Morgunblaðið - 07.12.1993, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
59
HÆTTULEGT SKOTMARK Hörk“*p*"n*
VAI\I DAMME
Sýnd kl. 5, 7, g og 11. Stranglega bönnuð i. 16 ára.
HJALP... GIFTING
Nú ætlar einkadóttir
Bjarna aö gifta sig.
Veislan skal vera vegleg
en hvar fóst aurarnir?
Frábær gamanmynd, full
af lóttum húmor
aö hætti Dana.
PRINSAR í L.A.
Frábær grín- og
ævintýramynd.
Sýnd kl. 5 og 7.
LAUNRÁÐ
■iMiiiiia
mmMi
Frönsk spennu-
og grínmynd.
Sýnd kl. 8.55 og 11.
B. i. 16ára.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Biskup íslands vígir safnaðarheimilið en á myndinni eru einnig sr. Jónas Gísla-
son, sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, sr. Halldór Reynisson, sr. Tómas Guðmundsson
og Þorsteinn Pálsson, kirkjumálaráðherra.
SafnaðarheimiK vígt í Hruna
í anddyri safnaðarheimilisins var til sýnis kirkjuklukka
sem taiin er vera frá þrettándu öld en heimiidir eru um
hana í Skálholti á fjórtándu öld. Bryiyólfur Sveinsson,
Skálholtsbiskup gaf hana að Hruna á ofanverðri sautj-
ándu öld og þar var hún til ársins 1930. Þessi forna
klukka komtil Skálholts árið 1959. Sr. Halldór Reynisson
í Hruna stendur hjá klukkunni.
Syðra-Langholti.
NYTT safnaðarheimili var
vígt við hátíðarguðsþjón-
ustu að Hruna í Hruna-
mannahreppi sunnudag-
inn 28. nóvember. Biskup
Islands, herra Ólafur
Skúlason, prédikaði en
auk sóknarprestsins, séra
Halldórs Reynissonar,
þjónuðu við messuna séra
Jónas Gíslason vígslubisk-
up, séra Tómas Guð-
mundsson prófastur Ár-
nesprófastsdæmis og séra
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
fyrrverandi prestur í
Hruna. Þennan dag voru
128 ár liðin frá vígslu
kirkjunnar í Hruna.
Safnaðarheimilið stendur
skammt austan við kirkjuna.
Það er tæplega 100 fermetr-
ar að flatarmáli en húsið
hefur verið rúmlega eitt ár
1 byggingu. í því er fundar-
salur, eldhúsaðstaða, snyrt-.
ingar og geymsla ásamt
rúmgóðu anddyri. Það er
Þorgeir Jónsson sem er arki-
tekt hússins en smiðir voru
þeir Guðmundur Magnússon,
Þröstur Jónsson og Smári
Vignisson, allir frá Flúðum.
Einnig var unnið allmikið í
sjálfboðavinnu við bygging-
una af sóknarbörnum, t.d.
við málningarvinnu o.fl.
Þetta safnaðarheimili kemur
til með að nýtast vel við
margs konar safnaðarstarf í
Hrunasókn og við fjölmennar
athafnir s.s. jarðarfarir. Á
undanförnum misserum hafa
verið gerðar ýmsar breyting-
ar á umhverfi Hrunastaðar.
Þjóðvegurinn hefur verið
færður og aðkomu að prests-
setrinu breytt. Þá hefur verið
lögð upphituð stétt frá bíla-
stæðum að kirkjunni og
safnaðarheimilinu. Einar
Sæmundsen landslagsarki-
tekt er að vinna að frekara
skipulagi á umhverfi staðar-
ins með gróðursetningu í
huga.
