Morgunblaðið - 07.12.1993, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1993
Hætt við að sameina Renault og Volvo
Ljóst að Renault
þarf að horfa til
nýs samstarfsaðila
PÉTUR Óli Pétursson, forstjóri Bílaumboðsins hf., sem er um-
boðsaðili Renault á íslandi, segir að nú þegar áform um sam-
runa Renault og Volvo séu úr sögunni sé ljóst að Renault þurfi
að horfa til nýs samstarfsaðila til að takast á við samkeppnina
á bílamarkaðnum í framtíðinni. Hann segir að samstarfssamning-
ur sem Renault og Volvo gerðu fyrir þremur árum sé enn í
fullu gildi þrátt fyrir að erfitt verði fyrir fyrirtækin að vinna
í sama anda og áður. „Tækifærinu hefur verið glatað, en Re-
nault mun skoða hvernig best er að vinna úr núverandi stöðu
til hagsbóta fyrir félagið,“ segir Pétur Óli.
Pétur Óli sagði að sameining
Renault og Volvo hefði verið hugs-
uð til að Renault/Volvo yrði nægj-
anlega öflugt fyrirtæki til að tak-
ast á við samkeppnina á bílamark-
aðnum í framtíðinni. Nú þurfi Re-
nault að horfa til nýs samstarfsað-
ila, en samstarf eða samruni hljóti
að verða til skoðunar ef menn álíti
að það geti tryggt og bætt rekstr-
arafkomu og framþróun þegar til
langrar framtíðar sé litið.
„Volvo er stolt Svía og samein-
mgin með fyrirhugaðar aðalstöðv-
ar Renault/Volvo í París var meira
en Svíar gátu sætt sig við og því
iáta þeir tilfinningar og þjóðar-
rembing hafa yfirhöndina á skyn-
seminni og hafa hafnað samrunan-
um. Niðurstöður Renault núna
þegar bílaiðnaðurinn í Evrópu
gengur í gegnum mestu erfiðleika
síðari ára eru þær að fyrirtækið
er að hagnast á sínum rekstri
fyrstu níu mánuði þessa árs. Þetta
hlýtur að sanna að Renault eru
færir til að takast á við þessar
breyttu aðstæður þó svo að þeir
meti stöðuna erfiðari án samein-
ingar við Volvo heldur en ef af
henni hefði orðið,“ sagði hann.
Aðspurður um hvort það hefði
áhrif á fyrirhugaða einkavæðingu
Renault að hætt hefði verið við
sameiningu fyrirtækjanna sagði
Pétur Óli að Renault væri á lista
yfír fyrirtæki sem franska ríkið
ætlar að selja samkvæmt lögum
sem samþykkt voru í júlí 1993. „Ef
af sameiningunni við Volvo hefði
orðið var franska ríkið búið að
skuldbinda sig til þess að einka-
væða fyrirtækið fyrir lok næsta
árs. Nú hlýtur það að fara eftir
fjárhagsafkomu Renault og að-
stæðum á bílamarkaðnum hvenær
hlutabréfin verða boðin til sölu á
markaðnum,“ sagði hann.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
90 ára flugafmæli
ÞORSTEINN Jónsson, fyrrverandi flugstjóri og fararstjóri í ferðinni, Helga Bernhard, flugfreyja, Gunn-
ar Þorsteinsson, ritstjóri og fararstjóri, og Jón Grímsson, flugstjóri (t.h.).
íslendingar taka þátt í 90 ára afmæli flugsins
Flugferð í anda gullaldar-
ára Ameríkuflugs Loftleiða
„FERÐIN verður í anda gullaldarára Ameríkuflugs Loftleiða. Á
fluginu verður stanslaust glens og gaman og allan tímann geta
ferðalangarnir átt von á hvers kyns óvæntum uppákomum,“
segir Gunnar Þorsteinsson annar tveggja fararstjóra í þriggja
daga hátíðarferð í tilefni af 90 ára afmæli flugsins. Hinn farar-
sljórinn er Þorsteinn Jónsson fyrrverandi flugsljóri. Ferðinni
er heitið til Kitty-Hawk í Norður Karólínu. Þar flugu Wright-
bræður, þeir Willbur og Orville, fyrstir manna flugvél undir
eigin vélarafli og með stýringu þann 17. desember árið 1903.
Gunnar sagði að ferðin væri
skipulögð af Fyrsta flugs félaginu.
„Við stofnuðum félagið til að fara
þessa einu ferð til að minnast þess
að 90 ár eru liðin frá því flugvél
sem hægt var að stýra og flaug
fyrir eigin vélarafli var flogið í
fyrsta sinn. Wright-bræður í Kitty-
Hawk í Norður-Karólínu áttu heið-
urinn af þessu afreki og í tilefni
af því verður þar mikið um að
vera þann 17. desember. Má öllum
24 tegundum flugvéla bandaríska
flughersins verður flogið yfir svæð-
ið og gerð verður tilraun til að
flúga eftirlíkingu af flugvél
Wright-bræðra,“ sagði Gunnar.
