Morgunblaðið - 07.12.1993, Síða 60
ÍO
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
-J-
4-
iífópriLP
. /Vlig /antcxr danssfco me&
StdLtdnt ■ "
morgunkaffinu
Mamma er á spitala, svo nú
erum við tvíburarnir, Halli,
Lísa, Pétur, fuglarnir, Gunni
gnllfiskur og pabbi ein heima.
Ást er . .
hún í fókus
TM Reg. U.S Pat Otf.—aH rights reserved
® 1993 Los Angeles Times Syndicate
HÖGNI HREKKVfSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Heilsuhagfræði,
fræðigrein, ekki stjórnvald
Frá Gunnari Má Haukssyni:
í Morgunblaðinu 26. nóvember sl.
gerir Júlíus Valdimarsson athuga-
semdir við grein mína, sem birtist í
blaðinu 20. sama mán. Júlíus misskil-
ur greinilega hlutverk og tilgang
heilsuhagfræðinnar. Hann grípur
ákveðin atriði í grein minni, en miss-
ir af aðalinntaki hennar.
Hlutverk allrar hagfræði er að
safna saman gögnum og forsendum,
og þar sem um takmörkuð gæði er
að ræða, þarf að setja fram þá val-
kosti, sem fyrir hendi eru. A grund-
velli þeirra gagna, sem þá liggja fyr-
ir, er hægt að taka ákvörðun um,
hvemig það fjármagn sem til ráðstöf-
unar er, nýtist á sem hagkvæmastan
hátt. Heilsuhagfræðingar taka ekki
ákvarðanir í heilbrigðismálum frekar
en hagfræðingar almennt taka
ákvarðanir um efnahagsmál.
Ákvarðanimar eru teknar af stjórn-
málamönnum og stjórnendum stofn-
ana. En væntanlega eru betri ákvarð-
anir teknar þegar staðreyndir og
valkostir liggja fyrir svart á hvítu.
Sá áhugi á heilsuhagfræði, sem
nú er að vakna meðal heilbrigðis-
stétta og stjómenda heilbrigðisstofn-
Frá Valdísi Jónsdóttur:
Ég vona að sem flestir hafi lesið
grein Sigurlínu Margrétar Sigurðar-
dóttur, „Staða táknmálsfrétta í dag“,'
sem birtist í Morgunblaðinu 1. des-
ember þar sem hún fjallaði um bar-
áttu heyrnarlausra við ríkissjónvarp-
ið. Það er lærdómsríkt að lesa um
hvemig hægt er að mismuna þegnum
þessa iands bæði menningarlega og
fjárhagslega. Ég vona að fleiri en
ég velti því fyrjr sér hvernig í ósköp-
unum forráðamönnum þessa fjölmið-
ils getur dottið í hug að flytja frétta-
tíma heymarlausra út fyrir dag-
skrána. Það segir sig sjálft, að úti-
vinnandi fólk hefur engin tök á því
að geta fylgst með fréttum sem
sendar eru út á tíma þegar fæstir
eru komnir heim til sín. í mínum
augum sýna forráðamenn sjónvarps
heymarlausum fyrirlitningu með
þessari gjörð. Fréttir eru það eina
sem heyrnarlausir geta fylgst með í
ana, er einmitt sprottinn upp af því
að þessir aðilar upplifa mikinn niður-
skurð í heilbrigðismálum án þess að
kannað hafi verið hver áhrif niður-
skurðaraðgerðirnar hefðu og hvort
um raunverulegan sparnað hafi verið
að ræða.