I fjölmennu kaffisamsæti
í félagsheimilinu á Flúðum
eftir athöfnina í Hruna, kom
fram hjá Jóhannesi Helga-
syni í Hvammi, formanni
sóknarnefndar, að bygg-
ingarkostnaður safnaðar-
heimilisins væri um 10 millj-
ónir króna. Þar voru ávörp
flutt og árnaðaróskir, safn-
aðarheimilinu færðar pen-
ingagjafir frá kvenfélagi
sveitarinnar og kirkjukórn-
um, einnig vegleg gestabók
frá Hrepphólasókn. Í tilefni
vigslu safnaðarheimilisins
var vefnaðarlistasýning í
hinu nýja húsi á nokkrum
verkum Guðrúnar Gunnars-
dóttur listakonu.
- Sig. Sigm.
VU/BÍÓilN VU/BlÓWN XU/BÍÓWN SAMBÍÓVM .VU/BÍÓHN
FRUMSÝNA JÓLAMYNDINA 1993
AFTUR Á VAKTINNI
„ANOTHER STAKEOUT" - EIN ALVEG ÓTRÚLEGA GÓD!
SÍMI: 19000
Lokað í dag vegna lagfæringa
L OtCAÐt Of QUAlllY
m 1
BÍÓHÖLL BÍÓB0RG
Sýnd kl. 9og 11.10. Sýnd kl. 5,7,9 og 11.10.
rí© B lllMil ■aBd
620 laxar á land í Eystri-Rangá
Laxaverðlaun
INGÞÓR Arnórsson tekur við bikar úr hendi Markúsar
Runólfssonar fyrir stærsta lax sumarsins.
Hvolsvelli.
ALDREI áður hafa jafn
margir laxar komið á land
í Eystri-Rangá og nú í sum-
ar, en veiðitímabilinu lauk
20. október sl. Alls veiddust
620 laxar í sumar en metár-
ið 1991 veiddust 611 laxar
í ánni. Heimtur á slepping-
um voru all góðar og er
áætlað að sleppingar í sum-
ar hafi tekist vel vegna hlý-
viðris.
Bráðabirgðaniðurstöður á
heimtum örmerkja á vatna-
svæði Rangánna sýna að allur
lax sem veiðist í ánni kemur
úr sleppitjömum árinnar.
Einnig hefur komið í ljós að
því hlýrri sem sleppitjarnirnar
eru þvi betri heimtur, en kjör-
hitastig er talið vera um 11
gráður. Ástand seiða sem
komu frá uppeldisstöðinni í
sumar var gott og ekki spillti
góðviðrið fyrir. Því er búist
við góðri veiði í ánni næsta
sumar.
Stjórn Veiðifélags Eystri-
Rangár hefur ákveðið að verð
á veiðileyfum næsta ár verði
frá 2.000 kr. dagurinn á ódýr-
asta tímabilinu en 25.000 kr.
á dýrasta tímabilinu. Það er
Sælubúið á Hvolsvelli og
Vesturröst sem sjá munu um
sölu veiðileyfa.
Stærsti laxinn
Nýlega verðlaunaði stjórn
árinnar Ingþór Arnórsson sem
veiddi stærsta laxinn sl. sum-
ar, en það var 18 punda
hængur. Ingþór dró jafnframt
flesta laxa úr ánni þetta árið,
ríflega 50 stykki. Honum var
afhentur veglegur bikar sem
Vesturröst gaf. Þá var einnig
dregið í happdrætti sem efnt
var til meðal þeirra sem skil-
uðu veiðileyfum í Sælubúið
að kvöldi veiðidags og var
númerið á veiðileyfinu látið
gilda sem happdrættisnúmer.
Eftirtalin númer hlutu vinn-
ing: 1. vinningur, nr. 1284, 4
stangir í E-Rangá næsta sum-
ar, 2. vinningur, nr. 1295,
gisting á Hótel Hvolsvelli með
morgun- og kvöldverði, 3.
vinningur, nr. 956, Þórsmerk-
urferð og gisting í skála Aust-
urleiðar, 4. vinningur, nr. 904,
veiðistöng frá Vesturröst og
5. vinningur, nr. 998, veiði-
vöðlur frá versluninni Björk á
Hvolsvelli.