Flugvél Wright-bræðra var tví-
þekja með 12,3 m vænghafi, 275
kg að þyngd og hreyfillinn 80 kg
og framleiddi 13 hestöfl. Skrúfurn-
ar voru tengdar hreyflinum með
keðjum eins og á reiðhjólum en
Wright-bræður voru einmitt hjól-
hestasmiðir frá Ohio.
Ferðatilhögun
Allt verður gert til að andi ferð-
inni minni sem mest á gullaldarár
í Ameríkuflugi Loftleiða eftir því
sem Gunnar segir. „En við legggj-
um af stað eldsnemma þann 16.
desember og millilendum í Gander
á Nýfundnalandi þar sem mótt-
tökuathöfn fer fram. Ferðinni
verður síðan haldið áfram til Nor-
folk og þaðan í rútu til Kitty-
Hawk, vöggu flugsins. Daginn eft-
ir verður svo haldið upp á sjálft
afmælið en þann 18. getur fólk
t.d. valið um að skoða Smithsonian
flug- og geimminjasafnið í Wash-
ington eða versla í Norfolk," sagði
Gunnar.
Hann sagði að ferðin væri öllum
opin og^ mikill áhugi væri fyrir
henni. „Ég hef fundið fyrir miklum
áhuga skipuleggjenda hátíðarinnar
að sjá sem flesta íslendinga. Ferð-
in virðist líka falla í góðan jarðveg
hér og við erum að selja síðustu
sætin um þessar mundir,“ sagði
Gunnar og bætti við að hér væri
tvímælalaust um óvenjulegustu
flugferð seinni tíma frá Islandi að
ræða. ;,Hún verður hluti af flug-
sögu Islendinga. Og á þessum
tímamótum er áhugavert að velta
því fyrir sér hvað flugið hefur þró-
ast ört á aðeins einum mannsaldri
og ekki síst ef það er borið saman
við bifreiðina," sagði hann að lok-
um.
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
3.-6. desember 1993
Um helgina var tilkynnt um 34
umferðaróhöpp. í tveimur óhapp-
anna var um að ræða meiðsli á
fólki og í tveimur tilvikum öðrum
er grunur um ölvun við akstur. Á
sama tímabili hafði lögreglan af-
skipti af 185 ökumönnum vegna
ýmissa umferðarlagabrota. Þar af
voru 53 kærðir fyrir að aka of
hratt, 23 voru staðnir að því að
virða ekki rautt ljós, 5 reyndust
ekki hafa ökuréttindi, 15 eru grun-
aðir um að hafa ekið undir áhrifum
áfengis, 5 virtu ekki stöðvunar-
skyldu og aðrir voru kærðir eða
áminntir fyrir að nota ekki bílbelti
eða ástandi ökutækja þeirra þótti
ábótavant. Þá reyndist nauðsyn-
Iegt að fjarlægja skráningarnúmer
af 18 ökutækjum.
Afskipti þurfti að hafa af rúm-
lega 70 einstaklingum vegna ölv-
unar, auk þeirra ölvuðu er tengd-
ust öðrum málum, s.s. ölvuna-
rakstri, hávaða og ónæði utan dyra
og innan, heimilisófriði, ágreiningi
ýmiss konar, líkamsmeiðingum,
slysum, innbrotum og þjófnuðum.
Alls eru 569 færslur í dagbókinni
á tímabilinu.
Alls var tilkynnt um 6 líkams-
meiðingamál. Þau áttu sér öll stað
á eða við skemmtistaði borgarinn-
ar. Meiðsli voru í öllum tilvikum
minniháttar.
Á laugardagsmorgun slösuðust
tveir menn er þeir voru að taka
niður byggingakrana við hús við
Eggertsgötu. Annar endi bómunn-
ar lá í jörð, en mennirnir voru að
taka bómuna sundur við sam-
skeyti í u.þ.b. 10 metra hæð. Virt-
ist hafa gleymst að ganga frá vír
sem átti að halda uppi bómunni,
því er hún var tekin í sundur féll
hún niður við samskeytin og menn-
irnir með henni.
Á laugardagskvöld var tilkynnt
um að reyk legði frá íbúð við Rauð-
arárstíg. Við athugun slökkviliðs-
ins kom í ljós að pottur hafði
gleymst á eldavélarhellu. Skemmd-
ir urðu litlar.
Skömmu síðar urðu slagsmál í
Vallarstræti. Þau hófust þegar
maður lamdi konu. Þá kom þar
að eiginmaður konunnar ásamt
vinum sínum og blandaði eigin-
maðurinn sér í slagsmálin með því
að beija á manninum, sem hafði
verið að lemja konuna. Skömmu
síðar komu tveir vinir hjónanna
og bættu um betur. Hjálpuðu þeir
eiginmanninum og konunni að
lumbra á þeim sem hafði átt upp-
tökin. Sá átti sér nálægan vin, sem
vildi ólmur aðstoða, en þá bættist
í hópinn enn einn vinur hjónanna
er lamdi vin þess sem átti upptök-
in í andlitið. Þann varð að flytja á
slysadeild ásamt konunni, sem
upphaflega var veist að. Talið var
að maðurinn hafí verið nefbrotinn
og framtennur losnuðu í konunni.