Ef kostnaðargreining á ýmsum
valkostum í heilbrigðisþjónustu lægi
fyrir, væri tvímælalaust hægt að ná
miklu betri árangri og bæta líf fleiri
þegna þjóðfélagsins fyrir sömu fjár-
muni og nú er eytt í þennan mála-
flokk. Við komumst samt ekki hjá
þvi að ræða um það sem Júlíus Valdi-
marsson flökraði við, þ.e. forgangs-
röðun sjúklinga í heilbrigðisþjónustu,
Ég var að reyna að segja í grein
minni, að val á milli sjúklinga á sér
stað í dag og hefur alltaf átt sér
stað, en það hefur verið mjög tilvilj-
anakennt. Hins vegar hafa menn
smátt og smátt verið að gera sér
ljóst, að það var tálsýn að halda að
aukinn hagvöxtur og tækni gæti
uppfyllt allar þarfir þegnanna fyrir
heilbrigðisþjónustu. í raun hefur
tæknin vaxið okkur yfir höfuð. Það
þýðir ekkert að stinga hausnum í
sandinn. Við verðum að horfast í
augu við raunveruleikann. Oft er
sjónvarpinu fyrir utan þýtt erlent
efni. Hugsið ykkur ef Islendingar
kynnu erlend tungumál þá væri ná-
kvæmlega ekkert sem heyrnarlausir
gætu fylgst með í sjónvarpinu nema
táknmálsfréttum sínum. Ég man
ekki betur en það hefði verið ákveð-
ið fyrir einhveijum tíma að koma til
móts við heymarlausa og texta end-
ursýnt íslenskt efni. Ekki hef ég orð-
ið vör við efndir í þeim efnum. Und-
anfarið hafa íslenskar kvikmyndir
verið endursýndar en annaðhvort er
ég farin að sjá svona illa eða textinn
verið ritaður með ósýnilegu letri,
allavega gat ég ekki komið auga á
hann.
Á degi heyrnarlausra var ég stödd
í Háskólabíói þar sem heymarlausir
héldu upp á daginn. Þar átti að af-
henda forráðamönnum frá ríkissjón-
varpi og Pósti og síma viðurkenning-
ar fyrir veittan stuðning. Hvorugur
var á staðnum og enginn í þeirra
tækninni beitt til þess að halda í líf,
sem er ekkert líf. Heilsuhagfræðing-
ar hafa fjallað mikið um þetta efni
undanfarin ár. Hugmyndir hafa kom-
ið um að meta læknisaðgerðir eftir
því hve mikið þær bæti líf og líðan
hvers einstaklings. Ég legg áherslu
á, að hér er átt við ávinning einstakl-
ingsins sjálfs (ekki þjóðfélagsins).
Ég dró ekki dul á það í grein minni,
að ýmsar mjög erfiðar siðfræðilegar
spumingar vakna þegar fjallað er
um þetta viðkvæma efni. Heilsuhag-
fræðingar hafa bent á þær og hvetja
til opinskárrar umræðu um þær.
Þeir eru ekki „að búa til hagfræði
til að réttlæta mannlegar hörmung-
ar“ eins og Júlíus heldur. Það eru
stjómmálamennimir, ekki hagfræð-
ingamir, sem taka ákvarðanir um
skiptingu fjármuna til samneyslunn-
ar. Við kjósendur höfum væntanlega
áhrif á þeirra ákvarðanir með at-
kvæðum okkar.
Eins og Júlíus tel ég mig vera
húmanista og það er ástæðan fyrir
því að ég er að skipta mér af þessum
málum. Það hlýtur að vera til góðs
ef við stuðlum að því að það fjár-
magn, sem samféiagið leggur til
heilbrigðisþjónustunnar, verði nýtt á
sem bestan hátt fyrir þegna þjóðfé-
lagsins.
GUNNAR MÁR HAUKSSON,
Laugarásvegi 14,
Reykjavík.
stað til að taka á móti viðurkenning-
unum. Hvers vegna? Á degi blindra
fengu blindir verðskuldaða athygli.
Hemmi Gunn setti sig rækilega í
spor þeirra og sjónvarpið sýndi vand-
aðan þátt um blinda. Á degi heymar-
lausra var örstutt frétt frá skemmtun
þeirra í Háskólabíói, ekkert annað.
Hvar er jafnréttið?
