Böðvar hafði
m.a. unnið í tveimur bókabúðum
þegar hann setti búðina á stofn,
aðeins 28 ára gamall. Hún var
lengst af til húsa á Strandgötu 3
í Hafnarfirði en er nú á Reykjavík-
urvegi 64. Böðvar segist alla tíð
hafa haft gaman af bóksölunni og
hann er hvergi banginn varðandi
bóksölu nú fyrir jólin. „Titlarnir
eru færri en salan verður ágæt,“
sagði hann.
Morgunblaðið/Þorkell
Með Böðvari B. Sigurðssyni á myndinni eru starfsmenn bókabúðar-
innar (f.v.) þær Kristín Bjarnadóttir, Þorgerður Nielsen og Sigríður
Erla Berg.
i
Fatnaður frá
ITVTTCO
Pelskápur í
miklu úrvali.
Verð fyrir alla
4 Pelsfóðurs-
kápur
Pelsjakkar og húfur Fatnaður frá
í miklu úrvali /
raðgreiðslur
Greiðslukjör við allra hæfi
Kirkjuhvoli ■ sími 20160 L_J_HU
Þar sem vandlátir versla