Upphafsmaðurinn komst hins veg-
ar undan, en það er vitað hver
hann er.
Tiltölulega fátt fólk var í mið-
borginni aðfaranótt sunnudags.
Ölvun var nokkur, en ekki teljandi.
Aðfaranótt sunnudags var til-
kynnt um lausan eld í húsi við
Askarholt í Mosfellsbæ. Lampi,
sem kveikt hafði verið á og stóð
við glugga, féll niður og Ienti í
rúmi við gluggann. Þrettán ára
drengur vaknaði við það að eldur
var kominn upp í rúminu. Hann
vakti foreldra sína og komu þau
logandi dýnunni út úr húsinu og
náðu að slökkva í rúminu. Ekki
urðu miklar skemmdir á íbúðinni.
Unglingaathvarfið var opið í
miðborginni um helgina. Þrátt fyr-
ir leit fundust engir unglingar und-
ir 17 ára aldri. Athvarfið verður
opið næstu helgi. Þangað verða
allir þeir unglingar sem láta sjá
sig í nágrénni miðborgarinnar
fluttir.
Nú þegar nær dregur jólahátíð-
inni og undirbúningurinn er í há-
marki fer umferðin að þyngjast í
nágrenni stórmarkaða og verslun-
armiðstöðva. Fólk er eindregið
hvatt til þess að gefa sér rúman
tíma, sýna þolinmæði og umfram
allt tillitssemi.
Þjófur í
leikhúsi
OKUNNUR maður stal ávísunum
og seðlaveski úr búningsher-
bergi tveggja leikara Þjóðleik-
hússins meðan á sýningu stóð á
laugardagskvöldið.
Maðurinn komst baksviðs meðan
sýning stóð yfir undir því yfirskyni
að hann ætti erindi við nafngreind-
anleikara. í hléi saknaði einn leikar-
anna veskis með ávísanahefti og
persónuskilríkjum úr búningsher-
bergi baksviðs og annar leikari
sakna í tveimur óútfylltum ávísana-
eyðublöðum.
Þjófurinn var þá á bak og burt.
Lögregla hafði tiltæka allgóða lýs-
ingu á manninum en hann hafði
ekki verið handtekinn í gær.
-----» ♦ ♦----
■ HINN árlegi Jólablús Vina
Dóra er lagður af stað um allt land.
Hljómsveitin er á leið til Chicago
eftir áramót til að taka upp nýtt
efni á geislaplötu sem á að koma
út næsta sumar. Stórviðburður
verður hjá Vinum Dóra í mars nk.
þegar lagt verður af stað til Mexíkó
á svokallað „Blues Cruise Festival"
sem haldið verður á skemmtiferða-
skipi sem siglir í Karíbahafinu. ís-
lendingum gefst kostur á að upplifa
þennan viðburð þar sem ferðaskrif-
stofan Samvinnuferðir/Landsýn
hefur fengið nokkra miða til sölu.
Jólablúsinn fer fram á eftirtöldum
stöðum: Höfn í Homafirði, Hótel
Höfn, þriðjudaginn 7. desember,
Breiðdalsvík, Hótel Bláfell, mið-
vikudaginn 8. des., Egilsstaðir,
Hótel Valaskjálf, föstudaginn 10.
des., Eskifjörður, Félagsheimilið,
laugardaginn 11. des., Vopnafjörð-
ur, Hótel Tangi, sunnudaginn 13.
des., Raufarhöfn, Hótel Norður-
(jós, þriðjud. 14. des., Húsavík,
Hótel Húsavík, miðvikud. 15. des.,
Dalvík, Sæluhúsið, fimmtud. 16.
des., Akureyri, föstud. 17. des.,
Siglufjörður, Bíókaffi, laugard.
18. des., Skagaströnd, Kántríbær,
sunnud. 19. des., Hvammstangi,
Hótel Vertshús, mánud. 20. des.,
Ólafsvík, VER-salir, þriðjud. 21.
des. og Stykkishólmur, Hótel
Stykkishólmur, miðvikudaginn 22.
desember.
----» ♦ ♦----
Jólapakkar til
námsmanna á
Norðurlöndum
SÍÐUSTU forvöð til þess að senda
námsmönnum á Norðurlöndum jóla-
pakka með Samskipum eru í dag,
en tekið er á móti pökkunum í Holta-
görðum. Skip félagsins sigla til
Árósa, þar sem skip verður statt 16.
desember, Kaupmannahafnar, þar
sem það verður 17. desember, Vars-
berg 17. desember og Mors 17. og
18. desember. Pakkagjald Samskipa
er 1.000 krónur og má hver pakki
vera allt að 25 kg að þyngd.