Ég á eftir að sjá hvort enn eitt
árið líður án þess að áramótaskaupið
verði textað. Hvernig þætti okkur
heyrandi að sitja og horfa á fólk
hlæja án þess að vita af hveiju verið
væri að hlæja? Ég á mér eina veika
von. Maður með prestsmenntun situr
nú í stól yfirmanns. Þar sem prestar
predika réttlæti og miskunnsemi trúi
ég ekki öðm en að prestur sýni það
í verki sem hann predikar öðrum.
Að lokum. Hvar eru þingmennirn-
ir með réttlætiskenndina? Hvernig
væri að málefni heymarlausra væru
tekin upp á þingi og t.d. sett í lög
að texta beri allar fréttir sem varða
almenningsheill. Má þar nefna sem
dæmi fréttir um náttúruhamfarir og
veðurofsa. Það væri allavega góð
byijun.
VALDÍS JÓNSDÓTTIR,
talmeinafræðingur,
Akureyri.
Hvers vegna þessi
fyrirlitning?
„ ÉG LEIGÞI HERBERjGIÐ ÞittÁv MePAH þð
VARST í BUKTU."
Víkveiji skrifar
Hvað sem segja má um hönnun-
arkostnað, framkvæmda-
kostnað og framkvæmdahraða,
hafa breytingarnar á hinu svo-
nefnda Hallærisplani, sem hér eftir
heitir Ingólfstorg, tekizt frábærlega
vel. Þetta er án efa skemmtilegasta
torg af þessu tagi í höfuðborginni
og vekur m.a. upp spurningar um,
hvort ekki sé hægt að gera betur
á Lækjartorgi. Ingólfstorg hlýtur
líka að vekja upp hugmyndir um
einhveijar þær breytingar á Austur-
stræti, sem tengja betur saman
þetta skemmtilega svæði fyrir
framan gamla Morgunblaðshúsið
og Lækjartorg.
Ingólfstorg á áreiðanlega eftir
að verða vinsæll samastaður fólks
á öllum aldri. Þótt kaupmenn við
torgið hafi misst viðskipti á meðan
þessar framkvæmdir hafa staðið
yfir, eiga þeir áreiðanlega eftir að
ná því upp í auknum viðskiptum,
nú þegar torgið hefur verið opnað,
Hér hefur vel tekizt til og á þessi
breyting þátt í að gefa gamla mið-
bænum nýjan svip.
xxx
Bygging gamla Morgunblaðs-
hússins við Aðalstræti 6 hefur
stundum verið gagnrýnd. Þetta
myndarlega hús nýtur sín einstak-
lega vel við hið nýja torg. Hins
vegar er því ekki að leyna, að eftir
breytinguna á þessu svæði hljóta
kröfur um niðurrif gamalla timbur-
húsa og bygging nýrra húsa við
Ingólfstorg að fá byr undir báða
vængi.
Staðreyndin er því miður sú, að
mörg gömlu húsin í miðbænum eru
svo gersamlega úr sér gengin, sum
nánast ónothæf fyrir verzlanir, þar
sem fúkkalyktin tekur á móti þeim,
sem inn koma og ekki líkleg til
þess að að vekja áhuga á viðskipt-
um, að þau verða tæpast endurnýj-
uð. Er hugsanlegt, að húsaröðin á
milli Austurstrætis og Austurvallar
eigi einfaldlega að hverfa til þess
að opna þetta svæði betur? Ingólf-
storg á áreiðanlega eftir að vekja
upp margvíslegar umræður um end-
urnýjun gömlu miðborgarinnar og
það sýnir hvað hægt er að gera.
xxx
Jólaskreytingar við Lækjargötu
hafa tekizt einstaklega vel.
Þær hafa ekki sést áður í þessari
mynd, ef Víkveiji man rétt. Reykja-
vík fær á sig stórborgarsvip með
þessum skreytingum og væri raun-
ar skemmtilegt ef hægt væri að
setja þær upp alveg frá Skothús-
vegi.